Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 51 MINNINGAR þaðan af braut með reisn og glæst- um starfsferli. Bob hóf lögfræðistörf í Norfolk sama ár og hann hætti hjá flughern- um, gerðist meðeigandi í þekktu lögfræðifyrirtæki þar, Hofheimer, Nusbaum og McPhaul. Þar starfaði hann næstu 24 árin, eða til ársins 1988, er hann dró sig í hlé. Við Bob höfðum alltaf samband okkar í millum, en tveimur árum 1 áður en hann hætti hjá flughernum ! hafði ég hafið störf hjá Loftleiðum t og af því leiddi, að oftlega sinnti ég ýmsum erindum fyrir félagið í Bandaríkjunum, og hittumst við þá oft þar, í New York, Washington og Norfolk. Um mitt árið 1970 var ég á ferða- lagi sem oftar þar vestra, og í þetta skipti átti ég brýnt erindi við Bob. Eg minntist orða hans þá hann kvaddi mig við brottförina frá Is- >' landi forðum, tók upp símann og ) hringdi á hann og minnti hann á > fyrri ummæli og skýrði fyrir honum hvað vandamálið væri. Loftleiðir hefðu nýlega hafið rekstur á Norð- ur-Atlantshafsleiðinni á DC-8 þot- um og komið hefði í ljós að ein aðalflugbrautin á Keflavíkurflug- velli væri of stutt fyrir þessa gerð flugvéla og brýn þörf lengingar hennar til þess að fyllsta öryggis væri gætt í öllum veðrum og við viss veðurskilyrði kæmi hún ekki Í að notum. Þörf væri skjótra úrbóta | og hér væri um sameiginlega hags- muni íslands og Bandaríkjanna að ræða og féllu innan ramma varnar- bandalags þjóðanna í NATO-fjöl- skyldunni. Bob hlustaði á mál mitt, spurði nokkurra gagnorðra spurn- inga, sagðist vera mér sammála um nauðsyn tafarlausra aðgerða, lofaði að koma málinu rétta boðleið til I þess aðila, sem hann hefði trú á að myndi hlusta á sig. Bob stóð við orð sín, hjólin tóku | strax að snúast, og hann snéri sér til vinar síns og flokksbróður í Repúblikanaflokknum, dr. George W. Whitehurst, sem þá var varafor- maður hermálanefndar bandaríska þingsins, hann hlustaði á Bob, fór til Islands seinna á árinu og kann- aði aðstæður, mælti með fram- kvæmdunum og kom fjárveitingu 1 til þeirra inn á fjárlögin. Fram- kvæmdir hófust svo um vorið 1971 og var lokið síðla árs 1973. Þess | skal getið að ítarleg umfjöllun um gang þessa máls birtist í Mbl. þann 3. júní 1993, er fréttaritari blaðsins átti viðtal við Bob Dorsey, dr. George W. Whitehurst og undirrit- aðan og kemur þar m.a. fram, að með tilkomu þessara framkvæmda væri flugvöllurinn kominn í röð bestu flugvalla og hefði mikla þýð- ingu fyrir íslensk flugmál og fram- tíð flugvallarins. Bandaríkin hefðu borið allan kostnað, sem varð um 7 milljónir dollara á þáverandi gengi, samsvarandi 42 milljónum dollara á gengi í mars, 1993. Framtak Bobs, drengskapur og aðstoð varð drjúgt framlag til far- sællar þróunar flugstarfsemi á ís- landi og ótaidar eru þær fjárupp- hæðir, sem rekstrarlega áunnust við tilkomu þeirra framkvæmda er að ofan getur. Jákvæð afstaða hans í þessu máli endurspeglaði mann- gerðina, hann hafði til að bera víð- sýni og vitsmuni til að leggja því máli lið, sem hann trúði á, og beita áhrifum sínum til framgangs þeirra málefna, sem til heilla og framfara horfðu. Hann var trúr köllun sinni og í öllum athöfnum og gerðum fylgdi hann fölskvalausri réttsýni, sannfæringu og sanngirni. Að mín- um dómi eru það einungis afburða- menn, sem slíkum mannkostum eru búnir. Bob var sæmdur æðstu heiðurs- merkjum þjóðar sinnar fyrir vaska og dygga þjónustu við skyldustörf sín hjá hernum. Hann varð vel- gerðamaður í þróun íslenskra flug- mála, eins og að ofan getur. Fram kom sú hugmynd að veita ætti Bob verðuga viðurkenningu fyrir fram- lag hans til íslenskrar þjóðar. Hug- myndinni var formlega komið á framfæri við þar tilbær yfirvöld. Málaleitunin hlaut ekki hljómgrunn og verðleikamat reyndist neikvætt. En það er önnur saga. Bob átti í einkalífí sínu barnaláni að fagna og með fyrri konu sinni átti hann sex börn, þijár dætur og þijá syni, öll hinir mannvænlegustu einstaklingar, nú búsett víðsvegar um Bandaríkin, en Bob skildi við konu sína um það leyti er hann hætti herþjónustu. Síðari kona Bobs er Sandra (Sandy) alúðleg og glæsi- leg sæmdarkona, sem lifir eigin- mann sinn, en þau áttu að baki hamingjusamt hjónaband í 20 ár. Forráðamenn Flugleiða fyrr og nú kunnu vel að meta verðleika og þel Bob til þróunar flugmála á íslandi. Var þeim hjónum m.a. boðið sem sérstökum heiðursgestum í opnun- arflug flugfélagsins á flugleiðinni Baltimore/Washington til Islands í nóvember 1978 og dvöldu þá um tíma hér á landi. Þau heimsóttu Island ennfremur nokkrum sinnum eftir það. Bob hafði verið heilsuhraustur alla ævi, en fyrir nokkrum misser- um kenndi hann þess sjúkdóms er varð honum að aldurtila. Veikindi hans ágerðust á sl. ári og hafði ég af því spumir, svo afráðið var að stofna til endurfundar á Virginíu- strönd með mínum gamla vini og fóstbróður. Dvaldi ég nokkra daga á heimili þeirra hjóna, við Bob rifj- uðum upp gamlar endurminningar, ræddum um alþjóðleg og staðbund- in stjórnmál í Bandaríkjunum, en hann var alla tíð eindreginn fylgis- maður Repúblikanaflokksins og færði fyrir því gild rök byggð á lífs- reynslu sinni. Talið barst að hinni hörmulegu útkomu Víetnamstríðs- ins, og að hans dómi voru mistökin þau, að ekki hefði verið fýlgt þeim grundvallarreglum í herstjórn, sem kenndar væru og numdar í öllum herskólum um viða veröld og byggj- ast á fræðikenningum hins fræga prússneska herforingja, Karls von Clausewitz, sem uppi var fyrir meira en 150 árum. í stríði gilda herstjórnarreglur og ákvarðanir byggðar á þeim, en ekki pólitískar ákvarðanir samofnar hentistefnu og óstöðugleika. Að sömu niður- stöðu og Bob kemst frægur banda- rískur hershöfðingi, Lt. Gen. Harold G. Moore, í metsölubók sinni frá 1992 um Víetnamstríðið, er ber heitið “We Were Soldiers Once, And Young“. Ennfremur koma sömu sjónarmið fram í endurminningum hershöfðingjans Colin Powells í bók hans “My American Journey". Við héldum spjalli okkar áfram og hugs- un hans var enn skýr, dómgreind og ályktunarhæfni, en likamsþrek þverrandi og gerði hann sér glögga grein fyrir því hvert stefndi. Bob var mikill trúmaður, og hann líkti trúnni við varasjóð og þaðan kæmi krafturinn til athafna. Hann taldi hófsemina aðalsmerki hvers manns, og hyggindi almennt á lífs- leiðinni fælust í vitsmunum til að- greiningar á því raunverulega og hégómlega í lífínu, og af löstum í mannlegu dagfari taldi hann hræsnina banvænasta þeirra. Það var komið að leiðarlokum, þetta varð síðasti endurfundur okk- ar á langri leið. Ég þakkaði honum samfýlgdina, vináttuna, traustið og fóstbræðralagið, sem varað hefði í 43 ár. Hann sagði að það væri gagnkvæmt, það hefði frá upphafi byggst á traustum grunni. Með því kvöddumst við einlæglega hinsta sinn. Bob verður mér æ minnisstæð- ur vegna hans sterka persónuleika. Þar fór maður með reisn, og fyrir mér var hann hin sanna og sígilda ímynd hins siðmenntaða Banda- ríkjamanns, sem bar hróður og sæmd síns lands um víða vegu og reyndist glæsilegur fulltrúi hinna háleitustu dyggða, sem rætur hafa haft og ávallt í hávegum hafðar í bandarísku þjóðlífi og reynst kjöl- festan í Jjjóðfélagslegri umgerð landsins. Ur þessum jarðvegi var Bob sprottinn og sérhver þjóð getur Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu Jttoröim’blnMb -kjarni málslns! verið stolt af því að hafa alið son búinn slíkum kostum. Mér er efst í huga, þá ég slæ botninn í þessar hugrenningar og upprifjun endurminninga af sam- skiptum og vinskap mínum við Bob, þakklæti til forsjónarinnar fyrir þau forréttindi, gæfu og lífsreynslu sem af því leiddi. Hann mótaði snemma og hafði áhrif á lífsviðhorf mitt, víkkaði sjóndeildarhring minn og leiddi mig í nýja heima á starfs- ferli mínum, leiðsögn hans, fræðsla og aðstoð varð mér styrkur og vega- nesti, sem skipti sköpum í mínu lífs- starfi. Það er ómetanlegt að hafa hlotið slíkt hlutskipti, og að lokum skal gjalda skuld þakklætis til vel- gjörðar- og drengskaparmannsins Bob Dorsey fyrir veglyndi hans og manndóm, og í hugum okkar, sem kynntust honum hvílir minnisvarði skráður letri, sem hvorki mölur né ryð fá grandað um ókomna tíma. Minningarathöfn var haldin um Bob Dorsey í Kempsville kapellunni á Virginíuströnd þ. 22. mars sl. Útför hans fór fram þ. 4. apríl sl. og jarðneskar leifar hans lagðar hinstu hvílu við hátíðlega athöfn í þjóðkirkjugarðinum í Arlington í Virginíufylki, þar sem margir falln- ir hermenn Bandaríkjanna hvíla. Til minningar og virðingar um hann barst fagurlega skreyttur blóma- krans vafinn borða í íslensku fána- litunum og hvítum borða áletruðum nafni hans og kveðju frá fram- kvæmdastjórn Flugleiða. Gunnar Helgason. TILBOÐ Nýja myndastofan Laugavegi 18, sími 551 5125 Kjarvalsstaðir BARNA MYNDATÖKUR FYRIR JÓLIN BARNA ^FJÖLSKVLDU LJÓSMYNDIR sími 588 7644 Ármúla 38 BRETTALYFTUR ÓTRÚLEGT VERÐ! CML brettalyftur eru úrvalsvara á fínu verði. Þær eru á einföldum eða tvöföldum mjúkum hjólum, sem ekki skaða gólf. Verð m/vsk frá kr. 35.990 stgr. N/ Hringás ehf. Langholtsvegi 84, Rvk. S. 533 1330 Yfir 20 tegundir af sófaborðum ó lager - Ýmsar viðartegundir Suðurlandsbraut 54, sími 568 2866 1 I 586 / 100 MHz margmiðlunartölva m • 16 MB EDO vinnsluminni 8x geisladrif + 3.5" disklingadrif • 1.3 GB harbur diskur • Skjákort á móáurborái • 256 Kb Pipelined Cache • Win'95 lyklaborb + mús • 14" SVGA lifaskjár • Windows 95 16 bifa hljábkort 104.000 kr. stgr.m.vsk. • Tveir hátalarar mc6 magnara Tæknival Skeifunni 17 Reykjavfkurvegi 64 105 Reykjavík 220 Hafnarfirði Sfml S50 4000 Sfmi 550 4020 Fax 550 4001 Fax 550 4021 Netfang: Netfang: mottakaðtaeknival.is fjordurOtaeknival.is Umboðsmenn um land allt .. .er við lækkum okkar verð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.