Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 35
Hágöngumiðlun
og hveraörverur
HÁGÖNGUMIÐLUN hefur
verið talsvert til umfjöllunar að
undanförnu og hefur undirritaður
komið þar nokkuð við
sögu. Hverasvæðið í
Köldukvíslarbotnum,
sem fara mun undir
vatn við framkvæmd-
ina er eitt af því
helsta, sem er sérstakt
fyrir þetta svæði. Það
er því eðlilegt að það
sé vel rannsakað í
þessu samhengi og er
lífríkið þar stór þátt-
ur. í útvarps- og sjón-
varpviðtali nýlega
reyndi ég að útskýra
að hverirnir, sem
þarna eru myndu ekki
hverfa heldur breyt-
ast, við það að fara
undir vatn, og við það myndi jafn-
framt lífríki hveranna breytast.
Ég lét þau orð falla að þessi breyt-
ing á lífríkinu væri í sjálfu sér
vísindalega áhugaverð og að það
myndi vera áhugavert vísindalegt
verkefni að rannsaka þessa breyt-
ingu.
Mér hefur síðan verið bent á
að yfirbragð beggja þessara
frétta hafi verið með þeim hætti
að það virtist, sem það væri mér
sérstakt ánægju- og tilhlökkunar-
efni að til stæði að sökkva hvera-
svæðinu í Köldukvíslarbotnum,
því þá gæfist þarna einstakt tæki-
færi til rannsókna. Ég vil því hér
með taka það fram að svo er alls
ekki. Það er augljóslega ekki ver-
ið að byggja Hágöngumiðlun til
þess að ég eða aðrir vísindamenn
geti gert áhugaverðar
tilraunir, heldur til
þess að afla orku. Öll
viljum við halda í sem
mest af ósnortinni
náttúru landsins og
persónulega mundi ég
helst óska þess að
hægt væri að friða öll
hverasvæði landsins,
en þau eru nú þegar
mörg mikið breytt af
mannavöldum.
Tilgangurinn með
umhverfismati er að
afla gagna um sem
flest huglæg og hlut-
læg verðmæti, sem er
að finna nú á fyrirhug-
uðum framkvæmdastað, svo að
síðan sé hægt að vega þau og
Það er ekki verið að
byggja Hágöngumiðlun
til að vísindamenn geti
gert tilraunir, segir
Jakob K. Krisljánsson,
heldur til að afla orku.
meta á móti þeim fjárhagslega
ávinningi, sem fæst með fram-
kvæmdinni. Mitt hlutverk sem
vísindamanns er að afla slíkra
gagna og leggja faglegt mat á
þau. Ég get síðan haft mína skoð-
un á því, hver eigi að vera hin
endanlega niðurstaða en tel ekki
rétt að opinbera hana, þar sem
það er hlutverk annarra að meta
öll gögn málsins og kveða upp
endanlegan úrskurð.
Ég er ekki ánægður með hvern-
ig fyrrnefndar útvarps- og sjón-
varpsfréttir komu út. Framsetn-
ing þeirra var e.t.v að einhverju
leyti lituð af skoðunum viðkom-
andi fréttamanna, en þó fyrst og
fremst af því að það virðist nauð-
synlegt að fréttir séu umdeilan-
legar til Jpess að þær séu áhuga-
verðar. Ég neita ekki þeim um-
mælum, sem eftir mér eru höfð,
en eins og flestir vita þá er ekki
pláss fyrir langar útskýringar eða
fyrirvara í útvarps- og sjónvarps-
fréttum, allt slíkt er því klippt
burt.
Hlutir geta verið vísindalega
áhugaverðir alveg óháð því hvort
þeir eru jákvæðir eða neikvæðir
í eðli sínu. Oft eru sjaldgæfir at-
burðir áhugaverðari en algengir
og á það vissulega við um væntan-
legar breytingar á lífríki hvera-
svæðisins í Köldukvíslarbotnum.
Hið sama má segja um stórhlaup-
ið á Skeiðarársandi og afleiðingar
þess.
Höfundur er forstöðumaður
líftæknisviðs Iðntæknistofnunar
og dósent við Háskóla Isiands.
Jakob K.
Kristjánsson
y m
endist og
mdist og
endist og,
U U J
aeoskternleiðsla
úrU-PVC^
Gluggar
Hurdir
Sólstofur
Svalahurðir
án viðhalds!
Kjarnagluggar
Dalvegur 28 • 200 Kópavogur • Sími 564 4714