Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ROBERTS. DORSEY + Robert S. Dors- ey, lög^naður og fyrrverandi ofursti í bandaríska flug- hernum, var fædd- ur í Little River í Kansas 13. maí 1916. Hann andað- ist í Norfolk í Bandarikjunum 18. mars síðastliðinn. R.S. Dorsey var for- ingi í flugher Bandaríkjanna í 22 ár og lauk herþjón- ustu árið 1964. Hann gerðist þá meðeigandi í Iögfræðifyrirtæk- inu Hofheimer, Nusbaum and McPhaul í Norfolk, og stundaði lögfræðistörf þar til ársins 1988. Hann starfaði í varnarliði Bandaríkjanna á Islandi árin 1952-1953, fyrst sem forstöðu- maður lögfræðideildar varnar- liðsins og síðar sem yfirmaður flugrekstrar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Útför hans fór fram í Arling- ton í Virginíufylki 4. apríl síð- astliðinn. Lífið hefir sitt upphaf og lyktir, án ákveðinna tímamarka. Það er lífshlaupsins lögmál. Mér komu þessi orð í hug, þegar ég frétti um lát míns einlæga vinar og félaga um áratugaskeið, Roberts Sears Dorsey, lögmanns og fyrrum of- ursta í bandaríska flughemum, en hann lést í Norfolk, Bandaríkjunum, þann 18. mars sl. Bob Dorsey, en því fyrra nafni var hann jafnan kallaður, fæddist í Little River í Kansasfylki þann 13. maí 1916. Á heimili hans var tónlist iðkuð og höfð í hávegum og var það einlægur vilji móður Bobs að hann legði fyrir sig tónlistamám og lærði hann að leika á fiðlu, en einkasystir hans, Betty, lagði stund á píanónám. Svo fór þó að Bob lagði fiðluna á hilluna og hneigðist hugur hans snemma að flugi og flugvélum, og hóf hann starf hjá föður sínum, sem tengt var flugrekstri og afgreiðslu og þjónustu við flugvélar. Lauk hann flugprófi, en innritaðist síðan í flug- skóla flugdeildar bandaríska hersins (US Army Air Corps) í Kalifomíu og útskrifaðist þaðan með liðsfor- ingjatign árið 1942. Sama ár hélt hann til Evrópu til þátttöku í stríð- inu. Bandaríkjamenn sendu heilar flugsveitir til Evrópu, og það varð hlutskipti hans að feijufljúga herflugvél af gerðinni B-26 yfir Atlantshafið og sam- kvæmt flugáætlun var ísland millilendingar- staður á leiðinni til Englands. Áður en hann náði landi á ís- landi, fór annar hreyf- illinn út, en með lagni sinni og kunnáttu við erfið skilyrði tókst hon- um að lenda farkosti sínum farsællega á Reykjavíkurfiug- velli. Varð það fyrsta heimsókn Bobs til íslands. Að aflokinni viðgerð á flugvélinni í flughæft ástand, hélt Bob áfram ferð sinni til Englands, þar sem flugsveit hans var fyrst um sinn staðsett í þeim stríðsátökum, sem fram undan voru. Flugsveit Bobs (The 319th Bomb Group) var síðan flutt til vígstöðvanna í Norður-Afr- íku, þar sem Bandamenn áttu í höggi við hersveitir þýska hershöfð- ingjans Rommels. Þar hófust mannskæðar og heiftarlegar orr- ustur sem Bob tók þátt í, og svo fór, að í einni árásarferð flugsveitar Bobs, hæfði kúla óvinarins flugvél hans, hann hlaut skotsár og flugvél hans hrapaði í Miðjarðarhafið, þar sem honum og áhöfn hans var bjargað við illan leik. Bob var flutt- ur á sjúkrahús fyrst í Englandi og síðar í Bandaríkjunum. Þar með lauk hlutverki Bobs í hildarleik stríðsins, en hann náði sér að fullu af þeim skotsárum, er stríðsmenn Rommels höfðu valdið honum. Bob hélt áfram störfum sínum hjá hemum, en eftir stríðið gekk í gildi í Bandaríkjunum sérstök lög- gjöf (GI-Bill of Rights) sem hafði að geyma ákvæði um beint framlag hins opinbera á greiðslu námskostn- aðar til ástundunar æðra náms við háskóla í Bandaríkjunum fyrir her- menn landsins, sem tekið höfðu þátt í stríðinu og áhuga hefðu fyrir slíku námi. Bob notfærði sér þessi réttindi og innritaðist í laganám við lagadeild háskólans í Virginíu (Uni- versity of Virgina Law School). Lauk hann þaðan laganámi með glæsibrag. Meðal bekkjarfélaga Bobs í skólanum var Robert heitinn Kennedy, sem síðar varð dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna. Að námi A GOÐU VERÐI loknu hélt hann áfram störfum hjá bandaríska hemum, eða nánar til- tekið hjá bandaríska flughemum, sem varð sjálfstæð stofnun í her- afla Bandaríkjanna árið 1947, en fram að þeim tíma hafði flugherinn verið sérstök deild innan landhers- ins. Árið 1949 var vamarbandalag vestrænna ríkja, NATO, stofnað að frumkvæði Bandaríkjanna, með þátttöku fjölmargra annarra vest- rænna lýðræðisríkja, þar með talið Ísland, eins og kunnugt er. Á grundvelli NATO-vamarbandalags- samningsins var síðan gerður varn- arsamningur árið 1951, milli ís- lands og Bandaríkjanna, sem fól í sér dvöl bandarísks herliðs til varn- ar landinu á vegum NATO og í samræmi við stefnu bandalagsins um vamir á Norður-Atlantshafs- svæðinu. Fyrstu árin eftir gerð vamarsamningsins eða frá 1952- 1961 var yfirstjóm vamarmálanna á íslandi á vegum bandaríska flug- hersins, og það varð til þess að Bob Dorsey var kallaður til að sinna skyldustörfum á íslandi á vegum NÁTO-vamarliðs _ Bandaríkja- manna. Kom hann til íslands í sína aðra heimsókn rétt fyrir mitt ár 1952 og dvaldi hér í tæpt eitt og hálft ár. Bob varð yfírmaður lög- fræðideildar varnarliðsins, og þar bar fundum okkar fyrst saman, en ég hafði þá um nokkurn tíma starf- að þar við verkefni, er tengdust samskiptum varnarliðsins við ís- lensk stjómvöld og stofnanir á grundvelli ákvæða í vamarsamn- ingnum milli landanna. Það urðu mikil og snögg umskipti þegar Bob tók við forstöðu skrifstofunnar. Fyrirrennari hans hafði verið frekar atkvæðalítill og fáskiptinn og af- köstin eftir því. Bob var annarrar persónugerðar. Stjómsemi, agi og skipulagshæfíleikar voru hans að- alsmerki, framkoma og allt dagfar endurspeglaði lífsstíl, sem var mót- aður sjálfsaga og frábærri leikni og þjálfun í umgengni og samskipt- um við menn og málefni. Hann krufði öll mál, sem komu til hans kasta til mergjar af gerhygli og eðlislægri rökhyggju, kunni skil á að greina á milli aukaatriða og aðalatriða til að komast að kjarna hvers máls. Við lausn viðfangsefna, sem komu til umfjöllunar og ákvörðunar, var undanfari þeirra það verklag hans að leggja fram hnitmiðaðar og stuttorðar spum- ingar við aðstoðarmenn sína og starfsbræður, og hlusta á svör þeirra og viðbrögð. Niðurstöður úrlausnarefnisins byggði hann svo á því hvað fram hefði komið, dró sínar ályktanir af því og tók svo sína ákvörðun. Hann útskýrði þetta verklag sitt með því að segja, að í samskiptum og til ákvarðanatöku almennt er lykilatriði að hafa djörfung og dáð til framsetningar spurninga, og nema listina að hlusta. Bandaríska vamarliðið á íslandi var háð ís- lenskri lögsögu skv. ákvæðum vam- arsamningsins, og þar af leiðandi lék honum hugur á að fræðast um: meginreglur íslenskra laga, og þá' aðallega á sviði refsi- og skaðabóta- réttar. Hann bar þær síðan, eftir því sem við átti, saman við banda- rísk lög, og sagði að alit skýrðist. við samanburð. Vom það hans ein- kunnarorð, sem hann gjaman vitn- aði til. Það varð mér mjög lærdóms- ríkt að eiga þess kost að vinna undir stjórn Bobs, fræðast og læra af honum. Mætti líkja því við fram- haldsnám, og reyndist það mér dijúgt veganesti á lögmannsferli mínum síðar. Bob veitti lagadeild vamarliðsins forstöðu í nokkra mánuði, en var fluttur til í starfi vegna reglugerða- breytinga hjá flughemum um stöðu flugréttinda. Hann vildi ekki gefa þau eftir, og kaus að viðhalda þeim. Við þessi starfsskipti tók hann við yfirstjóm alls flugreksturs varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli. í starfi sínu flaug hann reglulega Douglas ’ Dakota (DC-3) flugvélum hersins á íslandi, og kannaði og lenti flugvél sinni á öllum flugvöllum landsins þar sem lendingarhæft var fyrir þessa gerð flugvéla. Hann varð við þessi starfsskipti virkari í beinum stjórnunar- og rekstrarstörfum í viðræðunefnd um stjóm stöðvarinn- ar við íslensk stjómvöld, og með starfi sínu á þeim vettvangi lagði hann fram dijúgan skerf að fmm- uppbyggingu og stefnumótun gagnkvæmrar, einlægrar og traustrar samvinnu og samstarfs í öilum samskiptum milli íslenskra og bandarískra aðila um málefni vamarstöðvarinnar með óumdeilan- legu farsælu ferli allt fram á þenn- an dag. Bob lauk skyldustörfum sínum á íslandi seinni part ársins 1953. Við höfðum starfað saman náið þann tíma, er hann dvaldi hér og með okkur tókst einlæg vinátta og úr varð fóstbræðralag. Við ákváðum að viðhalda félagsskap okkar og vinskap. Þegar ég kvaddi hann við brottför hans, lét hann þau orð falla, að kæmi upp sú staða, að hann gæti í framtíðinni orðið landi og þjóð að liði, þá myndi hann vera reiðubúinn til að beita áhrifum sín- um til að veita hveiju því máli brautargengi, er horfði til heilla og sameiginlegra hagsmuna íslands og Bandaríkjanna í samstarfi land- Erfidrykkjur HÓTEL REYKJAVÍK Sigtúni 38 Upplýsingar í símum 568 9000 og 588 3550 Áralöng reynsla. SKEMMUVEGI 48 . SÍMI 557 6677 B| S. HELGAS0N HF ■ STEINSMIÐJA Mlnnismerki úr steini Steinn ér kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. anna í NATO-ijölskyldunni. Á þetta reyndi síðar, Bob stóð við orð sín, og að því er vikið hér á eftir. Bob hélt áfram skyldustörfum hjá bandaríska flughernum í Bandaríkjunum og kom víða við. Hann hafði hlotið skjótan frama hjá hemum á 11 árum frá því að byija sem liðsforingi annarrar gráðu (2nd lt.) og áður en hann var kvaddur til íslands var hann orðinn undirofursti (Lt. Col.) auk þess sem hann á sama tíma hafði lokið laga- námi. Hann hélt áfram á frama- braut sinni innan flughersins eftir dvöl sína á íslandi og var útnefndur ofursti (colonel) og um líkt leyti varð hann flugsveitarforingi (Command Pilot) 1957. Bob starf- aði á þessum árum eða fram til þess tíma, að hann hætti herþjón- ustu hjá ýmsum stofnunum hersins, í skipulagsdeild stríðsáætlana (War Plans Division) í vamarmálaráðu- neytinu í Pentagon, Washington, DC, herráði yfirstjórnar Atlants- hafssvæðisins (Atlantic Command Staff) í Norfolk og hjá æðsta herr- áði hersins (Joint Chiefs of Staff) í Pentagon, Washington, DC. Æðsti yfírmaður flughersins síð- ustu árin, sem Bob sinnti skyldum þar, var Gen. Curtis LeeMay, og höfðu leiðir þeirra legið saman. Hann varð síðan formaður herráðs- ins (Chairman Joint Chiefs of Staff) eða m.ö.o. æðsti yfírmaður alls her- afla Bandaríkjanna, og var Bob þá staðsettur í aðalbækistöðvum her- ráðsins og vann beint undir hans stjóm. Hershöfðinginn lét kanna feril Bobs hjá flughernum, stað- reyndi um frábæra skipulags- og stjórnunarhæfíleika hans við úr- lausn allra þeirra margvíslegu verk- efna, sem honum höfðu verið falin á vegum hersins. Niðurstaðan varð sú að Bob hafði áunnið sér rétt til stöðuhækkunar, hann var kvaddur á fund yfirhershöfðingjans, sem til- kynnti honum, að hann hefði verið valinn til hershöfðingjatignar fyrstu gráðu (Brig. General). Þess má geta, að á þessum tíma voru starf- andi hjá flughernum yfir 3.500 of- urstar sömu tignar og Bob og að- eins örfáir foringjar komu til álita hveiju sinni, og þá þeir, sem skör- uðu fram úr og sýnt höfðu ótví- ræða foringjahæfileika, en til þess voru gerðar mjög strangar kröfur. Segir það sina sögu um þann fram- gang og álit, sem hann hafði getið sér. En örlögin gripu í taumana á framabraut Bobs hjá flughemum, hann varð fyrir slysi, lagður inn á spítala og í kjölfarið féllu flugrétt- indi hans úr gildi, og hann lauk herþjónustu sinni árið 1964, sem þá hafði varað í 22 ár. Hann hvarf Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR BlTiTL LÖFTLLI 1)1(1 - kjami málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.