Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Silli LEIKENDUM og leikstjóra var vel fagnað í frumsýningarlok, en frumsýning var 22. nóvember. Á myndinni eru: Herdís Birgisdóttir, Sigurður Illugason, Ingimundur Jónsson, Oddur Bjarni Þorkelsson, Guðrún Alfreðsdóttir og Svavar Jónsson. Lífslygi Willy Lomans LEIKUST Leikfclag Húsavíkur SÖLUMAÐURDEYR Leikrit eftir Arthur Miller. íslen.sk þýðing: Jónas Kristjánsson. Leikarar: Ingimundur Jónsson, Herdís Birgisdóttir, Sigurður 111- ugason, Oddur Bjarni Þorkelsson, Vigfús Sigurðsson, Anna Björg Stefánsdóttir, Ingimar S. Hjálmars- son, Svavar Jónsson, Ari Páll Páls- son, Margrét Sverrisdóttir, Jón Guðlaugsson, Friðrika Baldvins- dóttir og Dóra Armannsdóttir. Leikstjóri: Guðrún Alfreðsdóttir. Leikmynd: Grétar Sigurðarson og Sigurður Hallmarsson. Ljósahönn- un: Guðrún Alfreðsdóttir og Jón Arnkelsson. Tónlist: Anton Fourn- ier. 26. nóvember. ÞAÐ mun vera liðin heil öld og tíu árum betur síðan Húsvíkingar settu upp fyrstu Ieiksýninguna, en leikfélag varformlega stofnað þar árið 1900. í dag telst Leikfélag Húsavíkur með öflugustu áhuga- leikfélögum og setur félagið upp metnaðarfullar sýningar á hverju ári; í ár ráðast Húsvíkingar svo sann- arlega ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Sölumaður deyr eftir bandaríska leikskáldið Arthur Miller er með þekktustu verkum nútíma- leikbókmennta og er verk sem gerir miklar kröfur til leikara vegna til- finningaþrungins innihalds síns og dramatískrar framvindu. Verkið fjallar um sölumanninn Willy Loman og hans heilögu sjálfsblekkingu. í samskiptum hans við syni sfna, eig- inkonu, kunningja og vinnuveit- anda, og í endurlitum til fortíðar, endurspeglast draumar og þrár Will- ys sem svo hróplega stangast á við það líf sem hann hefur lifað - en neitar þó að viðurkenna. í mögnuð- um texta flettir höfundur smátt og smátt hverri blekkingarhulunni af annarri utan af Willy, þar til hann stendur eftir rúinn sjálfsblekking- unni, og þar með sjálfsvirðingunni, og sér aðeins eina leið til lausnar; að fara í þá ferð sem enginn snýr til baka úr. Það er Ingimundur Jónsson sem fer með hið krefjandi hlutverk Willy Lomans og leysti hann þá þraut vel af hendi. Ingimundur er þrautreynd- ur leikari hjá Leikfélagi Húsavíkur og hefur leikið þar mörg hlutverk, stór og smá. Þetta hlýtur þó að vera með því erfiðasta sem hann hefur leikið, því hann er á sviðinu mest allan tímann og þarf að sýna allt litróf geðbrigða. Leikur Ingi- mundar var vandaður í alla staði og náði hann að skapa trúverðuga persónu og var framsögn hans sér- staklega góð (reyndar gildir það um flesta leikarana). Það eina sem skyggði á túlkun Ingimundar skrif- ast alfarið á leikstjóranns, en það var tímasetning, þ.e.a.s. hann hefði þurft að gefa sér meiri tíma fyrir textann - eða öllu heldur fyrir þögn- ina, hina mikilvægu þögn á milli setninga sem gefa orðunum aukið vægi og persónunni meiri dýpt. Þetta gildir sérstaklega um þá staði þar sem nútíð og fortíð renna saman í skynjun Willys - þar sem glittir í andlega hrörnun hans. Hér hefði leikstjórinn þurft að stýra betur og markvissara. Með hlutverk Lindu, eiginkonu Willys, fer annar reyndur leikari Húsvíkinga; Herdís Birgisdóttir, og sýndi hún vel hina bældu konu sem er ekkert nema gæðin og góð- mennskan en getur þó sagt sonum sínum til syndanna ef þeir gera á hlut föður síns. Synirnir eru leiknir af Sigurði Illugasyni og Oddi Bjarna Þorkelssyni og var samleikur þeirra fínn. Meira mæðir á Sigurði, sem fer með hlutverk Biffs, eldri sonar- Jlálamatur, gjafirog/fondur Uppskríftir, heimsóknir, jólasiðir, konfektgerð, föndur, pakkar og margt fleira er í 64 síðna blaðauka sem fylgir Morgunblaðinu nk. sunnudag, 1. desember. JfargtmHaftifr «_. * rr ¦ kjarni málsins! ins, sem hefur bognað undan óraunsæjum kröfum föður síns um frama og frægð. Samband Willys og Biffs er í raun þungamiðja verks- ins og aðalátök þess kristallast í átökum feðganna. Sigurður sýndi okkur ungan taugaveiklaðan mann sem þráir að fá að vera „venjulegur meðalmaður" og að vera elskaður og virtur af föður sínum sem slík- ur. Þetta er erfitt hlutverk og í byrj- un virkaði Sigurður sem hikandi, en náði sér vel á strik þegar leið á sýninguna og var lokauppgjör feðg- anna virkilega áhrifamikið atriði. Hlutverk Happys, yngri sonarins, gerir ekki kröfur til dramatísks leiks, eins og hlutverk eldri sonar- ins, en er engu að síður mikilvægt. Happy er, eins og nafnið bendir til, kampakátur ungur maður, kæru- Iaus og kvenhollur. Hann virðist í byrjun áhyggjulaus en þegar á líður sést að einnig hann ber skaða af uppeldi föður síns. Hann vill stöðugt geðjast honum, er alltaf að reyna að vinna þann sess sem honum hef- ur aldrei tekist að öðlast; að standa jafnfætis bróður sínum í drauma- heimi föðurins. Happy er í raun mun líkari föður sínum en Biff, reiðubú- inn að leika með í þeim blekkingar- leik sem faðirinn stjórnar, eins lengi og þess er krafist. Oddur Bjarni passaði vel inn í hlutverkið og sýndi góðan leik bæði á léttu nótunum svo og hinum erfiðari stundum. Níu leikarar fara með hinn smærri hlutverk í Sölumaður deyr og því miður er ekki hægt að fjalla um þá alla. Ingimar S. Hjálmarsson lék Charley, nágranna Loman-fjöl- skyldunnar. Hann sýndi okkur raunsæjan, dálítið þungbúinn mann, sem á erfitt með að skilja hinn óraunsæja, loftkennda Willy. Son hans lék Vigfús Sigurðsson á kóm- ísku nótunum og gerði það vel. Sva- var Jónsson var ábúðamikill Ben frændi og þar var goður „bræðra- svipur" með þeim Willy. Leikarar í aukahlutverkum stóðu sig vel og lítið upp á þá að klaga. Sviðsmynd er hönnuð af Sigurði Hallmarssyni og Grétari Sigurðar- syni og er henni haglega fyrirkomið í því litla rými sem Leikfélagið hef- ur yfir að ráða. Gráir litir eru ríkj- andi og er það í takt við þann gráa hversdagsleika sem Lomans-fjöl- skyldan býr við - hvað sem öllum draumum hennar líður. Vonandi nýta Norðlendingar sér þetta tækifæri til að sjá klassískt nútímaverk á sviði. Soffía Auður Birgisdóttir Söngva- safn Dómkirkj- unnar SÖNGVASAFNIÐ „Víst ertu, Jes- ús, kóngur klár" er gefið út í til- efni af tveggja alda afmæli Dóm- kirkjunnar í Reykjavík. í því er 21 sönglag. í kynningu segir m.a., að söng- heftið hafi að geyma einföld lög, sálma og mótettur eftir dómorgan- istana Pétur Guðjohnsen, Jóhann Helgason, Sigfús Einarsson, Pál ísólfsson, Ragnar Björnsson og Martein H. Friðriksson. Stærri tónverk hafi ekki rúmast í þessari bók og því miður tókst ekki að hafa upp á lagi eftir Brynjólf Þor- láksson sem gegndi starfi dómorg- anista á aárunum 1903-1912. Tónskáldin Hjálmar H. Ragn- arsson, Hróðmar I. Sigurbjörns- son, Jón Þórarinsson, Jónas Tóm- asson og Þorkell Sigurbjörnsson eiga öll heiður af verkum í safn- inu. Verkin voru ýmist samin fyrir Dómkirkjuna eða frumflutt þar. Söngvasafnið gefur sýnishorn af þeirri tónlist sem hljómað hefur í kirkjunni síðustu tvær aldir og fæst hjá kirkjuverði í Dómkirkj- unni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.