Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ fttargtsttÞIðttfc STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HLUTABREFA- SALA ÞRÓUNAR- SJÓÐS ÞRÓUNARSJÓÐUR sjávarútvegsins er nú að selja hlut sinn bæði í Meitlinum hf. í Þorlákshöfn og Búlands- tindi hf. á Djúpavogi. Samkvæmt lögum sjóðsins skal hlutafé í eigu hans boðið til sölu a.m.k. einu sinni á ári „og skal starfsfólk og aðrir eigendur fyrirtækisins, sem í hlut á, njóta forkaupsréttar". Upphaf hlutabréfaeignar Þróunarsjóðs sjávarútvegsins má rekja allt til ársins 1988, er ráðuneyti Steingríms Hermannssonar tók við völdum og gerði ákveðnar ráðstaf- anir í efnahagsmálum, sem m.a. fólust í stórfelldum milli- færslum. Stofnaður var með bráðabirgðalögum Atvinnu- tryggingasjóður útflutningsatvinnugreina, sem fékk 2 milljarða króna til ráðstöfunar á næstu tveimur árum og skyldi hann vera í vörzlu Byggðastofnunar. Honum var og heimilað að skuldbreyta allt að 5 milljörðum króna af lausaskuldum útflutningsfyrirtækja. Ennfremur var stofn- aður Hlutafjársjóður Byggðastofnunar, sem heimilað var að kaupa hlutabréf í tengslum við fjárhagslega endur- skipulagningu fyrirtækja. Þar sagði, að hlutabréf, sem sjóðurinn kynni að eignast skyldu að fjórum árum liðnum verða boðin til kaups „og skal starfsfólk og aðrir eigend- ur fyrirtækisins, sem í hlut á, njóta forkaupsréttar". Þróunarsjóður sjávarútvegsins er stofnaður með lögum nr. 92 frá 24. maí 1994. Sjóðurinn tók m.a. yfir eignir og skuldbindingar Atvinnutryggingasjóðs, Hlutafjársjóðs og Hagræðingarsjóðs. Athyglisvert er að ákvæðið um for- kaupsrétt á hlutabréfum helzt orðrétt frá lögum Hlutafjár- sjóðs til laga Þróunarsjóðs, en það er einmitt það ákvæði, sem nú orkar tvímælis og veldur deilum vegna sölu á hluta- bréfum í eign sjóðsins í Búlandstindi hf. og Meitlinum hf. Kaupin á hlutabréfunum í Búlandstindi eru nú til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar snýst málið um það, hvort stjórnarmenn eigi rétt á forkaupsréttinum, en þrír þeirra neyttu hans. Þegar þær ráðstafanir í efnahagsmálum voru gerðar, sem hér hefur verið minnzt á, átti sjávarútvegurinn í gífur- legum vandræðum vegna mikils samdráttar í þorskveiðum. Atvinnugreinin hefur síðan sjálf tekið myndarlega til hendi og mikil umskipti hafa orðið í rekstri sjávarútvegsfyrir- tækja. Fyrirtæki hafa sameinazt, hagrætt og leitað nýrra leiða til þess að bæta sér upp aflarýrnunina í þorski. Úthafsveiðar hafa komið til bjargar og á þessu fiskveiði- ári er fyrsta skipti aukinn þorskkvóti. Nú er svo komið, að fyrirtækin sýna mörg hver góðan rekstur og hafa á síðustu árum sýnt dágóðan hagnað. Þar skiptir að sjálf- sögðu einnig máli það efnahagslega umhverfi, sem ríkis- stjórn hefur skapað fyrirtækjunum með stöðugleika og lægri vöxtum en áður giltu. Gengi hlutabréfa í þessum fyrirtækjum hefur því hækkað verulega á síðustu misser- um og árum. Fimm hluthafar í Meitlinum hf. neyttu forkaupsréttar síns, eftir að ísfélagið gerði tilboð á nafnverði bréfanna 119,3 milljónir króna, þar af einn stjórnarmaður. Hins vegar neyttu þrír stjórnarmenn í Búlandstindi hf. for- kaupsréttar síns. Þar var nafnvirðið 70 milljónir og tilboð- ið á genginu 1,15 eða 80,5 milljónir króna. Miðað við að kaupin skiptist jafnt niður á þá, sem rétt hafa til kaupa hlutabréfanna í Meitlinum, kemur 23,9 milljóna króna hlutur í hlut hvers. Yfirlýst er að sameina eigi Meitilinn og Vinnslustöðina hf. í Vestmannaeyjum og hefur komið fram að 1.000 króna hlutur í Meitlinum verði 700 krónur í sameinaða fyrirtækinu. Það þýðir, ef gengið er út frá jafnvirði hlutar í Vinnslustöðinni og nýja fyrirtækinu, að hlutur hvers verði 16,7 milljónir. Núver- andi gengi hlutabréfa í Meitlinum hf. á Verðbréfaþingi íslands gæti verið allt að 3,0, og leiðir það þá til þeirrar niðurstöðu að hlutur hvers þessara fimm hluthafa yrði að verðmæti rétt rúmlega 50 milljónir króna. Hagnaður þeirra af þessum viðskiptum næmi þá um 26 milljónum króna. Nú er Morgunblaðið ekki andvígt því, að menn hagnist á viðskiptum en er eðlilegt að hagnaðurinn verði til með þessum hætti? Er ekki eðlilegra, að Þróunarsjóðurinn sjálf- ur fái slíkan hagnað í sinn hlut? Með umdeildum forkaups- réttarákvæðum eru skapaðir möguleikar á stórgróða, sem getur tæpast hafa verið ætlun löggjafans á sínum tíma. Þrjú stjórnarfrumvörp um fjarskipti og póstþjónustu ÞRJÚ FRUMVÖRP til laga um fjarskipti, póstþjónustu og póst- og fjarskiptastofn- un eru nú til yfirferðar í samgöngunefnd Alþingis og er kapp lagt á að þau verði að lögum fyrir jólafrí þingmanna. „Það er mikilvægt að allar leikreglur verði orðnar skýrar þegar Póst- og símamálastofnun verð- ur hlutafélag um áramót," segir Einar K. Guðfinnsson formaður samgöngu- nefndar. Þá er markmiðið með frumvörpun- um að tryggja notendum ákveðna lág- marksþjónustu, óháð búsetu og á við- ráðanlegu verði, þegar lögmál sam- keppninnar taka að ríkja á markaðin- um að sögn Ragnhildar Hjaltadóttur skrifstofustjóra í samgönguráðuneyti. Leitað hefur verið umsagna frá Samkeppnisstofnun, fulltrúa Pósts og síma og seljenda fjarskiptaþjónustu og -búnaðar, sem og starfsmönnum P&S, og segist Einar ekki búast við grund- vallarbreytingum í kjölfar þeirra. „Frumvörpin skýra fyrst og fremst reglur á þessu sviði atvinnulífsins til að tryggja jafna samkeppnisstöðu þeg- ar Póstur og sími, sem verið hefur hluti af stjórnvaldinu í fjarskiptamál- um, verður hlutafélag og keppir á al- mennum markaði," segir Einar. Einkaréttur ríkisins til fjarskipta- þjónustu verður afnuminn, sem kunn- ugt er, og þrengdur í póstþjónustu, en sett hafa verið ýmis rekstrarskil- yrði í frumvörpunum, bæði hvað varð- ar grunnpóstþjónustu, sem skilgreind er sérstaklega, samtengingu fjar- skiptaneta og alþjónustu í fjarskipt- um, sem einnig er gerð grein fyrir í frumvarpstexta og útfærð verður nán- ar í reglugerð. Skilgreiningin á alþjón- ustu nær, samkvæmt frumvarpinu, að minnsta kosti til talsímaþjónustu. Stjórnsýslu- og eftirlitsstofnun hefur eftirlit með framkvæmd Lagt er til að sett verði á laggirnar stjórnsýslu- og eftirlitsstofnun, Póst- og fjarskiptastofnun, sem hafa á um- sjón með framkvæmd fjarskipta- og póstmála. Miðað er við að hún taki til starfa 1. apríl 1997 og að samgöngu- ráðuneytið fari með verkefnin tii bráða- birgða frá gildistöku laganna til þess dags. Þar sem einkaleyfi Pósts og síma fellur ekki úr gildi fyrr en 1. janúar 1998 koma hugsanleg áhrif fyrirhug- aðra breytinga ekki að fullu fram í rekstri stofnunarinnar fyrr en það ár. Póst- og fjarskiptastofnun mun annast framkvæmd póst- og fjar- skiptamála, sem felst meðal annars í að gefa út og veita leyfi til póst- og fjarskiptaþjónustu, hafa eftirlit með því að leyfishafar uppfylli og virði skilyrði og kvaðir rekstrarleyfa og vera stjórnvöldum til ráðgjafar við að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar íslands. Stofnunin mun því taka við ýmsum verkefnum sem hingað til hafa fallið undir samgönguráðuneytið eða Póst- og símamálastofnun. Þá er stofnuninni ætlað að taka að sér eftirlit með fjarskiptabúnaði, framkvæmd og úthlutun á tíðnisviði o.fl. Kostnaður verður greiddur af þeim sem nota þjónustuna samkvæmt verðskrá sem samgönguráðherra gef- ur út. „Póst- og fjarskiptastofnun mun starfa alveg sjálfstætt og gert ráð fyrir því að ráðherra geti ekki skipt sér af starfsemi hennar. Ráðherra verður yfirmaður fjarskiptamála, set- ur reglur og mótar umhverfi en allt sem viðkemur afgreiðslu og eftirliti með einstökum leyfishöfum á markaði er á valdi stofnunarinnar," segir Ragnhildur Hjaltadóttir lögfræðingur. í frumvarpinu er gert ráð fyrir úr- skurðarnefnd fjarskipta- og póstmála sem kæra má ákvarðanir stofnunar- innar til og er niðurstaða hennar end- anleg á stjórnsýslustigi, sem þýðir að ekki er hægt að kæra til samgöngu- ráðuneytisins. „Ráðherrann fer með hlutabréf Pósts og síma hf. og því er ekki talið rétt að hann hafi afskipti af leyfishöfum. Hlutverk hans er fyrst og fremst að vera stefnumarkandi," segir Ragnhildur ennfremur. Verkefni stofnunarinnar verða fjár- mögnuð með sérstöku rekstrargjaldi og áformað að fyrirtæki með rekstrar- leyfi til fjarskipta og póstþjónustu greiði 0,25% af rekstrartekjum til stofnunarinnar árlega vegna leyfis- bundinnar starfsemi. Miðað við núver- Áherslan lö skýrar leikn Þrjú frumvörp um fjarskipti og póstþjónustu e í samgöngunefnd. Byggt hefur verið á Evrópulö^ og einkum lögð áhersla á tvennt, að tryggja jafna og hag notenda, skrifar Helga Kr. Ein TIÐNIROF ÞRAÐLAUSRA F, /\/\/v\/v\/\/\/\/\/\/\/v\/vv\/\/\/\/\/\/y\/\/\/vv\/\/v\/\/v\, VLF Veryfow frequency LF Low Irequency MF Medium frequency HF High frequency VHF Very high frequency UHF Uitra high frequency SHF Super high 3 kHz Fastaþjónusta Sjófarstöðvaþjónusta o.fl. 30 kHz 148,5-: Langfr Farstöðvaþjónusta o.fl. 526,0-1606,5 kHz: Miðbylgjuútvarp 300 kHz Stuttbylgjuútvarp - Sjófarstöðvaþjónusta - Landfarstöðvaþjónusta- F 3 MHz Farstöðva- þjónusta, fastaþjónusta O.fl. v 47,0-68,0 MHz: VHF sjónvarp 87,5-108,0 MHz: FM útvarp 30 MHz Flug- leið- saga 144,0-174,0 M Farstöðvaþjonu fastaþjónust o.fl. 453,0-457,5:- 463,0-467,5:- NTM-farsímar I 470,0-830,0 MHz: UHF sjónvarp -890,0-914,0: GSM-farsímar - 935,0-959,0: GSM-farsímar -914,0-915,0: þráðlaus sími -959,0-960,0: þráðlaus sími (CT 300 MHz Farstöðvaþjónusta - Fastaþjónusta - Fastaþjónusta yfir gervihnött - Stj o.fl. 3 GHz Extremely high frequency Farstöðvaþjónusta - Fastaþjónusta - Fastaþjónusta yfir gervihnött - Stj Geimrannsóknir o.fl. 30 GHz GOMUL OG NY SKIPAN FJARSI Samgöngu- ráðherra Samgöngu- ráðherra Yfirmaður fjarskiptamála. Fer með hlutabréf ríkisins í Pósti og síma hf. Póst- og síma- málastofnun (núv. Póstur & sími) Heyrir undir samgöngu- ráðherra en verður Póstur og sími hf. 1. janúar 1997. Póst- og fjí skiptastofni Sjálfstæð stofnun hefur umsjón i framkvæmd fjarskipta póstmála, og tekur starfa 1. apríl 1997. Sinnir eftirliti með ijarskiptabúnaði og veitir eii leyfi til póst- og fjarskiptaþjónustu, hefur eftirlit með að leyfishafar upplylli og virði skilyrði og kv rekstrarleyta og er stjórnvöldum tjl raðgjafar við uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar íslands. Til hennar geta leitað almennir noten innflytjendur, seljendur fjarskiptabúnaðar og -þjóni og fyrirtæki, til dæmis Póstur og sími hf. Póstur og sími hf. Stjórn fyrirtækisins mun ekki heyra undir ráðherra. Onnur pós og fjarskipl fyrirtæki' andi umfang fjarskiptaþjónustu er talið að tekjur af árgjaldi gætu numið 30 milljónum króna. Einar K. Guðfinnsson segir að- spurður að Póstur og sími hf. muni þurfa að lúta sömu leikreglum og aðrir og meðal annars sækja um rekstrarleyfi. Áætlað er að kostnaður vegna reglubundinnar starfsemi stofnunarinnar verði 85-87 milljónir króna á ári sem fjármagnaður verður með mörkuðum tekjustofnum. í frum- varpinu er jafnframt heimild til þess að innheimta sérstakt gjald vegna rekstrarleyfa þar sem takmarka þarf fjölda leyfishafa. Hér er átt við annað GSM-farsímakerfi, meðal annars, eða aðra sambærilega þjónustu. Heimilt verður að ákvarða gjaldið á grund- velli útboðs og er áætlaður kostnaður vegna þess um 32 milljónir króna. Verið er að undirbúa útboð vegna reksturs annars GSM-kerfis og hefur sú ákvörðun verið tekin að þau verði tvö. „Meginreglan er sú að ekki megi takmarka þátttakendur á markaðin- um, að allir sem uppfylla skilyrði eigi að fá leyfi. Frá þessu eru hins vegar undantekningar þegar sérstök rök eru fyrir takmörkun á fjölda leyfa og tak-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.