Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 AÐSEINIDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Nýtt lífeyris- kerfi ríkisins ÞAÐ VORU mikil tíðindi að fulltrúar rík- isins og ríkisstarfs- manna hefðu orðið sammála um endur- skipulagningu lífeyris- mála. Nú var komið annað hljóð í strokkinn eftir harðar deilur um þessi efni fyrir nokkr- um mánuðum. Von margra glædd- ist er þeir heyrðu frétt- ina að samkomulagið mundi stuðla að ein- drægni meðal þjóðar- innar fremur en sundr- ungu. Það gat gerst á þann hátt að nýir starfsmenn ríkisins gengju í al- mennan lífeyrissjóð með 10% ið- gjaldi. Til eru langreyndir og þraut- reiknaðir sjóðir af því tagi, og standa vel. Ríkisstarfsmenn mundu að sjálfsögðu öðlast áhrif í sjóði sem þeir gengju til liðs við. Þeir gætu einnig stofnað nýjan sjóð með svip- uðum reglum og almennir sjóðir. Lág laun hafa lengi verið einhver helsta meinsemd í þjóðfélaginu, ekki síst meðal opinberra starfs- manna. Föstu launin eru svo lág Ábyrgö ríkisins getur átt eftir, segir Jón Erl- ingur Þorláksson, að taka á sig grófa mynd. að fjölskyldur geta ekki lifað af þeim, en verða að bjarga sér með mikilli yfirvinnu, þar sem það er hægt. Þetta kemur niður á börnum, skólastarfi og heilsufari, svo að eitt- hvað sé nefnt. Má mikið vera ef slakur árangur skólanemenda staf- ar ekki meðfram af þessari ástæðu. Nei, því er verr, tillögumar vísa ekki í átt til sátta um lífeyrismál eða hærri launa. Þær fela það í sér að stofnuð er ný deild í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, A-deild, sem nýir starfs- menn verða aðilar að. í raun er þetta nýr sjóður, því að fjárhagur hans er aðskilinn frá afganginum af sjóðnum. Iðgjald verður 15,5% í upphafi, 4% frá starfsmanni og 11,5% frá vinnuveitanda. Iðgjald vinnuveitandans breytist síðan eftir því sem útreikningur sýnir að þörf sé á til þess að A-sjóður eigi fyrir skuldbindingum á hverjum tíma. í þessu felst að vinnuveitandi (ríkið) ber ábyrgð á A-sjóði. Ábyrgð ríkisins getur átt eftir að taka á sig grófa mynd. Setjum svo að skuldbinding sjóðsins og sjóðseign hafi vaxið upp í 100 milljarða króna og ár- legt iðgjald sé 4 millj- arðar. Það getur orðið eftir 2-3 áratugi, því að þessi sjóður vex hratt og verður tröll- aukinn að stærð. Líf- eyrisgreiðslur úr hon- um verða litlar fyrstu áratugina. Þá gerist það að meðalævi, sem reiknað er með við út- tekt sjóðsins, lengist. Það getur orðið vegna þess að meðalævi landsmanna lengist al- mennt, en einnig gætu menn kom- ist að þeirri niðurstöðu að nota verði reynslu sjóðsins sjálfs um ævilengd við uppgjör hans í stað þess að miða við reynslu af þjóðinni allri, eins og nú er gert. Gerum ráð fyrir að skuldbindingar sjóðsins aukist um 10% af þessari orsök, sem vel kann að verða, því að lífeyrissjóðir eru viðkvæmir fyrir breytingum ævilengdar. Þá hækka skuldbind- ingar hans um 10 milljarða í einu vetfangi, eða um 2 '/2 ársiðgjald. Þetta verður ríkið að reiða fram á einu ári ef farið er eftir orðum frum- varpsins, því að engin regla er um að dreifa megi hækkun á fleiri ár. Stökk í skuldbindingum sjóðsins geta orðið af fleiri ástæðum en breytingu ævilengdar. Vextir gegna lykilhlutverki. Allir útreikningar nú byggjast á 3,5% vöxtum, sem ekki er hátt við núverandi aðstæður. En það er kunnugt að miklar sveiflur verða á fjármagnsmarkaði. Hrunið mikla í Bandaríkjunum árið 1929 er ekki eina dæmið. Menn geta átt eftir að standa frammi fyrir því einhvern tíma að 3,5% vextir séu óraunhæfir, en 2% nær lagi. Slík breyting mundi hafa enn meiri áhrif á stöðu sjóðsins heldur en ævilengd- in. Ríkisábyrgðin bætist ofan á ann- að þegar borin eru saman kjör í hinum nýja A-sjóði ríkisins og al- mennum lífeyrissjóðum. Ríkið hlýt- ur að verðleggja þann þátt, beint eða óbeint. Það er að mínum dómi röng stefna að ætla sér að fullnægja ítrustu þörfum fólks fyrir tekjur á efri árum með skyldutryggingu líf- eyrisréttinda. Hollara er að treysta að hluta til á framtak einstakling- anna sjálfra, hvetja þá til þess að eignast húsnæði, hlutabréf og aðrar eignir til að hafa upp á að hlaupa. Höfundur er tryggingafræðingur. Jón Erlingur Þorláksson Jólaskórnir komnir 4 gerðir af uppreimuðum síelpuskóm í sL 28-37. Smáskör i lilúii liúsi vió Fákafen. Að gefnu tilefni SL. MIÐVIKUDAG þ. 21.11. hafði blaðamaður Helgarpóstsins samband við undirritaðan og óskaði upplýsinga um skoðun mína á tóbakssölu hér- lendis. Blaðið birti síðan frétt sem byggði á þessu samtali, en þar sem fyrirsögn og inngangur fréttarinnar var í engu samræmi við innihald hennar og mér gerðar upp skoðanir sem ég kannað- ist ekki við að hafa, þá eru þessar línur skrifaðar. Skipulag tóbaksverzlunar á Islandi Hér á landi er tóbakssölu þannig háttað að smásalan er fijáls þeim sem selja vilja og verzlunarleyfi hafa, en innflutningur og dreifing vörunnar er bundinn einkaleyfi, sem falið er stofnun í eigu íslenzka ríkisins, þ.e. Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins (ÁTVR). í reglugerð um ÁTVR er tók gildi 1.12. ’95 segir að ÁTVR skuli sinna innkaupum, innflutningi, heildsölu og dreifingu á tóbaki, eins og verið hefur, en hvað verðmyndun- ina varðar skuli farið að reglum, sem ijármálaráðuneytið setur. Stjórn Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins í febrúarmánuði sl. var ÁTVR fyrst skipuð 3ja manna stjórn og vara- stjórn, með vísan til fyrrnefndrar reglugerðar frá 1.12. sl., en áður hafði forstjóri fyrirtækisins heyrt beint undir fjármálaráðherra. Fyrir skipun stjórnarinnar var þess farið á leit við mig að ég tæki sæti í henni. Sat ég þá í stjórn Krabba- meinsfélags Reykjavíkur, en í stjórn þess félags hef ég verið vel á annan áratug. Meðal verkefna þess félags hefur verið að draga úr tóbaksreyk- ingum, bæði með fræðslu í skólum landsins, svo og með þátttöku í tób- aksvörnum, þar sem þeim hefur verið sinnt. Vegna starfa minna í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur og áhuga míns á tóbaksvörnum, tók ég þá ákvörðun að taka sæti í stjórn ÁTVR, en baðst jafnframt undan endurkjöri sem varafor- maður í stjórn Krabba- meinsfélagsins. Ástæða þessarar ákvörðunar var- ekki síst sú, að þannig gæti ég áfram unnið að framgangi tóbaksvama m.a. með því að nýta reynslu mína við stefnu- mörkun fyrirtækisins. Eftir að stjórnin hóf störf hafa verið settar reglur um hvernig staðið skuli að innkaupum á tóbaki. Meðan tóbaks- sala er leyfð og óbreytt skipulag er á þeirri verzlun, ber ríkisvaldinu og þar með stjórn fyrir- tækisins að gæta þess að farið sé að lögum og jafnræðis- reglu gætt hvað innkaup varðar, um leið og framfylgt er takmarkandi reglum er hafa áhrif á fjölda tóbaks- tegunda á markaðnum hér. Ábyrgð tóbaksverzlunar Vitað er að tóbaki fylgja alvarlegir sjúkdómar. Tóbaksreykingar eru vanabindandi og eitt af heilbrigðis- vandamálum nútímaþjóðfélags. Þrátt fyrir aukna þekkingu á óhollustu þeirri er fylgir tóbaksnotkun, þá hef- ur það öðlast nokkurn rétt sem neyzluvara, þótt sá réttur sé nú víða á hröðu undanhaldi. Eins og þekkingu okkar er nú hátt- að er mikil þverstæða fólgin í því að ríkisvaldið skuli annast allan inn- flutning og dreifingu tóbaks til verzl- ana hérlendis um leið og því er ætlað að vinna að setningu reglugerða er dragi úr tóbaksneyzlu og styðja al- mennt við bakið á þeim sem sinna forvörnum, m.a. til að draga úr þeim mikla kostnaði sem fylgja erfiðum og oft banvænurn sjúkdómum er fylgja neyzlu þess. í reynd er staðan hérlendis nú sú að ríkisvaldið, sem samnefnari þjóðarinnar hefur tekið á sig þá ábyrgð sem innflutningi tóbaks fylgir og starfar nú sem þjónustuað- ili við framleiðendur tóbaks og um- boðsaðila þeirra hvað innflutning og dreifingu vörunnar varðar. Á þeim níu mánuðum sem ég hef starfað í stjórn ÁTVR hefur sú skoðun mín styrkst að ríkið eigi að hætta inn- kaupum og heildsölu- dreifingu tóbaks. M.a. með tilvísan til þess sem fyrr er sagt hefur stjórn ÁTVR lagt til við fjármálaráðu- neytið að fyrirtækið hætti innkaupum, inn- flutningi og heilsölu- dreifingu tóbaks. Jafn- framt er þó ljóst að sam- hliða afnámi einkaréttar ríkisvaldsins þarf að breyta lögum og tryggja nauðsynlega tekjuöflun ríkisins með tóbaksgjaldi svo lengi sem þessarar vöru er neytt. Jafnframt þarf að vinna markvisst að gerð reglugerða er takmarki enn frekar fjölda tóbakstegunda á mark- aðnum, t.d. með reglum um leyfilegt hámark tjöruinnihalds og nikótín- magns í tóbaki og draga þannig úr því heilsutjóni sem neyzlunni fylgir. Stjórn ÁTVR hefur lagt til við fjármálaráðuneyt- ið, segir Þórarinn E. Sveinsson, að fyrirtæk- ið hætti innkaupum, innflutningi og heild- söludreifingu tóbaks. Verði þannig að málum staðið, og ríkisvaldið ekki lengur beggja vegna borðsins, munu tóbaksvarnir fá byr undir báða vængi, því ljósara verður þá en áður, hveijir ábyrgð í reynd bera á innflutningi og dreifingu tób- aksvara. Höfundur er yfirlæknir. Þórarinn E. Sveinsson Lítil ferðasaga Á SÍÐASTA ári flutti ég erindi fyrir Islands hönd í Vadstena í Sví- þjóð á norrænni fulltrú- aráðstefnu um for- gönguröðun í hjúkra- rannsóknum. Vadest- ena er fyrir margt merkilegur staður. Þar er t.d. Blákyrkan, sem er stór og mikil kirkja sem reist var eftir ná- kvæmri forskrift heil- agrar Birgittu (Birgis- dóttur), þeirrar merku konu. Eitt sinn er ég var að koma út úr kirkj- unni sá ég álengdar eldri mann sem virtist vera alveg ráðvillltur. Það reyndist vera rétt og bauðst ég til að ganga með honum þangað sem hann vildi fara, því ég þekki nokkuð til Vadst- ena. Á leiðinni sagði hann mér sögu sína. Hann er einlægur múslimi frá íslömsku ríki og hafði verið virtur maður þar í landi þegar honum hafði farið að blöskra miskunnarleysið og grimmdin í meðhöndlun á þeim sem unnu að því að auka mannúðina í þjóðfélaginu. Hann hafði vart gert annað en að tjá þá skoðun sína þeg- ar hann var fangelsaður. Hann sat í fangelsi í nokkurn tíma. Það var ekki farið svo illa með hann en hann varð vitni af þvílíkum pyndingum og þvílíkri dýpt mannlegrar þjáningar að samviska hans leyfði ekki annað en að hann ynni að mannréttindamál- um um leið og hann losnaði úr fang- elsinu. Hann var þá fangelsaður aftur og þá fékk hann að reyna á eigin líkama þvílíka þjáningu hægt er að leggja á einn mann án þess þó að hann sé drepinn. En eitthvað innra með mannverunni deyr. Afleiðingum of- beldis hefur af sumum verið lýst sem sálar- morði, því eitthvað sem við tengjum við sálina, t.d. lífsgleði, virðist hreinlega deyja. Það var reisn yfir þessum mann- kynsbróður mínum en þegar hann sagði mér sögu sína skein úr aug- um hans þvílíkur sárs- auki að ég gat ekki var- ist því að fá tár í aug- un. Eftir margra ára þjáningar hafði Amn- esty International loks tekist að fá hann lausan og hann býr nú ásamt Ijölskyldu sinni í Sví- þjóð. Ég spurði hvort hann ynni áfram að mannréttindamálum en hann sagðist ekki geta hugsað sér að leggja það á fjölskyldu sína aftur Ákveðið hlutfall af sölu jólakorta íslandsdeildar Amnesty International rennur í hjálparsjóð deildarinnar. Sigríður Halldórsdóttir hvetur fólk til að sýna samhug í verki og kaupa jóla- kort. að ganga í gegnum þvílíkar þreng- ingar. Fjölskylda hans væri búin að þola nóg. Ég sá hann tilsýndar síðar sama dag með fjölskyldunni og sá að hann var að verða afi og skildi Sigríður Halldórsdóttir þá enn betur hvað hann hafði átt við um að fyrsta skylda hans nú væri að vernda fjölskyídu sína. Fyrr- um landsmenn hans, sagði hann, hefðu útsendara út um allt í þessu friðsama landi og því tæki hann ekki neina áhættu. Hann hafði búið um nokkurt skeið í Svíþjóð en ég var fyrsta manneskjan sem hann hafði trúað fyrir sögu sinni, svo varkár var hann. Hann lýsti fyrir mér hvemig Am- nesti hafði fengið, einu sinni til tvisv- ar á ári, að heimsækja fangelsið þar sem hann var. Fyrir heimsóknina var allt tekið í gegn og öll pyndingatól ljarlægð. Hann sagði þennan blekk- ingarleik hafa verið svo algjöran að fólk myndi vart trúa því. Milli þess virtist ríkja sú meðvitaða stefna að leita allra leiða til að bijóta niður allt það göfuga í mannssálinni. Rúss- neska ljóðskáldið Irina Ratus- hinskaya hefur lýst slíkri vinnureglu í stórmerkri bók sinni „Gray is the colour of hope“ um áralanga veru sína í sovéskum vinnubúðum. Irina er í dag um fertugt og var með allra yngstu samviskuföngum í Sovétríkj- unum á sínum tíma, en hún var fang- elsuð fyrir ljóð sín. Irena var líka látin laus fyrir þrýsting mannrétt- indasamtaka. Því rita ég þessa stuttu ferðasögu að nú er einmitt að hefjast sala á jólakortum frá Amenesty Internat- ional, sem er ein af aðaltekjulindum íslandsdeildarinnar. Ákveðið hlutfall af sölu jólakorta íslandsdeildarinnar rennur í hjálparsjóð sem nýttur er til endurhæfingar fómarlamba pynd- inga og til aðstoðar við aðstandendur „horfinn" og aðra þá sem sæta gróf- um mannréttindabrotum. Það eru margar Irinur og NN enn í fangelsi fyrir það eitt að mótmæla harðræði og vinna að virðingu fyrir lífi, frelsi og mannhelgi. Styðjum þau í vekri. Höfundur er forstöðumnður heil- brigðisdeildar Háskólans á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.