Morgunblaðið - 16.04.1997, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINIUINGAR
MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 41
ÞORBJÖRG
LÝÐSDÓTTIR
+ Þorbjörg Lýðs-
dóttir fæddist í
Reykjavík 4. júlí
1904. Hún lést á
Landakoti 5. apríl
siðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Lýður Bjarnason og
Guðrún Nikulás-
dóttir. Systkini Þor-
bjargar eru Mar-
grét, f. 1904, og
Kristján, f. 1912.
Þorbjörg giftist
Kristjáni Jóni Ben-
ónýssyni, f. 25.8.
1885, d. 2.10 1969.
Utför Þorbjargar
fór fram í kyrrþey.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Okkur langar að minnast með
nokkrum orðum Bjöggu vinkanu
okkar sem nú er sofnuð svefninum
langa. Konu, sem ekki var hugað
líf þegar hún fæddist en gaf sig
ekki fyrr en hún var 92 ára þrátt
fyrir áföll og erfiða tíma. Þannig
var Bjagga.
Við kynntumst Bjöggu sumarið
1980 þegar við vorum svo lánsöm
að fá á leigu litiu íbúðina á fyrstu
hæð á Holtsgötu 14. Húsið áttu
Bjagga og Kristján Óskar bróðir
hennar og bjuggu þau fyrir ofan
okkur. Strax myndaðist góður vin-
skapur á milli okkar sem síðan
blómstraði eftir að bömin okkar
fæddust og hefur aldrei fallið skuggi
á. Afar og ömmur bjuggu úti á landi
svo við mátum það mikils hvemig
þau tóku afa- og ömmuhlutverkið
að sér og sinntu því af miklum sóma.
Eftir að Kristján Friðrik fæddist
komst sú regla á að eftir morgun-
störf var farið í heimsókn til Nafna
og Bjöggu. Þau spurðu hvort það
væri ekki eitthvað sem ég þyrfti að
gera og notaði ég þá tækifærið og
fór upp í þvottahús. Á meðan var
Kristján Friðrik í góðu yfirlæti hjá
þeim. Það var leikið og talað við
hann og fleiri morgna en ekki, fékk
hann íspinna eða klaka. Hálftíma
síðar kom ég svo til baka og þáði
þá kaffisopa og Kristján Friðrik
fékk epli. Þessir morguntímar áttu
örugglega sinn þátt í því hversu
snemma hann varð altalandi.
Stráksi var því ekki gamall þegar
hann fór að fara fram að dyrum og
gefa merki um að nú væri kominn
tími til að fara upp. Þegar Ásgeir
fæddist svo tveimur árum síðar
kynnti stóri bróðir hann fyrir þessari
gleðistund og var Ásgeir settur í
fangið á Bjöggu og myndaðist strax
sérstakt samband á milli þeirra og
mörg björt brosin tókst Bjöggu að
laða fram frá þessari litlu veru.
Þegar svo lítil systir,
Auður, var á leið í
heiminn báðum við
Bjöggu að sitja hjá
strákunum þó komið
væri fram undir mið-
nætti og Bjagga 82
ára. Þetta hljómar
ótrúlega en svona var
Bjagga og við treystum
henni fullkomlega. Við
annað tækifæri tók
hún stjómina úr hönd-
unt Iæknanemans og
skipaði honum að
hringja á sjúkrabíl,
þetta gengi ekki svona!
Og hann hlustaði á hana og gerði
eins og hún sagði. Hún var ákveðin
og fyigin sér og ekki að víla smá-
muni .fyrir sér.
Bjagga fór á þessum tíma í fönd-
ur með öldruðum í hverri viku og
þó lappimar væm að angra hana
skyldu þær ekki stoppa hana. Þarna
bjó hún til marga fallega muni sem
hún gaf svo vinum og vandamönn-
um við ýmis tækifæri. Veggir á
Holtsgötunni skarta mörgum falleg-
um útsaumuðum myndum eftir
hana. Handsaumuð bútateppi fengu
bömin er þau fæddust. Leðurseðla-
veski og buddur með stöfum þeirra
og fæðingarári. Púða litla og stóra
bjó hún til úr gærubútum og var
það mikil og erfið vinna. Allt eru
þetta fallegir munir sem munu
minna okkur á Bjöggu um ókomin
ár. En svo fór að lokum að heilsu
Bjöggu hrakaði og naut hún þá ein-
stakrar umönnunar Kristjáns bróður
síns. Síðustu árin var hún á Landa-
koti enda vildi hún hvergi annars
staðar vera ef hún gat ekki verið
heima.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
Elsku Bjagga, takk fyrir allt.
Rósa, Alexander, Kristján
Friðrik, Ásgeir, Auður og
Ásdís Rós, Englandi.
Mig langar í fáum orðum að
minnast Þorbjargar Lýðsdóttur. Mín
fyrstu kynni af henni voru í barnaaf-
mæli hjá mágkonu minni sem þá
var níu ára, ég var kynnt fyrir henni
sem eins konar langömmmu. Þor-
björg var seinni kona Kristjáns J.
Benónýssonar langafa Þórðar eigin-
manns míns og var því eins konar
langamma hans og langalangamma
dætra okkar.
Kynnin urðu meiri þegar við unga
fólkið byijuðum búskap og bjuggum
í íbúð sem Kristján bróðir Þorbjarg-
ar leigði okkur, en þau systkinin
bjuggu á efri hæðinni. Fjölskyidan
stækkaði og alloft sóttu dætur okk-
ar upp á efri hæðina til þeirra systk-
EIRIKUR
ÓLAFSSON
■4- Eiríkur Ólafsson fæddist á
' Siglufirði 4. janúar 1936.
Hann lést á heimili sínu 30.
apríl 1996.
Eftirlifandi eiginkona hans
er Sigurlaug Straumland og
eignuðust þau tvo syni, Ólaf
Friðrik og Andrés.
Eiríkur lauk námi í bifreiða-
smíði 12.7.1960 og varð meist-
ari í iðninni 23.11. 1968. Hinn
4.3. 1975 hóf Eiríkur störf hjá
Almennum Tryggingum hf.
Þegar Tjónaskoðunarstöðin sf.
í Kópavogi var opnuð 12.8.
1987 á vegum Almennra
Trygginga hf. og Brunabótafé-
lags Islands hóf hann að starfa
þar og síðan þegar Ijónaskoð-
unarstöðin fluttist að Drag-
hálsi vegna sameiningar Sjóvár
og Almennra trygginga í apríl
1989 hóf Eiríkur störf þar og
starfaði þar allt til dauðadags.
Eiríkur var góður félagi og lík-
aði öllum vel við hann sem kynnt-
ust honum. Hann var hægur og
sérlega ljúfmannlegur í framkomu
jafnt við viðskiptavini sem við
starfsfélaga sína. Eiríkur var mjög
nákvæmur í sinni vinnu, mikill fag-
maður og gerði ekki upp á milli
manna en reyndi þess í stað að
leysa málin á sem sanngjarnastan
hátt fyrir viðskiptavini félagsins.
Eiríkur átti við mikil veikindi að
stríða síðasta árið sem hann lifði
þar sem hann gekkst undir aðgerð
vegna hjartakvilla. Hann hóf störf
ANNA
BERGÞÓRSDÓTTIR
ina. Silja var ekki byijuð að ganga
en reyndi að skríða upp. stigann og
seinna voru sporin tekin og þá var
auðveldara að komast upp í heim-
sókn. í fótspor hennar fylgdi Sól-
rún, yngri dóttir okkar. Spennandi
heimur fyrir þær að kanna, dóta-
skúffan hafði sterkt aðdráttarafl og
alltaf var tekið eftir þvi sem lítið
fólk aðhafðist. Athygli fengu börnin
og bæði Þorbjörg og Kristján tóku
þátt í leik og gleði. Það var því
ekki erfitt að skilja ásóknina upp á
efri hæðina.
Þorbjörg var mikil hannyrðakona
og sat löngum stundum uppi á háa-
lofti þar sem hún var með sauma-
herbergi. Langaði lítið fólk með litla
fingur að sjá hvað Bjögga var að
gera. Ófáir voru líka pakkarnir sem
fylgdu jólum og afmælum sem báru
handbragð Þorbjargar. Margar
stundir leit hún eftir dætrum mínum
þegar ég þurfti að skreppa í búð
eðá hengja upp þvottinn, Samskipt-
in voru alltaf á besta máta og kaffi-
sopinn vel þeginn að loknu verki.
Margt var spjallað því mörgu höíðu
þau systkinin að segja frá og oftar
en ekki urðu kaffíbollamir margir.
Þorbjörg tók okkur sem sínum
langömmu- og langalangömmu-
bömum og er þess ljúft að minn-
ast. Dalíurnar í garðinum era eitt
af því sem Þorbjörg hlúði að meðan
heilsan leyfði. Það var svo okkar á
neðri hæðinni að hlúa að þeirn þeg-
ar heilsa hennar gaf sig. Ég veit
að guð hefur látið útbúa stórt, fal-
legt beð fullt af dalíum handa þér,
Þorbjörg, svo þú megir njóta þess
að sjá þær dafna, eins og börnin
sem nú era fullorðin og eiga sjálf
böm, og þú tókst sem þinum.
Áslaug, Þórður og dætur.
Elsku Þorbjörg amma og lang-
amma. Með nokkrum fátæklegum
orðum viijum við þakka þér fyrir
allt. Öll eigum við góðar minningar
frá liðnum áram með þér. Við minn-
umst allra afmælanna okkar þar
sem þú komst svo brosandi og hlý.
Öll eigum við mikið af útsaumuðum
myndum og púðum, sem þú af svo
mikilli vandvirkni og list gerðir
handa okkur. Nú ertu komin til
pabba, afa og langafa, og þeir hafa
öraggiega tekið vel á móti þér.
Guð geymi þig, elsku amma.
Við viljum senda Kristjáni bróður
þínum og Margréti systur þinni inni-
legar samúðarkveðjur og biðjum
Guð að styrkja þau.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir ailt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Margrét Erla, Benoný Hilmar,
Guðlaug Iris og
Sigurbjörn Guðni.
að nýju eftir sjúkralegu í lok sept-
ember ’95. Þó var hann ekki alveg
laus við sjúkrahúsvist þar sem hann
þurfti að fara í nokkrar minni að-
gerðir.
Eirikur hafði gengist undir síð-
ustu aðgerðina fyrir nokkru og sú
aðgerð heppnaðist vonum framar
þar sem honum virtist aukast
styrkur frá degi til dags. Við vinnu-
félagar hans höfðum hlakkað til
að fá hann aftur í vinnu hraustan
og spaugsaman eins og hann átti
að sér að vera en þá kom reiðar-
slagið. Hinn 30. apríl 1996 andað-
ist hann á heimili sínu.
Eiríks verður sárt saknað á
vinnustað og erfitt verður að fylla
það skarð sem hann skildi eftir.
Við sendum Sigurlaugu og öðr-
um vandamönnum, okkar dýpstu
samúðarkveðjur um leið og við
kveðjum kæran vin.
Sigurður K. Sigurkarlsson.
+ Anna Bergþórsdóttir fædd-
ist á Akureyri 14. júní 1925.
Hún lést á heimili sínu, Lindar-
síðu 4, Akureyri, 4. mars síðast-
liðinn og fór útförin fram frá
Akureyrarkirkju 17. mars.
Af eilífðar ljósi bjarma ber
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót ðllum oss faðminn breiðir.
(Einar Ben.)
Anna var miklum mannkostum
búin, hið góða hjartalag, fómfýsi,
og alltaf tilbúin að aðstoða og hjálpa
öðram. Gestrisni hennar og glað-
værð og jákvæð viðhorf voru alltaf
í fyrirrúmi. Hún var mikil félagsvera
og hafði gaman af að ferðast, þau
hjónin bragðu sér oft til útlanda að
fá innsýn í önnur lönd og höfðu
gaman af þegar ég var krakki, kom
ég oft með móður minni í heimsókn
í Lundargötuna, þar var alltaf gam-
an að koma, nóg líf og fjör og lék
ég mér við Olgu og Agnesi. Mig
langar að þakka Önnu fyrir allar
fer-ðirnar, er hún kom og heimsótti
mig á Kristnesspítala. Hún stappaði
stálinu í mig, og sagði að tíminn
myndi líða hratt og mér batnaði
fljótt. Með sínu góða skapi hlógum
við og allt varð bjart og jákvætt.
Eisku Anna mín, hafðu þakkir
fyrir allt og allt. Hún bjó yfír ein-
lægri trú á annað tilverustig handan
landamæranna.
Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst
henni á lífsleiðinni.
Minningar eru dýrgripir sem eng-
inn tekur frá okkur.
Hér áttu blómsveig
bundinn af elsku
blíðri þökk
og blikandi tárum.
Hahn fölnar ei
en fagur geymist
í hjörtum allra
áStvina þinna.
(H.L.)
Elsku Guðni, Olga, Agnes og
Steina og fjölskyldur. Guð blessi
ykkur og gefí ykkur styrk í sorg-
um ykkar.
Maria Guðmundsdóttir.
+
Hjartans þakklæti til allra þeirra, er sýndu
okkur samúð og vinarhug, vegna andláts og
útfarar, eiginkonu minnar, móður okkar, teng-
damóður, ömmu og langömmu,
RAGNHEIÐAR JÓNSDÓTTUR,
Dalvik.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Dalbæjar,
heimilis aldraðra, fyrir einstaka umönnun og
hlýju.
Þorgils Sigurðsson,
Þórunn Þorgilsdóttir, Sævar Jónatansson,
Rósa Þorgilsdóttir, Valdimar Bragason,
Kristín Þorgilsdóttir, Sveinn Bjarman,
ömmuböm og langömmubörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og útför
elsku litlu dóttur minnar og barnabarns okkar,
HILDAR HÖRPU HILMARSDÓTTUR.
Sérstakar til starfsfólks Sjúkrahúss Akraness
og Björgunarsveitarinnar í Borgarnesi.
Þórhildur Gísladóttir,
Vilborg Víglundsdóttir, Gísli Albertsson,
Bóthildur Halldórsdóttir,
Davíð Sigurðsson.
t
Einlægar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
BRYNJÓLFS KETILSSONAR,
Njörvasundi 33,
Reykjavík.
Umönnun starfsfólks á Hrafnistu í Reykjavik
og annarra, sem veittu honum stuðning í
veikindum hans, er einnig þakkað af alhug.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingi K. Jóhannesson
t
Alúðarþakkir færum við öllum, er auðsýndu
hlýhug og samúð viö andlát og útför f v
HALLDÓRS 1. ANDRÉSSONAR, v Wá
Engjavegi 73, |f
Selfossi. - -
Guð blessi ykkur öll.
Aðstandendur. \ -\