Morgunblaðið - 16.04.1997, Page 6

Morgunblaðið - 16.04.1997, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn SVEINN Elísson vann að því að mála yfir veggjakrotið á dvalar- heimilinu Skjóli í gær. Veggjakrot unglinga á myndbandi GRANDVAR borgari festi á mynd- band þegar fjórir unglingar skrif- uðu dónaleg orð með málningarúða- brúsa á húsvegg dvalarheimilisins Skjóls. Borgarinn afhenti lögreglu myndbandið sem tókst að hafa upp á unglingunum sem ekki voru upp- litsdjarfir. Þeir verða látnir svara fyrir gjörðir sínar. í tíundu grein nýútkominnar lög- reglusamþykktar Reykjavíkur með breytingum segir m.a.: „Á mann- virki og hluti má ekki mála eða teikna og ekki festa auglýsingar nema með leyfi eiganda eða um- ráðamanns. Þess skal gætt að troða ekki ræktaða bletti, grasreiti, blómabeð og limgerði á almanna- færi og bannað er að slíta upp blóm,“ segir m.a. í lögreglusam- þykktinni. Miklar hitasveiflur á Everest Komu þreyttir en ánægðir í grunnbúðir EVERESTFARARNIR sneru í gær aftur niður í grunnbúðir eftir velheppnað ferðalag upp í þriðju búðir sem eru í 6.500 metra hæð. Björn Ólafsson sagði að þeir væru þreyttir en ánægðir með þennan áfanga ieiðangursins. Hann sagði að þeir stefndu að því að leggja aftur af stað upp fjallið á laug- ardag og fara þá jafnvel upp í tæplega 8.000 metra hæð. Björn og félagar hans, Einar Stefánsson og Hailgrímur Magnússon voru tæplega fjóra tíma að ganga úr þriðju búðum niður í grunnbúðir. Þar biðu félagar þeirra Hörður Magnús- son og Jón Þór Víglundsson kvikmyndatökumaður. „Við reynum að leggja af stað snemma því að sólin verð- ur svo heit um miðjan daginn. Við lögðum af stað full seint í gær og það gerði okkur erfitt fyrir á leiðinni. Hitasveiflurnar eru gríðarlega miklar. I gær var t.d. logn og þá nær sólin að baka allt. Ég gæti trúað að það hafi verið svona 40 stiga hiti inni í tjöldunum. Við lágum á tjaldbotninum á nærfötunum einum fata til að kæla okkur. Á nóttunni fer frostið niður í 25-30 stig. Við reynum því að leggja af stað kl. sex að morgni þegar enn er 20 stiga frost, til að komast sem lengst áður en hitinn verður óbærilegur," sagði Björn. Stefnan sett á fimmtu búðir í 8.000 metra hæð Björn sagði að ferðaáætlunin næstu daga væri þannig að þeir myndu leggja af stað á laugardagsmorgun og fara upp í þriðju búðir í einum áfanga. Þar myndu þeir hvíla sig í einn dag og halda síðan í fjórðu búðir, sem eru í 7.300 metra hæð og sofa þar í tvær nætur. Ef ekkert kæmi upp á myndu þeir reyna að fara upp í fimmtu búðir í Suðurskarði, sem er í 8.000 metra hæð áður en þeir færu aftur niður í grunnbúðir. „Ef þetta gengur eftir þurf- um við ekki meiri aðlögunar við. Það hefur bæði kosti og galla að gera þetta með þessum hætti frekar en að fara aftur niður í grunnbúðir áður en við förum upp í fimmtu búðir eins og við höfðum ráðgert. Þetta hefur í för með sér meira álag fyrir líkamann, en þetta fækkar hins vegar ferðunum í gegnum Khumbu skriðjökulinn, sem er ágætt og við vinnum meiri tíma. Það er hins vegar margt sem gæti komið upp sem gæti breytt þessari áætlun okkar,“ sagði Björn. Frá fimmtu búðum gera leið- angursmenn atlögu að tindi Everest. Þeir gera ráð fyrir að ganga á tindinn einhvern tím- ann á bilinu 5.-10. maí. ■ Everestsíða Morgunblaðs- ins: http://www.mbl.is/everest/ Forystumenn í öryggisgæslu segja afbrotamenn haga sér eins og stórborgarræningjar Menn fylgjast með fhitnings- Ieiðum og leita veikleika Forsvarsmenn fyrirtækja á sviði öryggisþjónustu segja í samtali við Guðjón Guðmundsson, að brotalöm sé í verðmætaflutningum hér á landi. Þeir telja að viðhorf forsvarsmanna fyrirtækja til þessara mála markist af vantrú á því að hér þríf- ist skipulagðir glæpir af þessu tagi. Morgunblaðið/Júlíus VARI hf. keypti sérstaklega útbúinn bíl til verðmætaflutninga árið 1995 en neyddist til að selja hann úr landi á síðasta ári vegna lítillar eftirspurnar eftir þjónustunni. ERÐMÆTAFLUTNINGUM er mjög víða ekki nægjan- lega vel fyrirkomið að mati Hannesar Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra Securitas. Viðar Ág- ústsson, framkvæmdastjóri Vara, segir að ránsmálið sl. mánudag lýsi helst ábyrgðarleysi þeirra sem standi að peningaflutningum. Hér- lendis sé orðið breiðara litróf í af- brotum og afbrotamenn undirbúa sig eins og stórborgarræningjar. Lögreglan í Reykjavík segir það skipta sköpum að upplýsa ránsmál af þessu tagi þar sem það sé til varnaðar fyrir aðra í svipuðum hug- leiðingum ekki síður en að koma refsingu yfir þá seku og koma í veg fyrir að þeir endurtaki leikinn. Ómar Smári Ármannsson, að- stoðaryfírlögregluþjónn í Reykjavík, segir að peningaflutningar séu á ábyrgð þess sem þá flytja. Að ýmsu þurfí að gæta og gera ráðstafanir til þess að draga úr líkum á því að þeir sem sendist með peninga geti orðið fómarlömb árásarmanna. „Til að auka öryggi í peninga- flutningum er sjálfsagt að leita ráð- gjafar og jafnvel samvinnu við þá sem gefa sig út fyrir að sinna slíkum flutningum,“ sagði Ómar Smári. Hann segir að tilvik sem þessi hafí áður komið upp og miklu máli skipti að þau séu upplýst og stað- fest hveijir eigi hlut að máli, ekki síst til vamaðar fyrir þá sem em í sömu hugleiðingum. „Mest hætta er á endurtekningu þegar ekki næst í viðkomandi af- brotamenn því þeir geta þá gengið á lagið. Þess vegna skiptir mikiu máli að gera allar þær ráðstafanir sem leitt geta til þess að upplýsa slík mál,“ sagði Ómar Smári. Umræðan fljót að deyja út „Við lifum samt í miklu öruggara umhverfí en t.d. gerist og gengur á Norðurlöndunum þar sem póstrán og rán á peningaflutningamönnum em mun algengari. Hins vegar þurfa menn að vera mjög á varðbergi hér- lendis því þetta eru oft mjög alvar- leg tilvik og flutningsaðilar setja sig oft í mikla hættu," sagði Ómar Smári. Hannes segir að þegar rán eru framin, eins og síðastliðinn mánu- dag, ýti það við mönnum og margir hringdu í Securitas í gær og leituðu ráða um verðmætaflutninga. „Það hafa verið framin nokkur svona rán og við erum farnir að þekkja viðbrögðin. Umræðan deyr hins vegar mjög fljótt og er þögnuð aftur eftir fáeina daga. Þær álykt- anir sem draga má af þessu máli em þó þær að þarna er um nýtt stig að ræða. ráðist á ungan mann og hann barinn. Við hræðumst að það styttist í vopnuð rán, sem reynd- ar hafa verið framin áður hér. Við þessu þurfa menn að bregðast. Það er ijóst að í þessu tilviki eru ræningj- amir búnir að skoða aðstæður og velta fyrir sér hvernig verslunarkeðj- an stendur að verðmætaflutningum, hver fer með peningana, hvert og á hvaða tíma dagsins," sagði Hannes. Hann segir að þótt undirheimar Reykjavíkur séu ekki stórir sé ljóst að afbrotamenn velti fyrir sér slíkum leiðum til fjáröflunar. Menn viti nokkurn veginn hvar sé mikið um peningaflutninga. „Við höfum séð það í okkar starfi að það em fylgst með okkur og reynt að kortieggja okkur og fínna veik- leika okkar. Við erum mjög vel með- vitaðir um það og högum okkur í samræmi við það. Ég dreg þá álykt- un að menn séu á sama hátt að fylgj- ast með fyrirtækjum sem þurfa að flytja mikla peninga," sagði Hannes. Hannes segir að ekki sé veijandi að einn maður flytji fimm milljónir króna milli staða og það bjóði hætt- unni heim. Þegar eitthvað kemur fyrir þá endurskoði forráðamenn fyrirtækja málin. „Ég held að þeir sem eru að flytja verðmæti eigi að nota svona tilvik til þess að fara yfir allt sitt verklag og ekki aðeins þeir sem lenda í óhappinu. Við bjóðum þessa þjón- ustu en menn geta líka breytt sínu verklagi án þess að leita til sérfræð- inga í verðmætaflutningum. Þar koma m.a. inn þættir eins og að nota ekki einn mann, breyta aðferð- inni og forðast að vekja eftirtekt. Þeir sem stunda verðmætaflutninga af fagmennsku velta því stöðugt fýrir sér hvernig hægt sé að gera afbrotamönnum erfiðara fyrir,“ sagði Hannes. Hann segir að það bijóti gegn öllum grundvallarreglum að veita ræningjum mótspyrnu. Ljóst sé að starfsmenn fyrirtækja sem annast verðmætaflutninga fái oft engin fyr- irmæli hvernig bregðast skuli við. „Ef ekki er farið yfír það geta menn þurft að horfast í augu við voðaverk sem getur hlotist af mótspyrnu. Það er erfitt að umflýja að rán séu fram- in um hábjartan dag, sérstaklega meðan ekki er tekið fastar á eitur- lyfjavandamálum því langflest þess- ara afbrota tengjast þeim,“ sagði Hannes. „íslendingslegt" viðhorf Viðar Ágústsson, framkvæmda- stjóri Vara, segir að þeir sem stjórni peningaflutningum séu óábyrgir í vali á flutningsieiðum. „Vari bauð upp á verðmætaflutninga með ör- yggisvörðum sem voru útbúnir til þess að standast árásir. Þeir voru búnir hjáimum og voru með örygg- ishnapp og peningaflutningatöskur og notuðu brynvarinn peningaflutn- ingabíl. Vari gerði tilraun til þess að sýna fagmennsku í þessum flutn- ingum en markaðurinn var greini- lega ekki tilbúinn. Forráðamenn fyrirtækja, banka og verslunark- eðja, sýndu áhuga og prófuðu sum- ir þjónustu okkar í tilraunaskyni. A þessu varð ekki framhald vegna þess að þetta þótti of dýrt,“ sagði Viðar. Hann segir að viðhorf fyrirtækja- eigenda sé dálítið „íslendingslegt" að því leyti að menn telji lítið minna mál að skjótast í bankann með allt frá einni til tíu milljóna króna í tösku en að fara með bréf í póst. V erðmætaflutningabíllinn seldur úr landi Viðar segir að afbrotamenn fylg- ist betur með en menn geri sér grein fyrir. Flestir venjulegir borgarar séu bundnir daglangt við sín störf. Ræningjar hafi ekkert annað að gera en að fylgjast með þeim sem flytja peninga. „Við áttum okkur ekki á því að til eru menn sem hafa ekkert annað að gera en að fylgjast með því hvernig hægt er að ræna þá sem flytja peninga," sagði Viðar. „Ránið sl. mánudag sýnir það m.a. að ræningjar eru tilbúnir að sýna af sér slíka fífldirfsku að þeir þekkist síðar meir. Við höfum líka dæmi um það að „okkar“ ræningjar undirbúa sig eins og stórborgarræn- ingjar, að fela slóðina og fínnast ekki. Við erum að sjá breiðara litróf í þessu,“ sagði Viðar. Vari neyddist til þess að selja brynvarða peningaflutningabílinn úr landi í október sl. því eftirspum eftir þjónustnni var engin. Þó var áhugi fyrir henni, sérstaklega fyrstu dagana eftir rán.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.