Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 33 LISTIR BOKMENNTIR Jölasaga JÓLAASKJAN Eftir Richard Paul Evans. Guðbrand- ur Gíslason þýddi. Fróði hf., 1996. 116 bls. S vo elskaði hann heiminn JÓLAASKJAN á, eins og allar jólaöskjur og -pakkar, að geyma og flytja fagnaðarboðskap; kær- leika, von og trú. Að auki er í henni að finna áminningu, sjálf- sagt þarfa, til yfirkeyrðra kaup- sýslumanna um að „meta aílt áhættuframtak út frá því hvaða tækifæri önnur kunni að glatast um leið." Sagan er sjálfsævisöguleg og sögumaðurinn Rick segir sögu sína og fjölskyldu sinnar við að koma undir sig fótunum í Salt Lake City í Utah, þar sem Rick er að setja á laggirnar útleigu á viðhafnarfötum. Lífsbaráttan er hörð hjá litlu fjölskyldunni þangað til velgjörðarkonan Mary kemur til sögunnar og veitir þeim að laun- um fyrir smávægileg viðvik og félagsskap húsaskjól, ást og um- hyggju. Það skiptir sköpum fyrir þau og söguna að Mary opnar augu þeirra, einkum sölumannsins markaðsgiúrna, fyrir þýðingu jól- anna - „fyrstu jólagjöfinni" - er gjarnan gleymist í dagsins amstri og önn. „Spennan" í sögunni snýst síðan um það hvað fyrsta jólagjöf- in hafi verið (og er enn) svo og merkingu hennar fyrir Rick. Þrátt fyrir „velmeinandi" boð- skap og gott hjartalag höfundar (og allra aðstandenda bókarinnar) er ekki margt í þessari stuttu sögu sem gleður andann. Frásögnin fram að fagnaðarerindinu í lokin er með öllu tilþrifalaus. Fátt er áhugavekjandi og skáldskapur slakur. Sendibréfin sem eru lykill- inn að „svarinu" og eiga að vera svo áhrifamikil og leyndardóms- full, eru það einfaldlega ekki. Þeg- ar bragðdaufum aðdragandanum sleppir og boðskapurinn opinber- ast tekur við óhófleg tilfmninga- semi. Blaðsíðurnar í biblíu Mary eru „allar útbíaðar í tárum". Ekki bætir úr að prófarkalestri og frágangi texta í Jólaöskjunni er ábótavant. Of mikið er um staf- setningar- og málfarsvillur; skipt- ing orða á milli lína er sums stað- ar skökk; á stöku stað eru máls- greinar (sem eiga að vera það) ekki inndregnar; fyrir kemur að þankastrik á undan beinni ræðu hefur fallið út. Útflúraður upp- hafsstafur kafla er hallærislegur, auk þess sem broddstafí vantar þannig að Ég verður Eg. íslenskun er full þýðingarleg og bundin frummáli. Of mikið um geigandi tilvísunarsetningar. Þeg- ar glott er eins og Chesire köttur (úr Undralandinu hennar Lísu) á ensku, nægir að skælbrosa eða brosa tannbreiðu brosi á íslensku en óþarfi að vísa í ketti af „Ches- ire kyni" en það „kyn" er tæplega vel þekkt á Islandi. Óþarft er að tiltaka að kristalsljósakróna sé „frá Strauss". Ég a.m.k. væri full- sáttur við „glæsilega kristalsljósa- krónu" eða eitthvað viðlíka. Bókakápa er ákaflega hag- kvæm en hún er afbragðs eftirlík- ing af dæmigerðum rauðum jóla- pappír og þeir sem ætla að gefa Jólaöskjuna í jólagjöf geta sparað sér umbúðir og sett merkimiða beint á bókina. Það er greinilegt að höfundur efast ekki um gildi og áhrifamátt bókar sinnar. í sérkennilegum viðauka býður hann snortnum les- endum, sem leið eigi um Salt Lake City, að leggja hvít blóm að stalli steinengils (úr sögunni) í kirkjugarði borgarinnar. Ekki er ástæða til að efast um góðan tilgang en of töluvert vantar upp á, að mínu áliti, til að Jólaaskjan verðskuldi þýðingu yfir á annað tungumál. Geir Svansson Skagfirðingar á 20. öld BOKMENNTIR Æviskrár SKAGFIRSKAR ÆVISKRÁR Tímabilið 1910-1950 2.b. Umsjón og ritstpórn: Hjalti Pálsson frá Hofi. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðár- króki, 1996, 353 bls. I ÞESSU 2. bindi Skagfirskra æviskráa fyrir tímabilið 1910- 1950 er að finna 112 æviþætti manna og kvenna sem búsett voru í Skagafirði á fyrri hluta þessarar aldar. Tímamörkin eru þau að við- komandi hafi stofnað heimili eftir 1910 og ekki síðar en 1950 og sé látinn ásamt maka sínum þegar ritið er samið. Sögufélag Skagfirðinga hefur gefið út mikið safn æviskráa. Á árunum 1964-1972 komu út fjög- ur bindi fyrir tímabilið 1890- 1910 og árið 1981 hófst útgáfa á ævi- skrám 1850-1890. í þeim flokki eru komnar sex bækur en þrjár ókomnar. Eins og áður segir eru nú komin tvö bindi fyrir 1910- 1950. Ritsafnið er því orðið tólf bindi alls. Skagfirðingar og fólk af skagfirskum ættum hefur því úr miklu að moða þegar það vill leita uppruna síns og frændgarðs. Þetta er þeim mun auðveldara sem ættrakningar eru yfirleitt miklar, tilvísanir milli binda, heimilda- skrár í lok hvers bindis og góðar nafnaskrár. Að vísu er þetta nokk- uð misjafnt eftir bindum, en í seinni bókunum hefur öll fagleg vinna að æviskránum færst í betra horf og er nú orðin til fyrirmynd- ar. Hygg ég að þar eigi mestan hlut að Guðmundur Sigurður Jó- hannsson ættfræðingur sem í öll- um síðari bókunum hefur yfirfarið alla þætti, sannprófað ártöl við kirkjubækur, gengið frá ættfærsl- um og aukið tilvitnanir til heim- ilda. Að æviþáttum í þessu bindi eru 22 höfundar. Þættirnir eru yfir- leitt langir. Ekki er óalgengt að þeir séu 3-5 bls. og fylgir mynd af þeim sem þátturinn er um, þar sem því var viðkomið. Hver þáttur byrjar á hinum venjulega ævi- skrárupplýsingum, fd., staður, ár, dd., staður, ár. Foreldrar. Þar fara á eftir tilvísanir í önnur bindi æviskránna og aðrar prentaðar heimildir. Næst er stutt greinar- gerð um æviferil og síðan kemur mannlýsing. Að því búnu er fjallað um maka með sama hætti og loks eru börn talin. í lok þáttar eru tilgreindar heimildir. Það sem greinir Skagfirskar æviskrár frá flestum hliðstæðum ritum, að ég hygg, eru hinar ítarlegu mannlýs- ingar, sem oftar en hitt eru ágæt- lega vel skrifaðar og bregða upp lifandi myndum. Ekki eru þær all- ar í lofgerðarstíl eftirmælanna, sem betur fer, heldur raunsannari en oft sést. En satt er það líka að allir hafa til síns ágætis nokkuð. Prýðilega er frá þessu riti geng- ið á alla lund og auðséð að þar hefur ekki verið kastað til höndum. Ættfræðingum skal bent á að í heimildaskrá í bókarlok er að fmna mikinn fjölda ættarskráa og niðja- tala sem komið hafa út á allra seinustu árum, líklega oftast vegna ættarmóta. Upplag þessara rita er oftast lítið og ekki á al- mennum markaði. Hér frétti sá sem þetta ritar að minnsta kosti af mörgum niðjatölum sem hann vissi ekki af. Sigurjón Björnsson euphorbia pulcherrima Staðsetning: Plantan þarf að njóta góðrar birtu. Kjörhitastig er um 20°C. Vökvun: Haldið moldinni rakri. Áburðargjöf er ekki nauðsynleg á blómgunar- tímanum. Athugið: Plantan er viðkvæm fyrir dragsúg og kulda, því er nauðsynlegt að söluaðilar pakki henni vel inn fyrir viðskiptavini sína. Blómaframleiðendur fertáðurí.ISS.- Litabækur og litír t í » L IFYRSTASINN , ÁÍSLANDIl McKJÚKLINGAB ORGARI. Cordon Bleu Mjúkur oq safaríkur kjúklingur, sneíð af reyktrí skinku, bráðinn ostur, ferskt grasnmeti, tómataroQ hvítlaukssósa... AÐEINS 395:- ^Æ^m Austurstræti 20 Suðurlandsbraut 56 AÐEINSISTUTTAN TIMA Vaðtðtir.ZrS.- Sóma heilsusamloka og 1/2 íítrí af Trópí W' ^8Ö& !í |p Vet»mr.2B0.- »> L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.