Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 72
 <G> m AS/400 er... ...með PowerPC 64 bita örgjörva og stýrikerfi 03> NÝHERJf MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Vinnutímatilskipun Evrópusambandsins Ekki í gildi 1. des. vegna ágreinings SAMGÖNGURÁÐHERRA og vegamálastjóri heilsuðu upp á vega- gerðarmenn og tóku út vegabæturnar á Skeiðarársandi í gær. Kraftaverk á sandinumu AÐILAR vinnumarkaðarins hafa ekki náð samkomulagi um hvemig kjarasamningar verða lagaðir að ákvæðum vinnutímatilskipunar Evr- ópusambandsins sem á að taka gildi innan sambandsins og í aðildarlönd- um Evrópska efnahagssvæðisins 1. desember. Ágreiningur er á milli aðila um útfærslu tilskipunarinnar og er orðið ljóst að hún muni því ekki komast til framkvæmda hér á landi á tilsettum tíma. ESB veitti aðildarríkjum frest til 23. nóvember sl. til að lögfesta eða ganga frá samningum milli aðila á vinnumarkaði um framkvæmd til- skipunarinnar. Frá þeim tíma full- nægir íslenska ríkið því ekki skyld- um sínum samkvæmt EES-samn- ingnum, skv. upplýsingum Davíðs Þórs Björgvinssonar, prófessors við lagadeild HÍ. Hann segir að tilskip- unin taki þó ekki sjálfkrafa gildi hér á landi 1. desember heldur geri Sunmar Pacific Eimskip hættir þátttöku EIMSKIPAFÉLAG ísiands hf. hefur ákveðið að hætta við þátt- töku félagsins í stofnun nýs fyrirtækis í Seattle í Bandaríkj- unum um skipaflutninga milli vesturstrandar Bandaríkjanna og Rússlands. Samningaviðræður við bandaríska fyrirtækið Sunmar Hoidings um að Eimskip kæmi inri sem helmingseigandi í nýju félagi hafa staðið yfir um nokk- urra mánaða skeið. Að sögn Þorkels Sigurlaugssonar, fram- kvæmdastjóra þróunarsviðs Eimskips, hefur félagið nú ákveðið að draga sig út úr þessu verkefni þar sem það var ekki talið nógu álitlegt eftir nánari athugun. Ráðgert hafði verið að Eim- skip og Sunmar Holdings stæðu sameiginlega að stofnun nýs fyrirtækis í Seattle, Sunmar Pacifie Lines, og var ætlunin að það tæki til starfa síðar á árinu. Hið nýja fyrirtæki átti að taka við rekstri Sunmar Containers Lines, dótturfyrir- tækis Sunmar Holdings, og stunda siglingar milli Seattle í Bandaríkjunum og fjögurra hafna á Kyrrahafsströnd Rúss- lands. Var fyrirhugað að eign- araðild Eimskips í fyrirtækinu yrði 50%. íslendingar voru komnir til starfa í Seattle Fjórir Islendingar voru komnir til starfa í Seattle við undirbúning starfsemi hins nýja fyrirtækis þegar ákveðið var að hætta við kaupin og munu þeir nú snúa til fyrri starfa, að sögn Þorkels. Ráðherra segir reynttil þrautar að ná samningum EES-samningurinn ráð fyrir að við- komandi ríki þurfi að innleiða til- skipanir ESB svo að þær öðlist gildi. Samningafundir í dag Páll Pétursson félagsmálaráð- herra segir að reyna verði til þraut- ar að ná samningum um málið svo ekki þurfi að innleiða tilskipunina með lagasetningu. Samninganefnd- ir ASÍ og samtaka opinberra starfs- manna munu eiga fund um málið í dag með fulltrúum ríkisins, Reykjavíkurborgar og launanefnd- ar sveitarfélaga og síðdegis verður samningafundur vegna þessa máls milli ASÍ og samtaka vinnuveitenda á almenna vinnumarkaðinum. „SÚ MIKLA breyting, sem for- maður Framsóknarflokksins boð- aði í afstöðu til eignarhalds og verslunar með kvótann óveiddan í sjónum, vekur vonir um að jafnvel á stjórnarheimilinu sé að verða skilningur fyrir nauðsyn lagfær- ingar á kvótakerfinu. Því ber auð- vitað að fagna ef rétt reynist og eftir gengur,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambands íslands, í ræðu á formannaráðstefnu FFSÍ á Akureyri í gær. Hann kvaðst vonast til að niðurstaða ráðstefnu formannanna yrði sú að þeir hvettu þingmenn til að styðja frumvarp um afnám leigukvóta- brasksins. Guðjón kvaðst í nokkur ár hafa varað sterklega við afleiðingum „Það hafa verið haldnir samn- ingafundir og hvor aðili fýrir sig lagt fram drög að samningi, sem eru hugmyndir aðiia um hvernig eigi að útfæra tilskipunina. Staðan er núna sú að það er nokkuð breitt bil á milli aðila,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri VSÍ. Ekki fullreynt Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASÍ, bendir á að ísland sé ekki eina Evrópulandið sem ekki hafi enn afgreitt vinnutímatilskipunina. Hann segir að nokkur áherslumun- ur sé á milli aðila vinnumarkaðar- ins. „En ég tel að það sé ekki full- reynt að við náum ekki samkomu- lagi. Það er þó ljóst að við getum ekki gefið þessu endalausan tíma,“ segir hann. ■ Ágreiningur/37 kvótakerfisins. „Ég hef haldið því fram að kvótakerfið í framkvæmd geri heiðarlegustu menn, bæði til sjós og lands, afhuga virðingu fyr- ir verðmætum og því að umgang- ast auðlindina á réttan hátt. Krafan um ávöxtun kvótans út frá peningalegum sjónarmiðum þess VEGASAMBANDI var komið á um Skeiðarársand í gær. Samgöngu- ráðherra bauð vegagerðarmönn- um og öðrum þeim er að verkinu komu til kvöldverðar í Freysnesi í gær. „Þeir hafa unnið gott verk við erfið skilyrði og mér þykir rétt að sýna þeim að þjóðin meti mikils þeirra verk,“ sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra. „Vegagerðarmenn hafa að mínu viti unnið kraftaverk á sandinum, annars vegar með því að bjarga sem eignarhaldið hefur gengur niður eftir valdastiganum, einkum í atvinnuleysi eins og nú er, frá útgerð til yfírmanna og þaðan til hásetans, sem jafnvel án hvatning- ar hækkar sinn aflahlut úr fáum kvótatonnum skipsins með úr- kastsaðferðinni." mannvirkjum, sem sýnir raunar hvað þau voru vel hönnuð í önd- verðu, og hins vegar með því hversu skjótt og vel þeir brugðust við þegar hlaupinu linnti. Þeir hafa þurft að starfa við erfið skil- yrði, sérstaklega hefur moldrok verið þeim erfitt,“ sagði Halldór. Helgi Hallgrímsson vegamála- stjóri sagði verkið hafa gengið mjög vel. „Það er fyrst og fremst að þakka þeim sem hér hafa verið að störfum." Þá sagði Guðjón að sjávarút- vegsráðherra hefði sagt við setn- ingu fiskiþings að þá, sem voguðu sér að segja frá því að afla væri hent í sjóinn, ætti að lögsækja sem svikara við þjóðina. Hann sagði sjávarútvegsráð- herrann vita að lög væru brotin á sjómönnum með kvótabraski og spurði hvort ekki væri nær að ráðherrann, sem einnig væri dómsmálaráðherra, bæði um upp- lýsingar og höfðaði nokkur opin- ber sakamál. „Það verður að gera þá kröfu að allir skuli jafnir fyrir lögum og enginn er sekur fyrr en sekt er sönnuð,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson. UMFERÐ var hleypt yfir nýju Gígjubrúna í gær. Morgunblaðið/Júlíus Forseti FFSÍ fagnar orðum formanns Framsóknarflokks um kvótamál Vonandi aukinn Ráðherra höfði sakamál skilningur innan ríkisstjórnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.