Morgunblaðið - 28.11.1996, Side 36

Morgunblaðið - 28.11.1996, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 37 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HLUTABREFA- SALA ÞRÓUNAR- SJÓÐS ÞRÓUNARSJÓÐUR sjávarútvegsins er nú að selja hlut sinn bæði í Meitlinum hf. í Þorlákshöfn og Búlands- tindi hf. á Djúpavogi. Samkvæmt lögum sjóðsins skal hlutafé í eigu hans boðið til sölu a.m.k. einu sinni á ári „og skal starfsfólk og aðrir eigendur fyrirtækisins, sem í hlut á, njóta forkaupsréttar“. Upphaf hlutabréfaeignar Þróunarsjóðs sjávarútvegsins má rekja allt til ársins 1988, er ráðuneyti Steingríms Hermannssonar tók við völdum og gerði ákveðnar ráðstaf- anir í efnahagsmálum, sem m.a. fólust í stórfelldum milli- færslum. Stofnaður var með bráðabirgðalögum Atvinnu- tryggingasjóður útflutningsatvinnugreina, sem fékk 2 milljarða króna til ráðstöfunar á næstu tveimur árum og skyldi hann vera í vörzlu Byggðastofnunar. Honum var og heimilað að skuldbreyta allt að 5 milljörðum króna af lausaskuldum útflutningsfyrirtækja. Ennfremur var stofn- aður Hlutafjársjóður Byggðastofnunar, sem heimilað var að kaupa hlutabréf í tengslum við fjárhagslega endur- skipulagningu fyrirtækja. Þar sagði, að hlutabréf, sem sjóðurinn kynni að eignast skyldu að fjórum árum liðnum verða boðin til kaups „og skal starfsfólk og aðrir eigend- ur fyrirtækisins, sem í hlut á, njóta forkaupsréttar“. Þróunarsjóður sjávarútvegsins er stofnaður með lögum nr. 92 frá 24. maí 1994. Sjóðurinn tók m.a. yfir eignir og skuldbindingar Atvinnutryggingasjóðs, Hlutafjársjóðs og Hagræðingarsjóðs. Athyglisvert er að ákvæðið um for- kaupsrétt á hlutabréfum helzt orðrétt frá lögum Hlutafjár- sjóðs til laga Þróunarsjóðs, en það er einmitt það ákvæði, sem nú orkar tvímælis og veldur deilum vegna sölu á hluta- bréfum í eign sjóðsins í Búlandstindi hf. og Meitlinum hf. Kaupin á hlutabréfunum í Búlandstindi eru nú til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar snýst málið um það, hvort stjórnarmenn eigi rétt á forkaupsréttinum, en þrír þeirra neyttu hans. Þegar þær ráðstafanir í efnahagsmálum voru gerðar, sem hér hefur verið minnzt á, átti sjávarútvegurinn í gífur- legum vandræðum vegna mikils samdráttar í þorskveiðum. Atvinnugreinin hefur síðan sjálf tekið myndarlega til hendi og mikil umskipti hafa orðið í rekstri sjávarútvegsfyrir- tækja. Fyrirtæki hafa sameinazt, hagrætt og leitað nýrra leiða til þess að bæta sér upp aflarýrnunina í þorski. Úthafsveiðar hafa komið til bjargar og á þessu fiskveiði- ári er fyrsta skipti aukinn þorskkvóti. Nú er svo komið, að fyrirtækin sýna mörg hver góðan rekstur og hafa á síðustu árum sýnt dágóðan hagnað. Þar skiptir að sjálf- sögðu einnig máli það efnahagslega umhverfi, sem ríkis- stjórn hefur skapað fyrirtækjunum með stöðugleika og lægri vöxtum en áður giltu. Gengi hlutabréfa í þessum fyrirtækjum hefur því hækkað verulega á síðustu misser- um og árum. Fimm hluthafar í Meitlinum hf. neyttu forkaupsréttar síns, eftir að ísfélagið gerði tilboð á nafnverði bréfanna 119,3 milljónir króna, þar af einn stjórnarmaður. Hins vegar neyttu þrír stjórnarmenn í Búlandstindi hf. for- kaupsréttar síns. Þar var nafnvirðið 70 milljónir og tilboð- ið á genginu 1,15 eða 80,5 milljónir króna. Miðað við að kaupin skiptist jafnt niður á þá, sem rétt hafa til kaupa hlutabréfanna í Meitlinum, kemur 23,9 milljóna króna hlutur í hlut hvers. Yfirlýst er að sameina eigi Meitilinn og Vinnslustöðina hf. í Vestmannaeyjum og hefur komið fram að 1.000 króna hlutur í Meitlinum verði 700 krónur í sameinaða fyrirtækinu. Það þýðir, ef gengið er út frá jafnvirði hlutar í Vinnslustöðinni og nýja fyrirtækinu, að hlutur hvers verði 16,7 milljónir. Núver- andi gengi hlutabréfa í Meitlinum hf. á Verðbréfaþingi íslands gæti verið alit að 3,0, og leiðir það þá til þeirrar niðurstöðu að hlutur hvers þessara fimm hluthafa yrði að verðmæti rétt rúmlega 50 milljónir króna. Hagnaður þeirra af þessum viðskiptum næmi þá um 26 milljónum króna. Nú er Morgunblaðið ekki andvígt því, að menn hagnist á viðskiptum en er eðlilegt að hagnaðurinn verði til með þessum hætti? Er ekki eðlilegra, að Þróunarsjóðurinn sjálf- ur fái slíkan hagnað í sinn hlut? Með umdeildum forkaups- réttarákvæðum eru skapaðir möguleikar á stórgróða, sem getur tæpast hafa verið ætlun löggjafans á sínum tíma. Þijú stjórnarfrumvörp um fjarskipti og póstþjónustu eiga að verða að lögum fyrir jól Áherslan lögð á skýrar leikreglur Þrjú frumvörp um fjarskipti og póstþjónustu eru til umfjöllunar í samgöngunefnd. Byggt hefur verið á Evrópulöggjöf við gerð þeirra og einkum lögð áhersla á tvennt, að tryggja jafna samkeppnisaðstöðu og hag notenda, skrifar Helga Kr. Einarsdóttir. TIÐNIROF ÞRAÐLAUSRA FJARSKIPTA |7\7\7\7\7 \7 v y y \7 \7\7\7\7\7 \7 \7\7 v v \7\7\7v\7 \7 \7 \7 v \7\7 \7\7\7\7 \7 \7\7 v‘\7\7\7\7 \7\7 \7‘\7‘\7‘\7‘\7 VLF Very low frequency Ekki úthlutað (að 9,0 kHz) 3 kHz Leið- saga o.fl. 14,0-30,0 kHz: Fastaþjónusta Sjófarstöðvaþjónusta o.fl. 30 kHz LF Low frequency MF Medium frequency HF High frequency VHF Very high frequency UHF Ultra high frequency SHF Super high frequency EHF Extremely high frequency Fastaþjónusta 148,5-255,0 kHz: Leið- Sjófarstöðvaþjónusta o.fi. Langbylgjuútvarp o.fí. 30 kHz 300 kHz Farstöðvaþjónusta o.fl. 526,0-1606,5 kHz: Miðbylgjuútvarp 300 kHz Landfarstöðva- þjónusta, amatörar, flugfarstöðvar o.fl. 3 MHz Stuttbylgjuútvarp - Sjófarstöðvaþjónusta - Landfarstöðvaþjónusta- Flugþjónusta - Amatörar og fl. 3 MHz Farstöðva- þjónusta, fastaþjónusta o.fl. v 30 MHz 47,0-68,0 MHz: VHF sjónvarp Flug- leið- saga 144,0-174,0 MHz: 87,5-108,0 MHz: Farstöðvaþjónusta, 174,0-230,0 MHz: —I FM útvarp fastaþjónusta o.fl. VHF sjónvarp 30 MHz Farstöðva- þjónusta, fastaþjónusta o.fl. 453,0-457,5:- 463,0-467,5:- NTM-farsímar 300 MHz 470,0-830,0 MHz: UHF sjónvarp 300 MHz 890,0-914,0: GSM-farsímar 935,0-959,0: GSM-farsímar 914,0-915,0: þráðlaussími 959,0-960,0: þráðlaus sími (CT1) -1800 MHz: DCS-sími 800 - 3 GHz: Farstöðva-, fastaþiónustao.fl,—| 3 GHz Farstöðvaþjónusta - Fastaþjónusta - Fastaþjónusta yfir gervihnött - Stjörnufræðiþjónusta - Leiðsaga o.fl. 3 GHz 30 GHz Farstöðvaþjónusta - Fastaþjónusta - Fastaþjónusta yfir gervihnött - Stjörnufræðiþjónusta - Leiðsaga Geimrannsóknir o.fl. 30 GHz 300 GHz GÖMUL OG NY SKIPAN FJARSKIPTAMÁLA Samgöngu- ráðherra Póst- og síma- málastofnun (núv. Póstur & sími) Heyrir undir samgöngu- ráðherra en verður Póstur og sími hf. 1. janúar 1997. Samgöngu- ráðherra Yfirmaður fjarskiptamála. Fer með hlutabréf rfkisins í Pósti og síma hf. Póst- og fjar- skiptastofnun Sjálfstæð stofnun sem hefur umsjón með framkvæmd fjarskipta- og póstmála, og tekur til starfa 1. apríl 1997. Sinnir eftirliti með fjarskiptabúnaði og veitir einnig leyfi til póst- og fjarskiptaþjónustu, hefur eftirlit með því að leyfishafar uppfylll og virði skilyrði og kvaðir rekstrarleyfa og er stjórnvöldum til raðgjafar við að Til ^enna^r geta leitað almennir notendur, innflytjendur, seljendur fjarskiptabúnaðar og -þjónustu og fyrirtæki, til dæmis Póstur og sími hf. Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmáia Til hennar má kæra ákvarðanir og úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar. Urskurðir hennar eru endanlegir úrskurðir á stjórnsýslustigi, en þá má kæra til dómstóla. Póstur og sími hf. Stjórn fyrirtækisins mun ekki heyra undir ráöherra. Önnur póst- og fjarskipta- fyrirtæki ? Nokkrar meginreglur vinnutímatilskipunar ESB Tryggt verði að meðalvinnustundafjöldi fyrir sjö daga tímabil fari ekki yfir 48 klukkustundir, að meðtalinni yfirvinnu. Hér er átt við virkan vinnutíma þegar starfsmaður er við störf (kaff itímar eru ekki meðtaldir). Jafna máyfirvinnu yfir lengra tímabil, svokallað viömíöunartímabil, sem er fjórir mánuóir, en heimiit er að lengja það í 6 man. með lögum eða 12 mán. með kjarasamningum. Þetta þýðir að meðalfjöldi vinnustunda á viku yfir heilt viðmiðunartímabil má ekki fara yfir 48 klst. Tryggt verði að hver starfsmaður fái samfelldan 11 klst. hvíldartíma á hverju 24 klst. tímabili L jrtTiimrar-rnmrn ir.Tirjm. Tryggt verði að allir starfsmenn eigi rétt á hvlldartlma ef daglegur vinnutími er lengrí en sex klst. Tryggt verðí að allir starfsmenn elgi rétt á samfelldum hvíldartíma í 24 klst. á hverju sjö daga timabili fil viðbótar via 11 klst. hvíldartímann. Tryggt verði að allir launþegar eigi rátt á launuðu árlegu leyfi í a.m.k. 4 vikur. Ekki má láta peningaleg hlunnindi koma í stað lágmarkstímabils launaðs árlegs leyfis nema um sl : sé að ræða. Tryggt verði að venjulegur vinnutíminæturvinnustarfsmanna fari ekki að jafnaði yfir 8 tíma á hverju 24 klst. tímabili. Heimllt er að víkja frá ákvæðum tilskipunarinnar i nokkrum tilvikum með lögum eða samningum aðlla vinnumarkaðarlns _» ^ -" -»........................... ndi hvíldartíma í staðinn og ísamræmi við markmið um öryggis- og heilsuvernd. Vinnutímatilskipun ESB á að taka gildi 1. desember Ágreiningur er á milli aðila vinnumarkaðar Vinnutímatilskipun Evrópusambandsins á að öðlast gildi í aðildarríkjum EES 1. desem- ber. í grein Ómars Friðríkssonar kemur fram að nú er orðið ljóst að reglumar muni ekki koma til framkvæmda hér á landi á tilsettum tíma þar sem aðilar vinnumarkaðar- ins hafa enn ekki náð samkomulagi framkvæmd tilskipunarinnar. RJÚ FRUMVÖRP til laga um fjarskipti, póstþjónustu og póst- og fjarskiptastofn- un eru nú til yfirferðar í samgöngunefnd Alþingis og er kapp lagt á að þau verði að lögum fyrir jólafrí þingmanna. „Það er mikilvægt að allar leikreglur verði orðnar skýrar þegar Póst- og símamálastofnun verð- ur hlutafélag um áramót," segir Einar K. Guðfinnsson formaður samgöngu- nefndar. Þá er markmiðið með frumvörpun- um að tryggja notendum ákveðna lág- marksþjónustu, óháð búsetu og á við- ráðanlegu verði, þegar lögmál sam- keppninnar taka að ríkja á markaðin- um að sögn Ragnhildar Hjaltadóttur skrifstofustjóra í samgönguráðuneyti. Leitað hefur verið umsagna frá Samkeppnisstofnun, fulltrúa Pósts og síma og seljenda fjarskiptaþjónustu og -búnaðar, sem og starfsmönnum P&S, og segist Einar ekki búast við grund- vallarbreytingum í kjölfar þeirra. „Frumvörpin skýra fyrst og fremst reglur á þessu sviði atvinnulífsins til að tryggja jafna samkeppnisstöðu þeg- ar Póstur og sími, sem verið hefur hluti af stjórnvaldinu í fjarskiptamál- um, verður hlutafélag og keppir á al- mennum markaði," segir Einar. Einkaréttur ríkisins til fjarskipta- þjónustu verður afnuminn, sem kunn- ugt er, og þrengdur í póstþjónustu, en sett hafa verið ýmis rekstrarskil- yrði í frumvörpunum, bæði hvað varð- ar grunnpóstþjónustu, sem skilgreind er sérstaklega, samtengingu fjar- skiptaneta og alþjónustu í fjarskipt- um, sem einnig er gerð grein fyrir í frumvarpstexta og útfærð verður nán- ar í reglugerð. Skilgreiningin á alþjón- ustu nær, samkvæmt frumvarpinu, að minnsta kosti til talsímaþjónustu. Stjórnsýslu- og eftirlitsstofnun hefur eftirlit með framkvæmd Lagt er til að sett verði á laggirnar stjómsýslu- og eftirlitsstofnun, Póst- og fjarskiptastofnun, sem hafa á um- sjón með framkvæmd fjarskipta- og póstmála. Miðað er við að hún taki til starfa 1. apríl 1997 og að samgöngu- ráðuneytið fari með verkefnin til bráða- birgða frá gildistöku laganna til þess dags. Þar sem einkaleyfi Pósts og síma fellur ekki úr gildi fyrr en 1. janúar 1998 koma hugsanleg áhrif fyrirhug- aðra breytinga ekki að fullu fram í rekstri stofnunarinnar fyrr en það ár. Póst- og fjarskiptastofnun mun annast framkvæmd póst- og fjar- skiptamála, sem felst meðal annars í að gefa út og veita leyfi til póst- og fjarskiptaþjónustu, hafa eftirlit með því að leyfishafar uppfylli og virði skilyrði og kvaðir rekstrarleyfa og vera stjórnvöldum til ráðgjafar við að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Islands. Stofnunin mun því taka við ýmsum verkefnum sem hingað til hafa fallið undir samgönguráðuneytið eða Póst- og símamálastofnun. Þá er stofnuninni ætlað að taka að sér eftirlit með fjarskiptabúnaði, framkvæmd og úthlutun á tíðnisviði o.fl. Kostnaður verður greiddur af þeim sem nota þjónustuna samkvæmt verðskrá sem samgönguráðherra gef- ur út. „Póst- og fjarskiptastofnun mun starfa alveg sjálfstætt og gert ráð fyrir því að ráðherra geti ekki skipt sér af starfsemi hennar. Ráðherra verður yfirmaður fjarskiptamála, set- ur reglur og mótar umhverfi en allt sem viðkemur afgreiðslu og eftirliti með einstökum leyfishöfum á markaði er á valdi stofnunarinnar," segir Ragnhildur Hjaltadóttir lögfræðingur. í frumvarpinu er gert ráð fyrir úr- skurðarnefnd fjarskipta- og póstmála sem kæra má ákvarðanir stofnunar- innar til og er niðurstaða hennar end- anleg á stjórnsýslustigi, sem þýðir að ekki er hægt að kæra til samgöngu- ráðuneytisins. „Ráðherrann fer með hlutabréf Pósts og síma hf. og því er ekki talið rétt að hann hafi afskipti af leyfishöfum. Hlutverk hans er fyrst og fremst að vera stefnumarkandi," segir Ragnhildur ennfremur. Verkefni stofnunarinnar verða fjár- mögnuð með sérstöku rekstrargjaldi og áformað að fyrirtæki með rekstrar- leyfi til fjarskipta og póstþjónustu greiði 0,25% af rekstrartekjum til stofnunarinnar árlega vegna leyfis- bundinnar starfsemi. Miðað við núver- andi umfang fjarskiptaþjónustu er talið að tekjur af árgjaldi gætu numið 30 milljónum króna. Einar K. Guðfinnsson segir að- spurður að Póstur og sími hf. muni þurfa að lúta sömu leikreglum og aðrir og meðal annars sækja um rekstrarleyfi. Áætlað er að kostnaður vegna reglubundinnar starfsemi stofnunarinnar verði 85-87 milljónir króna á ári sem fjármagnaður verður með mörkuðum tekjustofnum. í frum- varpinu er jafnframt heimild ti! þess að innheimta sérstakt gjald vegna rekstrarleyfa þar sem takmarka þarf fjölda leyfishafa. Hér er átt við annað GSM-farsímakerfi, meðal annars, eða aðra sambærilega þjónustu. Heimilt verður að ákvarða gjaldið á grund- velli útboðs og er áætlaður kostnaður vegna þess um 32 milljónir króna. Verið er að undirbúa útboð vegna reksturs annars GSM-kerfis og hefur sú ákvörðun verið tekin að þau verði tvö. „Meginreglan er sú að ekki megi takmarka þátttakendur á markaðin- um, að allir sem uppfylla skilyrði eigi að fá leyfi. Frá þessu eru hins vegar undantekningar þegar sérstök rök eru fyrir takmörkun á fjölda leyfa og tak- markað tíðnisvið er sú helsta. GSM- kerfið er á 900 MHz tíðnisviði og þar er ekki pláss fyrir marga,“ segir Ragnhildur. Hún segir líka að Evrópu- ríki hafi tekið að úthluta leyfum fyrir nýja tegund stafrænna síma, DCS, á 1800 megariðum, sem hugsanlega verði gert hér. Greiða skal jafnframt í ríkissjóð gjald fyrir útgáfu leyfisbréfa til rekst- urs í fjarskipta- og póstþjónustu og er miðað við að leyfi til að reka al- menna talsímaþjónustu og að fara með einkarétt ríkisins samkvæmt lpg- um um póstþjónustu verði 500.000 krónur og að önnur leyfi muni kosta undir 100.000 krónum. Samkvæmt frumvarpi til laga um fjarskiptaþjónustu mun Póstur og sími hafa einkaleyfi til þess að reka al- menna talsímaþjónustu og almennt fjarskiptanet til 1. janúar 1998. Eftir það verður öðrum aðilum heimilað að eiga og reka almennt fjarskiptanet og veita talsímaþjónustu hér á landi, í íslenskri land- og lofthelgi. Rekstrarleyfi veitir Póst- og fjar- skiptastofnun en það er háð ýmsum skilyrðum, til dæmis að greitt sé leyf- is- og rekstrargjald, að aðgangur að fjarskiptaneti rekstrarleyfishafa sé að jafnaði opinn öllum á yiðkomandi landsvæði, að boðin sé fjarskiptaþjón- usta til útlanda þar sem það á við og að kröfum um tæknilega þekkingu sé fullnægt. Samtenging neta, alþjónusta og eftirlit með verðlagningu Kveðið er á um samtengingu fjar- skiptaneta mismunandi leyfíshafa og að þeir skuli leita samkomulags um skilmála. Takist það ekki getur Póst- og fjarskiptastofnun leitað sátta. Einn- ig mun stofnunin hafa eftirlit með verðlagningu við samtengingu fjar- skiptaneta og er ætlast til að mið verði tekið af raunkostnaði þess sem rekur viðkomandi net og hæfilegum hagnaði. Getur stofnunin krafist þess að samningar séu lagðir fram takist ekki sættir og krafist upplýsinga um við- skiptaskilmála leyfishafa varðandi samtenginguna. Einnig er ráðherra heimilt að mæla fyrir um í reglugerð aðskilnað á bókhaldi eða aðgreiningu þátta í rekstrinum tii þess að unnt sé að fylgjast með stofnkostnaði og kostnaði af rekstri samtengdra fjar- skiptaneta. Þá getur Póst- og fjarskiptastofnun mælst til að rekstrarleyfishöfum verði gert skylt að veita svokallaða alþjón- ustu á starfssvæði sínu, það er af- mörkuð fjarskiptaþjónusta, sem boðin skal notendum á viðráðanlegu verði óháð landfræðilegri staðsetningu. Nánar verður skilgreint í reglugerð hvaða þættir falla undir alþjónustu. Ef takmarka þarf fjölda rekstrar- leyfishafa er tekið mið af því hversu mörgum er hægt að heimila af tækni- legum ástæðum að veita þjónustu en þess gætt að samkeppni né nægileg með tilliti til hagsmuna notenda. Til þess að fjármagna alþjónustu sem telst vera óarðbær, til dæmis vegna fjarlægðar, kostnaðar eða ann- ars óhagræðis, er samkvæmt frum- varpinu heimilt að leggja á leyfishafa í sambærilegum rekstri sérstakt jöfn- unargjald, sem ákveðið skal í upphafi hvers árs. Þá ber rekstrarleyfishafa að birta opinberlega viðskiptaskilmála sína og kynna þá Póst- og fjarskipta- stofnun. Einnig mun stofnunin hafa almennt eftirlit með gjaldskrám í al- þjónustu, sem taka skulu mið af raun- kostnaði við að veita þjónustu að við- bættum hæfilegum hagnaði. Þegar sérstaklega stendur á er stofnuninni heimilt að mæla fyrir um hámarks- verð í alþjónustu. í frumvarpi til nýrra póstlaga er íslenska ríkið skuldbundið til þess að tryggja landsmönnum reglulega grunnpóstþjónustu og tekin upp ný skilgreining á einkarétti ríkisins til póstmeðferðar. Einnig er gert ráð fyrir að ríkið geti, með sérstöku rekstrarleyfi frá póst- og fjarskipta- stofnun, falið einum eða fleiri póstrek- endum að annast rekstur þeirrar póst- þjónustu sem það skuldbindur sig til að veita öllum landsmönnum. í leyfinu er síðan tilgreint til hvaða þátta grunnþjónustu það nær og þær kvað- ir og skilyrði sem fylgja. Gert er ráð fyrir jöfnunargjaldi sem rennur til Póst- og fjarskiptastofnunar og ætlað er að fjármagna grunnpóst- þjónustu á svæðum þar sem hún kann að vera óarðbær, til dæmis vegna strjálbýlis. Þegar svo ber undir ber leyfishöfum að skilja að þann þátt starfseminnar í bókhaldi. „Breytingarnar eru minni á póst- þjónustuhlutanum. Hins vegar er ekki ósennilegt að við munum sjá aukna samkeppni þar því rafrænar póstsend- ingar eru auðvitað að færast í vöxt, sem mun hafa áhrif á umfang og eðli póstþjónustunnar," segir Einar K. Guðfinnsson að lokum. VINNUTÍMATILSKIPUN Evrópusambandsins á að taka gildi. í EES-löndun- um 1. desember en hún fjallar m.a. um skipulag vinnutíma, lágmarkshvíldartíma og leyfi. Þar er kveðið á um þá meginreglu, að vinnutími sé ekki lengri en 48 stundir á viku. Aðildarríkin geta þó sett reglur um séstök viðmiðun- artímabil við framkvæmd reglnanna þannig að jafna má t.d. út yfirvinnu yfir lengra tímabil skv. ákveðnum reglum. Frestur rann út 23. nóvember Skv. ákvæðum tilskipunarinnar var aðildarríkjunum gert að hafa lögfest eða útfært ákvæði til- skipunarinnar með samningum milli aðila vinnumarkaðarins í síð- asta lagi 23. nóvember síðastliðinn. Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við lagadeild HI, segir að tilskipun- in taki þó ekki gildi sjálfkrafa 1. desember heldur geri EES samn- ingurinn ráð fyrir að viðkomandi ríki þurfi að innleiða tilskipanir og laga innlenda löggjöf að þeim svo að þær öðlist gildi. Hann telur hins vegar ljóst að íslensk stjórnvöld hafi ekki mik- inn tíma til að innleiða tilskipunina hér á landi þar sem fresturinn rann út 23. nóvember. „Frá þeim tímapunkti fullnægir íslenska ríkið ekki skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samr.ingnum,“ segir hann. Ágreiningur um skilgreiningar og frávik Samkomulag varð um það í nefnd félagsmálaráðuneytisins og aðila vinnumarkaðarins, að ganga skyldi frá meginatriðum tilskipunarinnar í kjarasamningum fremur en með löggjöf. „Það hafa verið haldnir samningafundir og hvor aðili fyrir sig lagt fram drög að samningi, sem eru hugmyndir aðila um hvernig eigi að útfæra tilskipunina. Staðan er núna sú að það er nokkuð breitt bil á milli aðila,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri VSÍ. Hannes telur að aðilar vinnumarkaðarins hljóti að fá eitthvað svigrúm til þess að semja um þessi mál því félagsmálaráð- herra hafi verið búinn að fela aðil- um vinnumarkaðarins að ganga frá þessu áður en ljóst varð sl. sumar að tilskipunin myndi taka gildi 1. desember. „Þetta hefur nú þegar blandast inn í viðræður um gerð kjarasamn- inga,“ segir Hannes. „Það er alveg ljóst að það eru margir sem hafa áhyggjur af þessu og menn þurfa sums staðar að gera einhveijar breytingar," segir hann. Aðspurður sagði Hannes að ágreiningurinn snerist um skilgrein- ingar á ákvæðum, frávik sem til- skipunin kveður á um og um viðmið- unartímabil vegna útreikninga á vinnutíma. Samninganefndir ASÍ og sam- taka opinberra starfsmanna munu eiga fund með fulltrúum ríkisins, Reykjavíkur- borgar og launanefndar sveitarfélaga eftir hádegi í dag og síðdegis verður samningafundur vegna þessa máls milli ASÍ og VSÍ og Vinnumálasambandsins. Halldór Grönvold, skrifstofu- stjóri ASÍ, segir að ljóst sé orðið að tilskipuninni verði ekki hrint í framkvæmd hér á landi um mán- aðamótn en hann bendir á að ekki sé heldur búið að afgreiða til- skipunina í nokkrum Evrópulönd- um. Aðspurður um ágreining aðila sagði Halldór allnokkurn áherslu- mun. „En ég tel að það sé ekki fullreynt að við náum ekki sam- komulagi. Það er þó ljóst að við getum ekki gefið þessu endalausan tíma,“ segir hann. Ráðherra vill reyna samningaleiðina til þrautar Páll Pétursson félagsmálaráð- herra segir að reyna verði til þrautar að ná samn- ingum um málið svo ekki þurfi að innleiða tilskip- unina með lagasetningu. „Þeir þurfa að hraða sér en heimurinn ferst ekki þótt það líði einhverjar vikur þangað til nið- urstaða fæst. Mér finnst mjög mik- ilvægt ef samningar gætu tekist á þeim grundvelli að vinnutími yrði styttur," segir félagsmálaráð- herra. Páll sagði matsatriði hvort menn hefðu svigrúm til að semja um út- færslu þessara reglna eftir að til- skipunin hefur tekið gildi. „Mér finnst nú til of mikils ætlast að við þurfum upp á punkt og prik að gera í hvelli allt það sem þeir vilja í Brússel. Það standa yfir viðræður um gerð kjarasamninga og af þeirri ástæðu er eðlilegt að það gefist ein- hver tími til að ijalla um þetta í sambandi við aðra þætti kjarasamn- inganna," sagði hann. Ráðherra lagði áherslu á að skv. tilskipuninni yrði ekki hægt að skylda neinn starfsmann til að vinna lengur en 48 stundir á viku, nema hann óskaði eftir því sjálfur en hann sagðist einnig telja að ef lagt yrði blátt bann við yfirvinnu umfram það sem tilskipunin kveður á um, að óbreyttum kjarasamning- um, hefði það auðvitað í för með sér verulegt tekjufall hjá stórum hópi íslendinga. „Ég sé ekki að íslenskar fjölskyldur megi við því tekjutapi,“ sagði hann. Þýðir mikla tekjuskerðingn í óbreyttu launaumhverfi Reinhold Richter, í Félagi járn- iðnaðarmanna, skrifar grein í nýj- asta tölublað Vinnunnar, blað ASÍ, og bendir þar á að ef vinnutímaregl- urnar koma til framkvæmda hér á landi við óbreytt launaumhverfi blasi aðeins gjaldþrot eða landflótti við launþegum sem afla 30—50% ráðstöfunartekna sinna með yfir- vinnu. Reinhold segir að tekjuskerðing járniðnaðarmanna, sem vinna að meðalatali um 52 tíma á viku og missa 8 yfirvinnutíma að jafnaði á. viku úr launaumslaginu, yrði um 540 þúsund kr. á ári. Hafnarverka- maður sem missti 10 yfírvinnutíma á viku eftir breytinguna yrði fyrir 518 þúsund kr. heildartekjuskerð- ingu á ári og ráðstöfunartekjur hans myndu minnka um 284 þús. kr. Ósammála um frávik frá meginreglum Fullnægja ekki EES- skuldbindingu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.