Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 22
£9 APO' fl^HVflVftW ^WUHAa'ITMV" 22 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Óánægja með ísraelsstjórn í Bandaríkjunum Gagnrýna Netan- yahu harðlega Washington. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN gagnrýndi í fyrradag harðar en nokkru sinni fyrr stefnu Israelsstjórnar og Benjamins Netanyahus forsætisráðherra hvað varðar nýbyggðir gyðinga á Vestur- bakkanum. Sagði hún, að heimsókn hans í byggðirnar á þriðjudag myndi ekki greiða fyrir friðarviðræðunum. Yfirlýsingin, sem Nicholas Burns, talsmaður utanríkisráðuneytisins, kom á framfæri þykir sýna vaxandi óánægju Bandaríkjastjórnar með stefnu Netanyahus en litið er á heim- sókn hans í gyðingabyggðirnar sem beina ögrun við Palestínumenn. Var hún farin daginn eftir að palestínska heimastjórnin krafðist þess, að bygg- ingaframkvæmdir í gyðingabyggð- unum á Vesturbakkanum yrðu stöðv- aðar tafarlaust. Nýr tónn Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur áður lýst yfir óánægju með gyðingabyggðirnar almennt en með því að tengja hana beint við heim- sókn Netanyahus hefur það gengið lengra en fyrr í gagnrýninni. Palestínskir embættismenn sögðu í fyrradag, að Palestínumenn myndu hætta að sinni þátttöku í friðarvið- ræðunum til að mótmæla því, að ísra- elar hafa ekki staðið við friðarsamn- inga, sem undirritaðir voru í fyrra. Undirbúningur EMU Ósætti um stöðug- leikasáttmála Brussel. Reuter. SÉRFRÆÐINGANEFND Evrópu- sambandsins (ESB) í peningamálum, mistókst í gær, þrátt fyrir sextán stunda löng fundahöld, að komast að samkomulagi um „stöðugleika- sáttmála" fyrir þau ríki, sem vilja gerast aðilar að Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu, EMU. Að sögn embættismanna reyndist nefndinni ekki mögulegt að sætta ólík sjónarmið á ýmsum þáttum téðs sáttmála. Einkum skiptust nefndar- menn í tvö horn í ______________ afstöðu sinni til þess hvernig meta skuli sérstakar efnahagsaðstæður ríkis, sem stefnir að þátttöku í EMU, sem myndu leyfa viðkomandi ríki að komast hjá refsiaðgerðum, ef því tekst ekki að virða tilskilin mörk fyrir EMU-aðild, sem kveðið er á um í Maastricht-sáttmálanum. Samkvæmt fyrirliggjandi hug- myndum kynnu ríki sem rækju ríkis- sjóð með meira en 3% árlegum halla af vergri landsframleiðslu að þurfa að sæta háum sektum ef þau skæru ekki ríkisútgjöld niður. Þjóðverjar, sem áttu frumkvæði að stöðugleikasáttmálanum, leggja mikla áherzlu á hann og vara við því að EMU-skilyrði Maastricht-sátt- málans verði „vötnuð út". Búizt er við að peningamálanefnd- in muni á leiðtogafundi ESB-ríkjanna í Dublin 13.-14. desember nk. leggja fram tiilögur sem sæmileg sátt geti evWÍ** orðið um, þrátt fyrir að hafa mistek- izt að ná samkomulagi nú. Árangur í eitt ár ekki nægjanlegt í viðtali við þýzka viðskiptadag- blaðið Handelsblatt segist Yves Thi- bault de Silguy, sem fer með fjármál í framkvæmdastjórn ESB, telja mjög mikilvægt, að ríki sem vildu taka þátt uppfylltu öll EMU-skilyrðin og að þau sanni að árangur þeirra sé ______________ ekki aðeins skammær. Hann segir ríki ekki munu sjálfkrafa teljast hafa upp- fyllt skilyrðin fyrir stofnaðild að EMU 1. janúar 1999, jafnvel þó það upp- fylli skilyrðið um 3% halla á árinu 1997, eins og eitt skilyrða Maastricht sáttmálans hljóðar upp á. Hann segir framkvæmdastjórnina og Evrópsku peningamálastofnunina (EMI) munu meta hvort ríkisfjármál og efnahagur einstakra ríkja uppfylli skilyrðin, en til að fá vottorð um að árangur við- komandi ríkis á þessu sviði sé fullnægj- andi, sé ekki nóg að efnahagstölur þess samræmist skilyrðunum í eitt ár. „í okkar skýrsiu til ríkisstjórna- leiðtoganna [á fundinúm í Dublin] munum við halda okkur stranglega við Maastricht-skilyrðin og sýna fram á að samræmingin [á ríkisfjár- málum ríkjanna sem stefna að EMU- þátttöku] verði mikil og varanleg," segir Thibault de Silguy. LISTIR Kostir innri markaðarins kynntir Ný alnetsþjónusta ESB fyrir borgarana ríkja og mörgum minnihlutamál- um, á borð við basknesku, gelísku og velsku, er að finna upplýsingar um rétt borgaranna samkvæmt reglum ESB um heilbrigðis- og öryggismál á vinnustöðum, jafn- rétti, neytendavernd, atvinnu- tækifæri, búseturétt, skólavist og margt fleira. Fyrir þá, sem ekki hafa aðgang að alnetinu, hefur verið sett upp símaþjónusta sem þjónar svipuðu hlutverki. Flest þau réttindi borgaranna, scin innri markaðurinn f elur í sér, ná einnig til EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að Evrópska efnahags- svæðinu, og er þess sérstaklega getið á vefsíðunum, þar sem við á. Netslóðin er eftirfarandi: „http://citizens.EU.int". Brussel. Reuter. EVRÓPUSAMBANDIÐ opnaði í fyrradag nýja þjónustu á alnetinu. Vefsíðurnar, sem eru skrifaðar á öllum tungumálum ESB, lika þeim óopinberu, eiga að veita hinum almenna borgara upplýsingar um það hvernig hann getur nýtt sér hinn hindrunarlausa innri markað sambandsins. „ Allir eiga rétt á að vita hvern- ig Evrópusambandið hefur áhrif á daglegt líf þeirra og ég vil tryggja að allir hafi aðgang að upplýsingunum, ekki bara fá- mennur hópur þeirra, sem bezt eru upplýstir," sagði Jacques Santer, forseti framkvæmda- stjórnar ESB, á blaðamannafundi. Á vefsíðum framkvæmdastjórn- arinnar, sem skrifaðar eru á öllum opinberum tungumálum ESB- Morgunblaðið/Golli SCHOLA cantorum heitir nýr kammerkór við Hallgrímskirkju sem heldur sína fyrstu tónleika í kvöld í Þorlákshafnarkirkju. Nýr kammerkór kveður sér hljóðs Fjögurra radda messa SCHOLA cantorum er nýr kór sem stofnaður hefur verið við Hall- grímskirkju í Reykjavík. Þetta er kammerkór skipaður sautján manns sem flestir syngja eða hafa sungið með Mótettukór Hallgríms* kirkju einnig. Fyrstu tónleikar Schola cantorum verða haldnir í Þorlákshafnarkirkju að kvöldi fímmtudags 28. nóvember og hefj- ast klukkan 21. Þeir verða endur- teknir í Hallgrímskirkju sunnu- daginn 1. desember klukkan 17. I samtali við Morgunblaðið sagði Hörður Áskelsson, stjórn- andi kórsins, að hann yrði viðbót við Mótettukórinn þótt síðarmeir væri hugsanlegt að kórarnir tveir skiptu með sér verkum. „Þetta er tilraun sem við ætlum að fara af stað með. Við höfum í sjáífu sér ekki sett okkur neitt markmið nema að fremja góða tónlist. í seinni tíð hafa slíkir kórár orðið æ algengari í kórastarfi, þessi stærð á kór er viðráðanlegri og sveigjan- legri og verður gaman að takast á við þetta verkefni." Tónleikarnir hefjast á því að lat- neski aðventusálmurinn Veni, veni Emanuel er sunginn í tvíradda raddsetningu sem talin er vera frá þrettándu öld. í kjölfarið syngur kórinn hina íslensku gerð sálmsins, Kom þú, kom, vor Immanúel, í raddgerð Róberts A. Ottóssonar. Að öðru leyti er aðallega á efnis- skránni ensk tónlist frá sextándu og sautjándu öld. Þar kemur Will- iam Byrd mest við sögu og ber hæst fjögurra radda messu hans, Mass for four voices, sem er meðal glæsilegustu tónverka endurreisn- ar. Einnig syngur Schola cantorum hina himnesku mótettu Hear my prayer, 0 Lord eftir Henry Purcell og gerir nýstárlega tilraun með sérstæðum flutningi á sálmútsetn- ingu eftir Johann Sebastian Bach. Þar er hefðbundin hrynjandi brotin upp svo að tónlistin leysist upp í kynngimagnað hljómhaf. Hörður Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju, stjórnar Schola cantorum og munu tónleikagestir í Þorlákshafnarkirkju fá að heyra hann leika á glænýtt orgel kirkj- unnar sem er listasmíð Björgvins Tómassonar, orgelsmiðs í Mos- fellsbæ. Norræn ljóð fá Spænsku bókmenntaverðlaunin SPÆNSKU þýðendurnir Franc- isco J. Uriz og José Antonio Fern- ández Romero hlutu á fðstudag- inn æðstu þýðendaverðlaun Spán- ar 1996, Premio Nacional de Traducción, fyrir þýðingar sínar á ljóðasafninu Poesía Nórdica (Norræn ljóð) sem kom út í fyrra. Verðlaunin eru veitt af spænska menningarmálaráðuneytinu fyrir bestu þýðingu á spænska tungu árið 1995. Uriz ritstýrði safninu og þýddi skandinavískan hluta þess, en Romero íslensku ljóðin. Uriz hefur þýtt verk fjölda nor- rænna skálda og er forstöðumað- ur Þýðendahússins í Tarazona í Aragónhéraði, en frá starfseminni þar hefur verið sagt í Morgun- blaðinu. Romero hefur m.a. þýtt verk eftir Halldór Laxness og hefur nýlokið þýðingu Engla al- heimsins eftir Einar Má Guð- mundsson. Hann er prófessor við háskólann í Vigo í Galisíu. Mörg íslensk skáld Mörg íslensk skáld eiga ljóð í Poesía Nórdica, en íslenski hlut- inn nær yfir 178 síður með inn- gangi eftir Eystein Þorvaldsson. Skáldin sem þýtt er eftir eru Snorri Hjartarson, Ólafur Jóhann Sigurðsson, Jóhannes úr Kötlum, Steinn Steinarr, Jón úr Vor, Stef- Francisco J. Uriz J.A. Fernández Romero án Hörður Grímsson, Einar Bragi, Hannes Sigfússon, Sigfús Daða- son, Þorsteinn frá Hamri, Vilborg Dagbjartsdóttir, Matthías Jo- hannessen, Hannes Pétursson, Nína Björk Árnadóttir, Jóhann Hjálmarsson, Þuríður Guðmunds- dóttir, Steinunn Sigurðardóttir og Gyrðir Elíasson. Mörg ljóð eru valin eftir hvert skáld. Bókinni hefur verið vel tekið á Spáni, en mesta athygli vakti heilsíðugrein í ABC, stærsta dag- blaði Spánar, eftir Nóbelsverð- launahöfundinn Camillo José Cela (5. maí sl.) sem var einn dýrðaróð- ur um safnið. Hann tekur undir með og vitnar í sænska skáld- ið Östen Sjöstrand, sem situr í sænsku akademíunni, að bók- in eigi sér enga hlið- stæðu í heiminum. Francisco Uriz, skrif- ar Cela, er sá Spán- verji sem best þekkir norræna ljóðlist og hefur unnið verk sitt af ást á efninu og með skilningi á næmri ljóðrænni tilfinningu skálda Norðurlanda- þjóðanna fimm. Francisco J. Uriz vinnur nú að þýðingum verka eft- ir norræn skáld, m. a. útgáfu smáhefta þar sem norræn skáld eru kynnt. Komin eru út tvö hefti í þessum floki með ljóðum eftir Finnann Claes Andersson og Svíann Sandro Key-Áberg. Ljóð Jóhanns Hjálmarssonar í þýðingu J.A.F. Romero eru væntanleg í vor Útgefandi Poesía Nórdica er Ediciones de la Torre í Madríd. Bókin er 1.054 síður með formál- um og upplýsingum um skáldin. Bókin fæst hjá Máli og menningu við Laugaveg og kostar 3.995 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.