Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 28. NÓVBMBER 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
BÓKMENNTIR
Barnabók
GAUTI VINUR MINN
Eftir Vigdísi Grímsdóttur. Myndir:
Brian Pilkington. Iðunn, 1996 - 94 bls.
SAGAN hefst á Njálsgötunni þar
sem Begga blaðburðarkona á leið
um. í glugga situr lítill drengur sem
bendir henni að koma inn. Þessi litli
drengur heitir Gauti. Hann er oft
einn heima og einmana á meðan
mamma hans er úti að vinna en nú
hefur hann eignast dýrgrip sem er
auga. Augað gefur honum vísbend-
ingar sem hann hlýðir og þegar
augað segir honum að kalla í Beggu
hlýðir hann þvi. Þau verða miklir
vinir og skilja hvort annað ákaflega
vel. Sagan er sögð frá hennar sjón-
arhóli og við skynjum sögusviðið
og atburðina með augum hennar.
Saga Vigdísar er ákaflega vel
skrifuð. Hún er hljóðlát og hlý,
mannleg og sögð á látlausan máta.
Við kynnumst bæði Beggu og Gauta
mjög vel í gegnum þær ævintýra-
ferðir sem þau fara. Þau eru bæði
hversdagslegar manneskjur, engir
kappar eða ofurmenni. Saman fara
þau með hjálp augans inn í Gula
heiminn og hitta fyrir Önnu Maríu,
litla englastúlku sem er týnd af því
að hún hefur brotið loforð sitt. Hún
situr illa í súpunni fyrir vikið og
hennar bíður ekkert annað en hung-
urdauði. Þeim tekst að bjarga henni
úr klípunni og fá að kynnast veröld
hennar. í Gula heiminum er aldrei
rifíst og þar má enginn eiga leyndar-
mál. Gauti og Begga verða að segja
frá sínu lífi og þannig kynnast les-
endurnir þeim.
í næsta ferðalagi kynnast þau
Bláa heiminum. Þar hitta þau fyrir
landamæravörðinn Manna, strák-
inn sem er með tvö höfuð. Þetta
urðu örlög hans vegna þess að
þeir tveir sem í honum bjuggu,
þeir Fúli og Reiði, gátu aldrei kom-
ið sér saman um neitt og því ekki
um annað að ræða en skipta hausn-
um í tvennt. Hann getur ekki fyrir-
gefið og því er þetta hlutskipti
hans. Það eina sem
getur hjálpað honum
úr þessum álögum er
að bjargvættir hans
segi honum leyndar-
mál sín. Þar með kynn-
ist lesandinn Beggu og
Gauta ennþá betur
þegar þau þurfa að
segja sín dýpstu leynd-
armál, segja frá því
sem þau hræðast og
því sem aldrei hefur
má.tt tala um.
í lokaferðinni hitta
þau upprunalega eig-
anda augans og kom-
ast að því hvernig
draumar eru búnir til.
Sérhver maður á sér ósýnilegan
draumamann sem fylgir honum
eftir á meðan hann lifir og sá fram-
leiðir drauma í draumaverksmiðj-
unni. Ef einhvern boðskap má
finna út úr þessari sögu er hann
sá að með vináttu er hægt að leysa
mörg mál, þar á meðal að losa
sig út úr viðjum leyndra hugsana
sem gera manni illt.
Vigdís skrifar mjög
látlausan og tilgerðar-
lausan texta. Samt
sem áður er hann alls
ekki neitt barnalegur
og hún notar jafnvel
orð eins og að hlaupa
á „harðakani“ sem ég
hef ekki heyrt annars
staðar en á Austfjörð-
um og finnst tæpast í
orðabókum.
Myndir Brians Pilk-
ingtons eru gullfalleg-
ar og falla ákaflega vel
að textanum. Þær eru
einnig óvenjulegar fyr-
ir þá sök að þær eru
fremur skreytingar og eru mjög
misstórar. Ég minnist varla að hafa
séð hann teiknajafn mildar og lát-
lausar myndir. í heildina hefur ís-
lensk barnabókaútgáfa auðgast
verulega við að fá þessa bók. Hún
á varla sinn líka hvað snertir mál-
far, stíl og frásögn.
Sigrún Klara Hannesdóttir
Nýjar bækur
• INNSÝN í mannlega tilveru
nefnist ný bók eftir Einar Þorstein
Ásgeirsson. „Mikil þáttaskil eru
framundan. End-
urskoða þarf allan
grundvöll tilveru
okkar. Raunvís-
indalögmál sem
trúað hefur verið
á, Newtonlögmálið
og Einsteinslög-
málið standa höll-
um fæti og fá ekki
staðist," segir út-
gefandi í kynningu
og að þetta sé kjarninn í þessu rit-
verki Einars Þorsteins.
„Meginhluti bókarinnar er opinská
rannsókn á röksemdum tilverunnar
frá öllum hliðum. Einkum skoðar hann
þau óræðu lokasvið mannlegrar hugs-
unar, þar sem raunvísindi gefast upp
og eiga ekkert endanlegt svar svo sem
um lífið, uppruna óendanleikans og _
uppruna tímans," segir ennfremur. I
lokakafla enj tilgátur fyrir eðlisfræði
mannlega sviðsins en þar safnar höf-
undur saman um 140 röksemdum um
þaðhvers eðlis tilveran er.
Útgefandi er Fjölvaútgáfan. Með
heimildum og tilvitnunum í ótal aI-
þjóðleg rít er bókin 240 bls. með
fjölda táknrænna teikninga. Filmu-
gerð annaðist PMS íSúðarvogi, en
bókin er prentuð og innbundin í
Singapore. Verð 2.980 kr.
• ÚTER komin bók sem fjailar um
þátttöku íslendinga í heimsstyrjöld-
inni með Þjóðverjum. Hún er eftir
Einar Björgvins-
son og nefnist ís-
lendingur á víga-
slóð í Waffen-SS.
Bókin er í skáld-
söguformi en eins
og segir á kápu er
hún „fléttuð raun-
sönnum atburðum
úr síðari heims-
stytjöldinni“. Höf-
undurinn hefur um
langt skeið sökkt sér ofan í sögu
stríðsins og þykist hafa komist að
því að hlutur manna af íslensku bergi
hafi til þessa verið nokkuð vanmet-
inn.
Fjölvaútgáfa gefur út. Bókin er
240 bls. ífjórum meginköflum sem
nefnast Hæl Hitler, Krossferðin í
Austurveg, Dauði og djöfull ogloks
Rústir.
Bókin er Filmutekin hjá PMS en
prentuð og innbundin í Singapore.
Verð 2.980 kr.
• UNGLINGABÓKIN Égget
svariðþað er eftir Þorstein Marels-
son.
Ferming er mikilvægur áfangi í
lífi unglinga og
kringum hana er
töluvert tilstand.
Stefán og félagar
hans standa í þess-
um sporum. Freist-
andi tilboðum rign-
ir yfir þá og fjöl-
skyldur þeirra og
ekki er allt með
kyrrum kjörum frá
kirkjunni. „Þetta
er gamansöm unglingasaga um
fermingarárið og inngönguna í heim
hinna fullorðnu,“ segir í kynningu.
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin er 150 bls. ogkostar 1.880
kr. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði.
Alda Lóa Leifsdóttir gerði kápu.
• ÍSAFOLD fer í síld eftir Gísla
J. Ástþórsson hefur verið endurút-
gefin með nýjum teikningum eftir
höfundinn.
ísafold fer á síld
á Sigló ásamt
Krumma og Ólafi
ketti og kynnist
Jósafat síldarkóngi
og ótal litríkum
einstaklingum að
ógleymdum álfa-
kónginum sem
gefur henni eina
ósk.
„Bókin var vinsæl á sinrii tíð enda
gamansöm ádeila á íslenskt þjóðfélag
á síldarárunum en um leið hug-
myndarík fantasía," segir í kynn-
ingu.
Útgefandi erMál ogmenning.
Bókin er 64 bls., prentuð íSvíþjóð
og kostar 1.380 kr.
Nýjar plötur
• HÖRÐUR Torfason hefur
sent frá sér geisladisk með bama-
efni sem nefnist Barnagaman.
Þar er að finna
níu bamalög úr
ýmsum leikhús-
verkefnum sem
Hörður hefur
unnið fyrir böm
víðsvegar um
landið á ferli sin-
um sem leik-
stjóri. Þannig er
frá söngvunum
gengið á diskn-
um að fýrst em þau sungin við
undirleik en síðan er aðeins undir-
leikurinn þannig að bömin geta
sungið með þegar þau hafa lært
textana sem fylgja með disknum
og em allir prentaðir með stóra
og vel læsilegu letri.
Höfundur texta og tónlistar er
Hörður Torfa sem einnig leikur á
gítar og syngur. í laginu um Línu
Langsokk í leikhúsinu syngur ung
stúlka, Ólöf Jakobsdóttir, en hún
teiknaði líka myndina sem prýðir
diskinn. Um útsetningar, hljóm-
borðsleik, hljóðblöndun og forrit-
un sá Hlynur Sölvi Jakobsson.
Hörður Torfason gefur plötuna
út ogJapis sér um dreifmgu. Um
hönnun sá Hjörtur Hjartarson.
• „Steini spil frá Selfossi“ inni-
heldur þau lög er komu út á hljóm-
plötum með Hljómsveit Þorsteins
Guðmundssonar á sínum tíma.
Lögin komu annarsvegar út á
tveimur fjögurra laga plötum árin
1970 og ’72 og hinsvegar á einni
stórri plötu árið 1976.
Þegar Hljómsveit Þorsteins
Guðmundssonar var og hét léku
lengst með henni trommuleikar-
inn Kristinn Alexandersson og
Haukur Ingibergsson gítarleikari.
Þegar Haukur hætti 1974 tók
Hermann Jónsson gítaristi stöðu
hans, en einnig komu ýmsir fleiri
tónlistarmenn við sögu hljóm-
sveitarinnar á þeim tveimur ára-
tugum sem hún var starfrækt.
Það eru samt sem áður fyrst og
fremst fyrrnefndir þrír tónlistar-
menn, auk Þorsteins sjálfs, sem
leika og syngja þau lög sem hljóm-
sveitin hljóðritaði til útgáfu á
hljómplötum.
Hér má finna m.a. Vakna Dísa,
Snjómokstur, Hanna litla, Ó, Mar-
ia mig langar heim, Bréfið hennar
Stínu, Grásleppu Gvendur, Hann
Tumi fer á fætur, Á Kanarí, Ég
fer í Sjallann og tíu önnur lög.
í plötubæklingi er saga sveitar-
innar rakin í stuttu máli, ennfrem-
ur fylgja allir textar með.
Spor ehf. gefur út og dreifir.
Það varPrisma sem sá um útlit
ogfilmuvinnslu, SonyDADCann-
aðist framleiðslu. Leiðbeinandi
verðer 1.699 kr.
• JETZ hefur sent frá sér geisla-
disk. Jetz skipa þeir Gunnar
Bjarni Ragnarsson, Guðlaugur
Júníusson, og Kristinn Júníusson.
Gunnar Bjarni starfaði áður
með hljómsveitinni Jet Black Joe
og tvíburabræðurnir Guðlaugur
og Kristinn með hljómsveitinni
Tjalz Gizzur.
Á disknum koma fram nokkrir
listamenn aðrir sem gestir: Móeið-
ur Júníusdóttir systir tvíburanna
syngur tvö lög á plötunni, Þórhall-
ur Bergmann sér um hljómborðs-
leik, Eyþór Amalds leikur á selló,
Dan Cassidy leikur á fiðlu og Ein-
ar Hjartarson á gítar. Þá syngur
bandaríska söngkonan Kate Nel-
son eitt lag á plötunni. Að öðm
leyti sjá Jetz um söng og annan
hljóðfæraleik.
Gunnar Bjarni semur flest lög-
in, syngur og útsetur. Kristinn
Júníusson syngur eigið lag á plöt-
unni en eitt lag plötunnar er frá
hljómsveitinni Velvet Undergro-
und. Upptaka fór að mestu fram
í Stúdíó Stöðin. Upptökustjórn var
í höndum Gunnars Bjama og Ól-
afs Halldórssonar upptökumanns.
Skífan ehf. sér um dreifingu.
• í TILEFNI af fimmtugsafmæli
Gylfa Ægissonar verða gefnir
út tveir gisladiskar með efni eftir
hann. Fyrst er
að telja diskinn
Gylfi Ægisson -
„20 bestu köst-
in“. Tuttugu
vinsælustu lögin
sem Gylfi hefur
sungið á ferli
sínum. En á hon-
um eru: Minning
um mann, Helg-
arfrí, íslensku
sjómennirnir, Vertu sæll herra
Bakkus og fleiri lög samin og flutt
af Gylfa. Disknum fylgir 20 síðna
bæklingur með umsögn um lista-
manninn, myndum og öllum text-
um á disknum.
Um leið og tuttugu vinsælustu
lög Gylfa koma út kemur út ann-
ar diskur með verkum hans:
„Ævintýri“. Þar er að finna
barnaævintýrin, Stígvélaði kött-
urinn, Kiðlingarnir sjö og Eldfær-
in eins og Gylfi samdi þau.
Meðal þeirra sem leika og
syngja í þessum ævintýrum em
Gylfi sjálfur, Páll Óskar Hjálmtýs-
son, Hemmi Gunn, Laddi og Júlíus
Brjánsson. Disknum fylgir bækl-
ingur með öllum textunum í söng-
leikjunum þremur.
Útgefandi er Geimsteinsútgáf-
an íKeflavík.
• „ TIL hamingju með fallið “
heitir nýútkomin plata með Meg-
asi. Hún inniheldur 15 ný lög og
texta. Um stjórn upptöku sá Pjet-
ur Stefáns, en platan var tekin
upp í Geimsteini og Gný af þeim
Rúnari Júlíussyni, Pjetri Stefáns,
Sigurði Bjólu (sem hljóðblandaði
síðan plötuna) og Jens Hanssyni.
Útgefandi Falleg, PO box 1642
-121 Rvk. Japis sér um dreifingu.
• ANNA Halldórsdóttir er ung
stúlka ættuð frá Akranesi og
sendir nú frá sér sína fyrstu plötu
sem ber nafnið „ Villtir morgn-
ar“. Anna syng-
ur sjálf, semur
lög og texta og
spilar auk þess á
píanó. Við undir-
leik nýtur Anna
aðstoðar margra
tónlistarmanna,
en upptöku-
stjórn var í
höndum Orra
Harðarsonar og
Rafns Jónssonar. Upptökumenn
plötunnar vom þeir Tómas Tóm-
asson og Ken Thomas, Tómas sá
einnig um hljóðblöndum.
Útgefandi erAnna Halldórsdóttir.
Japis sér um dreifingu.
• „KEF“ er geislaplata með lög-
um eftir Jóhann Helgason tón-
listarmann úr Keflavik. Á „KEF“
flytur Jóhann tíu frumsamin lög
við texta breska tónlistarmanns-
ins Reg Meuross. „KEF“ er fjórða
sólóskífa Jóhanns. Áður hafa
komið út „Tass“ 1981, „Einn“
1983 og „Ástin“ 1985. Á „KEF“
nýtur Jóhann aðstoðar valin-
kunnra islenskra tónlistarmanna.
Jóhann hefur löngum starfað
sem annar helmingur dúettsins
„Magnús og Jóhann" með hléum
frá 1972, auk tímabundna dúetts-
ins „Þú og ég“ ásamt að hafa
starfað með hljómsveitunum
Change, Poker og Celsíus á átt-
unda áratugnum. Þá hefur Jóhann
samið fjöldann allan af lögum i
annarra flutningi í gegnum árin.
Útgefandi Hugverkaútgáfan.
Skífan sér um dreifingu. Verð
1.999 kr.
• „EINS oger...“ er ný geisla-
plata frá Stefáni Hilmarssyni.
Platan ber nafnið „Eins og er...“,
og er önnur einhetjaplata Stefáns.
Þijú ár era nú
liðin frá því að
Stefán sendi frá
sér sína fyrstu
plötu, „Líf“. Á
„Eins og er ...“
sækir Stefán
meðal annars
rhytmískan inn-
blástur í dans-
tónlist síðustu
missera og
blandar þeim saman við hans „me-
lódíska innri mann“, eins og hann
hefur orðað það í viðtölum.
Átta lög plötunnar em samin
af Stefáni, Mána Svavarssyni og
Friðriki Sturlusyni, en þeir annast
jafnframt hljóðfæraleik að mestu
leyti. Eitt er eftir Stefán og Sigurð
Gröndal og annað eftir Stefán og
Ástvald Traustason. Allir textar
em eftir Stefán. Aðrir listamenn
sem koma nokkuð við sögu á plöt-
unni em Jóel Pálsson saxófónleik-
ari, Veigar Margeirsson trompet-
leikari og Jóhann Hjörleifsson
trommuleikari. Upptökustjórn er i
höndum Stefáns, en um útsetning-
ar sáu þeir Stefán, Máni og Frið-
rik. Ljósmyndir á kápu tók Gunnar
Gunnarsson, förðun annaðist
Hanna Maja og grafísk hönnum
var í höndum Páls Ólafssonar.
Útgefandi er útgáfufyrirtæki
Stefáns, SouIHeimar. Sporhf. sér
um dreifingu.
• „Með stuð í hjarta “ er nýj asta
afurð Rúnars Júlíussonar. Við
lagasmíðar á þessum diski fær
Rúnar í lið með sér ýmsa af þekkt-
ustu lagahöfundum landsins, en
sjálfur sér hann að mestu um
textagerð.
13 lög er að finna á þessum
diski. Þau 12 fyrstu tilheyra þess-
ari útgáfu, en sú nýbreytni er hér
í hávegum höfð að 13. lagið er
sýnishom af næsta diski.
Útgefandi er Geimsteinn.
• TODMOBILE hefur tekið upp
þráðinn þar sem frá var horfið í
árslok 1993. Komin er út ný
Todmobile plata sem er framhald
geislaplötunnar Spillt sem kom út
fyrir jólin 1993.
Síðastliðið vor, þegar Þorvaldur
Bjami Þorvaldsson og Andrea
Gylfadóttir vom að hefja vinnslu
á nýrri plötu sinni, þótti rétt að
kalla gamla hópinn saman til að
vinna að gerð plötunnar. Þar á
meðal var Eyþór Amalds sem leik-
ur á selló í nokkmm lögum, en
þar sem aðalvettvangur hans er í
hljómsveitinni Bong verður hann
ekki fullgildur meðlimur að þessu
sinni. Eiður Amars (bassi), Kjart-
an Valdemarsson (hljómborð) og
Ólafur Hólm leika með á plötunni
ásamt ýmsu öðm tónlistarfólki.
Geislaplatan Perlur og svín inni-
heldur 10 ný lög eftir Þorvald
Bjama við ljóð Andreu.
Halldór Baldursson teiknaði for-
síðumynd geislaplötunnar Perlur
og svín, en Halldór átti einnig
heiðurinn af umslagi síðustu plötu
Todmobile, Spillt. Sjöundi himinn
sá um útlitshönnun.
Útgefandi er Spor hf. með
Todmobile ogannast dreifingu.
Offsetþjónustan annaðisl filmu-
vinnslu og Sony DADC framleiddi
geislaplötur og bæklinga. Leið-
beinandi verð er 1.999 kr.
Gylfi
Ægisson
Stefán
Hilmarsson
Af Njálsgötunni í töfraheima
Vigdís
Grímsdóttir
Einar Þ.
Ásgeirsson
Einar
Björgvinsson
Gísli J.
Ástþórsson