Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR 414 þúsund krónur í björgunarlaun Hættavar ekki yfir- vofandi HERAÐSDOMUR Austurlands hef- ur dæmt Fiskmark hf. í Þorlákshöfn til að greiða Borgeyju hf. á Höfn rúmar 414 þúsund krónur. Hvanney SF, bátur Borgeyjar, dró Jón Klem- enz ÁR, bát Fiskmarks, til hafnar í júlí 1994 eftir að net fór í skrúfu Jóns Klemenz og var deilt um laun fyrir aðstoðina. Borgey hf. krafðist tæplega 2,7 milljóna króna björgunarlauna og byggði á því að Jón Klemenz ÁR hefði verið í yfirvofandi hættu og áhöfnin ekki getað siglt bátnum hjálparlaust til hafnar. Því bæri að greiða björgunarlaun samkvæmt siglingalögum, sem hefðu að geyma viðurkenndar meginreglur um ákvörðun björgunarlauna. Þá hafí endi verið bundinn á veiðiferð Hvanneyjar og það leitt til^jártjóns fyrir útgerð og áhöfn bátsins. Af hálfu Fiskmarks var bent á að greitt hefði verið að fullu fyrir aðstoðina með ávísun frá Vélbáta- ábyrgðafélagsins Gróttu, vátryggj- anda Jón Klemenz ÁR, en fjárhæðin nam 414.375,00 krónum. Uppgjörið hafi farið fram strax og kröfur hafi borist, en Borgey ekki innleyst tékk- ann. Af hálfu Fiskmarks var m.a. bent á, að meta bæri kringumstæð- ur. Veður hafi verið gott, ekki um yfirvofandi hættu að ræða, skipverj- ar á Hvanney hafi ekki lagt sig í hættu og þeir hafi verið hættir veið- um og á landleið, svo tjón þeirra hafi ekkert verið. Miðað við reglur LÍÚ Dómarinn, Ólafur Börkur Þor- valdsson, tók undir að hætta hefði ekki verið yfirvofandi, þrátt fyrir að Jón Klemenz hefði ekki komist til hafnar fyrir eigin vélarafli. Borgey ætti rétt á björgunarlaunum sam- kvæmt siglingalögum. Tíðkast hefði í tilvikum sem þessum að líta til uppgjörsreglna eins og þær birtust í „umburðarbréfi" Landssambands íslenskra útvegsmanna um björgun- arlaun og ákvörðun þeirra. Þar kæmi fram svokallaður „Goðataxti", en með því að miða björgunarlaun við hann væri krefjandi þóknunar leyst- ur undan því að þurfa að sýna fram á þann kostnað sem aðstoðin hefði bakað honum. Borgey hefði ekki sundurliðað kröfu sína eða lagt fram sönnunargögn um tjón vegna björg- unarinnar, heldur skírskotað til þess að húftryggingarverðmæti Jón Klemenz væri rúmar 67 milljónir. Dómarinn sagði að miðað við þetta væri rétt að ákvarða Borgey sömu björgunarlaun og vátrygging- arfélagið hafði gert, eða rúmar 414 þúsund krónur, auk dráttarvaxta frá dómsuppsögu. Hins vegar var Borg- ey gert að greiða Fiskmarki 100 þúsund krónur í málskostnað. Morgunblaðið/Golli Formaður Félags raungreinakennara Kennaramenntun þarfnast rækilegr- ar endurskoðunar Að leik við Ráðhúsið RÁÐHÚS Reykjavíkur tekur á sig ýmsar myndir, eftir sjónar- horni áhorfandans. Ljósmyndar- inn myndaði þessa krakka, sem voru að leik við suðurhlið hússins á dögunum. BÁG staða íslenskra grunnskóla- nemenda í stærðfræði og náttúru- fræðigreinum á að drjúgum hluta rætur að rekja til illa skipulagðs náms í Kennaraháskóla íslands, að mati Ástu Þorleifsdóttur, formanns Félags raungreinakennara. Hún bendir á að í KHÍ, sem út- skrifar um 90% af öllum grunn- skólakennurum, séu því sem næst engar raungreinar í kjarna og þann- ig sé verið að útskrifa almenna kennara án þess að þeir hafi í raun almenna þekkingu. Ástandið sé heldur betra í kennaradeild Háskól- ans á Akureyri, þar sem allir kenn- aranemar taki raungreinakjarna og fái ákveðna undirstöðu í öllum greinum náttúrufræðinnar. Uppsafnaður vandi Á síðastliðnum vetri hélt Félag raungreinakennara málþing þar sem fjallað var um stöðu raun- og tæknigreina í íslensku skólakerfi. Til málþingsins var boðið raun- greinakennurum í grunn- og fram- haldsskólum af öllu landinu. At- hygli vakti að einungis þrír grunn- skólakennarar mættu til þingsins. Að sögn Ástu komu aftur á móti allnokkrir prófessorar frá Háskóla íslands, sem töldu sig glíma við uppsafnaðan vanda. Félag raun- greinakennara hyggst halda um- ræðunni áfram á málþingi í Nor- ræna húsinu 10. desember nk., þar sem fjallað verður um stefnu og úrbætur í kennslu raun- og tækni- greina. Ásta segir ljóst að kennara- menntun hér á landi þarfnist ræki- legrar endurskoðunar. „Það er langt frá því að þetta sé ný um- ræða en niðurstöður þessarar nýju rannsóknar hafa hrist upp í fólki. í rauninni hefði hún ekki getað komið á betri tíma, þar sem við erum að fara að vinna nýjar nám- skrár og taka inn ný lög um mennt- un í landinu, bæði í grunn- og fram- haldsskólanum." Almennir kennarar án almennrar menntunar Eitt af því sem komið hefur fram að undanförnu er að íslenska skóla skorti kennslutæki og að þau sem til eru séu gömul og úrelt. „Við erum kannski verr sett hér en sum- ar aðrar þjóðir en á heimsvísu erum við alls ekki illa sett," segir Ásta. „Menn eru alltaf að reyna að finna einhvern til að hengja en í þessu tilfelli þarf ekki að hengja neinn. Við þurfum bara að taka okkur á og gera eitthvað í málinu. Það er engin ein orsök fyrir því hvernig komið er heldur er það samverkan margra þátta. Af ein- hverjum ástæðum hefur farið lítið fyrir spurningunni hverjir mennt- uðu þessa kennara, hver skipulagði þá menntun og á hvaða forsendum. Hvaða speki liggur til dæmis á bak við það að almennur kennari hafi ekki almenna menntun?" segir Ásta og bætir við að nú sé nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að auka virð- ingu og verðmæti menntunar. Til þess þurfí meðal annars að fjár- festa í menntakerfínu í stað þess að skera niður í því. Foldaskóli hefur verið í forystu við uppbyggingu raungreinakennslu Nauðsynlegt að skipta bekkjum meira en nú er gert í FOLDASKOLA hefur verið reynt að fara nýjar leiðir við raungreina- kennslu. Ragnar Gíslason skólastjóri segir að starfíð hafí skilað góðum árangri, en til að bæta kennslu sé árangursríkast að gefa kennurum meiri möguleika á að skipta bekkj- um. Foldaskóli hafi farið út á þá braut að flokka nemendur eftir frammistöðu í nokkrum námsgrein- um og áformað sé að þróa þessa skiptingu áfram m.a. með það að markmiði að sinna afburðagreindum nemendum betur en nú er gert. í nokkur ár hafa allir nemendur Kennari þarf að geta komið faginu til skila EIRIKUR Jónsson, formaður Kenn- arasambandsins, segir að það hljóti að teljast kostur að kennarar læri ekki aðeins kennslufag sitt heldur einnig að koma því til skila. „Blanda af fagþekkingu og upp- eldis- og kennslufræði er það sem talið hefur verið nauðsynlegt til að stunda kennslu. Það má síðan alltaf deila um í hvaða hlutföllum þetta er," segir Eiríkur. Jón Hafsteinn Jónsson fyrrverandi stærðfræði- kennari gagnrýndi í viðtali í Morgun- blaðinu í vikunni að uppeldis- og kennslufræði væri gert að skilyrði fyrir rétti til kennslu. „Það má líka spyrja hvers vegna einstaklingur sem búinn er að taka bóklega þáttinn í rútuprófi þurfi líka að taka ökuprófið? Mönnum dettur yfirleitt ekki í hug varðandi önnur störf en kennslu að nægilegt sé að taka bara hluta af því námi sem er skilyrði fyrir viðkomandi starfí. Það verður að fara eftir þeim leikreglum sem gilda," segir Eiríkur. „Hér á landi er kennaranám styttra en víða annars staðar. Við höfum verið að berjast fyrir því að lengja það. Búið var að ákveða að lengja námið fyrir nokkrum árum, en því var frestað í sparnaðarskyni. Það á eftir að verða okkur dýrkeypt í framtíðinni ef menn sjá ekki að sér." í 4.-7. bekk Foldaskóla tekið þátt í nýsköpunarstarfí á sviði raungreina- kennslu. Fleiri skólar hafa tekið þátt í þessu starfi en Foldaskóli hef- ur verið skilgreindur sem móður- skóli í þessu verkefni. „Nýsköpunin byggist á því að beina sjónum nemandans að grunn- inum og fá hann til að hugsa allar þarfir sínar upp á nýtt. Við erum að reyna að kalla fram þá hugsun hjá krökkunum, að þeir séu ekki bara þiggjendur þeirrar tækni sem þeir umgangast daglega heldur þátt- takendur. Við hvetjum þá til að greina þarfirnar og koma fram með hugmyndir um hvernig er best að svara þeim með tækniþekkingu. Við þessa vinnu rekast þeir á vandamál sem þeir verða að leysa með kunn- áttu í eðlisfræði, efnafræði og stærð- fræði," sagði Ragnar Gíslason. Hann sagði að tilgangurinn með náminu væri m.a. að örva sjálfstæða hugsun nemendanna og sköpunar- þörf. Allir nemendur í 4.-7. bekk tækju þátt í þessu námi en nemar ! 10. bekk gætu tekið þetta sem val og í það færu krakkar sem hefðu sérstakan áhuga eða færni í raun- greinum. Einnig ættu nemendur kost á að vinna sérstaklega á þessu sviði í tómstundastarfi eða í Félagi ungra uppfinningamanna. Góður árangur Ragnar sagði að í öllum grunn- skólum borgarinnar væri nemendum í 10. bekk boðið upp á val í eðlis- fræði, en víða ættu skólar í erfiðleik- um með að fá menntaða raungreina- kennara til starfa. Foldaskóli hefði verið heppinn hvað þetta varðaði. Undanfarin ár hafa grunnskólarn- ir tekið þátt í sérstakri nýsköpunar- keppni. Hlutir, sem nemendurnir hafa smíðað, eru sýndir og bestu hugmyndirnar verðlaunaðar. Folda- skóli hefur, einn grunnskóla Reykja- víkur, einnig tekið þátt í Hugvísi, sem er eðlisfræðikeppni framhalds- skólanema. Skólinn náði í úrslit með hönnun á húsi byggðu með tilliti til snjóflóðahættu og hugmynd að vist- kerfí á Mars. Unnið af veikum mætti Ragnar sagði að þetta nýsköpun- arstarf væri unnið af veikum mætti. Það væri styrkt af þróunarsjóði grunnskóla, TR, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og þróunarsjóði grunn- skóla Reykjavíkur. Sömuleiðis hefðu Samtök iðnaðarins og Tækniskóli íslands veitt þessu starfí stuðning. Ragnar sagði að fyrirhugað væri að halda áfram að styrkja þetta starf. M.a. væri fyrirhugað að halda námskeið í vor fyrir kennara skólans þar sem fjallað væri um tækni og raungreinar og leiðir til að bæta kennslu í þeim. Ragnar sagði að ein leið til að bæta raungreinakennsluna væri að skipta bekkjunum niður í hópa. Það væri mjög erfitt fyrir kennara að aðstoða nemendur við tilraunir í eðl- isfræði þegar bekkurinn væri óskipt- ur. Sömuleiðis þyrfti að endurnýja kennsluefni. Nemendum skipt eftir frammistöðu I umræðu sem orðið hefur í kjöl- far frétta af slökum árangri ís- lenskra barna í stærðfræði og raun- greinum hefur verið bent á að ís- lenskt skólakerfi sinni ekki nægi- lega vel afburðagreindum nemend- um. Ragnar sagði að í Foldaskóla og nokkrum öðrum grunnskólum í Reykjavík væri nemendum skipt í hópa eftir getu í íslensku, stærð- fræði, ensku og dönsku. „Við erum með fleiri tíma í ís- lensku og stærðfræði en við eigum að vera með. Við byggjum þetta upp með þeim hætti að nemendur eru ekki í eiginlegri sérkennslu. Nemendur sem eiga í erfiðleikum með að tileinka sér námsefnið fara hægar yfir og eru færri í hóp, en þeir sem eru fljótari fá að njóta sín betur. Þessu tel ég að skólarnir mættu gera meira af, en til þess að svo megi verða þurfa þeir fleiri kennslutíma til ráðstöfunar. Með þessu móti gætum við bætt skóla- starfið," sagði Ragnar. Ragnar sagðist ekki vera þeirrar skoðunar að það væri forgangsmál að lengja viðverutíma barnanna í skólunum eins og foreldrasamtökin hafa lagt mikla áherslu á. Það þyrfti að gefa kennurunum færi á að skipta bekkjum í hópa, en með því móti væri hægt að bæta kennsluna, ekki síst í greinum eins og stærð- fræði og öðrum raungreinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.