Morgunblaðið - 16.04.1997, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.04.1997, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR NÚLIFANDI tónskáld eiga á brattann að sækja hjá aðdáend- um sígildrar tónlistar, ef marka má könnun sem gerð var á veg- um bresku útvarpsstöðvarinnar „Classic FM“. Um 35.000 hlust- endur tóku þátt í könnuninni og tók dagskrárstjóri hennar svo stórt upp í sig að fullyrða að mörg nútímatónskáld virtust semja tónverk af faglegum ástæðum, ekki til að veita ánægju. Aðeins þrjú núlifandi tónskáld áttu verk á Iista yfir 300 vinsælustu tónverkin. Hver hlustandi valdi þrjú eftirlætisverk og varð niðurstað- an sú að langflestir völdu fiðlu- konsert no. 1 eftir Max Bruch, en sú varð einnig niðurstaðan í fyrra. í öðru sæti varð annar píanókonsert Sergej Rachman- inov og 6. sinfónía Ludwigs van Beethoven í því þriðja. í fjórða sæti var sellókonsert eftir Elgar og Enigmatilbrigði hans urðu I sjötta sæti. Klarinettkonsert eft- ir Mozart varð í fimmta sæti og píanókonsert hans no 2 í átt- unda, í sjöunda sæti hafnaði píanókonsert no 5 eftir Beethov- en og Perlukafarar Bizet í því níunda. Adagio fyrir strengi eft- ir Barber var tiunda vinsælasta tónverkið. í The Daily Telegraph segir Gamalt og sígilt á toppnum að útilokað sé að fullyrða hvort þessi listi endurspegli sígildan tónlistarsmekk Breta eða ein- göngu þeirra sem hlusti á téða útvarpsstöð, sem þykir leika „vinsældaklassík" og hirða lítt um nútímatónskáld. Þau sem þó hlutu náð fyrir eyrum hlustenda eru Karl Jenkins, sem hóf ferill Mozart Klarinettkonsert Bruch Fiðlukonsert no. I Rachmaninov Póanókonsert no 2 Beethoven Sinfónía no 6 Elgar Sellókonsert Elgar Enigmatilbrigði Beethoven Píanókonsert no 5 Mozart Píanókonsert no 2 Bizet Perlukafaramir Barber Adagio fyrir strengi Hef góða reynslu af meðvitundarsprengjum Morgunblaðið/Þorkell HJÁLMAR Sveinsson, til vinstri, lítur á íslenska myndlist Þorvaldar Þorsteinssonar sem situr í gluggakistunni á Galleríi Ingólfsstræti 8. Þorvaldur Þorsteinsson sýnir íslenska mynd- list í Galleríi Ingólfsstræti 8. Hann og Hjálm- ar Sveinsson, sem hefur ijallað um myndmál- ið í umhverfí okkar í fjölmiðlum, settust niður með Þóroddi Bjamasyni og ræddu hvemig hægt er að nota myndlist til að gera hið ómeðvitaða meðvitað. ÞORVALDUR Þorsteinsson hef- ur að eigin sögn reynt á undanföm- um árum að afdramatisera mynd- listina og færa hana nær almenn- ingi þannig að menn átti sig ekki endilega á því að um myndlistarverk sé að ræða í hans vinnu. í verkunum á Ingólfsstræti 8 er hann að velta fyrir sér hvernig ís- lensk myndlist birtist í íslenskum fjölmiðlum og birtar em myndir úr sjónvarpsviðtölum þar sem talað er við einhvern mætan mann eða konu, og í baksýn er alltaf málverk á striga. Þorvaldur vill meina að þar sem listakennslu í íslenskum skólum sé verulega ábótavant og myndlist og myndlestur lítt þekktur eiginleiki meðal íslendinga að þá taki frétta- stofa sjónvarpsins með uppstilling- um af þessu tagi nú ómakið af menntakerfinu og sýni okkur ís- lenska myndlist, að vísu yfirleitt á bakvið annað, en hún sé þó vissu- lega inni í myndinni. „Þú, Þorvaldur, ert náttúrulega einn af þessum myndlistarmönnum sem hafnar þeirri skoðun að mynd- listin eigi að vera eitthvert brothætt ævintýri og eitthvað sem má helst ekki tala um. Listaverkið hefur vissulega tapað þessari einstöku áru sinni sem einstakur ósnertanlegur hlutur og hið fjöldaframleidda er jafngilt henni. Listaverkið fór niður af stallinum og fór að vera virkt þjóðfélagsiegt afl,“ segir Hjálmar Sveinsson þegar við höfum komið okkur fyrir í leðursófa á ónefndu kaffíhúsi niðri í bæ. „Það er einmitt þetta orð sem ég hnýt um, virkt afl,“ segir Þorvaldur og blandar sér nú í umræðuna. „Eg er að svara kröfu fólks um virkni listar og það er það sem ég held að listamenn hljóti að gera í framtíð- inni í ríkari mæli. Ég trúi á verk sem virka áfram inn í þjóðfélagið þannig að menn hætti að taka eftir þeim sem verkum þótt áhrifín séu ennþá fyrir hendi. Þá heita þau ekki endilega listaverk lengur, þó svo að framtak einhvers lista- manns, sem í raun skiptir ekki lengur máli hver er, liggi þar að baki.“ Verkfæri kerfisins Það eru, að sögn Hjálmars, tveir pólar í listum samtímans. Sá sem vill ekki draga marklínu á milli lífs og lista og hinn sem vill halda list- inni útaf fyrir sig. Nöfn listamann- anna Josephs Beuys og Ads Rein- hardt ber nú á góma sem fulltrúa þessara skoðana. „Reinhardt sagði að listin yrði að vera útaf fyrir sig því hún væri algjörlega sjálfstætt fyrirbæri og lyti öðrum iögmálum en þjóðfélagið. Hún mætti ekki fara að hlýða þeim lögmálum sem eru í gildi heldur skapa sér sjálfstæðan veruleika. Ég spyr þig því, Þorvald- ur: ert þú ekki hræddur við það að vera orðinn einskonar uppalandi og um leið verkfæri þess kerfis sem þú ert að gagnrýna?“ „Ég held að það geti verið rétt hjá þér. Þetta getur verið raunhæft vandamál ef við gefum okkur að það sé slæmt að vera verkfæri þess sem maður vill gagnrýna. Það felst þó í hirðfíflshlutverki listamanns vestrænnar menningar að hann hefur í raun leyfi til að þiggja laun hjá kónginum sem hann gerir grín að. Leikstjóri hversdagsins Ég tel að listamenn í dag séu æ uppteknari af því að dramatísera hversdagsleikann fremur en lista- verkið. Að gefa hversdagsleikanum gildi listaverks og gera veruleikann að verðmæti í sjálfu sér. „En með því að dramatísera hversdagsleikann ertu í raun að vinna eins og leikstjóri," segir Hjálmar. Þorvaldur: „Þess vegna líður mér svona vel báðum megin," segir hann, brosir og vísar í vinnu sína við leikhúsið í samanburði við svið- sinn með því að semja stef fyrir auglýsingar, Michael Nyman, sem er þekktur fyrir tónlistina í myndinni „The Piano“, og Pól- verjinn Henryk Górecki, sem sló í gegn með Sinfóníu no. 3. Greinileg áhrif kvikmynda sjást á listanum, t.d. skaust þriðji píanókonsert Rachmaninovs upp vinsældalistann í kjölfar sýning- ar kvikmyndarinnar „Shine“. Alls komust 22 verk eftir Wolf- gang Amadeus Mozart á lista, en af öðrum vinsælum tónskáld- um má nefnda Elgar, Haydn, Sjostakovitsj, Mahler og Vaug- han Williams. Michael Bukht, dagskrárstjóri Classic FM telur ástæðu dvín- andi vinsælda sígildrar tónlistar vera þá að peningana sé að hafa annars staðar. Mozart, Haydn og Beethoven, og síðar Puccini og Verdi, hafi samið vinsælustu tónlist síns tíma. „Sjáið þá sem semja bestu laglínurnar nú; Paul McCatrtney, Elton John og Gal- lagher-bræður. Þeir hefðu vel getað samið sígilda tónlist en ákváðu að snúa sér að poppinu þar sem peningarnir eru ...Ég held að mörg vinsælustu tón- verkin séu samin fyrir kvik- myndir. Þau eru samin til að skemmta fólki, ekki í faglegum tilgangi." setningu raunveruleikans. „Þú ert ekkert hræddur við að þú sért álíka máttlaus í að móta þjóðfélagið með þínum verkum og hver annar grunnskólakennari í starfi sínu? „Nei, ég held að ég sé þvert á móti í álíka sterkri stöðu og hver annar grunnskótakennari til að gera það. Viltu stjórna? Hjálmar: „Við lifum í raun í tvennskonar heimi. Annarsvegar heimi tungumálsins og hinsvegar sífellt meira í veruleika myndanna en þar er maður dæmdur til að taka við myndum sem maður er ekki við- búinn því að taka við. Þín nálgun er í raun nálgun mannfræðingsins og þjóðfélagsfræðingsins og því vakna spurningar um hvað vakir fyrir þér, viltu stjórna eða hafa áhrif á mynd- málið sem er í gangi?“ Þorvaldur: „Nei.“ Hjálmar: „Én þú vilt greinilega leiðrétta eitthvað, þú ert að gera grín að myndmálinu og benda á eitt- hvað.“ „Ég er í raun ekkert óánægður með það. Ég er hins vegar að velta því upp hvort það geti verið að fréttastofa sjónvarps sé sá miðill þar sem íslensk myndlist er best kynnt. Það má segja að þetta sé góðlátleg kaldhæðni sem beinist þá helst að menntastefnu landsins, frekar en fréttastofu sjónvarpsins og það sem liggur til grundvallar er skortur á umræðu og kennslu í myndmálinu sem er tæpast til stað- ar í samanburði við þá ofuráherslu sem lögð er á talmálið. Ég hef þá trú að þarna séum við með hluta af veruleikanum sem bíði nánast eftir því að vera uppgötvaður og þannig geti hver og einn upplifað myndir sterkar og verið gagnrýnni." „Þú vilt ekki verða einhver mynd- málsráðunautur?" „Nei, en ég er forvitinn um hvað kæmi út úr því ef við myndum ala upp kynslóðir sem myndu skoða myndefni meðvitað og læra að lesa úr því, snúa út úr því, leika sér með það og gagnrýna það, því ég hef svo mikla trú á sköpunarkrafti hvers og eins.“ „Það er nú ekki endilega margt sem gefur ástæðu til þess að hafa slíka trú,“ grípur Hjálmar inn í. Þorvaldur: „Ég er kannski svona heppinn með fólk sem ég um- gengst. Þetta er auðvitað mjög útóp- ískt.“ Hjálmar: „Þú ert svona klassískur upplýsingamaður eins og Freud, þú vilt gera hið ómeðvitaða meðvitað." „Mér finnst þettta frekar tengjast Joseph Beuys og af afstöðu hans til mannskepnunnar. Ég bíð í of-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.