Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR28.NÓVEMBER1996 37 stu eiga að verða að lögum fyrir jól ogða reglur >tu eru til umfjöllunar )ulöggjöf við gerð þeirra ifna samkeppnisaðstöðu Einarsdóttir. FJARSKIPTA vvvvvvvwwvvvvvv ,0-30,0 kHz: Fastaþjónusta Sjófarstöðvaþjónusta o.fl. 30 kHz 148,5-255,0 kHz: Langbylgjuútvarp 300 kHz Landfarstööva- þjónusta, amatörar, flugfarstöðvar o.fl. 3 MHz íusta- Flugþjónusta - Amatörar og fl. 30 MHz -174,0 MHz: ðvaþjónusta, aþjonusta o.fl. 174,0-230,0 MHz VHF sjónvarp Farstöðva- þjónusta, fastaþjónusta o.fl. 300 MHz rsimar rsímar ;sími i sími (CT1) -1800MHz:DCS-sími 800 - 3 GHz: Farstööva-, fastaþjónusta o.fl.- 3 GHz ött - Stjörnufræðiþjónusta - Leiðsaga 30 GHz ött - Stjörnufræðiþjónusta - Leiðsaga 300 GHz RSKIPTAMÁLA Úrskurðarnefnd 1 fjarskipta-og póstmála >g fjar-tofnun stofnun sem ijón með arskipta- og g tekur til 1997. veitir einnig irlit með því Til hennar má kæra I ákvarðanir og úrskurði Póst-og fjarskiptastofnunar. Úrskurðir hennar eru endanlegir úrskurðlr á 1 stjórnsýslustini, en þá má kæratiídámstóla. og kvaðir afar við að r notendur, iy -þjónustu xr póst-rskipta--tæki ? íað ;ða riilt nd- 3ur na. rna fur írði egi lin- ;igi gar eru ak- markað tíðnisvið er sú helsta. GSM- kerfið er á 900 MHz tíðnisviði og þar er ekki pláss fyrir marga," segir Ragnhildur. Hún segir líka að Evrópu- ríki hafi tekið að úthluta leyfum fyrir nýja tegund stafrænna síma, DCS, á 1800 megariðum, sem hugsanlega verði gert hér. Greiða skal jafnframt í ríkissjóð gjald fyrir útgáfu leyfisbréfa til rekst- urs í fjarskipta- og póstþjónustu og er miðað við að leyfi til að reka al- menna talsímaþjónustu og að fara með einkarétt ríkisins samkvæmt lpg- um um póstþjónustu verði 500.000 krónur og að önnur leyfi muni kosta undir 100.000 krónum. Samkvæmt frumvarpi til laga um fjarskiptaþjónustu mun Póstur og sími hafa einkaleyfi til þess að reka al- menna talsímaþjónustu og almennt fjarskiptanet til 1. janúar 1998. Eftir það verður öðrum aðilum heimilað að eiga og reka almennt fjarskiptanet og veita talsímaþjónustu hér á landi, í íslenskri land- og lofthelgi. Rekstrarleyfi veitir Póst- og fjar- skiptastofnun en það er háð ýmsum skilyrðum, til dæmis að greitt sé leyf- is- og rekstrargjald, að aðgangur að fjarskiptaneti rekstrarleyfishafa sé að jafnaði opinn öllum á yiðkomandi landsvæði, að boðin sé fjarskiptaþjón- usta til útlanda þar sem það á við og að kröfum um tæknilega þekkingu sé fullnægt. Samtenging neta, alþjónusta og eftirlit með verðlagningu Kveðið er á um samtengingu fjar- skiptaneta mismunandi leyfishafa og að þeir skuli leita samkomulags um skilmála. Takist það ekki getur Póst- og fjarskiptastofnun leitað sátta. Einn- ig mun stofnunin hafa eftirlit með verðlagningu við samtengingu fjar- skiptaneta og er ætlast til að mið verði tekið af raunkostnaði þess sem rekur viðkomandi net og hæfilegum hagnaði. Getur stofnunin krafist þess að samningar séu lagðir fram takist ekki sættir og krafist upplýsinga um við- skiptaskilmála leyfishafa varðandi samtenginguna. Einnig er ráðherra heimilt að mæla fyrir um í reglugerð aðskilnað á bókhaldi eða aðgreiningu þátta í rekstrinum til þess að unnt sé að fylgjast með stofnkostnaði og kostnaði af rekstri samtengdra fjar- skiptaneta. Þá getur Póst- og fjarskiptastofnun mælst til að rekstrarleyfishöfum verði gert skylt að veita svokallaða alþjón- ustu á starfssvæði sínu, það er af- mörkuð fjarskiptaþjónusta, sem boðin skal notendum á viðráðanlegu verði óháð landfræðilegri staðsetningu. Nánar verður skilgreint í reglugerð hvaða þættir falla undir alþjónustu. Ef takmarka þarf fjölda rekstrar- leyfishafa er tekið mið af því hversu mörgum er hægt að heimila af tækni- legum ástæðum að veita þjónustu en þess gætt að samkeppni né nægileg með tilliti til hagsmuna notenda. Til þess að fjármagna alþjónustu sem telst vera óarðbær, til dæmis vegna fjarlægðar, kostnaðar eða ann- ars óhagræðis, er samkvæmt frum- varpinu heimilt að leggja á leyfishafa í sambærilegum rekstri sérstakt jöfn- unargjald, sem ákveðið skal í upphafi hvers árs. Þá ber rekstrarleyfíshafa að birta opinberlega viðskiptaskilmála sína og kynna þá Póst- og fjarskipta- stofnun. Einnig mun stofnunin hafa almennt eftirlit með gjaldskrám í al- þjónustu, sem taka skulu mið af raun- kostnaði við að veita þjónustu að við- bættum hæfilegum hagnaði. Þegar sérstaklega stendur á er stofnuninni heimilt að mæla fyrir um hámarks- verð í alþjónustu. í frumvarpi til nýrra póstlaga er íslenska ríkið skuldbundið til þess að tryggja landsmönnum reglulega grunnpóstþjónustu og tekin upp ný skilgreining á einkarétti ríkisins til póstmeðferðar. Einnig er gert ráð fyrir að ríkið geti, með sérstöku rekstrarleyfi frá póst- og fjarskipta- stofnun, falið einum eða fleiri póstrek- endum að annast rekstur þeirrar póst- þjónustu sem það skuldbindur sig til að veita öllum landsmönnum. í leyfinu er síðan tilgreint til hvaða þátta grunnþjónustu það nær og þær kvað- ir og skilyrði sem fylgja. Gert er ráð fyrir jöfnunargjaldi sem rennur til Póst- og fjarskiptastofnunar og ætlað er að fjármagna grunnpóst- þjónustu á svæðum þar sem hún kann að vera óarðbær, til dæmis vegna strjálbýlis. Þegar svo ber undir ber leyfishöfum að skilja að þann þátt starfseminnar í bókhaldi. „Breytingarnar eru minni á póst- þjónustuhlutanum. Hins vegar er ekki ósennilegt að við munum sjá aukna samkeppni þar því rafrænar póstsend- ingar eru auðvitað að færast í vöxt, sem mun hafa áhrif á umfang og eðli póstþjónustunnar," segir Einar K. Guðfínnsson að lokum. Nokkrar meginreglur vinnutímatilskipunar ESB Tryggt verði að meðalvinnustundaf jölrji fyrir sjö daga tímabi! f ari ekki yf ir 48 kfukkustunrjir, að meðtalinni yfirvinnu. Hér er átt við virkan vinnutíma þegar starfsmaður er við stört (kaff itímar eru ekki meðtaldir). tieilt || Jafna má yf irvinnu yf ir lengra tímabil, svokal lað viðmí ðunart ímabil, sem er f |órir mánuðir, en heimilt er að lengja það í 6 man. með logum eða 12 mán. með kjarasamninyum. Þetta þýðir að meðalf jöldivinnustunda á viku yf ir tiei viðmiðunartímabil má ekki fara yfir 48 klst. -'• Tryggt verði að hver starfsmaður fái samfelldan 11 klst. hvíldartíma á hverju 24 klst. tímabili. Tryggt verði að allir starfsmenn eigi rétt á hvildartima ef daglegur vinnutími er lengri en sex k'JstxA Tryggt verði að allir starfsmenn etgl rétt á samfelldum hvíldartíma í 24 klst. á hverju sjö daga tímabili til víöbótar viö 11 klst. hvíldartímann. /, Tryggt verðl að allir launþegar eigi rétt á launuðu árlegu leyfi í a.m.k. 4 vlkur. \ ' ~? Ekki má láta peningaleg hlunníndi koma í stað lágmarkstimabils launaðs árlegs leyfis nema um starfslok sé að ræða. Tryggt verði að venjulegur vinnutíminæturvinnustarfsmanna fari ekki að jafnaði yfir 8 tíma á hverju 24 klst. tímabili. Helmltt er að víkja frá ákvæðum tilskipunarinnar í nokkrum tilvikum með lögum eða samnlngum aðila vinnumarkaðarins að því tilskyldu að starfsmenn fái samsvarandi hvíldartíma í staðinn og í samræmi við markmið um óryggis- og heilsuvernd. Vinnutímatilskipun ESB á að taka gildi 1. desember Agreiningur er á milli aðila vinnumarkaðar VINNUTÍMATILSKIPUN Evrópusambandsins á að taka gildi í EES-löndun- um 1. desember en hún fjallar m.a. um skipulag vinnutíma, lágmarkshvíldartíma og leyfi. Þar er kveðið á um þá meginreglu, að vinnutími sé ekki lengri en 48 stundir á viku. Aðildarríkin geta þó sett reglur um séstök viðmiðun- artímabil við framkvæmd reglnanna þannig að jafna má t.d. út yfirvinnu yfir lengra tímabil skv. ákveðnum reglum. Frestur rann út 23. nóvember Skv. ákvæðum tilskipunarinnar var aðildarríkjunum gert að hafa lögfest eða útfært ákvæði til- skipunarinnar með samningum milli aðila vinnumarkaðarins í síð- asta Iagi 23. nóvember síðastliðinn. Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við lagadeild HI, segir að tilskipun- in taki þó ekki gildi sjálfkrafa 1. desember heldur geri EES samn- ingurinn ráð fyrir að viðkomandi ríki þurfi að innleiða tilskipanir og laga innlenda löggjöf að þeim svo að þær öðlist gildi. Hann telur hins vegar ljóst að íslensk ________ stjórnvöld hafi ekki mik- inn tíma til að innleiða tilskipunina hér á landi þar sem fresturinn rann út 23. nóvember. „Frá ~™ þeim tímapunkti fullnægir íslenska ríkið ekki skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum," segir hann. Ágreiningur um skilgreiningar og frávik Samkomulag varð um það í nefnd félagsmálaráðuneytisins og aðila vinnumarkaðarins, að ganga skyldi frá meginatriðum tilskipunarinnar í kjarasamningum fremur en með löggjöf. „Það hafa verið haldnir samningafundir og hvor aðili fyrir sig lagt fram drög að samningi, sem eru hugmyndir aðila um hvernig eigi að útfæra tilskipunina. Staðan er núna sú að það er nokkuð breitt bil á milli aðila," segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri VSÍ. Hannes telur að aðilar vinnumarkaðarins hljóti að fá eitthvað svigrúm til þess að semja um þessi mál því félagsmálaráð- herra hafi verið búinn að fela aðil- um vinnumarkaðarins að ganga frá þessu áður en ljóst varð sl. sumar að tilskipunin myndi taka gildi 1. desember. „Þetta hefur nú þegar blandast inn í viðræður um gerð kjarasamn- Vinnutímatilskipun Evrópusambandsins á að öðlast gildi í aðildarríkjum EES 1. desem- ber. I grein Omars Friðrikssonar kemur fram að nú er orðið ljóst að reglurnar muni ekki koma til framkvæmda hér á landi á tilsettum tíma þar sem aðilar vinnumarkaðar- ins hafa enn ekki náð samkomulagi framkvæmd tilskipunarinnar. Ósammála um f rávik f rá meginreglum Fullnægja ekki EES- skuldbindingu inga," segir Hannes. „Það er alveg ljóst að það eru margir sem hafa áhyggjur af þessu og menn þurfa sums staðar að gera einhverjar breytingar," segir hann. Aðspurður sagði Hannes að ágreiningurinn snerist um skilgrein- ingar á ákvæðum, frávik sem til- skipunin kveður á um og um viðmið- unartímabil vegna útreikninga á vinnutíma. Samninganefndir ASI og sam- taka opinberra starfsmanna munu _______ eiga fund með fulltrúum ríkisins, Reykjavíkur- borgar og launanefndar sveitarfélaga eftir hádegi í dag og síðdegis verður samningafundur vegna þessa máls milli ASÍ og VSÍ og Vinnumálasambandsins. Halldór Grönvold, skrifstofu- stjóri ASÍ, segir að ljóst sé orðið að tilskipuninni verði ekki hrint í framkvæmd hér á landi um mán- aðamótn en hann bendir á að ekki sé heldur búið að afgreiða til- skipunina í nokkrum Evrópulönd- um. Aðspurður um ágreining aðila sagði Halldór allnokkurn áherslu- mun. „En ég tel að það sé ekki fullreynt að við náum ekki sam- komulagi. Það er þó ljóst að við getum ekki gefið þessu endalausan tíma," segir hann. Ráðherra vill reyna samningaleiðina til þrautar Páll Pétursson félagsmálaráð- herra segir að reyna verði til þrautar að ná samn- ingum um málið svo ekki þurfi að innleiða tilskip- unina með lagasetningu. „Þeir þurfa að hraða sér en heimurinn ferst ekki þótt það líði einhverjar vikur þangað til nið- urstaða fæst. Mér finnst mjög mik- ilvægt ef samningar gætu tekist á þeim grundvelli að vinnutími yrði styttur," segir félagsmálaráð- herra. Páll sagði matsatriði hvort menn hefðu svigrúm til að semja um út- færslu þessara reglna eftir að til- skipunin hefur tekið gildi. „Mér finnst nú til of mikils ætlast að við þurfum upp á punkt og prik að gera í hvelli allt það sem þeir vilja í Briissel. Það standa yfir viðræður um gerð kjarasamninga og af þeirri ástæðu er eðlilegt að það gefíst ein- hver tími til að fjalla um þetta í sambandi við aðra þætti kjarasamn- inganna," sagði hann. Ráðherra lagði áherslu á að skv. tilskipuninni yrði ekki hægt að skylda neinn starfsmann til að vinna lengur en 48 stundir á viku, nema hann óskaði eftir því sjálfur en hann sagðist einnig telja að ef lagt yrði blátt bann við yfirvinnu umfram það sem tilskipunin kveður á um, að óbreyttum kjarasamning- um, hefði það auðvitað í för með sér verulegt tekjufall hjá stórum hópi íslendinga. „Ég sé ekki að íslenskar fjölskyldur megi við því tekjutapi," sagði hann. Þýðir mikla tekjuskerðingu í óbreyttu launaumhverfi Reinhold Riehter, í Félagi járn- iðnaðarmanna, skrifar grein í nýj- asta tölublað Vinnunnar, blað ASÍ, og bendir þar á að ef vinnutímaregl- urnar koma til framkvæmda hér á landi við óbreytt launaumhverfi blasi aðeins gjaldþrot eða landflótti við launþegum sem afla 30-50% ráðstöfunartekna sinna með yfir- vinnu. Reinhold segir að tekjuskerðing járniðnaðarmanna, sem vinna að meðalatali um 52 tíma á viku og missa 8 yfirvinnutíma að jafnaði á, viku úr launaumslaginu, yrði um 540 þúsund kr. á ári. Hafnarverka- maður sem missti 10 yfirvinnutíma á viku eftir breytinguna yrði fyrir 518 þúsund kr. heildartekjuskerð- ingu á ári og ráðstöfunartekjur hans myndu minnka um 284 þús. kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.