Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 63
IDAG
BRIDS
llmsjón Guömundur Páll
Arnarson
SUÐUR spilar þrjú grönd
og fær út spaðasexu, fjórða
hæsta.
Suður gefur; AV á hættu. Norður ♦ D5 f ÁK92 ♦ ÁI1104 ♦ 652
Vestur Austur
♦ K10764 ♦ G82
V 875 llllll ¥G106
♦ 963 111111 ♦ G875
♦ ÁD ♦ 1087 Suður ♦ Á93 V D43 ♦ K2 ♦ KG943
Vestur Norður Austur Suður
21auf
3 grönd
Allir pass
1 grand*
2 tíglar
12-14 HP.
Spaðadrottning á fyrsta
slag og austur kallar. Sagn-
hafi sér átta slagi og ýmsa
möguleika á þeim níunda.
Hjartað gæti brotnað 3-3 eða
tígulgosinn fallið. Til að byija
með hlýtur þó að vera rétt
að reyna við úrslitaslaginn í
laufi. En hvort á að spila
laufi á gosa eða kóng?
Stundum er sagt að betra
sé að spila á kónginn í slíkum
stöðum, þvi bakhöndin gæti
dúkkað með ásinn án drottn-
ingarinnar. En annað sjónar-
mið skiptir meira máli hér.
Frá bæjardyrum austurs get-
ur verið nauðsynlegt að taka
slaginn strax til að spila
spaða, til dæmis í gegnum
kóng suðurs. Flestir myndu
því drepa á laufás og skjóta
spaða í gegn. Þegar austur
lætur lítið lauf, benda líkur
til að hann eigi ekki ásinn
og því er betra að svína gos-
anum.
En vestur drepur á drottn-
inguna og spilar spaðafjarka
yfír á gosa austurs. Suður
dúkkar, fær næsta slag á
ásinn og prófar tígulinn. All-
ir með en enginn gosi. Næst
er hjartaás tekinn og hjarta-
drottning. Austur fylgir lit
nieð sexu og gosa. Ætti
sagnhafi nú að toppa hjartað
eða svína níunni?
Til er tölfræðileg regla um
litaríferð af þessu tagi. Sam-
kvæmt henni er tvöfalt lík-
iegra að austur sé með G6
en G106, því með síðar-
nefndu spilin gæti hann fylgt
lit í síðara hjartað hvort held-
ur með gosa eða tíu, en með
gosann annan hefði hann
ekkert val. Þessi regla á
stundum við, en ekki hér.
Ef vestur á íjórlit í hjarta,
er hann með skiptinguna
5-4-3-1 (ef hann hefur ekki
spilað falskt út) og þá er
hægt að sækja níunda slag-
'nn á laufkóng.
morgunblaðið
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót o.fl. lesendum
sínum að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Sam-
Þykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælis-
tilkynningum og eða
nafn ábyrgðarmanns
og símanúmer. Fólk
getur hringt í síma
569-uoo, sent í bréf-
síma 569-1329 sent á
netfangið:
gusta@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Dagbók
Morgunblaðsins,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík.
Árnað heilla
r/\ÁRA afmæli. Fimm-
l) V/tugur verður á morg-
un, föstudaginn 29. nóvem-
ber, Jón Ingi Ólafsson,
Stífluseli 1, Reykjavík.
Eiginkona hans er Helga
Ólafsdóttir. Þau taka á
móti gestum í Víkinni, fé-
lagsheimili Víkings í Foss-
vogi, á milli kl. 18 og 21 á
afmælisdaginn.
Ljósmyndarinn Lára Long
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 19. október í Há-
teigskirkju af sr. Vigfúsi
Þór Árnasyni Sigríður
Nína Hjaltested og Hall-
dór Hallgrímsson. Heimili
þeirra er í Reykjavík.
BRÚÐKAUP.
Gefin voru saman
17. ágústíBú-
staðakirkju af sr.
Pálma Matthías-
syni Guðrún
Fema Ágústs-
dóttir og Gunn-
ar Valur Sveins-
son. Með þeim á
myndinni eru
börn þeirra Ág-
úst Heiðar og
Iris Emma.
Heimili þeirra er
í Stokkhólmi.
Ljósmynd: Lena
Farsi
UAISt>l-ACS/C60L-TH*»-T
01995 Farcus Cartoons/cfet. by Universal Press Syndicate
j, Jeisttí, ab ég t/ir&L þabmikits huemfg
þú SMrcÁir þegarþtír spuréu um,þittcxLit.'
SKAK
IJmsjón Margcir
Pctursson
Staðan kom upp á heims-
meistaramóti öldunga í Bad
Liebenzell í Þýskalandi sem
lauk á laugardaginn. Þjóð-
vetjinn Erich Kriiger
(2.210) hafði hvítt
og átti leik gegn
ísraelska stór-
meistaranum Yair
Kraidman
(2.380). Svartur
var að drepa hrók
á e5 með riddara,
vildi greinilega
ekki bjóða upp á
drottningakaup
með því að leika
22. - Dxe5. En
nú urðu kaupin
honum ennþá
óhagstæðari:
23. Dxf6+! og
svartur gafst upp.
Eftir 23. - Kxf6
kemur hjónagaffallinn 24.
Re4+ og hvítur verður
manni yfir.
Rússneski stórmeistarinn
Alexei Súetin hélt upp á
sjötugsafmæli sitt meðan á
mótinu stóð. Hann hélt síð-
an upp á það með því _að
sigra óvænt. Ingvar Ás-
mundsson varð í 10.—16.
sæti, vinningi á eftir Súetin.
HVÍTUR leikur og vinnur.
STJÖRNUSPA
cftir Franccs llrakc
BOGMAÐUR
Afmælisbarn dagsins: Þú
hefur mikla skipulags-
hæfileika oggott vit á við-
skiptum.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú átt auðvelt með að ein-
beita þér og kemur miklu í
verk fyrri hluta dags. Þegar
kvöldar þiggur þú boð í sam-
kvæmi.
Naut
(20. aprfl - 20. maf)
Þótt tekjumar séu góðar,
eyðast þær fljótt ef þú sýnir
ekki aðgát. Taktu enga
áhættu í fjármálum að óat-
huguðu máli.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú vinnur vel með öðrum í
dag og getur náð mjög hag-
stæðum samningum. Ást og
vinátta ráða ríkjum þegar
kvöldar.
Krabbi
(21. júnf — 22. júlí)
Þér bjóðast aukin hlunnindi
vegna vinnunnar í dag, og
tekjurnar ættu að fara batn-
andi. Gömul fjárfesting skil-
ar loks arði.
Ljón
(23. júlí — 22. ágúst)
Eitthvað er að gerast á bak
við tjöldin, sem getur spillt
góðu sambandi vina ef þú
grípur ekki strax í taumana.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Þú ættir ekki að öfundast
vegna velgengni vinar, held-
ur fagna með honum. Starfs-
félagi veitir þér góðan stuðn-
ing í dag.
vw 7
(23. sept. - 22. október) '$%
Þú færð hugmynd, sem get-
ur styrkt fjárhagsstöðu þína
í framtíðinni, og þér miðar
vel að settu marki í vinn-
unni. í dag.
Sþorddreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þú finnur eitthvað í innkaup-
um dagsins, sem þig langar
að eignast, og ættir að láta
það eftir þér. Ástvinur kem-
ur á óvart.
Bogmadur
(22. nóv. - 21. desember)
Félagar íhuga sameiginlega
fjárfestingu með utanað-
komandi fjármögnun. Ást-
vinir vinna vel saman og eru
að íhuga ferðalag.
Steingeit
(22. des. - 19.janúar)
Þú vinnur vel í dag og getur
glaðst yfir góðu gengi.
Starfsfélagi gefur þér ráð,
sem reynast vel ef þú ferð
eftir þeim.
Vatnsberi
(20.janúar- 18. febrúar)
Þú tekur að þér nýtt og
spennandi verkefni, sem
tekst að leysa með góðum
stuðningi starfsfélaga.
Hvíldu þig heima í kvöld.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Ráðgjöfum ber ekki saman,
og þú þarft að treysta á eig-
in dómgreind í dag. Eyddu
kvöldinu heima með fjöl-
skyldunni.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Ókeypis lögfræ&ia&stoð
í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00
í síma 551 1012.
Orator, félag lag
anema.
Haustvörurnar streyma inn
Brandtex vörur
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður
Nýbýlavegi 12, sími 554 4433
HVAÐ ER
Horxiitex?
ÞÝSKAR ÞILPLÖTUR
GÆÐAVARA í STÍL
Fyrirliggjandi
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK
SÍMI553 8640 / 568 6100
-LINE
buxur frá gardeur
Gfumcw
tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680
Opið
mán - föst
kl. 10-18.
Lau kl. 10-l6
smiíoiwniíiim
Ífiiii
isiiii
Afsláttardagar
20% AFSLÁTTUR
á peysum, vestum, skyrtum, og blússum.
Fimmtudag 28.11, föstudag 29.11, laugardag 30.11,
sunnudag 1.12, mánudag 2.12, og þriðjudag 3.12.
Þægileg og falleg föt sem endast og endast.
Opið laugardag 10.00-18.00
Opið sunnudag 13.00-18.00
Sendum í póstkröfu
- sondum bæklinga út á land ef óskað er.
BARNASTIGUR
BRUM’S 0-14 SlÐAN 1955
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 SÍMI 552 1461
Bubbi Morthens
• í kvöld •
á Súfistanum - bókakaffinu
í Bókabúð Máls og menningar
Fimmtudagskvöldið 28. nóvember verður Bubbi Morthens
á Súfistanum - bókakaffinu
í Bókabúö Máls og menningar á Laugavegi 18.
Bubbi les þar Ijóö afnýja Ijóðadiskinum sínum,
Hvíta hliðin á svörtu, við undirleik valinkunnra hljóðfœraleikara.
Guðni Franzson leikur á blásturshljóðfæri,
Tómas R. Einarsson á kontrabassa, Eyþór Gunnarsson á píanó
og Eðvarð Lárusson á gitar.
Diskurinn verður seldur á sérstöku kynningarverði þetta i
og mun Bubbi árita hann fyrir þá sem það vilja.
Upplesturinn hefst kl. 20:30
Adgangur ókeypis
Laugavegi 18 • 101 Reykjavík • Sími: 5524242
Síðumúla 7-9 • 108 Reykjavík • Sími: 568 8577