Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREIIMAR
FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 43
E
»
3
I
J'
J
»
3?
t
Í
Í
Í
3
i
Málinu er
ekki lokið
í GREIN þjóðminja-
varðar í Morgunblað-
inu 29. september var
mikill flaumur af
rangfærslum. Allt
bendir til þess að hann
telji ósannindi best til
þess fallin að ljúka
hinu óþægilega siifur-
máli. Þjóðminjavörður
má þó ekki gleyma
því, að það sem hann
ritar um er orðið að
dómsmáli og að hann
hefur rekið mig úr
starfi, vegna þess að
ég hef haft skoðanir á
silfursjóðnum frá Mið-
húsum.
Þjóðminjavörður heldur því
fram að ég telji að rannsóknir á
silfursjóðnum séu mannréttindi.
Utúrsnúningur eins og þessi ein-
kennir grein hans. Mannréttindi
er m.a. frelsið til að tjá sig. Það
hefur mér verið bannað. Nú síðast
var ég rekinn úr starfí. Þegar þjóð-
minjaráð fær athugasemdir sem
aldrei er svarað með öðru en ávirð-
ingum, hótunum og brottrekstri á
sér stað mannréttindabrot.
Þjóðminjavörður telur rannsókn
Graham-Campbells hafa verið
framkvæmda eins og „lögreglu-
rannsókn" að tilstuðlan Guðmund-
ar Magnússonar og þjóðminjaráðs.
Þjóðminjavörður telur það hins
vegar ekki til „lögreglurannsókna"
þegar Kristín Sigurðardóttir, sem
er áheymarfulltrúi í núverandi
þjóðminjaráði, fór með brot úr
sjóðnum til Lundúna með leynd
árið 1992. Ég tók ekki þátt í þeirri
ieyniför. Ég vann ekki á Þjóðminja-
safninu á þeim tíma og hef aldrei
séð leyfi Þjóðminjaráðs né ráðu-
neytis fyrir henni. Þjóðminjavörður
hefur fyrr haldið því fram við
Menntamálaráðuneyti, að ferðin
hafi verið farin með leyfi Guðmund-
ar Magnússonar þjóðminjavarðar,
en nú segir hann að ferð Kristínar
hafi verið gerð í samráði við mig.
Hann fer aftur með ósannindi. Það
sést best af því að þjóðminjavörður
leynir því enn að ég var áður búinn
að afþakka allar rannsóknir á
sjóðnum í bréfi til hans 26.6. 1992.
Astæðan var sú að Þór velti fyrir
sér aðild hjónanna á Miðhúsum að
fölsun í bréfi til mín. Innihald þess
var mér á móti skapi. Þór tók
málið persónulega í stað þess að
reyna að skilja löngun mína til að
leysa fræðileg vandamál. Að hafa
grunsemdir um sjóð er ekki það
sama og að gruna einhvern um
græsku. Ég tel það siðlaust að
kalla rannsókn fyrrverandi þjóð-
minjaráðs og Graham-Campbells
lögreglurannsókn. Þjóðminjasafn
Dana hefur í yfírlýsingu sagt að
rannsókn hans sé allra góðra gjalda
verð. fyóðminjavörður breytir engu
um það. Því verður ekki haggað
að Þjóðminjavörður velti fyrstur
fyrir sér sekt í sambandi við sjóð-
inn og sjóðurinn fór utan í algjöru
leyfísleysi árið 1992. Ég átti þar
engan hlut að máli.
Týnd, gleymd og falin bréf
Þjóðminjavörður afhenti ekki öll
skjöl sem tengjast rannsóknum á
sjóðnum. Bréf Miðhúsahjóna til
Þjóðminjaráðs frá 6. mars 1995,
þar sem þau kenna mörgum aðil-
um um ófarir sínar, var t.d. ekki
birt með öðrum skjölum. Eins og
kunnugt er, er mér nú einum kennt
um þær. Þjóðminjavörður hefur
greinilega tekið þátt í tilbúningi,
með því að greina ekki frá öllum
málsatriðum.
Eitt bréf virðist skipta mestu
máli að mati þjóðminjavarðar.
Þetta bréf mitt til Gra-
ham-Campbells frá
27. febrúar 1994, var
komið austur að Mið-
húsum áður en það
átti að birtast opinber-
lega 30. júní 1995. Á
meðan sum bréf og
málavextir voru vand-
lega falin var mikill
ákafi í mönnum að
dreifa þessu bréfi.
Sturla Böðvarsson og
fyrrverandi mennta-
málaráðherra hafa á
bréfsefni Alþingis
neitað því hafa dreift
því. Þjóðminjavörður
hefur hins aldrei svar-
að spurningunni um hvort hann
afhenti bréf þetta fyrr en fyrir-
skipað var. Éf hann hefur ekki
gert það fara málin að vandast.
Sumarið 1994 skrifaði ég
skýrslu, sem innihélt sömu niður-
stöðu um hring nr. 3 í Miðhúsa-
Brottrekstur minn, sem
er ólöglegnr, segir
—
Vilhjámur Orn
Vilhjálmsson, leysir
ekki vanda þjóðminja-
vörzlunnar.
sjóðnum og skýrsla Þjóðminja-
safns Dana frá 1995. Fjölmiðlar
fengu ekki skýrsluna. Það er ós-
mekklegt að sjá að þjóðminjavörð-
ur reynir að hylma yfir slíkt með
því að segja að aðeins nokkrir
fjölmiðlar hafi beðið um afrit af
gögnum. Skýrslan var hvergi
nefnd af þjóðminjaráði og þess
vegna gátu fjölmiðlar ekki vitað
af henni. Menntamálaráðuneytið
mælti með birtingu allra skjala
sem varða rannsóknir á sjóðnum.
Það gerðist þó aldrei. Það er því
ekki sök fjölmiðla heldur vísvitandi
aðgerð þjóðminjaráðs.
Undir áhrifum
Susan Kruse, breskur sérfræð-
ingur, er þeirrar skoðunar, að
rannsókn þjóðminjasafns Dana sé
ekki eins og best verður á kosið.
Þjóðminjavörður telur að hún geti
ekki tjáð sig um Miðhúsasjóðinn
vegna áhrifa frá mér og Graham-
Campbell. Þetta er fjarstæða.
Kruse er fremsti sérfræðingur á
sviði efnagreininga á víkingaald-
arsilfri. Efnagreining er hlutlaus
rannsókn og ekki aldursgreining-
araðferð. Niðurstaðan er mæling,
sem getur verið röng, en hún er
hlutlaus. Að telja að Kruse sé
undir áhrifum er eins og að saka
hana um vísindalegt fúsk. Þegar
Lars Jorgensen hóf formlega rann-
sókn á sjóðnum á Þjóðminjasafni
Dana ritaði hann 7. 11. 1994: Det
vil som sagt være yderst beklagel-
igt for skandinavisk arkæologi,
hvis Prof. Graham-Campbel (sic.)
antagelser er korrekte. („Það
myndi sem sagt vera mjög miður
fyrir norræna fornleifafræði ef
álit próf. Graham-Campbells er
rétt“) Spyija má; var Jorgensen
undir áhrifum, eða hafði hann fyr-
irfram ákveðnar skoðanir á rann-
sókn James Graham-Campbells?
Menntamálaráðuneyti mælti
með því 12. september 1994, að
þjóðminjasafnið leitaði til sérfræð-
inga á Norðurlöndum sem höfðu
stundað ítarlegar rannsóknir á
sjóðum. Það höfðu forvarðartækn-
ar Þjóðminjasafns Dana ekki gert.
Þjóðminjaráð gleymdi að sjálf-
Vilhjálmur Örn
Vilhjálmsson
sögðu einnig að greina opinberlega
frá þessum annmarka.
Þjóðminjavörður fer aftur með
rangt mál er hann leggur ofur-
áherslu á bréf sem Graham-Camp-
bell skrifaði mér 4. maí 1994.
Hann telur að Campbell sé undir
áhrifum frá mér þegar hann skrif-
ar að hann sé enn á þeirri upphaf-
legu skoðun sinni að lítill víkinga-
aldarsjóður hafi sennilega verið
aukinn með viðbót nokkurra stærri
hluta. Þá skoðun sem James Gra-
ham Campbell vitnar til hafði hann
hjálparlaust haft frá því árið 1988.
Þá skoðun þekkti þjóðminjavörður
árið 1989. í bréfi sínu 16. mars
1994 leggur Campbell áherslu á,
að honum verði boðið til að skoða
sjóðinn, til að hann geti gert sér
sjálfstæða skoðun á honum. Þess
vegna var honum boðið til íslands.
Svo mikil voru „áhrif“ mín.
„Fals og prettir"
Þór Magnússon heldur því enn
einu sinni fram, að ég hafí sakað
fólk um fölsun á sjóðnum. Það
skrifast á reikning þjóðminjavarð-
ar sjálfs. Ég hef aðeins óskað eft-
ir því að sjóðurinn verði rannsak-
aður vegna vafamála. í því liggja
ekki grunsemdir um einstaklinga,
eins og þjóðminjavörður heldur
fram. Er þjóðminjavörður skrifar
„Allt slíkt tal um „fölsun“ eða
„nýsmíð“ er í rauninni fráleitt" er
hann aðeins að svara spurningum
og staðhæfingum sem hann sjálfur
setti fram í bréfi til mín árið 1992.
Eins og áður segir lagðist ég gegn
slíkum vangaveltum. Að mínu áliti
er það á við „fals“ þegar sagt er
að sjóður sé allur frá víkingaöld,
þótt einn gripanna í honum sé það
hugsanlega ekki. Slík röksemda-
færsla er ekki sæmandi þjóðminja-
verði. Ef danska skýrslan er eins
tvíræð og varlega orðuð og þjóð-
minjavörður heldur fram, að hægt
sé að lesa allt úr henni, verður það
að teljast næg ástæða til að fara
betur í saumana á vafamálunum
varðandi sjóðinn.
Rekinn
Pjórum klukkutímum fyrir lok
vinnutíma 25. september rak þjóð-
minjavörður mig frá störfum. Mér
var skipað að taka allar mínar
eigur og afhenda lykla. í upp-
sagnarbréfi er einungis vitnað til
ávirðingarbréfs sem ég fékk um
síðustu áramót. Ég mótmælti inni-
haldi þess bréfs harðlega. Eina
skýringin sem fylgdi uppsögninni
25. september var að ég gæti sótt
um vinnu á nýju safni við Hverfis-
götu. Ég mótmælti uppsögninni
munnlega og skriflega, en þjóð-
minjavörður hefur samt lýst því
yfir opinberlega, að það hafi ég
ekki gert.
Brottrekstur minn, sem er ólög-
legur, leysir ekki vanda þjóðminja-
vörslunnar. Vandinn er ekki nýr
af nálinni þótt mér einum hafi
verið kennt um hann í ávirðingar-
bréfi um síðustu áramót. Um
vandann hafa verið skrifaðar opin-
berar skýrslur sem ekki hafa enn
verið opinberaðar. Vandinn hefur
verið svo mikill, að þeir sem ritað
hafa sögu þjóðminjavörslunnar
hafa annað hvort ekki lokið því
göfuga verki, eða hafa lagt bann
við lestri ritsmíða sinna.
Höfundur er fornleifafræðingur.
■-----------■
SLIM-LINE
dömubuxur
frá gardeur
Vduntv
tískuverslun
_ V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 n
Ástandið í raun-
greinakennslu
NÝLEG könnun um
árangur íslenskra
unglinga í stærðfræði
og raungreinum hefur
vakið verðskuldaða
athygli. Ástæður þess
að Islendingar komu
frekar illa út úr þess-
um alþjóðalega sam-
anburði eru margar og
verður það verðugt
viðfangsefni til þess
bærra aðila að telja
þær upp. Mér finnst
þó rétt að benda strax
á að ekki er hægt að
skýra þessa útkomu
eingöngu með því að
vísa til hluta eins og
lágra launa kennara. Þau eru aug-
ljóslega of lág, það þekki ég af
eigin raun, en fleira kemur til.
Eins og dr. Þórólfur Þórlindsson
bendir á er viðhorf íslendinga til
stærðfræði og raungreina öðru vísi
en til að mynda Suður-Kóreubúa.
í gamansömu erlendu leiðsöguriti
um íslendinga er bent á að þeir
hneigist til einkennilegrar dýrkun-
ar á læknum og lögfræðingum
meðan „nytsamar" stéttir verk-
fræðinga, vísindamanna og iðnað-
armanna njóti takmarkaðrar virð-
ingar. Almennt má segja að íslend-
ingar hafi frekar lítinn áhuga og
metnað í öllu því sem lýtur að
stærðfræði og raungreinum. En
þessu má breyta og þarf ekki endi-
lega að kosta miklu til.
Besta leiðin til þess að auka við-
gang raungreina er að reyna að
lokka gott raungreinafólk inn í
skólana. í því sambandi væri til
mikilla bóta að afnema þessa vit-
lausu kröfu um að einstaklingar
með fullgilt háskólapróf verði að
taka uppeldis- og kennslufræði til
að teljast fullgildir kennarar. Það
má vel vera að hugvísindafólki
finnist það ekkert tiltökumál að
eyða heilu ári í uppeldisfræðina en
ég fullyrði að þetta fælir raun-
greinafólk frá. Þetta er líka meðal
þess sem að vinnuhópur Verkfræð-
ingafélagsins benti á í nýlegri
skýrslu sinni um ástand raun-
greinakennslu í framhaldsskólum.
Þar var líka tilgreint gott dæmi
um vitleysuna í kerfinu, sóknar-
prestur telst leiðbeinandi þegar
hann er að kenna kristnifræði
nema hann hafi tekið uppeld-
isfræðina. Maður hefði nú haldið
að aðalatriðið í prestnámi væri að
læra að kenna guðs orð! En þeir
eru víst bara leiðbeinendur þegar
þeir eru að flytja þann boðskap.
Nú má enginn skilja mig sem
svo að ég sé á móti fræðslu í upp-
eldis- og kennslumálum. Síður en
svo. Ég held bara að
betra væri að eyða
kröftunum í að bjóða
nýliðum í kennslu upp
á þjálfun og kennslu á
staðnum. Þannig að
þegar nýliði með BA-
eða BS-próf er ráðinn
í skóla, sé innifalið í
hans samningi að
hann taki þátt í
ákveðnum kvöld- og (
sumarnámskeiðum
fyrstu tvö árin, jafn-
framt því sem að innan
hvers skóla væri
starfsmaður eða kenn-
ari sem sæi um þjálfun
nýliða. Kennarar sem
hafa aflað sér lögboðinnar mennt-
unar (uppeldisfræði) hafa líka
kvartað undan því að fá litla til-
sögn þegar á hólminn er komið,
Við verðum, segir Páll
Þórðarson, að taka
okkur tak í raungrein-
um og stærðfræði.
en þeir sjá þá að raunveruleikinn
er ekki alltaf eins og í fræðunum.
Ég tel að þetta fyrirkomulag, sem
mér skilst að sé m.a. notað í Dan-
mörku, myndi draga fleiri háskóla-
menntaða raungreinakennara að
skólunum en núverandi kerfi án
þess að því þurfi endilega að fylgja
aukinn kostnaður fyrir samfélagið.
Annað sem veldur áhyggjum er
hve konur virðast sækja lítið í'
raungreinatengt nám. Þetta mætti
bæta að einhveiju leyti með breytt-
um áherslum hjá námsráðgjöfum.
Fjölgun kvenna í langskólanámi
má eflaust að einhveiju leyti rekja
til árangursríks starfs námsráð-
gjafa við að hvetja konur til lang-
skólanáms. En þar virðist hafa
gleymst að benda þeim á raun-
greinar, því fjölgun kvenna í raun-
greinum og verkfræði hefur ekki
verið í takt við aðrar greinar. Með
samstilltu átaki má laga þetta og
það sama má raunar segja al-
mennt um viðhorfið gagnvart
raungreinum í þjóðfélaginu. Ef við
ætlum að standa jafnfætis öðrum t
þjóðum og taka þátt í hátæknisam-
félagi 21. aldar þurfa íslendingar
að taka sér ærlegt tak í stærð-
fræði og raungreinum, sem eru og
verða lykillinn að framförum og
velmegun þjóðanna.
Höfundur er efnafræðingur og
starfar á Raunvísindastofnun
Háskólans.
Páll
Þórðarson
IKTIIMltlOHil
ioio io i r í I I 0 í
• Tölvutengt tímaskráningar- og
aðgangskerfi.
• Þægilegt og einfalt i meðförum
• Fjárfesting sem borgar sig
ESálHiááJJ
J. áSTVRLDSSON HF.
Sklpholti 33,105 Reykjavik, simi 533 3535
Úrval af
grafíkverkum
eftir
TRYGGVA ÓLAFSSON
Verð við allra hæfi
Við Rauðarárstíg,
sími 551 0400
og í Kringlunni,
sími 568 0400.