Morgunblaðið - 16.04.1997, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.04.1997, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Deilt um framboð til þings í Indónesíu Stuðningsmenn Megawati mótmæla Reuter STUÐNINGSMENN stjórnarandstöðuleiðtog'ans Megawati Suk- arnoputri mótmæla við þinghúsið í Jakarta. Jakarta. Reuter. HUNDRUÐ stuðningsmanna Megawati Sukarnoputri, stjórnar- andstöðuleiðtoga í Indónesíu, komu saman við þinghúsið í Ja- karta í gær til að krefjast þess að hún fengi að bjóða sig fram í þing- kosningunum 29. maí. Um 1.500-2.000 manns tóku þátt í mótmælunum, sem stóðu í sex klukkustundir, hrópuðu vígorð til stuðnings Megawati og veifuðu borðum með áletruninni: „Mega eða ekkert". Tugir óeirðalögreglu- manna voru á varðbergi en reyndu ekki að stöðva mótmælin þótt nokkrir stjórnarandstæðinganna hefðu rifið niður girðingu, sem reist var umhverfis þinghúsið, og lokað aðalgötunni að byggingunni. Takmarkað lýðræði Herþyrla flaug yfir þinghúsið og hersveit var í viðbragðsstöðu í ná- grenninu en hún skipti sér ekki af mótmælunum. Mótmælunum lauk eftir að að- stoðarmaður Megawati las yfirlýs- ingu þar sem stjórnin var gagn- rýnd fyrir að aðstoða bandamenn sína í Indónesíska lýðræðisflokkn- um (PDI) við að steypa henni af stóli sem leiðtoga flokksins í júní. Megawati, sem er dóttir Sukarno, fyrsta forseta Indónesíu, var ekki á lista yfir frambjóðendur flokks- ins sem bandamenn stjórnarinnar lögðu fram vegna kosninganna. Aðeins þremur flokkum er heim- ilað að taka þátt í kosningunum, stjórnarflokknum, Golkar, Samein- aða þróunarflokknum, sem höfðar einkum til múslima, og Indónesíska lýðræðisflokknum. Stjómin þarf einnig að leggja blessun sína yfír öll þingmannsefnin. Kaffi- drykkja gegn krabba- meini San Francisco. Reuter. NÝLAGAÐ kaffi hjálpar okkur ekki aðeins við að vakna á morgnana, heldur getur verið, að kaffiilmur- inn dragi úr líkum á krabbameini og hjarta- sjúkdómum. Er það niður- staða rannsókna, sem gerðar hafa verið í Kali- forníu. Þegar hellt er upp á könnuna með sjóðandi vatni verða til efni, sem vinna gegn oxun og eru heilsusamleg fyrir lík- amann. Hefur það komið í ljós við rannsóknir Takay- ukis Shibamotos, prófess- ors í eiturefnafræði við Kaliforníuháskóla. „Þessi efni eru sambæri- leg öflugum andoxunar- efnum eins og E- og C-vít- amíni og mér finnst lík- Iegt, að það komi í ljós, að ilmefnin í kaffinu hafi góð áhrif á líkamann," sagði Shibamoto. Draga úr ellihrörnun Oxunarefni eru súr- efnissameindir, sem kall- aðar eru frjálsar stoðeind- ir, og ýmsir vísindamenn telja, að þær geti skemmt DN A-kj arnasýruna og frumuveggi og þannig valdið krabbameini. Andoxunarefni fækka frjálsum stoðeindum og sýnt hefur verið fram á það með rannsóknum, að þau vinna gegn krabba- meini og ellihrörnun og einnig hjartasjúkdómum. Shibamoto sagði, að þrjú gagnleg andoxunar- efni væru í kaffi og einnig í koffínlausu kaffi og til að hafa not af þeim væri ekki aðeins nauðsynlegt að drekka kaffið, heldur einnig að njóta ilmsins af því fyrstu 10 mínúturnar eftir lögun. Þrátt fyrir þetta varaði Shibamoto kaffifólk við að auka drykkjuna og sagði, að frekari rannsóknir væru nauðsynlegar. Rússland meng’að- asta land í heimi Moskvu. Reuter. Reuter Hvað slær klukkan? FRANSKI auðkýfingurinn Bern- ard Tapie athugar hvað tímanum líður er hann kemur út úr skipa- smíðastöð í Marseille í lok vinnu- dags í gær. Samkvæmt sérstöku betrunarverkefni franskra fang- elsisyfirvalda fær hann að fara ferða sinna á daginn og stunda atvinnu í skipasmíðastöðinni gegn því að mæta síðdegis í „les Baumettes“-fangelsið og verja nóttinni þar. HÆTTULEG tvísýringssambönd hafa mengað næstum þijá fjórðu Rússlands og landið er eitt það mengaðasta í heimi. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá samtökum grænfriðunga. „Veníamín Khúdoley, forstöðu- maður sjálfstæðra umhverfisathug- ana á vegum rússnesku vísindaaka- demíunnar, sagði, að hvað varðaði mengun af völdum tvísýringssam- banda væri Rússland líklega versti staður í heimi, kannski að Víetnam einu undanskildu. Átti hann þá við mengun þar vegna efnavopnaárása KOSNINGABANDALAG miðju- flokka, sem eru í stjórnarandstöðu í Króatíu, mótmælti í gær harðlega úrslitum í borgarstjórnarkosningum í Zagreb sem fram fóru á sunnu- dag. Flokkur Franjo Tudjman Króa- tíuforseta, Lýðræðisbandalagið, hlaut fleiri sæti í borgarstjórn en bandalag jafnaðarmanna og fijáls- lyndra, þrátt fyrir að hann hefði hlotið færri atkvæði. Samkvæmt óopinberum Ioka- tölum fékk Lýðræðisbandalagið ein- um hundraðshluta færri atkvæði í Zagreb en kosningabandalag jafn- aðarmanna og fijálslyndra, 35,6% Bandaríkjamanna í Víetnamstríð- inu. Tvísýringsambönd eru meðal annars í sumu bleikingarefni og illgresiseyði og geta valdið alls kon- ar meinum, til dæmis krabbameini, húð-, lifrar- og nýrnasjúkdómum og fæðingargöllum. Löngu úrelt tækni í rússneskum iðnaði veldur því, að verksmiðjurnar dæla út alls konar efnum út í loftið eða út í vötn og jarðveg og þaðan berast þau í menn og aðrar lifandi verur. „Ástandið í iandinu er ekkert annað en stórslys," sagði Khúdoley. gegn 36,7%. Þar sem þeir flokkar buðu fram hvor í sínu lagi, fá þeir 23 menn í borgarstjórn en Lýðræð- isbandalagið 24. Er búist við því að það verði áfram við völd í Zagreb, jafnvel með stuðningi Bændaflokksins. Kjör enn framlengt Opinber úrslit hafa ekki enn ver- ið birt en í blaðinu Nacional sagði í gær að stjórnarflokkur Tudjmans hefði tapað í flestum stærstu borg- um Króatíu en héldi velli í smærri sveitarfélögum. Minnti þetta mynstur mjög á úrslit sveitarstjórn- Allir sjúkir Alexei Kiseljov, annar meðhöfunda að skýrslu grænfriðunga, „Eitruðum borgum", sagði, að Dzerzhínsk, efna- iðnaðarborg 330 km frá Moskvu, væri mengaðasta borg í landinu og hugsanlega í heiminum. „Eitruð efni í grunnvatninu eru 50 milljón sinnum meiri en eðlilegt er,“ sagði hann. „Enginn íbúi borg- arinnar er heilbrigður, meðalævin er 50 ár og þótt stjórnvöld viti og hafí vitað af þessu, þá hefur ekkert verið gert í því.“ arkosninganna í Serbíu á síðasta ári. Kosningar voru framlengdar fram á þriðjudag á nokkrum kjör- stöðum í Austur-Slavóníu þar sem framkvæmd borgar- og sveita- stjórnarkosninganna þar var áfátt. Gagnrýni Fyrstu tölur verða væntanlega birtar í dag og var búist við því að Sameinuðu þjóðirnar myndu lýsa því yfir að þær hefðu farið heiðarlega fram en samtökin gagn- rýndu króatísk stjórnvöld harðlega á mánudag fyrir framkvæmdina. Mótmæla kosninga- úrslitum í Zagreb Zagreb, Vukovar. Reuter. Kynslóðaskipti í fjölmiðlaveldi Ruperts Murdochs í Ástralíu Murdoch skýrði fra því í gær að sonur hans, Lachlan, sem er 25 ára, myndi taka við stjórn fyrir- tækis hans í Ástralíu, News Ltd. Ennfremur þykir nú líklegt að hann taki við móðurfyrirtækinu, News Corp. þegar Murdoch dregur sig í hlé. Staða News Ltd. er mjög sterk á ástralska dagblaðamarkaðnum og fyrirtækið gefur einnig út tíma- rit, hefur lagt mikið undir í sjón- varpsrekstri og á stóran hlut í flug- félaginu Ansett Airlines, sem hefur verið rekið með tapi. Lachlan Murdoch varð fram- kvæmdastjóri ástralska dóttur- Reuter RUPERT Murdoch (t.h.) ásamt syni sínum, Lachlan. fyrirtækisins í september og mán- uði síðar fékk hann sæti í stjórn móðurfyrirtækisins. Hann á að taka við stjórn News Ltd. í júní þegar Ken Cowley, gamall sam- starfsmaður föður hans, sest í helgan stein. Stjórnar systirin líka? Systir Lachlans, Elizabeth, sem er 28 ára, hefur einnig þótt líkleg tii að taka við stjórn News Corp. en hún er á meðal stjórnenda syst- urfyrirtækisins British Sky Broad- casting í Lundúnum. Hún á ekki sæti í stjórn News Corp. eins og Lachlan, og líklegt þykir að honum verði síðar falið að taka við stjórn fjölmiðlaveldisins af föður sínum, sem er 66 ára. Sonurinn við stjórnvölinn Sydney. Reuter. FJÖLMIÐLAJÖFURINN Rupert

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.