Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 61 BRÉF TIL BLAÐSIINIS Lítið gert úr iðnaðarmönnum Frá Bjarna Þór Gylfasyni: í DV þann 6. nóvember síðastlið- inn birtist viðtal við Björn Péturs- son, starfsmann Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Þar stendur orð- rétt: „Hafi tryggingafélag átt bíl- inn er stundum sagt við kaupanda að bíllinn hafi lent í smávægilegu tjóni. Málið er að tryggingafélag tekur ekki við bíl nema bíllinn verði fyrir altjóni eða svo miklu að ekki þyki borga sig að gera við hann.“ Eg verð að viðurkenna það að mér brá nokkuð við að lesa þessi orð Ásgeirs, það er mín skoð- un að hann ætti að vita betur, einkum þar sem að hann er starfs- maður Félags íslenskra bifreiða- eigenda. Eins og mörgum er kunn- ugt, og honum ætti reyndar að vera líka, kaupa tryggingafélög bíla þótt að þeir séu ekki ónýtir. I viku hverri eru boðnir út bílar á vegum tryggingafélaganna og er mikið af þeim bílum í góðu ástandi og með tiltölulegar litlar skemmd- ir. Ef bíllinn reynist vera ónýtur eða ekki í þannig ástandi að það verði auðveldlega gert við hann, þá afskrá viðkomandi bifreið áður en að hún fer á uppboð. Nú veit ég að til landsins streyma notaðir bílar í tugatali í misgóðu ástandi og er þorri þeirra bíla tjónaður. Hinir og þessir eru að kaupa bíla úti í heimi á verði sem sumir láta sig aðeins dreyma um, flytja bílana hingað til lands, gera við þá og selja með töluverð- um hagnaði. Þessum bílum fylgir engin ferilskrá eins og hægt er að fá um bíla sem hafa verið nýskráðir hér á landi. Hvergi kem- ur fram að bíllinn hafi verið tjónað- ur né hver gerði við tjónið. Sem sagt, alveg „toppeintak". Nú kaupi ég bíl af tryggingafé- iaginu mínu, læt gera við hann og ætla svo að selja hann seinna. Nú, ég labba inn í eitthvað af okkar ágætu bílaumboðum sem eru með sínar ágætu útsölur reglu- lega og vel mér bifreið. Eg geng til sölumannsins og segist hafa ákveðinn bíl í huga og langi að setja annan sem ég á upp í. Doll- aramerkið kemur í augunum á honum og hann nánast leggur rauðan dregil fyrir mig inn á skrif- stofu hjá sér og býður mér sæti. Ég er að sjálfsögðu hinn ánægð- asti og geng á eftir honum vel beinn í baki og með hausinn vel uppréttann. Ég sest niður og við ræðum alla hugsanlega kaupmála. Þá berst talið að bílnum mínum og hann biður um númerið á hon- um og slær því inn í tölvuna hjá sér. Eftir augnablik sé ég hvernig dollaramerkið slokknar í augunum Vilhjálmur á villigötum Frá Gunnari Birgissyni: UNGUR laganemi við Háskóla íslands, Vilhjálmur H. Vilhjálms- son, skrifar í Morgunblaðið föstu- daginn 22. nóvember sl. vegna máls hjúkrunarnema hjá LIN. Hann telur að neminn eigi sam- kvæmt reglum LÍN rétt á láni, en þröng túikun sjóðsins á námsfram- vindureglum skóla komi í veg fyr- ir að hann fái það lán sem honum ber. Jafnframt kemst Vilhjálmur að þeirri niðurstöðu að Lánasjóð- urinn geri strangari kröfur um námsframvindu en námsbraut í hjúkrunarfræði. Menntamálaráð- herra hefur í fjölmiðlum reynt að benda Vilhjálmi og öðrum forystu- mönnum námsmanna á að þetta mál snúist fyrst og fremst um reglur námsbrautarinnar en ekki reglur LÍN, nema þá menn vilji breyta út frá þeirri meginreglu sem gilt hefur um árabil að náms- menn þurfi að skiia árangri í námi til þess að eiga rétt á láni. Vil- hjálmur, sem er formaður Stúd- entaráðs Háskóla íslands, lætur sér hins vegar ekki segjast. Þetta skal vera sök Lánasjóðsins hvað sem hver segir. Skipulag skóla ræður reglum LÍN Nú hefur Vilhjálmur setið í stjórn LÍN sem fulltrúi náms- manna við Háskóla íslands. Hafi hann kynnt sér reglur sjóðsins, sem hlýtur að vera lágmarkskrafa til þeirra sem sitja í stjórn hans, þá veit hann að í grein 2.2.2. seg- ir: „Geri skóli kröfu um meira en 75% árangur í námi til þess að námsmaður fái að halda áfram námi eða flytjast milli ára teljast kröfur skólans lágmarksnámsár- angur.“ Samkvæmt reglum náms- brautar í hjúkrunarfræðum þurfa námsmenn á fyrsta misseri að ljúka öllum námskeiðum þess misseris með fullnægjandi hætti til þess að fá að halda áfram námi. Faili námsmaður í einu námskeiði fær hann ekki að halda áfram, nema endurtaka öll próf. Það var einmitt þetta sem gerðist. Hjúkrunarneminn féll á einu nám- skeiði og fékk því ekki að halda áfram námi. Þar kom til skipulag námsbrautarinnar. Reglur skólans ráða, en reglur LÍN koma auðvitað ekki í veg fyrir að neminn komist áfram í námi. Það er, eins og áður er vitnað til, grundvaliarregla hjá LÍN að námsmenn þurfi að stand- ast lágmarkskröfur skóla til þess að eiga rétt á láni. Því leiddi þessi krafa hjúkrunardeildarinnar og fali nemans til þess að hún fær ekki lán. Þetta ætti laganemanum og fyrrum stjórnarmanni að vera ljóst. Við felldum námsmanninn, en lánið honum samt! í greininni vitnar Vilhjáimur í bréf frá yfirmanni námsbrautar- innar þar sem segir að ekkert í reglum námsbrautarinnar standi gegn því að hjúkrunarneminn fái námslán. Yfirmanninum er lítill greiði gerður með því að draga bréf hans inn í umræðuna með þessum hætti. Það er auðvelt, en varla stórmannlegt, að firra sig allri ábyrgð með því að segja: Jú jú við felldum námsmanninn. Hann fær ekki að halda áfram námi hjá okkur, skv. skipulagi deildarinnar, en Lánasjóðurinn má alveg lána honum fyrir því! Trúverðugur málflutningur? í umræðum um Lánasjóðinn hafa forystumenn námsmanna sagt að þeir væru ekki að fara fram á að vikið verði frá þeirri reglu að forsenda fyrir lánveitingu sé að námsmenn skili árangri í námi. Hversu trúverðugur er sá málflutningur þegar þessir sömu forystumenn fárast síðan yfir að sjóðurinn skuli ekki lána náms- mönnum sem ekki fá að halda áfram námi þegar þeir standast ekki lágmarkskröfur skóla? GUNNAR BIRGISSON, formaður stjórnar LÍN. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft á söiumanninum og hann lítur mjög kuldalega í áttina til mín og seigir: „Við tökum ekki tjónabíla upp í aðra, við verslum ekki með tjónabíla." Ég hálfsíg niður í sæt- ið fyrir framan sölumanninn og sé drauminn um nýja bílinn leys- ast upp. Ég spyr hvað veldur. Sölumaðurinn svara: „Bara regla hérna.“ En hann heldur í vonina um að selja mér bíl og segir: „Get- urðu ekki reddað útborgun?" Ég segi honum að bílinn ætlaði ég að nota sem útborgun og liggi ekki á öðrum peningum sem mega not- ast í þetta. Hann biður mig þá um að afsaka sig, hann þurfi að sinna „viðskiptavinum“_ og vísar mér út úr skrifstofunni. Ég geng út, alveg niðurbrotinn og boginn í baki. Svona er að eiga bíl sem hefur verið skráður eign tryggingafé- lags. Það er fyrirfram ákveðið að maður sé með stórgallaða vöru í höndunum. Oft fara þeir bílar sem í órétti verða verr út úr árekstrum en þeir sem í rétti eru, eins og geng- ur og gerist, og hvar kemur það fram? A ferilsskránni? Ekki held ég það. Það er mín skoðun að bifreið- aumboðin á íslandi séu með þess- um aðgerðum og orðum að gera lítið úr íslenskum iðnaðarmönnum. Þeir virðast ekki gera sér grein fyrir því að hér á landi erum við með sérlærða menn í bílarétting- um. Einnig finnst mér það siðferði- iega rétt að menn, eins og til dæmis Björn Pétursson hjá Félagi íslenskra bifreiðaeiganda, kynni sér málin áður en farið sé með þetta í blöðin, því að þetta veldur því að fólk sem á bíla sem hafa verið skráðir á tryggingafélag tapi stórfé á þessu. BJARNIÞÓR GYLFASON, bjarngb@isholf.is Bergþórugötu 13, Reykjavík. Frá Guðrúnu Jacobsen: MIKIÐ hefur verið fjallað um obeld- ismyndir í fjölmiðlum og hversu slæm áhrif þær geti haft á áhrifagjöm böm og unglinga. Vissulega em þetta orð í tíma töluð. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. En þar sem ég er amma og bamabömin eru á annan tug furða ég mig á hvers vegna þess- ir annars ágætu vandlætarar minnast aldrei á svokallaðar ástarsenur í nú- tímasjónvarpsmyndum. Það er al- mennt fjarri því að þar sé notuð munn við munn aðferðin í ástartjáningunni og ef svo er er líkast því að persónum- ar þjáist af langvarandi sulti! Og þar með er maðurinn kominn niður á dýrapianið. Meðal annarra greina sem ég hef skrifað í blöð og spanna allt frá árinu 1955, minnist ég á þegar kiámið var gefíð frjálst í Danmörku. Ég gat þess að aðeins fólk með lamaða náttúru þyrfti á svona sjónarsgili að halda, hinir þurfa þess ekki. Ég stend enn í dag við þessa skoðun. Stundum er ég helgaramma. Oft spyija bömin: „Er þetta ást, amma?“ GUÐRÚN JACOBSEN, Bergstaðastræti 34, Reykjavík. Kerrur, burðarrúm, hjólagrindur, vagnar, baðborð, föt, þroska leikföng, bílastólar, rúm og margt fleira, Góð merki brev/i hauck Qaaaieit Síðumúla 22, sími: 581 2244
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.