Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 21
Indónesía
Andófs-
menn fá
væga dóma
Jakarta. Reuter.
DÓMSTÓLAR í Indónesíu létu í gær
lausa 124 liðsmenn stjórnarand-
stöðuflokks Megawati Sukamoputri
sem setið höfðu inni síðan í júlí er
þeir voru handteknir, sakaðir um
óeirðir. Megawati er dóttir Sukarnos,
sem var forseti landsins fyrstu ára-
tugina eftir að landið hlaut sjálf-
stæði en það var lengi hollensk ný-
lenda.
Níu voru sýknaðir en aðrir fengu
fangelsisdóma sem voru þó ekki
lengri en svo að allir eru þegar bún-
ir að afplána þá með varðhaldinu.
Sakbomingar mótmæltu harðlega
dómunum og sögðust vera saklausir.
„Búið er að gera okkur að brota-
mönnum og það er ekki gott fyrir
fjölskyldur okkar, eiginmann og
börnin," sagði kona í hópnum og
grét. Megawati, sem var í salnum,
reyndi að hugga hana. Vetjendur
komu í veg fýrir að fólkið gæti nálg-
ast dómarana og óeirðalögregla rak
það út úr salnum.
Flokkur Megawati heitir Lýðræð-
isflokkur Indónesíu (PDI) og fólkið
hafði sest að í aðalstöðvum hans til
að mótmæla því að flokksmenn sem
hlynntir em ráðamönnum landsins
höfðu velt Megawati úr leiðtoga-
sessi. Lögregla hrakti það burt í lok
júlí. Hófust þá mestu óeirðir sem
orðið hafa í höfuðborginni Jakarta í
meira en tvo áratugi.
Stjómmálaskýrendur segja stjóm
Suhartos forseta, er styðst við flokk-
inn Golkar, óttast að Megawati gæti
dregið mjög úr yfirburðum stjórnar-
flokksins í kosningum á næsta ári.
Reuter
DANIEL Ortega, forsetaefni
I sandinista.
Ortega
vill sættir
Managua. Reuter.
FLOKKUR sandinista í Nicaragua
hvatti á þriðjudag til þess að hafnar
yrðu „umræður meðal þjóðarinnar"
) til að reyna að leysa deilurnar vegna
kosninganna sem þeir töpuðu fyrir
skömmu.
Daniel Ortega, forsetaefni
sandinista, ítrekaði á blaðamanna-
fundi fyrri fullyrðingar þess efnis
að í kosningunum 20. október hefðu
verið brögð í tafli en sýndi þó sátta-
hug í fyrsta sinn. „Hreyfing sandin-
ista gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni
og hvetur til umræðna í samfélaginu
til leggja grandvöll að traustu
| stjórnarfari í landinu," sagði hann.
Hægrimaðurinn Amaldo Aleman
sigraði Ortega í forsetakjöri, hlaut
51% atkvæða en Ortega 38%. Mun
Aleman svetja embættiseið 10. jan-
úar.
Ortega lagði fram áætlun í 14
liðum þar sem hvatt er til gagn-
kvæmrar virðingar í samskiptum
stjórnmálaflokkanna, þess að bund-
inn verði endi á átök, kosningalög-
gjöf endurbætt, hagsmunir hersins
) verði virtir og einnig lög um eignar-
rétt.
ERLEIMT
Reuter
INDÓNESÍSKIR lögreglumenn loka vegi við dómhúsið í Jakarta
þegar dómur var kveðinn upp yfir 124 stjórnarandstæðingum.
RANGE ROVEI? 3.9 VOUGE
árg. 1992, ekinn 108.000
Upplýsingar í síma 551 4637
alla
Skreytingar fyrir
Hurðakransar
kr. 999,-
, Aðventuskreytinx
uskraut ^r. 999
Englavakt
(kertaslökkvari) 31 pakka
kr. 99,-
Tröppuskra,
kr. 2990,-
J/
Aðventukrans
kr. 999,-