Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 69
J i I I I I i I MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 69 FRUMSÝNING: HETJUDÁÐ DENZEL mfg WASHINGTON RYAN | sim;55T9000 SAKLAUS FEGURÐ ,A-AAA • •* Taka 2 Á.Þ. Dagsljós C0URAGE UNDER FIRE HETJUDÁÐ Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.15. H Cjii>ynttfi j| Taítrovj Sýndkl.4.30, 6.45, 9 og 11.15. 3 Dramatísk, vönduð og spennandi stórmynd sem tekur á viðkvæmum málum sem snúast um réttlæti, sannleika og heiður. Denzel Washington og Meg Ryan eru frábær í krefjandi hlutverkum sinum og má búast við Óskarstilnefningum næsta vor fyrir frammistöðu þeirra i þessari ógleymanlegu mynd. Aðalhlutverk: Denzel Washington, Meg Ryan og Lou Diamond Phillips. Leikstjóri: Edward Zwick (Glory, Legends of the Fall) Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.10. b.í. uára. atafellan Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.10. B. i. 14 ára. TbFWfe' GENE HACKMAN HUGH GRANT Arnold Schwarzenegger jyywroe..... ana prinsessa Mögnuð tónlist og metnaðarfull TONIIST Geisladiskur UNGIR MENN A UPPLEIÐ Geislaplata Ríó, sem eru: Ágúst AtJa- son, Helgi Pétursson og Ólafiir Þórð- arson. Lög: Gunnar Þórðarson. Text- ar: Jónas Friðrik Guðnason. Hljód- færaleikarar: Eyþór Gunnarsson, hljómborð, píanó og harmonikka. Gunnlaugur Briem trommur og slag- verk. Þórður Guðmundsson bassi. Jon Kjell forri tmi. Óskar Guðjónsson saxófónn. Gunnar Þórðarson gítarar, hljómborð og fleira. Að auki (rskir bjjómlistarmenn á ýmis bjjóðfæri. Meðsðngvarar eru: Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Erna Þórarinsdóttir, Gunnar Benediktsson, Gísli Magnason, Edda Borg og Jónas Friðrik. Allar útsetn- ingar, hljómsveitar- og upptöku- stjórn: Gunnar Þórðarson. Hljóð- menn: Tómas M. Tómasson og Alan Whelan. HJjóðblöndun: Tómas M. Tómasson. Spor gefur ú(. 40:05 min. ÞÓTT þeir Ríó-menn séu ef til vill komnir af léttasta skeiði á ald- Ursskala skemmtikrafta sýna þeir á nýrri plötu sinni, Ungir menn á uppleið, að það er enn kraftur í kórlum og tónlistarlega virðast þeir vissulega vera á uppleið. Líklega er það þó fyrst og fremst mögnuð og metnaðarfull tónlist Gunnars Þórð- arsonar á þessari plötu sem á mest- an þátt í að vekja þessi hughrif, en ég verð þó að segja að mér er til efs að þeir Ágúst, Helgi og Ólafur nafi { annan tíma sungið betur inn » hljómplötu. Hins vegar er viðbúið að mörgum gömlum aðdáendum Ríó bfegði í brún og jafnvel fitji upp á trýnið. Tónlistin er vissulega tor- meltari og þyngri en menn eiga að venjast frá þeim Ríó-piltum. Hér er ekkert „ba jabb ba ba ba bæ" og engum „karli sagt að fara til fjand- ans" í góðlátlegu gríni. Að þessu 'eyti er skih'anleg afstaða gamals skólabróður okkar Helga Pé og RÍÓ-FLOKKURINN: Ágúst Atlason, Gunnar Þórðarson, Jónas Fríðrik, Ólafur Þórðarson og Helgi Pétursson. aðdaanda Ríó til margra ára, sem lýsti því yfir við mig að þetta væri „hundleiðinlegur andskoti". Við fyrstu hlustun bregður manni óneitanlega dálítið, því einhvern veginn átti maður ekki von á svona tónlist frá RÍ6. Menn eru oft svo fastir í viðjum vanans að það tekur ákveðinn tíma að venjast breyting- um og sætta sig við þær. Það tók mig hins vegar ekki langan tíma að sætta mig við Ríó í þessum ham því Gunnar Þórðarson fer hér á flug í tónlistarsköpun sinni að mfnu mati og hinir fylgja honum eftir. Textar Jónasar Friðriks hljóma líka sannfærandi, eins og hans var von og vísa, og reyndar man ég ekki eftir slæmum texta frá honum. Svo einfalt er það nú. Og það er greini- legt að þeir félagar í Ríó-tríóinu hafa gengið í þetta verkefni með metnað og áræði í brjósti, sjálfsagt hvattir áfram og undir handleiðslu „maestro" Gunnars Þórðarsonar. Það er vissulega ánægjulegt að skynja afrakstur slíkra vinnu- bragða, þar sem svo virðist sem allir hafi lagt sig fram um að gera sitt besta. Platan byrjar á laginu Hringdans sem er í ætt við gömlu danskvæðin og raunar eru sum laganna undir áhrif- um frá íslenskum og írskum þjóðlögum svo sem A eyjunni grænu og Þegar hjartað segir frá. Eitt laganna, Það held ég nú, má flokka undir léttmeti þar sem örlar dálítið á gamla Ríó-gríninu í textanum, en lagið sjálft samið í eins konar „Geirmundar- sveiflu". Lagið Þarna kemur þú er líka í fremur léttum dúr, eins og gamall hálf-djassaður „standard". Á Ieiðinni til þín er hins vegar í suðrænum „bossa-nova" takti og það lag plötunnar sem höfð- ar einna mest til mín, ásamt lokalag- inu Sofðu barn mitt, sem er vöggu- vísa og án efa eitt besta lag sem Gunnar hefur samið nú í seinni tíð. Sönglína Sigrúnar Hjálmtýsdóttur setur sterkan svip á lagið sem og magnaður undirleikur, en hljóð- færaleikur á plötunni í heild er afar vandaður, sem og öll vinnsla varð- andi hljóm og hljóðblöndun. Ríó-menn, og þó einkum Gunnar Þórðarson, geta vissulega verið ánægðir með sinn hlut á þessari plötu, þótt gamalgrónir aðdáendur þeirra séu það kannski ekki. En það kemur dagur eftir þennan dag og líklega væri ráð hjá Ríó að hafa næstu plötu í léttari kantinum, þó ekki væri nema til að friða þá aðdá- endur sína, sem nenna ekki að leggja það á sig að skilja hvað þeir eru að fara með „Ungum mönnum á uppleið". Sveinn Guðjónsson verða með magnaðan mambódansleik í Súlnasal á föstudagskvöld. Snillingurinn Raggi Bjarna verður ekki langt undan og notar því tækifærið til að heilsa upp á gesti og taka lagið. Grípið tækifærið og skemmtið ykkur í svífandi suðrænni sveiflu í Súlnasal. -þín sagal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.