Morgunblaðið - 16.04.1997, Síða 22

Morgunblaðið - 16.04.1997, Síða 22
22 MIÐVIKUÐAGUR 16. APRÍL 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Mátturínn og dýrðin KVIKMYNPIR Háskólabíó og Laugarásbíó „EMPIRE STRIKES BACK“ ★ ★ ★ ★ Leikstjóri: Irvin Kershner. Aðal- hlutverk: Mark Hamill, Harrison Ford, Carrie Fisher, Billy Dee Will- iams, Anthony Daniels, Alec Guin- ness. 20th Century Fox. 1980. End- ursýning 1997. ÖNNUR myndin í Stjörnustríðs- bálki George Lucas, „The Empire Strikes Back“, er fimmti hluti sög- unnar allrar, hún mun eiga að vera í níu hlutum, og sá besti af þeim þremur sem gerðir hafa ver- ið. Endursýning hennar í tilefni tuttugu ára afmælis seríunnar er athyglisverðust fyrir þær sakir að myndin hefur lítið sem ekkert elst. Hún er jafngott og máttugt þijú- bíó og hún var fyrir sautján árum þegar hún var frumsýnd. Hún er myrkari en fyrsta myndin, hasar- inn er meiri og tæknibrellurnar skemmtilegri auk þess sem sagan er mun safaríkari sérstaklega hvað varðar óvænt tengsl milli hins illa Svarthöfða og björtustu vonar mannkynsins, Loga geimgengils. Lucas má dedúa við þessa mynd sína eins og hann vill með einhveij- um smávægilegum lýtaaðgerðum en það er fullkominn óþarfi. Hún var og er stórkostlegt geimævin- týri og eitt besta ef ekki besta þijúbíó kvikmyndasögunnar. Hin stóra uppgötvun í lokin er löngu orðin hluti af þeirri heimssál sem amerískar skemmtimyndir eiga og hafa ræktað frá upphafi kvik- myndaldar rétt eins og lokaatriðið í A hverfanda hveli, hesthausinn í Guðföðurnum eða spýjan úr Lindu Blair í Særingamanninum. Þegar Friðrik Þór Friðriksson sagði í er- indi eigi alls fyrir löngu að banda- rískir kvikmyndaframleiðendur hafí gert undirmeðvitund okkar að nýlendum sínum átti hann við „The Empire Strikes Back“ og aðrar skemmtimyndir Hollywood- fabrikkunnar, sem verða æ ná- komnari heimsbúum á kostnað þjóðmenningar. Það eru einmitt George Lucas og vinur hans Steven Spielberg sem eru hvað stórtækastir í því að nema lönd í undirmeðvitund okkar. Þeir eru ábyrgir fyrir vin- sælustu kvikmyndum sögunnar og ábyrgir fyrir því að gömlu B-mynd- irnar, sem voru áður uppfyllingar- efni kvikmyndaveranna í Holly- wood, eru orðnar að helstu fram- leiðsluvöru þeirra. Þeir settu B- myndirnar í öndvegi með tækni- brellubyltingu sem sér ekki fyrir endann á og bjuggu til kvikmynduð hasarblöð úr öllu því sem þeir höfðu yndi af í æsku. Þannig eru Stjörnustríðsmyndirnar samkrull af ýmsum ævintýrum um prinsess- ur og prinsa og illa konunga og hersveitir og æsilega bardaga og göfuglyndi og ástir og vináttu og galdra og álög og töfra sem allt kristallast í hinni klassísku baráttu góðs og ills. Grimmsævintýrin og Tolkien höfðu gert handritið fyrir Lucas. Hann bætti við öll fallegu ævintýrin byltingarkenndum tæknibrellum og skaut þeim upp til stjarnanna. í „The Empire Strikes Back“ lendir Han Solo í álögum, Logi geimgengill verður lærlingur hjá töframanni (sem lík- ist mjög litlum Tolkien álfi), Lilja prinsessa daðrar við son skóarans og það kemur í ljós að hinn illi Svarthöfði á launson sem ógnar mjög veldi hans. Leikstjórinn, Irvin Kershner, fínnur ómótstæðilegan ævintýra- andann í spennandi bardagasenum og alvörulausri gamansemi í bland við yfírdrifinn hátíðleika í kringum Máttinn mikla. Það er hvergi dauð- an punkt að fínna í allri mynd- inni. Keyrslan er gríðarlega mik- il.„The Empire Strikes Back“ er gerð af öryggi nútíma sagnameist- ara með glæsilega myndrænum hætti. Lucas má hafa sig allan við ef hann ætiar að gera eitthvað nándar nærri eins áhrifamikið og þessa frábæru ævintýramynd í næstu framhaldsseríu. Það verður spennandi að sjá hvernig til tekst. Það skemmir ekki fyrir honum að í augnablikinu er hans bæði mátt- urinn og dýrðin. Arnaldur Indriðason * k Morgunblaðið/Jón Sigurðsson. KARLAKÓR Bólstaðarhlíðarhrepps á æfingu. Tónleikar og geislaplata Blönduósi. Morgunblaðið. KARLAKÓR Bólstaðarhliðar- hrepps er að gefa út geislaplötu, heldur tónleikar á Blönduósi og fer í söngferðalag suður yfír heiðar í lok mánaðarins. Tekin verða upp 16-18 lög og mun Sigurður Rúnar Jónsson tón- listarmaður stjórna upptökum, sem fara fram í Miðgarði í Skaga- firði. Karlakórinn verður með tónleika í Félagsheimilinu á Blönduósi nk. laugardag ásamt Rökkurkórnum í Skagafirði og karlakórnum Þröst- um úr Hafnafirði. Á eftir tónleikun- um verður stórdansleikur með Geir- mundi. Föstudagskvöldið 25. apríl verð- ur kórinn með tónleika í safnaðar- heimilinu á Akranesi. Daginn eftir verða tvennir tónleikar; þeir fyrri í Breiðholtskirkju í Reykjavík kl 15 og í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 21. Formaður karlakórs Bólstaðar- hlíðarhrepps er Sigurður Ingvi Björnsson á Guðlaugsstöðum. EG HEF viljað tala um líf mitt, segja frá dauðadæmdum rithöfundi, skrifa úr einangrun, þvf það er ekki hægt að þagga niður í penna. Allt sem þarf er eitt herbergi, blað, blýantur. Nú langar mig að tala um afleiðingarnar. Afleiðingar öfga. Fyr- ir mig og fyrir alla þá sem skrifa og alla sem lesa.“ Salman Rushdie sat við langborð uppi á óperusviðinu í Strassborg í Frakklandi um mánaðamótin og skiptist á skoðunum við starf- systkin sín. Hann talaði í síðasta sinn sem forseti alheimsþings rithöfunda, samtaka höf- unda sem hafa sætt misrétti. Nóbelskáldið Wole Soyinka frá Nígeríu hefur verið valið næsti forseti samtakanna, eins og Morgun- blaðið sagði frá á dögunum. „Þegar ég skrifaði Sálma satans,“ sagði Rushdie, „hélt ég mig þafa þetta vald til að ákveða hvað ég segði. Ég hélt mig geta valið leiðina í notkun tungumáls, frásögn og tákn- um. Þetta er það sem rithöfundar hafa alltaf gert: þeir endursegja sögurnar miklu, sögu þjóðar sinnar, sögu manna. Skáldsagnalistin er sprottin af þessu og það er ekki hægt að skrifa góða bók án þess að vitna í staðreynd- ir og fjalla um þær. Mér var sagt að ég hefði ekki rétt til að segja söguna með mínum orðum. Eina svar mitt er, að hefð sem ekki sætir gagnrýni kulnar. Menning sem ekki má tala um er dauð. Fegurð þess að skrifa felst í einni rödd sem enginn á. Þess vegna eru harðstjór- ar hræddir við rithöfunda. Þeir geta látið loka kvikmyndahúsi eða leikhúsi, en þeir geta ekki gert pennann upptækan." Suður-afríska skáldið Breyten Breyt- enbach sagði land sitt góða lexíu. Ef hvítum og svörtum; ríkum, millistétt og fátækum; tækist að lifa þar í samlyndi, hefði það al- mennt gildi fyrir lífíð á hnettinum. „Stríð er ekki lengur háð þjóða í milli, það er bar- ist um tilvist kynþátta og ímynd þess sem er sérstakt. Skoðun, trú, tungumál, arfleifð og rétt til að tala um og muna eftir. Við skrifum ekki til að einangra heldur til að kynna og kynnast, til að opna hús okkar og hleypa inn nýjum vindum." Undir þetta tók varaforseti rithöfundasam- takanna, Edúard Glissant frá Martiník. Hann vill sameina heimsálfur, „hlusta á fjarlægðina og færa þangað ávexti af tijám úr eigin garði.“ Hugmynd Glissants um heildarheim er kannski stærsti draumur eyjarskeggjans, „löngun til að sjást og sjá, tengja hið fjarlæga, skilja aðra og vera skilinn, sameina það sem ólíkt er með fíngerðu en sterku bandi. Ofnu úr vitsmunum og því sem liggur dýpra en meðvitund manna." Glissant talaði á líkum nótum á norrænu rithöfundaþingi í Normandí í vetrarbyijun. Þar hitti hann Thor Vilhjálmsson og fannst að andstæðir pólar færðu þá saman, norður og suður, sól og myrkur, tungumál með rætur um álfur og sögu, reynslan væri um margt hin sama. Hið ólíka yrði likt og framandi sög- Frelsi útlaganna Rithöfundar frá fímm heimsálfum hittust nýlega í Strassborg til að tala um baráttu sína gegn ranglæti. Margir höfðu merkilega sögu að segja. Þórunn Þórs- dóttir heyrði mál beirra og grípur hér niður í orðaskiptin. Salman Rushdie Wole Soyinka Alexander Tkachenko Edúard Glissant ur kunnuglegar. í Strassborg kvaðst Glissant hafa skilið þetta smám saman, rétturinn til sérstöðu væri jafnframt krafa um skilning. Fordómar væru sjúkdómur vegna þess að þeir fælu í sér stöðnun: „Við getum breyst með hinum án þess að týna okkur sjálfum." „Það er eitthvað annarlegt við endalok tíma- bils, um aldamót er skrítin lykt af loftinu,“ sagði Wole Soyinka. „Rithöfundar og lista- menn hafa vaðið í illgresi í mörgum löndum, þetta eru vondir garðar sem við þekkjum. Það minnir á „Strange fruit“ sem Billie Holliday söng svo vel. Einn af okkur er dauðadæmd- ur, aðrir hafa setið í fangelsi, margir hrakist úr heimalandinu. Allt vegna hroka manna sem telja sig sjálfsagða hugsanastjóra. Listamenn verða held ég aldrei tilbúnir að gefa öflum andstæðum mannúðinni sköpunargáfu sína. Þeir láta kannski undan vonleysi eða innra tómi, en starf þeirra styrkist af árásum þröng- sýnna illvirkja, hveiju nafni sem þeir nefnast." Iljósi þessa var áhugavert að hlusta á Rússann Alexander Tkachenko. Hann sagði að áður hefði verið ljóst gegn hveij- um þyrfti að beijast, KGB hefði setið um rit- höfunda og ekki farið leynt með það. „Nú vitum við ekki hvaðan blæs, það er ritskoðun í landinu og alltaf verið að prófa svonefnt hugsandi fólk. Það er spurt um ríkisleyndar- mál, hernaðarleyndarmál, mafíuna, umhverf- isvemd, pólitík í Rússlandi og alþjóðamál. Austur-Evrópa gengur enn í einræðistakti, flóttamannalög eru í smíðum í Rússlandi en hafa ekki verið sett, öryggislögregla hefur óskoraðan rétt. í 75 ár hafa dómar verið felldir án þess að fjölmiðlar þyrðu að draga gildi þeirra í efa. Ég hef oft verið kallaður í kviðdóm í málum blaðamanna og rithöfunda. Fólk segir miklar breytingar hafa átt sér stað í Rúss- landi, en staðreyndin er önnur. Framfarirnar eru hægar, menn sitja ekki lengur f fangelsi fyrir það eitt að skrifa, það eru fundnar til viðbótarástæður. Enn er nokkuð langt í lýð- ræði eins og því hefur verið vel lýst: Þú situr rólegur með kaffíbolla þegar einhver bankar, þetta er örugglega bara pósturinn." Frá Alsír komu Rachid Boudjedra og Assia Djebar. Þau sögðu frá ofsóknum og morðum á rithöfundum og fjölmiðlafólki, daglegu brauði, sem íslenskum blaðamanni fínnst fjar- stæðukennt. Djebar, sem er nú háskólakennari í Bandaríkjunum, var spurð um spennu vegna tungumála í Alsír. Hún sagði konur þar í mið- depli, því þær kenndu málin og liðu fyrir frönsk- una. Berbar, Arabar, frönskumælandi; þetta væri virðingarröðin. Sárið hefði kannski ekki opnast ef konur í landinu hefðu látið meira að sér kveða. Nú væri hún sjálf víðs fjarri og þætti það sárt, þótt á vissan hátt fyndist sér ekkert að gera í bili nema gleyma. Knveijinn Duo Duo sagði að í 3.000 ára ljóðsögu Kína hefðu fjögur skáld ■framið sjálfsmorð. En síðustu sextán ár vissi hann um fjórtán rithöfunda í land- inu sem hefðu fyrirfarið sér. „Árið 1989 mótar kringumstæður dagsins,“ sagði Duo, „síðan þá hef ég orðið vitni að hatri og of- beldi sem ég hélt ekki geta verið til.“ Duo er í útlegð frá Kína og starfar í Hollandi. Hann segist vera eins og þriðja augað, hvorki heimamaður né útlendingur og þegar hann sæki fundi eins og þennan í Frakk- landi fái hann ekki fullsagt hversu mikil- vægt það sé að rithöfundar þjóðanna, og lesendur, standi saman. Rushdie talaði um flugvélina í lokaorðum á samkomunni, að kvöldi 28. mars. Hann minnti á hvernig bókin um satanssálma hefði byijað á flugvél sem splundrast. „Þetta fljúgandi undur opnaði 20. öldinni nýjar vídd- ir og þrengdi heiminn um leið. Við erum öll „óhrein" og mörg margmæld, þökk sé flugvél- inni. Hugmyndin um hreinleika, hreinræktað kyn, er sú hættulegasta á síðustu hundrað árum. Einn fer að tala um hana, annar deyr, það er staðreynd sem við þekkjum vel. En bókmenntir halda blöndun, og getum við sagt óhreinleika, veislu. Við viljum ekki sótt- hreinsa. Við viljum hafa svolítið skítugt í heim- inum. Við viljum hafa frelsi til að hreyfa okk- ur milli landa og til að skapa. Við eigum eftir að hlusta á svo mikið af músík, lesa svo mörg ljóð. Við verðum í flug- vél. Við verðum á alnetinu, við verðum í sýnd- arveruleika líka. Við förum út í geiminn og sá sem vill stöðva okkur er ekki fæddur enn. Ég býð vinum og óvinum, friðarsinnum og öfgamönnum, til samfylgdar út í víddirnar."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.