Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Byrgjum brunninn Sérfræðiþjónusta fyrir börn UNDANFARIÐ hefur talsvert verið fjallað um vanda barna og unglinga í fjölmiðlum. Þó tilefn- in séu ekki ánægju- leg vona ég að um- ræðan sé af því góða og veki okkur til .umhugsunar um vel- ferð barnanna okkar. I umræðunni hefur örlað á því sjónarmiði að skólakerfið megni ekki að fást við börn og unglinga í vanda. Vissulega eru erfið- ustu vandamálin þess eðlis að barnið eða unglingurinn þarf að fara á meðferðarstofnun og fá sérhæfða kennslu utan hins almenna skóla- kerfis. Ýmiss konar erfiðleikar eru þó nokkuð algengir meðal skólabarna og í flestum tilvíkum ganga þessi börn í almennan skóla. Þar er þeim sinnt eftir bestu getu og sum fá aðstoð frá sérfræðíþjónustu skólakerfisins. Við ráðgjafar- og sálfræðiþjón- ustu skóla hefur verið unnið mikil- vægt fyrirbyggjandi starf með börnum og unglingum. Meðan þjónustan í Reykjavík var full- mönnuð samkvæmt fyrri reglugerð sinnti hún um 5-6% skólabarna til ráðgjafar fyrir stjórnendur og starfsfólk skólanna og tóku þátt í hópathugunum og starfi með hópa. Benedikt Jóhannsson Sálfræðiþjónustan hefur sinnt margvís- legum vanda. Þannig hefur um fjórða hver tilvísun verið vegna hegðunarvanda, en líka er mikið leitað vegna ýmiss konar vanlíðunar og vegna náms- og þroska- vanda. Þessi þjónusta er nú í nokkru umróti og óvissu vegna yfir- færslu grunnskólans frá ríki til sveitarfé- laga, einkum þó út um land þar sem fræðsluskrifstofur kjördæmanna voru lagðar niður við yfirfærsluna. I nýrri reglugerð um sérfræði- þjónustu skóla frá því í sumar er lögð nokkuð þröng áhersla á kennslu og nám. Spyrja má hvort þessi áherslubreyting sé í takt við vaxandi uppeldishlutverk grunn- skólans. Einnig má velta fyrir sér hvort þessi þrönga áhersla á að sérfræðiþjónustan aðstoði við kennslu og nám samræmist mark- miðsgrein grunnskólalaganna. Þar er skólanum meðal annars ætlað að „stuðla að alhliða þroska, heil- brigði og menntun hvers og eins" og að þjálfa hæfni nemanda til samstarfs við aðra. Við yfirfærsluna er sveitarfé- lögunum hins vegar nokkuð í sjálfsvald sett hvernig skipulagi sérfræðiþjónustunnar er háttað og geta sniðið skipulagið að að- stæðum í sveitarfélögunum. Út- færsla þjónustunnar er því mis- jöfn og sumstaðar er hún tengd félagsþjónustu sveitarfélaganna. Við það skapast möguleiki á að stofna þverfaglega og heildstæða barna- og fjölskylduþjónustu, sem sinnir barninu í fjölskyldunni ekki síður en barninu í skólanum eða leikskólanum. Á komandi árum gefst síðan tækifæri til að bera mismunandi skipulag saman og Sálfræðiþjónustan, segir Benedíkt Jóhannsson, hefur sinnt marg- víslegum vanda. meta hvaða skipulag er skilvirk- ast og hvað hentar best á hverjum stað. Við núverandi aðstæður er sér- lega mikilvægt að foreldrar, skóla- fólk og sveitarstjórnamenn séu vakandi fyrir því að börnin okkar eigi kost á góðri sérfræðiþjónustu ef þörf krefur, áður en í óefni er komið. Höfundur er sálfræðingur. iamtok fjárfesta almennra hlutabréfa- og sparifjáreigenda Fundarstaður: Fundartímí: Blái salur Verslunarskófa íslands 28. nóvember 1996 kl. 17:15 Dagskrá: 17:15 17:30 17:45 18:00 18:15 18:30 18:45 Skattaleg meöferð fjármagnstekna og áhrif nýrra laga um fjármagnstekjuskatt á sparnað og ákvarðanir fjárfesta. Ólafur Nilsson, löggiltur endurskoðandi. Þróun hlutabréfamarkaðar og væntingar fjárfesta í Ijósi staðreynda og spádóma. Bjöm Jónsson, forstöðumaður Hlutabréfasjóðsins hf. Alþjóðlegur fjármagnsmarkaður og tækifæri. Notkun upplýsingakerfa í þágu fjárfesta og fjármálastofnana. Hreiðar Már Sigurðsson, sjóðsstjóri verðbréfasjóða Kaupþings. Samkeppnisstaða innlánsstofnana gagnvart öðrum fjárfestingarkostumsparifjáreigenda. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON. Hlutverk tryggingafélaga á fjármagnsmarkaði. Samvinna, samruni, samkeppnL Axel Gíslason, forstjóri VÍS. Ræðumenn sitja fyrir svörum. Benedikt Jóhannesson, forstjóri Talnakönnunar, stýrir. Aðalfundastörf skv. lögum félagsins. Þorvarður Elíasson, formaður Samtakanna. Gott er að eiga ráðherra Viggó Örn Jónsson Austur eða norður? Eins og lands- mönnum má vera ljóst er margra milljarða króna jarðganga- framkvæmdum á Vestfjörðum nýlokið. Nú eru tveir ráðherr- ar í ríkisstjórn ís- lands, þeir Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra og Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra, komnir í hár saman vegna þess að báðir vilja fá næsta milljarðaaustur ríkis- ins í sitt kjördæmi. Báðir standa á því fastar en fótun- um að nú sé „komið að þeim". Var þetta ein af þessum óbirtu klausum í stjórnarsáttmálanum sem Halldór Blöndal er búinn að gleyma? Voru jarðgöng í kjördæmi formanns Framsóknarflokksins skilyrði fyrir því að framsókn felldi niður sín kosningaloforð? Það er aldrei að vita. Annað eins hefur nú gerst í íslenskri hreppapólitík. Þessi grein er þó ekki ætluð sem árás á þá nafna Halldór og Hall- dór. Hegðun þeirra er allt of viður- kennt framferði ráðherra á íslandi til að slik árás sé réttlætanleg. Ég tek þetta atvik bara sem dæmi um meinlegan galla í íslensku stjórnkerfi. Þrískipting Þrískipting ríkisvaldsins í dóms-, löggjafar- og fram- kvæmdavald er algjört grundvall- aratriði í skipan stjórnkerfisins. Ef sömu menn eru fulltrúar fyrir fleiri en einn af þessum þáttum er mikil hætta á því að réttindi þegnanna skerðist. Þjóðfélag sem ætlar að tryggja réttindi þegna sinna lætur ekki sömu mennina setja lögin, framfylgja þeim og dæma eftir þeim. A Islandi eru ráðherrar jafnframt sitjandi þing- menn. Það þýðir að þeir eru full- trúar bæði löggjafar- og fram- kvæmdavalds. Hugsanlega væri hægt að horfa fram hjá slíku ef þessi árekstur væri skaðlaus í reynd og skerti aldrei réttindi þegnanna. Eins og fyrrgreint dæmi sýnir er raunin önnur. Til að ná endurkjöri þurfa íslenskir ráðherrar að sinna kjördæmi sínu af krafti og sýna sveitungum sín- um að þeir beri hag þeirra fyrir brjósti. Þeir eru því. í vonlausri stöðu þar sem þeir þurfa að berj- ast fyrir starfi sínu með því að gera það illa. Bandaríkin Hvað sem má annars segja um Bandaríkin þá er stjórnkerfi þeirra til fyrirmyndar hvað varðar rétt- indi þegnanna og það er ljóst að höfundum þess var annt um lýðræði, jafn- rétti og öryggi. Þar eru ráðherrar ekki þjóð- kjörnir og þaðan af síður sitjandi þing- menn. Þeir eru valdir af þjóðkjörnum forseta og þurfa þar af leið- andi ekki að óttast kosningar í einstökum kjördæmum heldur geta þeir óhræddir sinnt starfi sínu fyrir hönd þjóðarinnar allr- ar. Þetta fyrirkomulag hefur margsannað gildi sitt og ætti að vera íslendingum fyrirmynd við breytingar á kosningakerfinu. Umtalsverðra breytinga er þörf á stjórnarskránni hvað varðar kosn- ingafyrirkomulag. Það er óþolandi að ráðherrar skuli mismuna lands- hlutum eins og núverandi kerfí Tveir ráðherrar eru komnir í hár saman, segir Viggó Orn Jóns- son, og vilja báðir fá næsta milljarðaaustur í kjördæmi sitt. hvetur beinlínis til. Þegar við bæt- ist núverandi kjördæmaskipan og atkvæðavægi er augljóst að mjög hallar á Reykvíkinga og Reyknes- inga. Því miður er ólíklegt að nauðsynlegar breytingar verði á næstunni. Þingmenn Reykjavíkur virðast af einhverri ástæðu vera einu þingmenn Iandsins sem hugsa ekki um sitt kjördæmi framar öðr- um. Blessuð landsbyggðin Svo virðist sem þingmönnum og málpípum flokkanna sé meira umhugað um glórulausa byggða- stefnu en réttindi landsmanna. Nokkur umræða hefur nú verið um íslenska stjórnkerfið upp á síðkastið í kjölfar ágætrar úttektar SUS á kjördæmamálinu. Dagur- Tíminn fjallaði svo um málið á forsíðu. Gamla framsóknartuskan hæddist þar mjög að uppdrætti að einmenningskjördæmum sem birtist í Stefni. Gerði höfundur greinarinnar mikið grín að því að samkvæmt þessum hugmyndum myndi Grafarvogurinn fá þrjá eða fjóra þingmenn. Þvílíkur dæma- laus hroki og vanvirðing fyrir rétt- indum meirihluta þjóðarinnar sem búsettur er á Reykjavík og Reykja- nesi! Höfundur greinarinnar virtist ekki hafa neinn skilning á orðinu lýðræði. Einna helst virtist hann halda að það væri einhvert sam- heiti fyrir byggðastefnu. Formað- ur Framsóknarflokksins lét síðan þau orð falla í viðtali við Morgun- blaðið á dögunum að hann skildi ekki hvers vegna sumir teldu jöfn- un atkvæðisréttar mannréttinda- mál. Sú staðreynd að enginn virt- ist taka eftir þessari yfírlýsingu Halldórs segir ansi margt um það hverju menn mega venjast frá fulltrúum okkar á Alþingi, fulltrú- um sem segjast ekki skilja af hverju jafnrétti J>egnanna sé mannréttindamál. A meðan þessu kerfi er ekki breytt verða Reykvík- ingar og Reyknesingar áfram ann- ars flokks borgarar. Höfundur er ísijórn Heimdallar, FVS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.