Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 45 4 !: AÐSEIMDAR GREINAR Fyrir hverja vinna alþing'ismenn? EKKI fyrir launafólk, því síður fyrir unga fólkið og alls ekki fyrir þá sem minnst mega sín í þessu samfélagi. Undirritaður hefur und- anfarin 25 ár heimsótt ráðherra, alþingismenn, skattstjóra, fjóra forseta ASÍ, sveitarstjómarmenn, einnig marga formenn verka- lýðsfélaga, fulltrúa atvinnurek- enda og marga forráðamenn hinna ýmsu stofnana. Spumingin hefur ætíð verið: „Hvers vegna greiða ekki allir tekjuskatt og útsvar í samræmi við þann lifistandard sem hver og einn býr við?“ Svörin hafa verið á ýmsa lund. Að verið sé að undirbúa ný skattalög, að verið sé að tölvuvæða ráðuneyti, aðrir segja þetta bara vera svona. Sumarið 1995 heimsótti undir- Margt bendir til að pottur sé brotinn, segir Eiríkur Einar Viggós- son, jafnt í skattaeftir- liti sem skattalögum. ritaður opið hús hjá Alþingi og átti kost á að hitta marga alþingis- menn úr öllum flokkum. Fengu þeir allir spurninguna: „Af hveiju greiða ekki allir til samneyslunnar í samræmi við sannarleg laun, en ekki vinnukonuskatt, eins og sagt var í gamla daga?“ Öll svör vom á þann veg að ljóst var að það var ekki vilji á Alþingi að breyta skattalögunum. Um haustið 1995 fór undirritað- ur með opið bréf til allra þing- manna, þar sem mælt var fyrir að þetta óréttlæti í skattamálum ætti að stöðva þegar í stað. Var undir- rituðum vel tekið á Alþingi, a.m.k. leiddi þetta af sér, að í fyrsta skipti var flutt þingsályktunartillaga um bætta skattheimtu af eftirtöldum þingmönnum: Hjálmari Árnasyni, Ástu R. Jóhannesdóttur, Guðjóni Guðmundssyni, Guðna Ágústssyni, Guðnýju Guðbjörnsdóttur, Hjálm- ari Jónssyni, Isólfi Gylfa Pálma- syni, Lúðvík Bergvinssyni, Magn- úsi Stefánssyni, Stefáni Guð- mundssyni og Ögmundi Jónassyni. í þingsályktunartillögu segir í upp- hafi: Vaxandi óánægju gætir í þjóðfélaginu með skattamál. Æ oft- ar heyrast fréttir af undandrætti virðis- aukaskatts, svartri at- vinnustarfsemi, þar sem skattskyld við- skipti eru ekki gefin upp til skatts, stofnun nýrra fyrirtækja í stað annarra, sem sömu aðilar hafa gert gjald- þrota og þannig má áfram telja. Á síðustu fimm árum hafa verið birtar tvær opinberar skýrslur um vangreidd gjöld til hins opinbera og eru niðurstöður þeirra keimlík- ar. Þar segir m.a. að ríkissjóður tapi árlega 8-11 milljörðum króna af fyrrgreindum ástæðum. Þá eru ótaldar þær tekjur sem sveitarfélög verða af vegna ýmiss konar undan- skota. Á tímum niðurskurðar í ríkisbúskapnum gætu þessar óinn- heimtu tekjur létt mjög rekstur velferðarkerfis okkar. í opinberum umræðum hefur lengi verið rætt um hversu lítið samræmi virðist vera á milli eigna- myndunar og lífsmynsturs margra einstaklinga annars vegar og skattskyldra tekna þeirra hinsveg- ar. Margt bendir til að þama sé pottur brotinn, jafnt í skattaeftir- liti sem skattalögum. Þá er ljóst, að óbreytt ástand leiðir til skertrar samkeppnishæfni þeirra sem haga rekstri sínum í samræmi við lög og reglur. Nefndinni er ætlað að taka þessa þætti til skoðunar með það að markmiði að kynna fyrir Alþingi leiðir til úrbóta, þ.a. Alþingi geti brugðist við með viðeigandi að- gerðum og stuðlað að auknu rétt- læti og vörnum fyrir velferðarkerfi okkar. Gert er ráð fyrir að nefndin ráði til sín starfsmann og kalli til sín fulltrúa ýmissa hópa þjóðfé- lagsins. Undirritaður hafði frá haustdögum og fram að þinglokum nokkrum __ sinnum smband við Hjálmar Árnason og Vilhjálm Eg- ilsson formann viðskipta- og fjár- hagsnefndar til að heyra af gangi mála. Þingsályktunartillagan var aldrei tekin til afgreiðslu og var tímaskorti borið við. Á sama tíma var sam- þykkt þingsályktunar- tillaga frá Áma Jo- hnsen um einkanúmer á bíla, sem er hégómi einn. Þá var nægur tími hjá þingmönnum. Það er einnig athygl- isvert að öll dagblöð, sjónvarpsstöðvar og útvarpsstöðvar hafa þagað þessa þingsá- lyktunartillögu í hel, þótt allt þjóðfélagið hrópi á þessa fjármuni til að það geti haldið uppi daglegum rekstri. Einnig þarf að hafa í huga að lífeyrisskuldbindingar rík- issjóðs vaxa hröðum skrefum dag- lega, þar gætu réttlát skattalög hjálpað mikið til. Vilmundur heitinn Gylfason barðist fyrir bættum skattalögum. Meira að segja núverandi forseti íslands ók um bæi þessa lands, er hann var fréttamaður sjónvarpsins og sýndi myndir af fallegum hús- um og tók jafnframt fram að við- komandi einstaklingur greiddi eng- in opinber gjöld til samfélagsins. Hann benti á að tvær þjóðir byggju í þessu landi. Það er nú gleymt og grafíð og ástandið í fjármálum landsins er í rúst, sem má sjá á því að fjármálaráðherra er nánast á handahlaupum við að framlengja stórlán og gefur daglega út skulda- bréf til að halda íjármálaráðuneyt- inu gangandi. Hann lætur sem þjóðarskútan sé á réttri siglingu og talar daglega um að hallalaus fjárlög séu framundan, sem er enginn vandi þegar allir sem minna mega sín í þessu þjóðfélagi eru sviknir og kjör launafólks skert. Eina leiðin út úr þessum ógöngum er að unga fólkið og aðrir þeir sem vilja þjóð sinni vel, stofni samtök um bætt samfélag, vegna þess að alþingismenn hafa ekki þor til að brjótast út úr flokks- fjötrunum til að fylgja hinni fyrr- nefndu þingsályktunartillögu um bætt skattalög eftir. í dag er tillag- an dauð og grafin. Höfundur er matreiðslumaður. Eiríkur Einar Viggósson Premium ÍLsstu Turnkassi Pentium 133 orgjorvi 16MB EDO minni 1280MB diskur 2MB PCI S3 skjákort 8 hraða CD-drif PC í tölvu í dagl Soundblaster 16VE 10W Hátalarar 15" hágæða litaskjár Lyklaborð og mús Windows 95 uppsett Aðeins kr. 144.900 stgr. Digital á íslandi Vatnagarðar 14-104 Reykjavík Sími 533-5050 - Fax 533-5060 Yngstu krakkamir fá óvæntan glaóning úrpoka jólasveinsins. Myndin er tekin í arínstofunni. Jólahlaðborð Skíðaskálans Ekta norræn stemning á einstökum stað, fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvM. Frítt fyrir börn 12 ára og yngri, fimmtudaga og sunnudaga í fylgd foreldra. Fullbókað föstudaginn 29/11 og laugardaginn 30/11. Laust I kvöld og á sunnudaginn. Verið velkomin. Skíðaskálinn Hveradölum Pantið borð tímanlega í síma 567-2020 „Alþingi ályktar að fela fjár- málaráðherra að skipa þegar í stað nefnd er hafí það verkefni, að koma með tillögur um leiðir til að bæta skattaskil til ríkis og sveitarfélaga. Þá verði nefndinni falið að kanna, hvort grípa þurfí til einhverra að- gerða þannig að skattstofn ein- staklinga verði tengdur tekju- eignamyndun þeirra.“ ^emantaMmið Handsmíðaðir silfurskartgripir Kringlunni 4-12, sími 588 9944 FLÍSAR 1 s Ui ri \\f .u XV JE T -LL Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 Jólapakkar til Norðurlanda Tekið er á móti pökkum hjá BM flutningum, Holtagörðum, við hliðina á skrifstofum Samskipa, 2., 3. og 4. des. Skipið fer frá íslandi 5. des. og verður í Árósum 12. des., Moss 13. des. og Varberg 13. des. Nánari upplýsingar veittar hjá BM flutningum í síma 588 9977. SAMSKIP Holtabakka við Holtaveg • Sími: 569 8300 • Fax: 569 8327 •4L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.