Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
PETRA ÞÓRA JÓNSDÓTTIR,
Hrauntungu 6,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju
föstudaginn 29. nóvember kl. 15.00.
Pétur Auðunsson,
Guðrún Óla Pétursdóttir,
Þorsteinn Auðunn Pétursson, Ragnheiður Pálsdóttir,
Hinrik Pétursson, Erla Margrét Margeirsdóttir
og barnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir, amma og lang-
amma,
MARÍA SIGURÐARDÓTTIR,
Starengi 48,
Reykjavík,
er látin.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Sérstakt þakklæti til handa heimahlynn-
ingu Krabbameinsfélagsins.
Haukur Þorsteinsson,
börn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín,
ALDA GUÐLAUGSDÓTTIR,
Baughóli 27,
Húsavik,
lést sunnudaginn 24. nóvember.
Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju
laugardaginn 30. nóvember kl. 10.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hreiðar Sigurjónsson.
t
Ástkær frænka okkar,
EMILÍA BRYNHILDUR M.
JÓHANNESDÓTTIR,
frá ísafirði,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 17. nóvem-
ber.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Jóhannes Jensson,
Guðrún Jensdóttir,
Jenný Jensdóttir,
Ragnar Jensson,
Þórný Jensdóttir.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
EVA VILHJÁLMSDÓTTIR
frá Meiri-Tungu,
Holtum,
Ásgerði 5,
Reyðarfirði,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnu-
daginn 24. nóvember, verður jarðsungin
frá Áskirkju föstudaginn 29. nóvember
kl. 3 síðdegis.
Hallgrímur Jónasson,
Valgerður Hallgrímsdóttir,
Vigdís Hallgrfmsdóttir, Gunnar Ingi Gunnarsson,
Jónas Hallgrímsson, Kristín Isleifsdóttir,
Lára Birna Hallgrímsdóttir, Heimir Geirsson,
Guðrún Bóel Hallgrímsdóttir, Björgvin Karlsson,
Ketill Hallgrimsson
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
HELGU JÓNSDÓTTUR,
Höfðabraut 8,
Akranesi.
Guð blessi ykkur öll.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og langömmubörn.
+ Guðrún Jó-
hannsdóttir
fæddist á Sellandi í
Reykjavík 12. júní
1899. Hún lést á
heimili sínu hinn 19.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Jóhann
Björnsson og Helga
Tómasdóttir. Hinn
21. maí 1938 giftist
Guðrún Jóni Olafs-
syni, f. 20. júní 1898,
d. 22. mars 1964.
Þeim varð ekki
barna auðið, en tóku
að sér kjörson, Jóhann Þóri
Jónsson, sem kvæntur er Sig-
ríði Vilhjálmsdóttur og eiga
þau þrjú börn. Einnig tóku þau
fósturdóttur, Guðfinnu Iris
Þórarinsdóttur, og er hún gift
Nú þegar amma er dáin þurfum
við sem eftir erum að finna út
hvemig best er að kveðja hana.
Og það er hreint ekki auðvelt.
Amma var margbrotin og frábær
manneskja, nokkur orð í blaði ná
aldrei að lýsa henni vel og orðin
eru fábrotin þegar þau eru notuð
til að lýsa manneskju eins og henni.
Réttu orðin eru ekki til.
Wemer Ipsen og
eiga þau fimm böra.
Guðrún lauk kenn-
araprófi árið 1931
og var kennari í
Vestur-Eyjafjalla-
hreppi 1931-1933.
Hún var forstöðu-
kona hjá Mjólkur-
samsölunni frá byrj-
un 1935-1942, og
síðar frá 1958-
1972. Hún var
starfsmaður Morg-
unblaðsins frá
1975-1988.
Guðrún var stofnfé-
lagi Alþýðuflokksins og var
heiðursfélagi í stúkunni Eining-
in nr. 1.
Útför Guðrúnar fer fram frá
kapellu Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Amma var besta amma í heimi.
Hún hafði alltaf tíma til að tala
við okkur, sama hvað bjátaði á.
Hún skildi okkur betur en nokkur
annar og þegar við vorum búin að
tala við hana, búin að segja henni
frá því sem bjátaði á virtist allt
vera auðleyst. Þannig var nefnilega
hún amma. Hún þurfti varla neitt
að segja. Hún leysti málin með því
að vera hún sjálf, með því að hlusta
og gefa ráð.
Við eigum eftir að sakna ömmu
svo óumræðilega mikið. Hún var
okkur svo margt, ekki bara amma
heldur líka félagi og vinur. Leikfé-
lagi þegar við vorum lítil og trúnað-
arvinur þegar við urðum unglingar.
Það eru ekki margir sem geta
breyst svo mikið án þess að breyt-
ast neitt.
Það verður skrýtið að geta ekki
lengur farið upp til ömmu að
spjalla yfir rjúkandi heitum kakó-
bolla og nýsteiktum kleinum, að
geta ekki talað við ömmu um hvað
bjátar á eða hvað á daga okkar
hefur drifið. Okkur langar meira
að segja að fara upp til hennar
núna og tala um sorgina yfir að
vera búin að missa hana. En það
verður ekki. Héðan í frá tölum við
ekki við ömmu meir nema í gegn-
um hugskeyti. Hugskeyti sem við
erum viss um að amma muni fá
og svara. Þótt síðar verði. Megi
ömmu líða vel núna hjá Guði. Ef
einhver á hvildina skilið er það
hún. Góða nótt, elsku amma, láttu
þér líða vel.
Þó að jarðnesk björgin brotni,
bili himinn, þomi mar,
allar sortni sólimar,
eldar deyi - allt um þrotni,
aldrei gleymist það sem var.
(Ók. höf.)
Guðrún Jóna Ipsen,
Jón Rúnar Ipsen,
Karl Agúst Ipsen,
Halldór Bjarki ípsen.
GUÐRÚN
JÓHANNSDÓTTIR
+ Steinunn Guð-
munda Ólafs-
dóttir fæddist á
Kirkjulandi í Aust-
ur-Landeyjum 4.
apríl 1904. Hún lést
á Hjúkrunarheimil-
inu Skjóli 12. októ-
ber síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Kross-
kirkju í Austur-
Landeyjum 19.
október.
Steinunn Guðmunda
lifði og starfaði nær
alla okkar byltingarkenndu öld.
„Við höfum lifað fomöldina og nú-
tímann,“ sagði vitur kona við skrif-
ara þessa greinarkoms. í upphafi
aldar voru vinnuhættir lítt breyttir
frá því sem verið hafði þá er land
byggðist. Og nú tæknibyltingin með
sínu umróti og brambolti.
Steinunn Guðmunda var fædd á
Kirkjulandi í Austur-Landeyjum.
Þar bjuggu foreldrar hennar bjarg-
álna búi 1897 til 1934. Einkenn-
andi fyrir heimilisfólk
á Kirkjulandi var alúð
og góðvild til sam-
ferðafólks.
Landeyingar héldu
þjóðhátíð sína á
Kirkjulandi árið 1974.
Þá bjó þar frægur
smiður, Bjami Bjarna-
son. Mér var sagt að
hann hefði smíðað
klukkuna miklu í Hall-
geirsey.
í Jarðabók Áma og
Páls segir um Kirkju-
land: „Þessi jörð liggur
undir miklum spjöllum
af sandi og vatni og jafnvel eyði-
leggingu." Samt búnaðist mönnum
betur á Kirkjulandi en sumum jörð-
um sem betur þóttu í sveit settar.
Magnús Magnússon hét maður.
Hann var son Magnúsar Þórðarson-
ar, hann var bóndi og kunnur for-
maður á Kirkjulandi. Magnús yngri
í samtali: „Mér hlýnar alltaf um
hjartarætur þegar ég hugsa um
Kirkjuland í Austur-Landeyjum.
Þar urðum við (systkin) sem sagt
að manni. Ég held að við hefðum
orðið uppkreistingar og ónýt til allra
hluta, ef við hefðum ekki flust á
Kirkjuland."
Foreldrar Guðmundu voru Ólaf-
ur Sigurðsson, bóndi á Torfastöð-
um í Fljótshlíð, og Ingibjörg Guð-
mundsdóttir, bónda og smiðs frá
Brekkum í Hvolhreppi. Afi Ingi-
bjargar var Þorkell á Ljótarstöðum
í Landeyjum, frægur skipasmjður,
smíðaði m.a. Gideon, Trú og ísak,
„sem öll voru orðlögð gæða- og
happaskip".
I búskapartíð Kirkjulandshjóna
sóttu Landeyingar sjó fast. Það mun
hafa verið á útmánuðum 1916 að
Jónas í Hólmahjáleigu, formaður
föður míns, „lagði frá“ til Vest-
mannaeyja. Sjór hafði brimað svo
ekki var hægt að lenda við Sandinn.
Þá gátu menn orðið innlyksa í Eyj-
um dögum eða vikum saman. Heim-
ilin sum hafa þá verið illa stödd
þegar húsbóndinn var fjarri. Móðir
mín varð þá að bæta á sig gegning-
um því ekki mátti svelta skepnurn-
ar. Flaug nú „fiskisagan", að Svan-
urinn hefði ekki náð landi, og það
þótt ekki væri þá sími nema á tveim
bæjum í sveitinni.
Þá í ljósaskiptum kemur Guð-
munda austur að Rimakoti, send
móður minni til halds og trausts.
Móðir mín minntist stundum þessa
sérstaka vinarbragðs fólksins á
Kirkjulandi. Var hvort tveggja að
telpan var hugsunarsöm og glað-
lynd, hélt konunni í kotinu selskap
og hafði skrifara í gæslu, fimm ára
og lítt hæfan til útiveru um hávetur.
Guðmunda giftist 12. maí 1932
Ágústi Guðlaugssyni (1903-1991)
í Norðurhjáleigu í Austur-Landeyj-
um. Ungu hjónin hófu þar búskap
árið 1934. Þeim búnaðist vel þótt
jörðin væri ekki mjög stór. Um tutt-
ugu árum síðar nefndist bær þeirra
Lækjarhvammur. Hjáleigunöfn sér-
lega mörg í A-Landeyjum fyrrum.
En eftir að Ingólfur frændi hafði
hvatt bændur til að þurrka land,
rækta land og stækka búin sín var
ekki við hæfi að halda 5 hjáleigur
sem voru orðnar höfuðból.
Ágúst í Lækjarhvammi var smið-
ur góður. Hann var eiginlega „stað-
arsmiður" ijölskyldunnar í Vatna-
hjáleigu. Hann smíðaði íbúðarhús
og heyhlöðu. Og handa undirrituð-
um hans fyrsta bókaskáp sem enn
er í fullu gildi.
Þau hjón fluttu til Reykjavíkur
árið 1967. Ágúst andaðist árið 1991
og Guðmunda 12. október 1996.
Blessuð sé minning Lækjar-
hvammshjóna.
Haraldur Guðnason.
t
Okkar elskulegi faðir, tengdafaðir, afi og bróðir,
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
frá Traðarbakka,
Akranesí,
siðar Bláhömrum 2,
Reykjavik,
lést á Borgarspítalanum 20. nóvember sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey. ,
Börn, tengdabörn, barnabörn
og systur.
t
Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÞÓRUNN WOODS,
Blikabraut 3,
Keflavík,
lést þriðjudaginn 26. nóvember.
Kristinn B. Egilsson,
Sesselja Woods,
börn, tengdabörn og barnabörn.
STEINUNN
GUÐMUNDA
ÓLAFSDÓTTIR