Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 23
. I.. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 23 LISTIR DOUG Raney ásamt Birni Thoroddsen leikur á Jóm- frúnni annað kvöid kl. 21. Doug Ran- 0 ey til Islands GÍTARLEIKARINN Doug Raney mun leika í hópi íslenskra djassleik- ara á Jómfrúnni í Lækjargötu ann- að kvöld, föstudagskvöíd, og hefjast tónleikarnir kl. 21. Þetta er í fjórða skipti sem Doug heimsækir ísland. Fyrst koma hann hingað árið 1978. Þá var hann 22 ára gamall og lék á gítar í tríói píanistans Horace Parlans. Þeirtón- leikar voru fyrstu djasstónleikarnir er Jazzvakning skipulagði með eldri hljómsveit. Doug kom hingað í ann- að sinni 1993 og lék á opnunartón- leikum RúRek djasshátíðarinnar og síðan í ársbyrjun 1995 á vegum Menningarstofnunar Bandaríkj- anna og lék þar gítardúetta með Birni Thoroddsen. Á tónleikunum á föstudagskvöld leiða þeir Björn aftur saman hesta sína og hrynsveitina skipa Tómas R. Einarsson bassaieikarí og Einar Valur Scheving trommari, sem einnig léku með þeim 1995. Margir af helstu saxófónleikurum landsins koma í heimsókn og blása með Doug og félögum í tilefni af því að Jazzútgáfan helgar íslenskum saxó- fónleikurum þetta útgáfuár. Doug er nú búsettur í Kaup- mannahöfn, en ferðast oft til Bandaríkjanna til hljómleikahalds. Hann hefur hljóðritað fjölmarga hljómdiska um dagana, m.a. með föður sínum Jimmy Raney. Hingað kemur Doug frá New York þar sem hann var m.a. að hljóðrita disk með gítaristanum Joe Cohn og bassaleikaranum Dennis Irwin. Aðgöngumiðaverð er 1.000 kr. og stendur Jazzvakning fyrir tón- leikunum. „Fjallarefurinn" Sterkur, léttur og rúmgóður skólabakpoki kr. 3.980 SrOTT ^L E I G A N I ÚTIVISTARBÚÐIM viö Umferöarmiöstööina Simi: 551 9800 og 551 30', Finnar af- henda líkan TOM Söderman sendiherra Finn- lands á íslandi afhenti á þriðjudag Byggingarlistardeild Listasafns Reykjavíkur líkan af einbýlishúsi í Garðabæ eftir Högnu Sigurðar- dóttur arkitekt, sem smíðað var fyrir Byggingarlistarsafn Finn- lands í Helsinki vegna sýningar á þess vegum. Fór afhendingin fram á Kjarvalsstöðum. A meðfýlgjandi mynd virða Tom Söderman, Guðrún Jónsdóttir for- maður menningarmálanefndar Reylqavikurborgar og Pétur H. Ármannsson forstöðumaður Bygg- ingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur líkauið fyrir sér. Morfrunblaðið/Golli Timarit • ÓPERUBLAÐIÐer komið út. Meðal efnis í blaðinu er grein eftir Jakob Levinson, gagnrýnanda Bert- ingske tidene, um óperuna Fjórða söng Guðrúnar eftir Hauk Tónrns- son. Ólafur Gíslason fjallar um GaJdra-Loft eftir Jón Asgeirsson, sagt er frá sýningu í New York á Master Class og fjallað um næstu óperettu íslensku óperunnar, Kátu ekkjuna eftir Lehár. Halldór Hans- en fjallar um fyrstu hljððritanirnar og nokkrir menn segja frá drauma- gengi sínu í Niflungahring Wagn- ers. Skyggnst er um baksviðs í Is- lensku óperunni. Þá gerir Pétur Hrafn Arnason grein fyrir uppáhalds óperunni sinni. Einnig er að finna í biaðinu yfirlit yfir óperur í Evrópu og Ameríku næstu mánuðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.