Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Einstaklingar og hópar: Gleðjist áASKl f'yrir þessi jól! Létt andrúmsloft, Ijúffengir réttir og sajaríkar | Allt gott í mat og drykk. - Þetta er málið í \ | Áhersla á Ijújfengan og vel samsettan mats váíið: SÍLDARPIATTI, 3 Suöurlandsbraut 4 STARFSMANNAHOPAR KLÚBBAR OG KLÍKUR VINIR OG VANDAMENN IIREINDÝRAPATÉ sœlkerans með Waldorfsalati ogí hláberjahlaupi. Aðalréttur, stórsteikur að eigin vali: Ofnsteikt kalkúnabringa KENTUCKY TURKEY, l. jlokks amertskur kalkúnn með salvíabyddaðri pecanhnetufyllingu, heimalagaðri : trönuberjasultu, sherrybœttri rjómasósu og sœtum kártöflum. eða Ijújfeng PÖRUSTEIK, svínaflesk með rauðkáli, Dijonsinnepssósu og sykurbrúnuðum kartöflum. eða Glóðarsteikt grœnpiparmarinerað NAUTAFILÉ, safaríkt og mjúkt, I j ' ekta Bernaisesósu, ofnbökuðum kartöflum, spergilkáli ogfylltri papriku. Eftirréttur: RIS A'IA MANDE með rjómakaramellusósu eða súkkulaðihjúpuð PIPARMINTUOSTATERTA, j ,,AjtérEighi‘‘ með kirsuberjáspsú\ \ Þessi glœsilegi matseðill fyrir aðeins 1.860/- rhéð OSKASTAÐURINN FYRIR JOLIN AÐSENDAR GREINAR Hugsun kvenna - söguleg vitund og raunveruleikinn Á FUNDI um kvenímyndina í fjölmiðlum, haldinn í Norræna hús- inu hinn 1. nóvember, sem Kvenna- listinn boðaði til, sat Elín Hirst frá- farandi fréttastjóri Stöðvar tvö m.a. við pallborð og gerðust þar mörg tíðindi því umræðuefnið var eldfimt og tendraði viðbrögð í allar áttir. Fjölmiðlafræðingur og kvik- myndafræðingur, Aslaug Dóra og Anna, voru frummælendur og út- skýrðu hvernig ímynd kvenna sjáist í rannsóknum þeirra mestmegnis sem væri hún „passívt" viðfang eða hlutur í draumaveröld karla þar sem þeir ráða allri virkni. Þegar Elín talaði kvað við allt annan tón — hún skildi ekki út á hvað Kvennalistinn gengi — þær töluðu hvort sem er alveg eins og karlarnir á þinginu um ESB álver og virkjanir — þær væru þar á þing- inu sem karlkonur. En eitt væri gott við þær — þær hugsuðu þó um útlitið — útlit — því aðalatriðið væri að líta vel út, þar gæti hún hrósað þeim kynsystrum sínum. Því hver sá sem ætlaði að fara að bjóða sig fram í stofunni sinni skyldi þurfa að líta vel út. Hér var hún að segja að myndin sé mikil- vægari en hugsunin sem verið er að koma á framfæri. Hvað eru þá kvikmyndir og auglýsingar sem nota kvenímyndina afskræmda sem hlut og hvernig er skiiningur þeirra sem stjórna slíku mati á samfélag- inu til komin — búum við í karileg- um draumi? Hér blasir við „schizo- phrenískt" samfélag. Þetta er eins og við séum komin aftur til 1400 eða 1500 þegar almenningur var ekki læs og horfði andaktugur á altaristöflur á meðan predikað var yfir honum á latínu — að myndin — hver sem hefði klastrað henni svo til að græða á því — sé mikil- vægari en hugsun þess sem mynd- in er af, sem er raunveruleikinn. Fyrir mér var hún með þessu að undirstrika það sem norsk kona sagði fyrir 150-200 árum, að erfitt væri að vera kvenkyns — þess kyns sem helzt átti að þegja og ekki láta í ljósi hugsun sína (Frá búðum hinna þöglu) og hvað átti maður þá að gera við hana? Og hvernig að orða hana. Sú kona hefur prýtt norska hundraðkrónuseðilinn meg- inhluta þessarar aldar. Skyldi mynd íslenzkra kvenna á þessari öld hafa veruð höfð í viðlíka heiðri? Hva með þeirra hugsun? Hver vakir yfur sögu þeirrar hugsunar? Karlar á Alþingi íslendinga hafa látið sér um munn fara að þeir skilji ekki um hvað kvennalistakon- ur séu að tala. Það er auðvitað þeirra vandi og okkar samfélags. Samt er það staðreynd hvort sem okkur líkar það betur eða verr og þó við séum þeim ekki alltaf sam- mála, að tilvist Kvennalistans á Alþingi íslendinga hefir breytt miklu í hugsun, ásjónu og málflutn- ingi stjórnmálanna í íslenzku sam- félagi. Það er eðlilegt því hugsun og rödd kvenna og sýn þeirra á heiminn og reynzla er oft önnur en karla og því brýnt að hún fái að vera jafn heyrileg og karla og sé ekki niðurþögguð. Ekki verður aftur snúið með þá umræðu sem þær hafa haft frammi til að vekja fólk til vitundar um vandamál samfélagsins og leiðir til að takast á við þau til manneskjulegra lífs. Elín hlýtur að vita að kvennabar- átta hófst fyrir meira en 200 árum um leið og mannréttindabaráttan og áreiðanlega einnig hér á landi. Varla hefir fréttastjórinn bara dott- ið svona inn í íslenzka nútímasam- félagið án nokkurs sambands við það og vitundar um fortíð þess. Það er þessi skortur hennar á sögulegri vitund. Mér finnst ég hafí lifað tímana tvenna, en á fund- inum var talað eins og aðeins nú- tíminn gilti, að konur hefðu ekki farið út á vinnumarkaðinn fyrr enn á áttunda áratugnum. Rugl. Þær hafa unnið alla öldina. Mæður okk- ar og formæður höfðu eða voru húshjálp sem var heil stétt, en unnu einnig við hin margvíslegustu störf frá fisk- og verkamannavinnu til sauma og verzlunarstarfa. Við, hins vegar, mín kynslóð, ef við höfðum aðeins lokið kvennaskóla- námi en ekki menntaskóla, urðum Ætti ekki ímynd kon- unnar í fjölmiðlum, spyr Jóhanna Guðmunds- dóttir, að vera í sátt við hugsun hennar. að hætta að vinna og vera heima í mörg ár, skilaboð samfélagsins voru þau að ef þú vilt eignast börn skaltu vera heima og hugsa um þau, sem við og gerðum — hættum að vinna og vorum heima í mörg ár. Dagheimilisvist gafst þá ekki fyrir börn giftra kvenna. Það er alvarlegt mál þegar fréttastjóri á sjónvarpsstöð hefir ekki sögulega vitund um hugsun kvenna í sínu samfélagi. Það er oftar talað við karla en konur, því þeir eru í topp- stöðunum. Seinna, 1972, kom svo til fyrirbærið öldungadeild sem gaf fólki kost á að hlú að sinni andlegu orku ef það gat fengið til þess tíma og bætti það úr einhverjum vanda. Ekki bara eins og hún segir, heldur eins og okkur finnst, ætti helming- ur opinberra embættismanna að vera konur — þær eru helmingur samfélagsins — og ættu einnig að vera helmingur ríkisstjórnarinnar. Og ekki bara eins og hún segir eiga konur að einbeita sér að því að líta vel út, heldur eiga þær og þurfa þær að hugsa, rétt eins og karlmenn, um hvort hagkvæmt sé að byggja álver, bora gegnum fjöll, hvernig hagvöxtur þjónar okkur bezt, hvernig við getum bezt búið og lifað af saman í þessu stóra hrikalega landi, langt úti í Norður- höfum þar sem heija náttúruham- farir og veðurstríð í stað annars konar stríða. Hugsunar kvenna er þörf til að hafa vit á að viðhalda og græða upp en ekki eyðileggja gróðurfar landsins og hvernig skal viðhalda og byggja upp fiskistofn- ana í hafinu í stað þess að rústa þá og ofnýta og hvernig við megum bezt varðveita okkar dýrmæta tungumál, íslenzkuna. Konur eru hvorki þrælar, madonnur né niður- þaggaðar tilbúnar glansmyndir til að setja á stall, ekki bara til áhorfs og umsagnar sem hlutur. Þær eru viti bornar hugsandi verur, mann- eskjur, og þeirra hugsun þarf líka að heyrast og vera kunn alveg eins og hugsun karla. Það er ekki bara mynd konunnar heldur hugsun hennar sem er raun- veruleikinn og sagan. „Ég hugsa, þannig veit ég að ég er til.“ Könn- umst við nokkuð við orð hins fræga hugsuðar? Ætti ekki ímynd kon- unnar í fjölmiðlum að vera eitthvað í sátt við hugsun hennar. Hver hefir vakað yfir sögunni um hugsun íslenzkra kvenna? Ef við spyijum um hugsun Bríetar Bjarnhéðins- dóttur? Er sú minning nokkuð hlut- gerð? Hvað heitir götuvaltarinn á Árbæjarsafni — tæki sem karlmenn stjórna? Er það nokkuð gróft dæmi um söguvitund hins íslenzka karl- rembusamfélags? Höfundur er frnmhaldsskólakennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.