Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 BREF TIL BLAÐSINS Sjúkratryggingar fyrir alla Frá Baldvini Ámasyni: EFTIR að greinarhöfundur hefur þurft að ganga í gegnum þreng- ingar vegna barna sinna sem komu frá Filippseyjum, er ég til- neyddur að skrifa nokkrar línur um þá erfiðleika sem nýbúar og aðrir Islending- ar, sem flytjast búferlum til landsins, lenda í. Þeir sem ekki hafa haft fasta búsetu (lög- heimili) á land- inu í a.m.k. 6 mán., hafa ekki aðgang að sjúkrasamlagi og njóta því ekki neinna sjúkratrygginga fyrstu 6 mánuðina. Fólk verður sem sagt að bíða í 6 mánuði án nokkurra trygginga eða annarrar eðlilegrar fyrirgreiðslu af hálfu hins opinbera. Þessi biðtími getur reynst mjög afdrifaríkur fyrir fólk ef eitthvað alvarlegt kemur upp á eins og t.d. slys eða alvarleg veik- indi. í mörgum nágrannaríkjum okk- ar hefur verið brugðist við þessu með því að gera fólki kleift að tryggja sig til skamms tíma, þ.e. Baldvin Árnason að kaupa sjúkratryggingu til að brúa þetta bil. Hér á landi er þetta ekki hægt og eru margir sem átta sig ekki á þessu fyrr en of seint, þ.e. fólk hefur sagt upp trygging- um sínum áður en það kemur til landsins. Þetta er augljóslega mjög vond staða sem fólk lendir í, ekki síst þar sem börn eru oft annars vegar og hlýtur þetta því að valda foreldrum miklum kvíða, áhyggj- um og öryggisleysi. Því miður virðast allar upplýs- ingar um þessi mál vera mjög af skornum skammti, það er alltjent ekki auðvelt að nálgast þær á rétt- um tíma fyrir fólk, áður en það kemur til landsins. Það væri mjög svo æskilegt að bæklingur um þessi mál væri aðgengilegur og á fleiri en einu tungumáli (íslensku) til þess að fólk gæti kynnt sér betur lög og reglur áður en það er of seint. í von um að forráðamenn yfir- valda, umboðsmaður barna og umboðsmaður Alþingis, taki þessa grein til athugunar og geri ráðstaf- anir til að tryggja öllum rétt til sjúkratrygginga, þakka ég fyrir að smni. BALDVIN ARNASON, Miklubraut 68, Reykjavík. Abending til foreldra Frá Jóni Pétri Zimsen: ÞEGAR minnst er á skóla eða fjöl- miðla er það oft á neikvæðum nót- um. Börn nú til dags tala slæma íslensku (nota slanguryrði) og sýna fólki og umhverfi sínu litla virð- ingu. Einnig er talað um að skólinn standi sig ekki nógu vel í vímuefna- vörnum og að neysla vímuefna sé að aukast. Ég vil þó taka fram að þorri ungmenna á við lítil eða eng- in vandamál að stríða. Fólk lítur almennt á að skólinn sé stofnun þar sem hægt sé að geyma börnin og ala þau upp á meðan foreldrarnir vinna myrkr- anna á milli til þess að eiga fyrir næstu afborgun. Fólk má ekki líta framhjá þeirri staðreynd að börn á grunnskólaaldri eru einungis 12% af tíma sínum í skólanum á árs- grundvelli. Spurningin er því sú hvort hefur meiri áhrif, skóli eða foreldrar á uppeldi barna. Mín skoðun er tvímælalaust sú að foreldrar beri ábyrgð á uppeldi barna sinna. Hver hefur ekki stað- ið sjálfan sig að því að koma þreytt(ur) heim úr vinnu milli 17.00 og 18.00, búa til matinn, borða og koma svo börnunum svo í rúmið. Oft líður hin hefðbundna vinnuvika svona. Foreldrar eru ekki nema 2-3 tíma með börnum sínum áður en þau fara að sofa og það er einfaldlega ekki nægur tími fyrir börnin. Þetta ferli er auðvitað ekki óskaferli foreldra en lífsgæðakapphlaup og lág laun eru orsök þess, en það er annað mál. En þegar öllu er á botninn hvolft eru það foreldrarnir sem eru ábyrgir fyrir því að ala börnin vel upp og kenna þeim góða siði. Það er ósköp auðvelt að varpa ábyrgðinni yfir á einhvern annan (skóla, fjölmiðla) þegar í óefni er komið, en útgangspunkturinn er alltaf sá sami, ef foreldrar eyða tíma með börnunum sínum og sinna þeim vel, kenna þeim góða og gilda siði verður útkoman yfir- leitt góð. Auðvitað kemur skólinn inn í þetta dæmi og gerir það sem í hans valdi stendur með aukinni fræðslu og betra námsefni. For- eldrar verða þó að átta sig á því að það eru þeir sem hafa mest áhrif á það hvernig tekst til með að skapa góðan þjóðfélagsþegn. Heimilin þurfa að vakna af þyrni- rósarsvefni sínum og gefa börnum sínum meiri gaum Ekki er lengur hægt að kenna skólum eða fjöl- miðlum um hvernig komið er. Börnin okkar eru að kalla á hjálp með hátterni sínu og það er skylda okkar allra að bregðast fljótt og örugglega við því kalli. JÓNPÉTURZIMSEN, Espigerði 16, Reykjavík. IDAG Athugasemd við Hvað skal segja Frá Sveini Ólafssyni: ÉG VIL gera örlitla athugasemd við málstýfingu sem ég hef séð bæði á mjólkurfernu og nú á laugardag í Mogga: Að það sé rangt að dingla bjöllu. Það er bæði rökrétt og réttur siður að dingla bjöllu, þegar þess er þörf. Málsiðurinn er kominn frá þeim tíma, sem rafmagn var ekki notað til að hringja bjöllum, held- ur sló fólk á þráð, þegar það vildi að bjallan hringdi. Þráðurinn var þá tengdur við bjölluna, þannig að þegar stríkkaði á honum, slóst bjallan við kólfinn og tilganginum var náð. Þá dinglar fólk bjöllu og lítið við því að segja, en best að svara hringingunni. Það er ekki lengra en 15 ár síðan þessi óbrigð- ula tækni var notuð í Hafnarfjarð- arvögnum, enda komust menn einhvern tíma að því að þetta orðalag var einmitt útbreitt í Hafnarfirði. Tengt þessu er orðalagið „slá á þráðinn til e-s". Þetta er tæknilega úrelt orðalag, svipað og ljósvaki. Það þýðir samt ekki að við hendum því. SVEINN ÓLAFSSON, Melabraut 25, Seltjarnarnesi. Með morgun- kaffinu \Cjt-0 11-16 margir og langir kossar. ÉG drekk nánast því engan landa lengur. Ég er svo skjálfhentur að ég helli næstum öllu niður. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: IaugaÞmbl.is Dónaleg söngkona MIG langar að koma á framfæri áliti mínu á framkomu ákveðinnar söngkonu, er áritaði nýút- kominn geisladisk sinn við plötubúð Skífunnar í Kringlunni fyrir nokkru. Það var ekki nóg með að viðkomandi gæti varla haldið sér vakandi og upp- réttri í sætinu, heldur var hún með leiðindaviðhorf til okkar sem vorum búin að standa þarna í langan tíma til að fá að berja hana augum. Þegar röðin var svo loksins komin að manni hrifsaði hún með frekju af manni mynd- ina/diskinn, krotaði eitt- hvað óskiljanlegt á hann, og henti henni (í orðsins fyllstu merkingu) aftur í mann og allt þetta án þess svo mikið sem líta upp frá borðinu, hvað þá að brosa. Hún sem nýtur hylli landa sinna fyrir yfirburða frábæran söng ætti að athuga það að svona framkoma getur skemmt fyrir henni. Það hvarflaði að mér hvort hún væri kannski að reyna að skapa sér nýja ímynd með svona stælum. En ég vona samt að sú sem ég tala um sjái að sér og taki orð mín til um- hugsunar, því ég veit að margir sem komu þarna á föstudaginn eru sam- mála mér um að svona framkoma eykur ekki áhuga manns á að mæta á tónleika eða kaupa disk- inn. Ásta Björk Jökulsdóttir Sjónvarpsmynd um gosið JÓN Sæmundsson hringdi. Hann leggur til að Sjónvarpið geri þátt um gosið í Vatnajökli, Skeiðarárhlaup og ham- farirnar á sandinum. Svo ágætar sem fréttamynd- irnar eru væri ómetanlegt að fá að sjá t.d. klukku- stundarlangan þátt um þessar miklu náttúru- hamfarir. Tapað/fundið IIjól fannst FJALLAHJÓL er búið að vera í óskilum fyrir utan Fjarðartorg, Reykjavíkur- vegi 50 í Hafnarfirði, síðan í síðustu viku. Einnig fundust gleraugu á bíla- planinu þar fyrir framan sl. þriðjudagsmorgun. Upplýsingar um hjólið eru gefnar í síma 565-0964. Veski tapaðist BRÚNT veski merkt Et- ienne Aiegner tapaðist á bílastæðinu við Borgar- kringluna sl. miðvikudag. í veskinu voru m.a. VISA- kort, gleraugu og lyklar. Skilvís finnandi er vin- samlega beðinn að hringja í síma 562-5668 og er fundarlaunum heitið. COSPER HOGNIHREKKVISI EN gaman að dóttir okkar skuli halda svona góðu jafnvægi í þessum æfingum. „Hann er h/cujpinn. oJS heiman - eða þannfý. Víkverji skrifar... EKKI er hægt annað en taka ofan fyrir þeim mönnum sem á innan við þremur vikum hafa komið á vegasambandi á ný yfir Skeiðarársand. Margir hafa lagt hönd á plóginn og lyft Grettistaki á skömmum tíma; ráðamenn voru fljótir að taka við sér, embættis- menn létu hendur standa fram úr ermum, vegagerðarmenn og brúarvinnuhópar gengu til verks af krafti og kunnáttu og margir aðrir lögðu sitt af mörkum. Þegar náttúruöflin klipptu á hringveginn í flóðinu mikla úr Grímsvötnum fyrir aðeins 23 dög- um sagði Davíð Oddsson forsætis- ráðherra á Alþingi að hafist yrði handa við framkvæmdir á sandin- um um leið og færi gæfist. Miðað væri við að koma á vegtengingu til bráðabirgða á minna en tveimur mánuðum. Framkvæmdir á sandinum gengu enn betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Þegar tenging um hringveginn er nú komin á að nýju blasir ævintýralegt landslag við vegfar- endum, sem minnir óþyrmilega á ægikrafta jökulsins. Stór jökul- stykki og ruðningur eru hvar- vetna um sandinn og bráðna ekki eða grafast í sandinn fyrr en eft- ir vikur eða mánuði og geta þá myndað stórhættulega jakahveri eða bleytupytti. Út á sandinn sjálfan á ferðafólk þess vegna ekkert erindi eins og yfirvöld hafa bent á. HELLAN nefnist fréttablað sem gefið er út á Siglufirði. Nýlega birtist þar bréf frá Krist- jáni Elíassyni, skipstjóra á Sigli, dagsett 8. nóvember. Hann kemur víða við í bréfi sínu og segir með- al annars frá því að mikið sé spil- að um borð, menn reyni að skjóta sér svartfugl í matinn, talsvert sé horft á myndband, en þó minna en í upphafi veiðiferðar. Menn stundi líkamsrækt, gangi og hlaupi 3-5 km á dag, lyfti ein- hverjum hundruðum kílóa og svo sé Iagst í.sólbað. í vikunni hafa birst fréttir um talsvert lakari Smuguafla í ár heldur en í fyrra en síðasta skipið sem var á þessum veiðum er nú komið heim. Um veiðiskapinn hef- ur Kristján þessi orð: „Það er ósköp lítil veiði, varla öðru megin upp á þröst, eins og einn skip- stjóri orðaði það fyrir löngu á Is- landsmiðum." Hann segir frá því að á þessum slóðum birti um sjö- leytið, farið sé að dimma fyrir 11 á morgnana og orðið almyrkt á hádegi. Síðan segir hann frá því að á dögunum hafi skipverji á Sigli fengið heiftarlega tannpínu og færeyskur skipstjóri á stóru lett- nesku skipi hafi boðið aðstoð skipslæknis síns. Aðstæður um borð í þessu skipi hafi sannarlega verið frumstæðar eins og vel hafi komið fram á myndbandi sem einn skipverja Siglis tók um borð. „Eftir að hafa horft á mynd- bandið held ég að mér sé óhætt að fullyrða að enginn íslenskur sjómaður léti bjóða sér annað eins umhverfi og vinnuaðstæður. Færibönd hafa enn ekki verið fundin upp í Lettlandi. Hver ein- asti fiskur var handlangaður um vinnsludekkið og hausarinn þeirra, groddaleg hjólsög, hefði sómt sér vel í rekaviðnum á Ströndum," segir Kristján Elías- son í bréfi sínu. i 4 i 4 4 í i i í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.