Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ásdís
Orsakir rafmagnsleysisins enn óljósar
Víðahlutust !
af óþægindi
161 sækir
um styrk
úr Kvik-
myndasjóði
161 UMSÓKN barst um styrk úr
Kvikmyndasjóði íslands en til sam-
anburðar má geta þess að 107
umsóknir bárust á síðasta ári og
88 árið áður.
Umsóknimar nú skiptast þannig
að 26 umsóknir bárust um fram-
leiðslustyrk fyrir bíómyndir, 83 um
handritastyrk fyrir bíómyndir, 17
um framleiðslustyrk fyrir heimilda-
myndir 7 um handritsstyrk fyrir
heimildamyndir,—3 umsóknir um
undirbúning og kynningu á heim-
ildamyndum, 11 um framleiðslu-
styrk fyrir stuttmyndir, 11 umsókn-
ir um handritsstyrk fyrir stutt-
myndir, 1 umsókn um framleiðslu
á teiknimynd og 2 um annað.
í frétt frá Kvikmyndasjóði segir,
að helsta skýringin á þessari fjölg-
un sé fjöldi handritaumsókna, eða
83 talsins, sem skýra má af þeirri
nýbreytni í Kvikmyndasjóði að
styrkja handritagerð og handrita-
þróun með afgerandi hætti. Stefnt
er að því að veita 10 handritaum-
sækjendum brautargengi, með það
fyrir augum að þeir eigi kost á að
hljóta frekari styrki með því að
fullvinna handritið.
Eriftt er að meta hver er heildar-
upphæð þeirra styrkja, sem óskað
er eftir, en varlega áætlað er hún
í kringum einn milljarð króna. Ef
aðeins eru skoðaðar umsóknir um
framleiðslu á leiknum kvikmynd-
um (26 talsins) kemur í ljós að
samanlagður framleiðslukostnaður
þeirra er rösklega 2,5 milljarðar
króna. Þar af er sótt um styrki
úr Kvikmyndasjóði fyrir rösklega
640 milljónir króna.
Fjárþörfin úr Kvikmyndasjóði
fyrir þessar 26 kvikmyndir er í
raun miklu hærri, en umsækjend-
um er ekki heimilt að óska eftir
hærri styrkjum en sem nemur 35%
af framleiðslukostnaði.
Kona fyrir bíl
KONA á sextugasta og þriðja ald-
ursári varð fyrir bifreið á horni
Flókagötu og Snorrabrautar í
gærmorgun og slasaðist talsvert.
Konan var á leið yfir götuna
þegar bifreiðin, sem ók suður
Snorrabraut, ók á hana. Konan
fékk höfuðhögg auk meiðsla á
baki og fótum.
Hún var flutt á slysadeild með
sjúkrabíl. Ökumaður bifreiðarinn-
ar kvaðst ekki hafa orðið var við
vegfarandann.
Dyttað að
í höfninni
SÓLIN reyndi sitt ýtrasta til
að vega á móti áhrifum kulda-
bola í Hafnarfjarðarhöfn en þar
var þessi mynd tekin. Gott tæki-
færi gafst til að dytta að bátum
og skipum í höfninni að því til-
skildu að menn klæddu sig mjög
vel.
LANDSVIRKJUN hefur ekki kom-
ist að því hvers eðlis sú bilun var
sem olli því að eldingavari rauf
straum frá spennistöðinni á Geit-
hálsi svo að rafmagnslaust varð á
höfuðborgarsvæðinu í 15-20
mínútur um klukkan 18 í fyrradag.
Allmörg fyrirtæki og stofnanir
urðu fyrir óþægindum og tjóni
vegna rafmagnsleysisins og áttu
viðgerðarmenn tölvukerfa og versl-
unarkerfa nokkuð annríkt af þeim
sökum fyrripart dags í gær.
Að sögn Þorsteins Hilmarssonar,
upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar,
liggur ekki enn ljóst fyrir hvort það
var vegna raka eða af öðrum orsök-
um sem eldingavarinn gaf sig og
olli því að raforkukerfið brást við
með því að slá út spenna á Geit-
hálsi og Hamranesi í Hafnar-
fjarðarhrauni og í dreifistöð Raf-
magnsveitu Reykjavíkur við Elliða-
ár.
Víða urðu notendur tölva og raf-
búnaðar af ýmsu tagi fyrir óþæg-
indum vegna rafmagnsleysisins.
Fyrirtæki sem rætt var við í gær
þurfti að kalla til sérfræðinga
vegna þess að símaskiptiborð án
varaaflsgjafa týndi öllum númerum
úr minni. Þá má gera ráð fyrir að
notendur einkatölva hafi orðið fyrir
óþægindum og jafnvel týnt gögnum
ef tölvur hafa verið í notkun og
skrár opnar þegar rafmagn fór af.
Á verkstæði Nýhetja í Reykjavík
fengust þær upplýsingar að mikið
hefði verið um að viðskiptavinir
hefðu hringt inn að fá leiðbeiningar
um rétt viðbrögð og einnig hafði
þurft víða að stilla inn sjóðsvéla-
og verslunarkerfi svo og innhringi-
kerfí í skólum á stöðum þar sem
varaaflgjafar voru ekki til staðar.
Ægir Pálsson, hjá tæknisviði
Nýheija, sagði að varaaflgjafar
yrðu sífellt útbreiddari og í útboð-
um sem nú er efnt til verði æ al-
gengara að krafist sé varaaflgjafa.
Vantaði varaafl í 20 sekúndur
Varaaflgjafí kom þó ekki í veg
fyrir að rafmagn færi af tækjasal
Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavík-
urborgar vegna rafmagnsleysis.
Að sögn Helga Nielsen, forstöðu- j
manns rekstrardeildar Skýrr, er i
fyrirtækið með svonefndan rafbak- >
hjarl sem tryggir straum í 10-12
mínútur og hélt straumi á tölvum
fyrirtækisins þar til um það bil 20
sekúndum áður en straumur komst
á að nýju. Þá tók um klukkustund
að keyra upp tækin að nýju.
„Við höfum aldrei tapað gögnum
vegna rafmagnsleysis en vélbúnað-
ur kemur stundum ekki upp í eðli-
legri stöðu. Það gerðist í gær og
við þurftum að kalla á viðgerða-
menn,“ sagði Helgi. Alls liðu um
fjórir klukkutímar þar til fyrirtækið
veitti eðlilega þjónustu að nýju.
„Draugar rafmagnsleysisins,"
eins og Helgi kallar það gerðu svo
vart við sig hjá Skýrr í gær. Ýmsir
aðilar sem eru tengdir þjónustunet-
um Skýrr og ræstu þau ekki að
loknu rafmagnsleysi fyrr en í gær-
morgun þurftu þá að sögn Helga
að endurræsa kerfín og þola nokkr-
ar tafir. Helgi sagði hins vegar að
engin hætta væri á því að Skýrr
týndi gögnum vegna rafmagnsleys-
is. Jafnvel þótt mesta hugsanlega
tjón yrði á húsnæði og tækjum fyr-
irtækisins mundu ekki tapast nema
breytingar síðasta dags, þar sem
Skýrr geymir afrit allra gagna á
öðrum og öruggum stað.
Helgi sagði einnig að með vænt-
anlegri fjárfestingu í nýjum tölvum
sem nota minna rafmagn megi
búast við því að rafbakhjarl Skýrr
muni framvegis þola lengra raf-
magnsleysistímabil en í fyrradag.
Reiknað er með að staðan í kjaravíðræðum skýrist eftir mánaðamótin
Yiðræður einkum um
fyrirtækjasamninga
Talsverður skriður er að komast á
viðræður um gerð svokallaðra fyrírtækja-
samninga. Búist er við að það ráðist
í næstu viku hvort þessar viðræður leiða til
niðurstöðu. Egill Ólafsson ræddi við
samningsaðila um stöðuna í Igaraviðræðum
á almennum vinnumarkaði.
VERULEGAR líkur eru taldar á að
í næstu kjarasamningum verði farið
inn á þá braut að færa hluta af
samningsgerðinni inn í fyrirtækin.
Undanfarnar vikur hafa samnings-
aðilar rætt um með hvaða hætti
þetta geti gerst. Verzlunarmanna-
félag Reykjavíkur, Samiðn og Raf-
iðnaðarsambandið hafa lýst áhuga
á að fara þessa leið, en Verka-
mannasambandið hefur sett fyrir-
vara við hana.
Kjaraviðræðumar hafa farið
fram með nokkuð öðrum hætti að
þessu sinni en undanfarin ár. Breyt-
ingar á vinnulöggjöfínni hafa leitt
til þess að viðræður eru nú fyrr á
ferðinni. Sem kunnugt er ræða aðil-
ar vinnumarkaðarins saman eftir
fyrirfram gerðri áætlun. Áætlanim-
ar gera flestar ráð fyrir að viðræður
fari fram um sérmál fram í fyrstu
viku desembermánaðar en þá verði
rætt um launaliði. Náist ekki sam-
komulag um nýjan samning er mið-
að við að deilunni verði vísað til ríkis-
sáttasemjara um miðjan mánuðinn.
Síðustu vikur hafa viðræður
samningsaðila á almenna vinnu-
markaðinum ekki síst fjallað um
svokallaða fyrirtækja-
samninga. VSÍ kynnti
hugmyndir um slíka
samninga í haust, en
áður höfðu sum lands-
sambönd innan ASÍ lýst
áhuga á að draga úr miðstýringu
samninga og færa þá inn á vinnu-
staðina. Enn er ekki ljóst hvaða
árangri þessar viðræður koma til
með að skila, en af samtölum við
forystumenn á vinnumarkaði er
ljóst að talsverður áhugi er á að
fara þessa leið.
Skriflegir samningar
Af hálfu VSÍ hefur verið lögð
áhersla á að fá sem flest landssam-
bönd til að fara inn á þessa braut
vegna þess að samningar
innan fyrirtækja ganga í
flestum tilvikum þvert á
öll stéttarfélagamörk.
Nokkuð mismunandi
áherslur hafa verið innan
ASÍ um hvernig beri að svara hug-
myndum VSÍ um fyrirtækjasamn-
ing. Verzlunarmannafélag Reykja-
víkur hefur fagnað hugmyndum
VSÍ og lýst yfir eindregnum vilja
til að fara þessa leið. Samiðn og
Rafíðnaðarsambandið hafa einnig
sýnt áhuga á að ræða þessar hug-
myndir. Innan Verkamannasam-
bandsins hefur hins vegar verið
tortryggni út í þessar hugmyndir,
en þó er ekki litið svo á að það
hafi hafnað að ræða þær.
í mörgum fyrirtækjum hafa verið
gerðir samningar af ýmsum gerðum
sem snerta kjör eða vinnutilhögun.
Upp og ofan hefur verið hvort þess-
ir samningar hafa verið skriflegir,
en nú er stefnt að því að allir samn-
ingar verði skriflegir. Rætt er um
að samningsaðilar móti grunnþætti
í slíkum samningum, m.a. um hveij-
ir eigi að gera samningana, hvemig
eigi að fara með ágreining ef hann
kemur upp, hvaða þættir eigi erindi
í slíka samninga og fleira.
Innan ASÍ á sú krafa sér sterkan
hljómgrunn að stéttarfélögin komi
að gerð fyrirtækjasamninga með
beinum hætti. Krafa þessa efnis var
samþykkt á síðasta sambands-
stjórnarfundi ASÍ. VSÍ hefur hafn-
að kröfunni. Af samtöium við for-
ystumenn landssambandanna má
ráða að þessi krafa eigi ekki að
þurfa að koma í veg fyrir samkomu-
lag. Menn benda m.a. á að forystu-
menn stéttarfélaganna hafi tæplega
möguleika á að semja um kjör á
hveijum einasta vinnustað. Trúnað-
armenn eða samningamenn sem
starfsmenn kjósi hljóti að hafa for-
ystu um samningagerðina. Þeir
komi hins vegar til með að leita til
stéttarfélaganna um ráðgjöf og
aðstoð.
Stéttarfélögin hafa lagt áherslu
á að ef farið verði inn á
þessa braut verði að
styrkja stöðu trúnaðar-
manna og tryggja að
þeir hafi stöðu til að
mæta stjórnendum fyrir-
tækja í samningum á jafnræðis-
grunni. Talsvert hefur verið rætt
um hvernig starfsmenn geti brugð-
ist við ef ekki næst samkomulag
um gerð fyrirtækissamnings. M.a.
hefur verið rætt um að starfsmenn
geti eftir ákveðinn tíma óskað eft-
ir beinum afskiptum stéttarfélags
af deilunni. Þetta eins og annað
sem hér er tæpt á er þó enn ófrá-
gengið.
Stefnt að hagræðingu
Umræður hafa einnig farið fram
um hvaða efnisatriði eigi að vera
í fyrirtækjasamningum. Hugsunin
á bak við þá er sú að breytingar
á vinnutilhögun leiði til hagræðing-
ar innan fyrirtækja sem starfs-
menn fái hlutdeild í. Almennt er
samkomulag um að vinnutími eigi
að vera eitt af því sem breytt vinn-
utilhögun nái til. Einnig hefur ver-
ið til skoðunar hvort bónusgreiðsl-
ur og laun eigi að vera samnings-
atriði í fyrirtækjasamningum.
Af hálfu landssambandanna hef-
ur verið óskað eftir umræðu um
aukinn rétt launþega til upplýsinga
um stöðu fyrirtækjanna, en víða á
Norðurlöndum eru þeir hlutir með
öðrum hætti en hér. Almennt má
segja að fyrirmyndir að fyrirtækja-
samningum séu sóttar til Norður-
landanna, ekki síst Danmerkur.
Búist er við að það skýrist veru-
lega í næstu viku hver niðurstaðan
verði í umræðum um fyrirtækja-
samninga þó ekki sé gert
ráð fyrir að umræðan
klárist þá. Samkvæmt
viðræðuáætlun eiga
stéttarfélögin að leggja
fram launakröfur í lok
næstu viku. Viðræður um þær hefj-
ast í kjölfarið. Búist er við að í
framhaldinu skýrist hversu mikil
harka verður í kjaraviðræðunum.
Þó stefnt sé að því að ljúka viðræð-
um fyrir áramót eru flestir þeirrar
skoðunar að það takist ekki og
viðræður haldi áfram í janúar.
Launakröfur
settar fram í
næstu viku
Styrkja þarf
stöðu trúnað-
armanna