Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ __________________________________FRÉTTIR__________________________________ Raftækjaverslun íslands kynnti um helgina lækkað verð á kunnum tegnndum raftækja Keppinautar telja verðstríð ekki í aðsigi Forsvarsmenn raftækj afyrirtækj a segjast mæta nýrri samkeppni m.a. með verðlækk- unum á eigin vöru. Þeir telja ný verðtilboð ekki sérstakt áhyggjuefni. RAFTÆKJAVERSLUN íslands kynnti um helgina lækkað verð á kunnum tegundum raftækja vegna hagstæðra samninga við erlendan birgi. Forráðamenn fyrirtækisins kváðust telja verðstríð í uppsiglingu og að haldið yrði áfram á sömu braut á næstunni. Morgunblaðið ræddi við forsvars- menn nokkurra annarra verslana og segjast þeir ekki líta svo á að verð- stríð sé í uppsiglingu en þeir muni hins vegar mæta nýrri samkeppni með tiltækum aðferðum á borð við verðlækkanir á eigin vöru. Ekki sama þjónusta Hans Kragh, framkvæmdastjóri Radíóbæjar hf., kveðst ekki telja það miklar fregnir þótt raftæki séu boð- in á lækkuðu verði og ekki muni miklu á þeim tegundum sem Radíó- bær hafi umboð fyrir og RÍ selur, Aiwa-hljómtækjum, eða um þijú þúsund krónum. „Raftækjaverslun íslands býður ekki upp á neina varahluta- eða við- gerðarþjónustu og ég sé ekki fram á að hún geti boðið tækin sem við erum að selja á lægra verði en við bjóðum. Við höfum verið harðir á að kaupa mikið magn og knýja fram lægra verð með þeim hætti og staðgreiðslu- viðskiptum, og erum samkeppnis- færir við erlenda söluaðila þrátt fyr- ir háa tolla og vörugjöld hérlendis," segir Hans. Aðspurður segir hann að Radíó- bær hafi neitað að selja RÍ vörur til endursölu og sé ástæðan sú að for- svarsmenn þess fyrirtækis hafi reynt að sölsa undir sig umboðið fyrir Aiwa á sölusýningu í Þýskalandi fyrir ári. Það hafi mistekist en Rad- íóbær ekki séð ástæðu til að eiga í viðskiptum við umrætt fyrirtæki eft- ir það. „Við teljum okkur geta neitað að selja fyrirtækjum vöru í heildsölu og hljótum að ráða því sjálfir hvaða endurseljendur við kjósum okkur,“ segir hann. Hans segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um verðlækkanir enn sem komið er, en fylgst verði með þróuninni á markaðinum. „Það er ekkert nýtt að menn reyni að kaupa vinsæla merkjavöru erlendis og selja á lækkuðu verði hér, enda geta allir flutt inn hvað sem er eins og staðan er í dag. Það hefur tekið misjafnlega lang- an tíma að stöðva þessa aðila en oftast þarf ekkert að gera því þessi fyrirtæki eru sjálfdauð í flestum til- vikum,“ segir hann og kveðst ekki telja að verðstríð sé í uppsiglingu á þessum markaði. Sjónvarpsmiðstöðin hf. hefur meðal annars umboð fyrir sjónvarps- Verð á sjónvarps-, myndbands- og hljómtækjum J>aSSSSS5Sál Myndbandstæki: Raftækjaverslun Islands Radíóbær miðstö&n Heimilis- tæki Hljómco Japis Kitachi M530 34.900 kr. X Grundig V 26 29.900 kr. X Philips VR-251 42.000 kr. 39.900 kr. Hljómtæki: Grundig VM 52 49.900 kr. X Sanyo DC-MS 5 49.900 kr. 49.900 kr. Philips FW 330 49.900 kr. 44.500 kr. Aiwa NSX-V800 56.900 kr. 59.900 kr. Sjónvarpstæki: Hitachi CP2841 69.900 kr. Finlux HC79-2871N 106.500 kr. 69.900 kr. X Telefunken DG 2865 H 59.900 kr. Phiiips 29 PT722B 119.900 kr. 139.900 kr. Sony KV 29 CIE 98.900 kr. 97.800 kr. og myndbandstæki frá Grundig og Hitachi sem RÍ hefur verið að selja. Hreinn Erlendsson framkvæmda- stjóri segir að á mánudagsmorgun hafí verið haft samband við Hitachi ytra og hafi verið ákveðið í kjölfarið að lækka verð á nokkrum tækjum til samræmis við tilboðsverð RÍ. „RÍ bauð sama verð og við höfum boðið á myndbandstækjum, eða 34.900 krónur annars vegar og 59.900 hins vegar, en við lækkuðum t.d. verð á 29 og 28 tommu Hitachi- sjónvarpstækjum úr 129.900 krón- um í 117.900 krónur og úr 79.900 krónum í 69.900 krónur, eða þau tæki sem eru í samkeppni við okk- ar,“ segir Hreinn og fullyrðir að fyrri verðlagningin hafi verið rétt- mæt. „Við treystum okkur ekki til að lækka tækin sjálfir en fengum Hitac- hi ytra til að ábyrgjast lækkun. Fyr- irtækið úti telur skrýtið að annar aðili flytji þeirra vöru inn á þennan litla markað hér og er að vinna í því að athuga hvort þetta standist. Við munum lækka þær vörur sem RÍ selur í samræmi við hana á með- an Hitachi erlendis vill veita okkur aðstoð til að vera í slagnum." Hann segir að RÍ bjóði upp á Iitla þjónustu miðað við Sjónvarpsmið- stöðina og megi meðal annars nefna að hún annist heimakstur seldra tækja og stillingu, auk þess sem Sjónvarpsmiðstöðin reki verkstæði og sé skuldbundin til að eiga vara- hluti í öll þau tæki sem boðið er upp á. Hann telji auk þess RÍ vera með undirboð á meðan verslunin er að reyna að ná fótfestu á markaðinum. Eins og önnur samkeppni „RÍ reyndi að kaupa af okkur vörur á sínum tíma, en við höfum þá stefnu að hafa eingöngu einn umboðsmann á hvetjum stað og vild- um ekki bæta fleirum við hér í Reykjavík. Umboðsmannanet okkar er byggt þannig upp að ekki getur hver sem er komið og keypt vörur til endursölu," segir Hreinn. Rafn Johnson, forstjóri Heimilis- tækja hf., sem selur m.a. Philips-raf- tæki, kveðst ekki gera neinar at- hugasemdir við sölu RI á búnaði undir því merki. „Við erum alltaf í stöðugri sam- keppni þannig að þetta er engin sérstök nýlunda. Við munum ekki bregðast við á annan hátt en við bregðumst við annarri samkeppni og höldum áfram að reyna að selja þá vöru sem við höfum á boðstól- um,“ segir Rafn. Að hans sögn hef- ur fyrirtækið ekki tekið ákvörðun um að lækka vöruverð vegna tilboða Rí, í máli forráðamanna RÍ hefur komið fram að umboðsaðilar raf- tækja hérlendis hafi neitað að selja versluninni tæki, að undanskildum Heimilistækjum. Þau merki sem RI býður hins vegar upp á nú, t.d. sjón- varpstæki á 20 þúsund króna lægra verði en Heimilistæki, eru keypt er- lendis frá. Rafn kveðst ekki líta svo á að RÍ hafi komið aftan að fyrirtæk- inu með þessari sölu. „Við höfum engan heilagan rétt til að selja þessar tegundir þótt við séum umboðsmenn fyrir þær og getum ekki stöðvað sölu á þeim. Við bíðum átekta og sjáum hvað gerist. Ég hef ekki orðið var við annað en að stöðugt verðstríð sé í gangi á raftækjamarkaði og nýjar orrustur í því stríði koma ekkert á óvart,“ segir hann. ísskápar og tölvur næst Þorkell Stefánsson, framkvæmda- stjóri Raftækjaverslunar íslands hf., segir tilboðum fyrirtækisins hafa verið tekið einstaklega vel og stefni hann að því að bjóða upp á svipaða verðlækkun í heimilistækjum á borð við ísskápa og eldavéiar innan tíðar. Næsta skrefið þar á eftir sé sala á tölvum með svipuðum hætti. Hann hafi fengið raftækin sem auglýst voru um helgina frá Noregi, en hann geti vaiið úr söluaðilum víða um heim. Bóka- og gjafavöruverslun í miðborginni til sölu — BEINT í JÓLAÖSINA — Verslun í fullum gangi á góöum staö í miðborginni er til sölu af sérstökum ástæðum. Til afhendingar nú þegar. Þú tekur inn stóran hluta kaupverösins strax. Nánari upplýsingar gefur Fasteignasalan Framtíðin, Austurstræti 18, sími 511 3030. SIGLUVOGUR Vorum aö fá í einkasölu viröulegt 179 fm einbýlishús, hæö og ris, ásamt 28 fm fullbúnum bílskúr á þessum frábæra staö. Stórar stofur með fallegum frönskum gluggum. 5 svefnherb. Tvö baðherb. Fallegur gróinn garöur. Áhv. 3,0 millj. Verö 16,0 millj. (8579). Ásbyrgi, fasteignasala, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík, sími 5682444 og fax 5682446. Jólasöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar Morgunblaðið/Kristinn ÞAU KYNNTU jólasöfnunina, Hörður Einarssson, sljórnarfor- maður Hjálparstofnunar kirkjunnar, Jónas Þ. Þórisson, fram- kvæmdastjóri og Anna M. Þ. Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi. • • Orbirgð og fátækt stærsti vandinn ÁRLEG jólasöfnun Hjáiparstofnunar kirkjunnar hefst um helgina, á fyrsta sunnudegi í aðventu og stendur fram í janúar. Gíróseðlar verða sendir til tæplega 91.000 heimila í landinu ásamt söfnunarbaukum undir yfir- skriftinni „Barátta gegn örbirgð." „Örbirgð og fátækt eru stærsta vandamálin sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag,“ sagði Jónas Þ. Þórisson framkvæmdastjóri Hjálpar- stofnunar kirkjunnar á blaðamanna- fundi í gær en að þessu sinni verður söfnunarfé varið til verkefna sem tengjast fátækt á einn eða annan hátt. Þróunarverkefni í 10 löndum í fyrra tók Hjálparstofnun kirkj- unnar þátt í þróunarverkefnum í tíu löndum og varði til þess um 15 millj. kr. en stofnunin tilheyrir heimssam- tökum, Alþjóðlegri neyðarhjálp kirkna sem skipuleggur og fram- kvæmir þróunaraðstoðina. Um áramót tekur Hjálparstofnun í fyrsta sinn þátt í þróunarverkefni á Indlandi er varðar baráttu gegn barnaþrælkun og í Argentínu mun stofnunin í fyrsta skipti styrkja með- ferð berklasjúklinga og þjálfun inn- fæddra sjúkraliða. Að auki verður fjármunum m.a. varið til aðstoðar flóttafóiki í Zaire, við byggingu brunna i Mosambík, menntun fá- tækra barna á Indlandi og þjálfun verkalýðsieiðtoga þar í landi. Innanlandsaðstoð í síauknum mæli hefur fjármun- um verið veitt í matargjafir innan- lands, aðallega til öryrkja og ein- stæðra mæðra fyrir jólin. í fyrra fengu um 3.000 til 4.000 einstakl- ingar matargjafir. Tekið verður á móti umsóknum um aðstoð frá 9.-13. desember en matarpökkum verður útdeilt dagana 16.-20. des- ember. þlNGHOLT Suðurlandsbraut 4A • Sími 568 0666 • Bréfsími 568 0135 | Vantar fyrir félagasamtök 3ja-4ra herbergja íbúö óskast til kaups í hverfum 103-108 eða sem næst Landspítala. Æskilegt að íbúðin sé á 1. hæð eða í lyftuhúsi, t.d. EspigerðL_______ Vantar einbýlishús - Smáíbúðahvei Bráðvantar einbýli I Smáíbúðahverfi fyrir fjársterkan kaupanda. Staðgreiðsla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.