Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 57 FRETTIR Jólasala í Bergvík GLERBLÁSTURSVERKSTÆÐIÐ í Bergvík, Kjalarnesi, heldur jólasölu á útlitsgölluðu gleri nú um helgina, 30. nóvember og 1. desember. Á boðstólum verður kaffi og pip- arkökur og e.t.v. gefst færi á að sjá glerblástur/mótun. Verkstæðið hefur verið stækkað þannig að rýmra er um gesti en áður. Gallerí- ið verður opið. Gierverkstæðið er staðsett um 27 km frá Reykjavík við Vestur- landsveg, milli Klébergsskóla (Fólk- vangs) og Grundarhverfis. Opið verður laugardag kl. 10-17 og sunnudag kl. 10-15. Framlög til verkmenntunar verði aukin MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Menningar- og frið- arsamtökum íslenskra kvenna: „Fundur Menningar- og friðar- samtaka íslenskra kvenna, haldinn 23. nóvemnber sl., skorar á Alþingi og ríkisstjóm að stórauka framlög til verkmenntunar í landinu. Efling verkmenntunar er grund- völlur þróunar í verkmenningu og framleiðni. Aukin verkmenntun eyk- ur fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. Verkmenntun veitir unglingum og æskufólki þroskavænleg viðfangs- efni. Það fjármagn sem verkmennta- skólar þurfa að fá gæti m.a. nýst til að bijóta upp kynbundna og úrelta verkaskiptinu á vettvangi iðnaðar- og framleiðslu." Jafnframt: „Fundur Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna fagnar degi íslenskrar tungu sem haldinn er í minningu Jónasar Hall- grímssonar. Fundurinn lýsir ánægju sinni með þá viðurkenningu sem kennarinn og skáldið Vilborg Dagbjartsdóttir hefur hlotið fyrir að laða og hvetja unga íslendinga til að rækta mál sitt.“ Jólaferð með Kátu fólki kát- um dögum til Dublinar FERÐAKLÚBBURINN Kátt fólk - kátir dagar efnir til jólaferðar fyrir félaga sína og aðra áhugasama ferðalanga til Dublinar dagana 12.-15. desember nk. Flogið er til Dublinar með breiðþotu Atlanta flugfélagsins á fimmtudagsmorgni og til baka á sunnudagskvöldi. Gist er á hótelinu Burlington og fararstjóri verður Ásthildur Péturs- dóttir sem þegar hefur farið nokkrar ferðir með félaga í ferðaklúbbnum. í síðustu ferð voru um 100 félagar. Jólabasar og flóamarkaður NÍUNDI bekkur Æfingaskóla Kennaraháskóla íslands verður með jólabasar í skólanum á laugardag kl. 1116. Á boðstólum verður ýmis varn- ingur framleiddur af nemendum og foreldrum, m.a. skotpallar fyrir ára- mótaflugeldana, jólakort, kökur og fjölmargir hlutir á vægu verði. Ágóðinn rennur í ferðasjóð 9. bekkjar vegna Danmerkurferðar og skólaheimsóknar unglinganna til Álaborgar í ágúst á næsta ári. Ljósmyndasýning Morgunblaðsins NÁTTÚRUHAMFARIRNAR Á VATN AJÖKLI t\f* c l/cm ADADCAKini Eldgosið í Vatnajökli í október og V/Vl hlaup á Skeiðarársandi í byrjun nóvember eru meðal mestu náttúru- hamfara á Islandi á þessari öld. A svipstundu stórskemmdust samgöngumannvirki á Skeiðarársandi og hringvegurinn rofnaði sem olli einstaklingum og fyrirtækjum á sunnan- og austanverðu landinu miklum óþægindum. Ljósmyndarar Morgunblaðsins fylgdust vel með náttúruhamförunum og í anddyri Morgunblaðshússins, Kringlunni 1, hefúr verið komið upp yfirlitssýningu á völdum myndum sem teknar voru þar. Sýningin stendur til föstudagsins 6. desember og er opin á afgreiðslutíma blaðsins kl. 8-18 alla virka daga og laugardaga kl. 8-12. Allar myndirnar á sýningunni eru til sölu. MYNDASAFN STAKUR JAKKI 7980, - SKYRTA MEÐ KÍNAKRAGA 1980r FRAKKI 12900,- LAUGAVEGI 18 B REYKJAVIK HERRATÍSKA Á HEIMSVÍSU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.