Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Silli
LEIKENDUM og leikstjóra var vel fagnað í frumsýningarlok, en frumsýning var 22. nóvember. A myndinni eru: Herdís Birgisdóttir,
Sigurður IÍlugason, Ingimundur Jónsson, Oddur Bjarni Þorkelsson, Guðrún Alfreðsdóttir og Svavar Jónsson.
Lífslygi Willy Lomans
LEIKUST
Lcikfclag ilúsavíkur
SÖLUMAÐUR DEYR
Leikrit eftir Arthur Miller. íslensk
þýðing: Jónas Kristjánsson.
Leikarar: Ingimundur Jónsson,
Herdís Birgisdóttir, Sigurður 111-
ugason, Oddur Bjarni Þorkelsson,
Vigfús Sigurðsson, Anna Björg
Stefánsdóttir, Ingimar S. Hjálmars-
son, Svavar Jónsson, Ari Páll Páls-
son, Margrét Sverrisdóttir, Jón
Guðlaugsson, Friðrika Baldvins-
dóttir og Dóra Ármannsdóttir.
Leikstjóri: Guðrún Alfreðsdóttir.
Leikmynd: Grétar Sigurðarson og
Sigurður Hallmarsson. Ljósahönn-
un: Guðrún Alfreðsdóttir og Jón
Arnkelsson. Tónlist: Anton Fourn-
ier. 26. nóvember.
ÞAÐ mun vera Iiðin heil öld og
tíu árum betur síðan Húsvíkingar
settu upp fyrstu leiksýninguna, en
leikfélag var formlega stofnað þar
árið 1900. í dag telst Leikfélag
Húsavíkur með öflugustu áhuga-
ieikfélögum og setur félagið upp
metnaðarfullar sýningar á hveiju
ári.
í ár ráðast Húsvíkingar svo sann-
arlega ekki á garðinn þar sem hann
er lægstur. Sölumaður deyr eftir
bandaríska leikskáldið Arthur Miller
er með þekktustu verkum nútíma-
leikbókmennta og er verk sem gerir
miklar kröfur til leikara vegna til-
fínningaþrungins innihalds síns og
dramatískrar framvindu. Verkið
fjallar um sölumanninn Willy Loman
og hans heilögu sjálfsblekkingu. I
samskiptum hans við syni sína, eig-
inkonu, kunningja og vinnuveit-
anda, og í endurlitum tii fortíðar,
endurspeglast draumar og þrár Will-
ys sem svo hróplega stangast á við
það líf sem hann hefur lifað - en
neitar þó að viðurkenna. í mögnuð-
um texta flettir höfundur smátt og
smátt hverri blekkingarhulunni af
annarri utan af Willy, þar til hann
stendur eftir rúinn sjálfsblekking-
unni, og þar með sjálfsvirðingunni,
og sér aðeins eina leið til lausnar;
að fara í þá ferð sem enginn snýr
til baka úr.
Það er Ingimundur Jónsson sem
fer með hið krefjandi hlutverk Willy
Lomans og leysti hann þá þraut vel
af hendi. Ingimundur er þrautreynd-
ur leikari hjá Leikfélagi Húsavikur
og hefur leikið þar mörg hlutverk,
stór og smá. Þetta hlýtur þó að
vera með því erfiðasta sem hann
hefur leikið, því hann er á sviðinu
mest allan tímann og þarf að sýna
alit litróf geðbrigða. Leikur Ingi-
mundar var vandaður í alla staði
og náði hann að skapa trúverðuga
persónu og var framsögn hans sér-
staklega góð (reyndar gildir það um
flesta leikarana). Það eina sem
skyggði á túlkun Ingimundar skrif-
ast alfarið á leikstjóranns, en það
var tímasetning, þ.e.a.s. hann hefði
þurft að gefa sér meiri tíma fyrir
textann - eða öllu heldur fyrir þögn-
ina, hina mikilvægu þögn á milli
setninga sem gefa orðunum aukið
vægi og persónunni meiri dýpt.
Þetta gildir sérstaklega um þá staði
þar sem nútíð og fortíð renna saman
í skynjun Willys - þar sem glittir í
andlega hrörnun hans. Hér hefði
leikstjórinn þurft að stýra betur og
markvissara.
Með hlutverk Lindu, eiginkonu
Willys, fer annar reyndur leikari
Húsvíkinga; Herdís Birgisdóttir, og
sýndi hún vel hina bældu konu sem
er ekkert nema gæðin og góð-
mennskan en getur þó sagt sonum
sínum tii syndanna ef þeir gera á
hlut föður síns. Synirnir eru leiknir
af Sigurði Illugasyni og Oddi Bjarna
Þorkelssyni og var samleikur þeirra
fínn. Meira mæðir á Sigurði, sem
fer með hlutverk Biffs, eldri sonar-
Jálamatur,
gjafir ogyfimdur
Uppskriftir, heimsóknir,
jólasiðir; konfektgerð,
föndur, pakkar og margt fleira
er í 64 stðna blaðauka
sem fylgir Morgunblaðinu
nk. sunnudag, 1. desember.
- kjarni málsins!
ins, sem hefur bognað undan
óraunsæjum kröfum föður síns um
frama og frægð. Samband Willys
og Biffs er í raun þungamiðja verks-
ins og aðalátök þess kristallast í
átökum feðganna. Sigurður sýndi
okkur ungan taugaveiklaðan mann
sem þráir að fá að vera „venjulegur
meðalmaður" og að vera eískaður
og virtur af föður sínum sem slík-
ur. Þetta er erfitt hlutverk og í byrj-
un virkaði Sigurður sem hikandi,
en náði sér vel á strik þegar leið á
sýninguna og var lokauppgjör feðg-
anna virkilega áhrifamikið atriði.
Hlutverk Happys, yngri sonarins,
gerir ekki kröfur til dramatísks
leiks, eins og hlutverk eldri sonar-
ins, en er engu að síður mikilvægt.
Happy er, eins og nafnið bendir til,
kampakátur ungur maður, kæru-
laus og kvenhollur. Hann virðist í
byijun áhyggjulaus en þegar á líður
sést að einnig hann ber skaða af
uppeldi föður síns. Hann vill stöðugt
geðjast honum, er alltaf að reyna
að vinna þann sess sem honum hef-
ur aldrei tekist að öðlast; að standa
jafnfætis bróður sínum í drauma-
heimi föðurins. Happy er í raun mun
líkari föður sínum en Biff, reiðubú-
inn að leika með í þeim blekkingar-
leik sem faðirinn stjórnar, eins lengi
og þess er krafist. Oddur Bjarni
passaði vel inn í hlutverkið og sýndi
góðan leik bæði á léttu nótunum svo
og hinum erfiðari stundum.
Níu leikarar fara með hinn
smærri hlutverk í Sölumaður deyr
og því miður er ekki hægt að ijalla
um þá alla. Ingimar S. Hjálmarsson
lék Charley, nágranna Loman-flöl-
skyldunnar. Hann sýndi okkur
raunsæjan, dálítið þungbúinn mann,
sem á erfitt með að skilja hinn
óraunsæja, loftkennda Willy. Son
hans lék Vigfús Sigurðsson á kóm-
ísku nótunum og gerði það vel. Sva-
var Jónsson var ábúðamikill Ben
frændi og þar var goður „bræðra-
svipur" með þeim Willy.
Leikarar í aukahlutverkum stóðu
sig vel og lítið upp á þá að klaga.
Sviðsmynd er hönnuð af Sigurði
Hallmarssyni og Grétari Sigurðar-
syni og er henni haglega fyrirkomið
í því litla rými sem Leikfélagið hef-
ur yfir að ráða. Gráir litir eru ríkj-
andi og er það í takt við þann gráa
hversdagsleika sem Lomans-fjöl-
skyldan býr við - hvað sem öllum
draumum hennar líður.
Vonandi nýta Norðlendingar sér
þetta tækifæri til að sjá klassískt
nútímaverk á sviði.
Soffía Auður Birgisdóttir
Söngva-
safn
Dómkirkj-
unnar
SÖNGVASAFNIÐ „Víst ertu, Jes-
ús, kóngur klár“ er gefið út í til-
efni af tveggja alda afmæli Dóm-
kirkjunnar í Reykjavík. í því er
21 sönglag.
í kynningu segir m.a., að söng-
heftið hafi að geyma einföld lög,
sálma og mótettur eftir dómorgan-
istana Pétur Guðjohnsen, Jóhann
Helgason, Sigfús Einarsson, Pál
ísólfsson, Ragnar Björnsson og
Martein H. Friðriksson. Stærri
tónverk hafi ekki rúmast í þessari
bók og því miður tókst ekki að
hafa upp á lagi eftir Brynjólf Þor-
láksson sem gegndi starfi dómorg-
anista á aárunum 1903-1912.
Tónskáldin Hjálmar H. Ragn-
arsson, Hróðmar I. Sigurbjörns-
son, Jón Þórarinsson, Jónas Tóm-
asson og Þorkell Sigurbjömsson
eiga öll heiður af verkum í safn-
inu. Verkin voru ýmist samin fyrir
Dómkirkjuna eða frumflutt þar.
Söngvasafnið gefur sýnishorn
af þeirri tónlist sem hljómað hefur
í kirkjunni síðustu tvær aldir og
fæst hjá kirkjuverði í Dómkirkj-
unni.
>
I
í
>
I
I
r
\
i
I
I