Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Myndlistarsýning Gunnars Arnar í Norræna húsinu
„Myndlistarmenn hafa ekki
upplifað aðra eins tíma“
FÁAR þjóðir standa íslendingum á
sporði hvað listáhuga varðar enda
höfum við alla tíð verið óhræddir
við að bera listamenn, ekki síst
myndlistarmenn, á höndum okkar.
Kemur þessi áhugi hvergi betur í
ljós en á sýningum, svo sem hjá
Gunnari Erni í Norræna húsinu, en
hann er einmitt maðurinn á bak við
fullyrðinguna hér að framan.
Segir Gunnar Öm sýninguna, sem
samanstendur af hálfum sjötta tugi
málverka, hafa gengið fádæma vel
- aðsókn hafi verið með afbrigðum
góð. „Sérstaklega er ég ánægður
með hvað háskólaborgarar hafa lát-
ið sjá sig í ríkum mæli og hefur sú
hugmynd meðal annars komið upp
hvort ekki sé ástæða til að sameina
sýningarsalinn í kjallaranum og
kaffistofuna á hæðinni fyrir ofan,
sem sama fólk sækir.“
Að mati listamannsins er þessi
mikli áhugi námsmanna vitaskuld
bein afleiðing hinnar öflugu list-
kennslu sem íslenska skólakerfið sé
þekkt fyrir. „Það er alveg maka-
laust hvað námsmenn, sérstaklega
háskólafólk, eru vel að sér í sjónlist-
um - það er svo til ómögulegt að
reka þá á gat. Þetta bendir til þess
að listkennsla hér á landi sé til fyrir-
myndar, einkum á háskólastigi."
Gunnar Öm segir jafnframt gott
til þess að vita hvað hljóð í lista-
mönnum sé gott um þessar mundir.
„Menn bera sig ákaflega vel og
segjast upp til hópa ekki hafa upp-
lifað aðra eins tíma. Það er ekki
bara mín kynslóð, sem komin er á
miðjan aldur, heldur jafnframt kyn-
slóðin á undan okkur, sem er aisæl
í sinni framleiðslu og ekki síður
athyglinni sem hún fær. Endur-
speglast þessi velmegun einna best
í lofræðunum sem menntamálaráð-
herra heldur um íslenska menningu
á tyllidögum."
RÚV á réttri braut
Aukinheldur segir Gunnar Örn
aðdáunarvert að Ríkisútvarpið hafi
snúið sér heilshugar að menningar-
málum, sérstaklega sjónlistum.
„Maður kveikir varla orðið á sjón-
varpinu án þess að sjá þátt um
myndiist en maður hefði haldið að
nóg væri fyrir stofnun af þessu
tagi að halda úti menningarþætti
á borð við Helgi og Vala laus á
Rásinni. Það jafnast nefnilega ekk-
ert á við að hlusta á skeleggar
umræður um kaffihúsalist og
Morgunblaðið/Árni Sæberg
GUNNAR Öm myndlistarmaður gluggar í Morgunblaðið í ösinni
í Norræna húsinu. „Svona er þetta allan daginn, stöðugur
straumur gesta!“
-menningu, þar sem sýningar í
hefðbundnum sýningarsölum eins
og Norræna húsinu verða svo sann-
arlega ekki útundan. Ágætur mað-
ur sagði líka við mig á dögunum
að það væri athyglisvert hvað við
myndlistarmenn fengjum almennt
góða umfjöllun í fjölmiðlum, með
hliðsjón af því að við værum ekki
nektardansmeyjar upp til hópa.“
Sýningunni í Norræna húsinu
lýkur 1. desember næstkomandi og
þá hefur Gunnar Örn í hyggju að
taka sér dágóðan tíma til að jafna
sig eftir allan atganginn - of mikil
athygli geti tekið á taugamar.
„Ætli ég sýni ekki bara heima í
sveitinni næst, þar verður aðsóknin
örugglega ekki jafn mikil," bætir
listamaðurinn við og kímir en með
þeim hætti gefur hann til kynna
að ekki sé ailt sem sýnist í þessum
efnum. Talar hann hugsanlega í
þverstæðum?
*
Omi vor
kátí kliður
TONOST
Illjómdiskar
SUÐURNESJAMENN
Stjómandi Vilberg Viggósson.
Undirleikarar Ágota Joó, pianó,
ásamt Þórólfi Þórssyni bassa, og
Ásgeiri Gunnarssyni harmoníku.
Einsöngvarar Þórður Guðmunds-
son, Guðmundur Haukur Þórðar-
son, Steinn Erlingsson og Eiður
Óm Hrafnsson. Hljóðritun fór
fram í Grindavíkurkirkju og
Fella- og Hólakirkju. Upptaka
stafræn Stereo Stemma 1996. Upp-
tökumaður Sigurður Rúnar Jóns-
KKK001
KARLAKÓR Keflavíkur var
stofnaður árið 1953 og hefur starf-
að óslitið síðan. Hann hefur sung-
ið víða um land og einnig erlendis,
m.a. á írlandi, Ítalíu, í Kanada og
á Norðurlöndum. Þetta er fyrsti
hljómdiskurinn sem kórinn gefur
út, en áður hafði komið út hljóm-
plata með honum (1981). Stjóm-
andinn og undirleikarinn hafði
starfað með kómum sl. þijú ár.
Söngskráin hér er auðvitað dæmi-
gerð í flesta staði, vinsæl íslensk
og erlend lög og býsna fjölbreytt,
allt frá Gunnari Þórðarsyni og
Sigfúsi Halldórssyni til Wagners
(Pílagrímakórinn), Verdis og Schu-
berts. Hér höfum við lög eftir
Björgvin Þ. Valdimarsson, Sig-
valda Kaldalóns, Jónas Tómasson,
Inga T. Lárusson og Þórarin Guð-
mundsson. Við höfum hér þjóðlög,
íslensk og útlensk, í ýmsum útsetn-
ingum, þ.á m. Kmmmann á skján-
um í kostulegri úts. Geirharðs
Valtýssonar, Kalinku og Ramónu,
Kapríljóð og ég veit ekki hvað.
Þetta er ágætur kór og söng-
gleðin ósvikin. Ekki er að efa að
Vilberg Viggósson hefur unnið
gott starf með honum. En auðvitað
em karlakórar hveijir öðram líkir
og söngskrámar eftir því. Fáir sem
skara fram úr, þótt einhveijir
„lókalpatríótar" á landsbyggðinni
kynnu að vera mér ósammála í því
efni. En aftur og aftur heyrði
maður góð og skemmtileg tilþrif
hjá öllum aðilum (líka í undirleik),
svo sem strax í fyrsta laginu (Suð-
umesjamönnum), og má það vænt-
anlega telja söngstjóranum til
tekna ekki síður en kór. Einsöngur
er nokkuð misjafn eins og gengur,
en fallegum hlutum bregður fyrir.
Aldrei hef ég botnað í lokatökt-
unum í lagi Inga T, við angurblítt
og tært ljóð Jónasar, Ég bið að
heilsa. Og ekki hér fremur en
endranær - þrátt fyrir tilþrif
Sveins Erlingssonar og kórsins
(annars vel sungið). En þetta er
tilgangslaust raus, þar sem ég er
sennilega einn um þennan smekk
og má það gilda um fleira í vin-
sældargeiranum.
Að öllu samanlögðu geta Karla-
kór Keflavíkur og aðdáendur hans
verið ánægðir með diskinn. Hljóð-
ritun er yfirleitt góð og þessum
hljómdiski spáð vinsældum, sem
hann líka verðskuldar.
Oddur Björnsson
KVIKMYNDIR
Háskólabíó
VERNDARENGILLINN
(„Les Anges Gardiens") ★
Leikstjóri Jean Marie Poire. Hand-
ritshöfundar Poire og Christian
Clavier. Kvikmyndatökustjóri
Christophe Beaucame. Tónlist Eric
Levi. Aðalleikendur Gerard Depardi-
eu, Christian Clavier, Eva Grimaldi
Yves Renier. Frönsk. Gaumont 1995.
Mikíð veður
útaf engu
LANGDREGINN og leiðigjarn
bægslagangur einkennir öðru
fremur frönsku gamanmyndina
Verndarenglana. Aðalpersónan,
Carco (Gerard Depardieu), er veit-
ingamaður í París með vafasama
fortíð. Á árum áður var hann leyni-
lögga í Austurlöndum fjær og í
myndarbyijun er fortíðin að angra
Carco inná hans glæsta öldurhúsi.
Fyrrum félagi hans hringir í
dauðateygjunum eftir rán á kín-
versku mafíunni og biður Carco
að koma í snatri til Hong Kong
og taka að sér ungan son sinn og
illa fengna fjárfúlgu. Carco bregst
skjótt við, hefur uppá stráksa og
fær klerkinn Tarain (Christian
Clavier) sér til hjálpar við að koma
honum út úr landinu en sjálfur sér
hann um peningasummuna. Mafí-
ósar elta.
Það geisar stormur í vatnsglasi
á tjaldinu, mikið öskrað, rifist,
hlaupið, talað og tryllt á hverskyns
samgöngutækjum, hráefnið fengið
úr milljón betri myndum, því setn-
ingarnar em með ólíkindum slapp-
ar sem lagðar em í munn persón-
anna. Aðalbrandarabankinn, sam-
skipti hinna ólíku aðalpersóna,
skálksins og klerksins, að ógleymd-
um glaðbeittum verndarengli,
rambar á barmi gjaldþrots frá upp-
hafi til enda. Þá þykir höfundum
sniðugt að snúa menn úr hálsliðn-
um og múgmyrða í bland við annað
hversdagslegt barnagaman. Leik-
stjórinn á að baki a.m.k. eina,
þokkalega meðalmynd, Les Visite-
urs, tilbrigði við Time Bandits
Monty Python gengisins. Hann á
að geta betur. Depardieu heldur
furðu vel haus og stendur fyrir
þeirri litlu skemmtun sem hafa má
af þessari ógnarlegu langloku.
Sæbjörn Valdimarsson
Verðbréfastofan opnuð
Rétt gróðursetning skilar góðum vexti og rétt fjárvarsla góðum arði.
Nýtt fyrirtæki, Verðbréfastofan hf., hefur verið opnað að
Suðurlandsbraut 20 og býður verðbréfamiðlun og ráðgjöf
um fjárvörslu fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Verðbréfastófan er sjálfstæðojif óháð ven
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 533-2060