Morgunblaðið - 16.04.1997, Page 51

Morgunblaðið - 16.04.1997, Page 51
morgunblaðið MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 51 -I i Í FOLKI FRETTUM 4 I 4 t GARFUNKEL-fjölskyldan. Augljós svipur er með þeim feðgum og ástin blómstrar hjá Kim og Art. Syninum kippir í kynið ART gamli Garfunkel gerði garðinn frægan sem betri helmingur tvíeykisins Sim- on og Garfunkel á sjöunda og áttunda áratugnum. Nú eru þeir dagar að baki og Art er orðinn hæglátur fjöl- skyldumaður, þótt hann grípi endrum og sinnum I hljóðnemann. Þegar það gerist er föst venja að sonur ha.ns, James, komi upp á svið og syngi nokkur lög. James þykir söngmaður góður þótt hann sé aðeins sex ára, enda er móðir hans, Kim Cermak, lika liðtæk söngkona. „James kaus sjálfur að feta í fótspor mín,“ segir Art. „Hvorki ég né Kim höfum þrýst á hann. Við viljum að hann fái sem eðlileg- ast uppeldi," heldur hann áfram, en James kom fyrst fram á tónleik- um föður síns 11 mánaða gamall. ART, Kim og James líður best fyrir aftan hljóðnemana. Art og Kim giftust fyrir átta árum. Hún segir að Art hafi löngum verið henni fyrirmynd. „Ég féll fyr- ir textunum hans og tónlistinni þeg- ar ég var lítil. Draumurinn var að fá að koma fram með honum!“ seg- ir hún. Henni varð að ósk sinni í kjölfar ljósmyndatöku, en hún starfaði sem fyrirsæta forðum. „Ljósmyndarinn spurði mig hvers konar tón- iist mér líkaði best. Hann hafði hannað útlit platna Micks Jaggers, Alice Coo- pers og Art Garfunkels. Ég sagðist vera aðdáandi Arts og að mig hefði alltaf langað til að hitta hann. Ljósmynd- arinn sýndi Art myndirnar sem hann tók af mér og þremur mánuðum síðar hringdi síminn. Það var Art!“ Fjölskyldan býr í fallegri íbúð á Manhattan-eyju í New York. Kim og Art hafa marg- oft sagst vilja eignast fleiri börn. „Vonandi gerist það sem fyrst. Við njótum foreldrahlutverksins til fullnustu. Við erum líka svo stolt af James. Hann er hreint yndislegur drengur,“ segir Kim. Ljósmynd/Sigurður Valgeirsson ►KEFLVÍKINGAR voru kátir þegar þeir komu til lokahófs Körfuknattleikssambandsins á föstudaginn, enda full ástæða til. Karlaliðið félagsins sigraði I i öllum þeim mótum sem það Stæll á Keflvíkingum tók þátt í og kvennaliðið var bæði bikar- og deildarmeistari. Mikið var því um bikara og brugðu Keflvíkingar á það ráð að panta eðalvagn til að flytja þá að Hótel íslandi þar sem hófið fór fram. Damon John- son, besti erlendi leikmaður úrvalsdeiidar, gætti bikaranna á leiðinni og hafði gaman af ein sog sjá má. Ási 1 [ioöící/n,, et/bir Þrlggjarétta matseðill (SíJ'iiLiiiilDi— Aldamótaverð kr. 2000 rj\« Uí2(/íZt/ Súpa eða salat -emrnm- Léttsteiktur lambavöðvi eða kjúklingabringa með viiiisveppasósu eða fiskfang dagsins eða grænmetislasagne -----yMTTBTO— Ifnetumousse eða kaffí og sætindí r/ram$ Öfi híilliö innilnliö iBorðapantanir sími 551-9636 I Þreytt(ur) á gömlu þungu bílskúrshurðinni? Nú er rétti tíminn til aö panta nýja, létta, einangraða stálhurð frá Raynor Raynor bílskúrshurðaopnarar j Ti IBIKÍ'IMeXPI VERKVER Smiðjuvegi 4b, Kipavogi ’S 567 6620 VerSdíomi: FuiningahorS 229 x 244 cm I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.