Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 63 IDAG BRIDS llmsjón Guömundur Páll Arnarson SUÐUR spilar þrjú grönd og fær út spaðasexu, fjórða hæsta. Suður gefur; AV á hættu. Norður ♦ D5 f ÁK92 ♦ ÁI1104 ♦ 652 Vestur Austur ♦ K10764 ♦ G82 V 875 llllll ¥G106 ♦ 963 111111 ♦ G875 ♦ ÁD ♦ 1087 Suður ♦ Á93 V D43 ♦ K2 ♦ KG943 Vestur Norður Austur Suður 21auf 3 grönd Allir pass 1 grand* 2 tíglar 12-14 HP. Spaðadrottning á fyrsta slag og austur kallar. Sagn- hafi sér átta slagi og ýmsa möguleika á þeim níunda. Hjartað gæti brotnað 3-3 eða tígulgosinn fallið. Til að byija með hlýtur þó að vera rétt að reyna við úrslitaslaginn í laufi. En hvort á að spila laufi á gosa eða kóng? Stundum er sagt að betra sé að spila á kónginn í slíkum stöðum, þvi bakhöndin gæti dúkkað með ásinn án drottn- ingarinnar. En annað sjónar- mið skiptir meira máli hér. Frá bæjardyrum austurs get- ur verið nauðsynlegt að taka slaginn strax til að spila spaða, til dæmis í gegnum kóng suðurs. Flestir myndu því drepa á laufás og skjóta spaða í gegn. Þegar austur lætur lítið lauf, benda líkur til að hann eigi ekki ásinn og því er betra að svína gos- anum. En vestur drepur á drottn- inguna og spilar spaðafjarka yfír á gosa austurs. Suður dúkkar, fær næsta slag á ásinn og prófar tígulinn. All- ir með en enginn gosi. Næst er hjartaás tekinn og hjarta- drottning. Austur fylgir lit nieð sexu og gosa. Ætti sagnhafi nú að toppa hjartað eða svína níunni? Til er tölfræðileg regla um litaríferð af þessu tagi. Sam- kvæmt henni er tvöfalt lík- iegra að austur sé með G6 en G106, því með síðar- nefndu spilin gæti hann fylgt lit í síðara hjartað hvort held- ur með gosa eða tíu, en með gosann annan hefði hann ekkert val. Þessi regla á stundum við, en ekki hér. Ef vestur á íjórlit í hjarta, er hann með skiptinguna 5-4-3-1 (ef hann hefur ekki spilað falskt út) og þá er hægt að sækja níunda slag- 'nn á laufkóng. morgunblaðið birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesendum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- Þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-uoo, sent í bréf- síma 569-1329 sent á netfangið: gusta@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Dagbók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Árnað heilla r/\ÁRA afmæli. Fimm- l) V/tugur verður á morg- un, föstudaginn 29. nóvem- ber, Jón Ingi Ólafsson, Stífluseli 1, Reykjavík. Eiginkona hans er Helga Ólafsdóttir. Þau taka á móti gestum í Víkinni, fé- lagsheimili Víkings í Foss- vogi, á milli kl. 18 og 21 á afmælisdaginn. Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. október í Há- teigskirkju af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni Sigríður Nína Hjaltested og Hall- dór Hallgrímsson. Heimili þeirra er í Reykjavík. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. ágústíBú- staðakirkju af sr. Pálma Matthías- syni Guðrún Fema Ágústs- dóttir og Gunn- ar Valur Sveins- son. Með þeim á myndinni eru börn þeirra Ág- úst Heiðar og Iris Emma. Heimili þeirra er í Stokkhólmi. Ljósmynd: Lena Farsi UAISt>l-ACS/C60L-TH*»-T 01995 Farcus Cartoons/cfet. by Universal Press Syndicate j, Jeisttí, ab ég t/ir&L þabmikits huemfg þú SMrcÁir þegarþtír spuréu um,þittcxLit.' SKAK IJmsjón Margcir Pctursson Staðan kom upp á heims- meistaramóti öldunga í Bad Liebenzell í Þýskalandi sem lauk á laugardaginn. Þjóð- vetjinn Erich Kriiger (2.210) hafði hvítt og átti leik gegn ísraelska stór- meistaranum Yair Kraidman (2.380). Svartur var að drepa hrók á e5 með riddara, vildi greinilega ekki bjóða upp á drottningakaup með því að leika 22. - Dxe5. En nú urðu kaupin honum ennþá óhagstæðari: 23. Dxf6+! og svartur gafst upp. Eftir 23. - Kxf6 kemur hjónagaffallinn 24. Re4+ og hvítur verður manni yfir. Rússneski stórmeistarinn Alexei Súetin hélt upp á sjötugsafmæli sitt meðan á mótinu stóð. Hann hélt síð- an upp á það með því _að sigra óvænt. Ingvar Ás- mundsson varð í 10.—16. sæti, vinningi á eftir Súetin. HVÍTUR leikur og vinnur. STJÖRNUSPA cftir Franccs llrakc BOGMAÐUR Afmælisbarn dagsins: Þú hefur mikla skipulags- hæfileika oggott vit á við- skiptum. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú átt auðvelt með að ein- beita þér og kemur miklu í verk fyrri hluta dags. Þegar kvöldar þiggur þú boð í sam- kvæmi. Naut (20. aprfl - 20. maf) Þótt tekjumar séu góðar, eyðast þær fljótt ef þú sýnir ekki aðgát. Taktu enga áhættu í fjármálum að óat- huguðu máli. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú vinnur vel með öðrum í dag og getur náð mjög hag- stæðum samningum. Ást og vinátta ráða ríkjum þegar kvöldar. Krabbi (21. júnf — 22. júlí) Þér bjóðast aukin hlunnindi vegna vinnunnar í dag, og tekjurnar ættu að fara batn- andi. Gömul fjárfesting skil- ar loks arði. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Eitthvað er að gerast á bak við tjöldin, sem getur spillt góðu sambandi vina ef þú grípur ekki strax í taumana. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú ættir ekki að öfundast vegna velgengni vinar, held- ur fagna með honum. Starfs- félagi veitir þér góðan stuðn- ing í dag. vw 7 (23. sept. - 22. október) '$% Þú færð hugmynd, sem get- ur styrkt fjárhagsstöðu þína í framtíðinni, og þér miðar vel að settu marki í vinn- unni. í dag. Sþorddreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú finnur eitthvað í innkaup- um dagsins, sem þig langar að eignast, og ættir að láta það eftir þér. Ástvinur kem- ur á óvart. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) Félagar íhuga sameiginlega fjárfestingu með utanað- komandi fjármögnun. Ást- vinir vinna vel saman og eru að íhuga ferðalag. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Þú vinnur vel í dag og getur glaðst yfir góðu gengi. Starfsfélagi gefur þér ráð, sem reynast vel ef þú ferð eftir þeim. Vatnsberi (20.janúar- 18. febrúar) Þú tekur að þér nýtt og spennandi verkefni, sem tekst að leysa með góðum stuðningi starfsfélaga. Hvíldu þig heima í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Ráðgjöfum ber ekki saman, og þú þarft að treysta á eig- in dómgreind í dag. Eyddu kvöldinu heima með fjöl- skyldunni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Ókeypis lögfræ&ia&stoð í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012. Orator, félag lag anema. Haustvörurnar streyma inn Brandtex vörur Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 HVAÐ ER Horxiitex? ÞÝSKAR ÞILPLÖTUR GÆÐAVARA í STÍL Fyrirliggjandi Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SÍMI553 8640 / 568 6100 -LINE buxur frá gardeur Gfumcw tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680 Opið mán - föst kl. 10-18. Lau kl. 10-l6 smiíoiwniíiim Ífiiii isiiii Afsláttardagar 20% AFSLÁTTUR á peysum, vestum, skyrtum, og blússum. Fimmtudag 28.11, föstudag 29.11, laugardag 30.11, sunnudag 1.12, mánudag 2.12, og þriðjudag 3.12. Þægileg og falleg föt sem endast og endast. Opið laugardag 10.00-18.00 Opið sunnudag 13.00-18.00 Sendum í póstkröfu - sondum bæklinga út á land ef óskað er. BARNASTIGUR BRUM’S 0-14 SlÐAN 1955 SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 SÍMI 552 1461 Bubbi Morthens • í kvöld • á Súfistanum - bókakaffinu í Bókabúð Máls og menningar Fimmtudagskvöldið 28. nóvember verður Bubbi Morthens á Súfistanum - bókakaffinu í Bókabúö Máls og menningar á Laugavegi 18. Bubbi les þar Ijóö afnýja Ijóðadiskinum sínum, Hvíta hliðin á svörtu, við undirleik valinkunnra hljóðfœraleikara. Guðni Franzson leikur á blásturshljóðfæri, Tómas R. Einarsson á kontrabassa, Eyþór Gunnarsson á píanó og Eðvarð Lárusson á gitar. Diskurinn verður seldur á sérstöku kynningarverði þetta i og mun Bubbi árita hann fyrir þá sem það vilja. Upplesturinn hefst kl. 20:30 Adgangur ókeypis Laugavegi 18 • 101 Reykjavík • Sími: 5524242 Síðumúla 7-9 • 108 Reykjavík • Sími: 568 8577
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.