Morgunblaðið - 16.04.1997, Síða 60

Morgunblaðið - 16.04.1997, Síða 60
* * UYUNDJtl HÁT/EKNI TIL FRAMFARA M Tæknival SKEIFUNNI 17 SlMI 550-4000 • FAX 550-4001 MORGUNBLADW, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SlMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUaCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fundað með flugmönnum Öryggisgæsla/6 FULLTRÚAR Félags íslenskra at- vinnuflugmanna og Flugleiða eru boðaðir til sáttasemjara í dag. Kristján Egilsson, formaður FÍA, kvaðst í gær vonast til að takast mætti að ná samningum í þessari lotu en félagið hefur boðað verkfal! frá kl. 20 á föstudagskvöld til mið- nættis á sunnudag. Morgunblaðið/Kristinn ATKVÆÐI um kjarasamningana voru talin hjá verkalýðsfélögum um allt land í gær, þar á meðal hjá Dagsbrún/Framsókn í Reykjavík. Verðbólg- an9,l%í mars ^VERÐBÓLGAN í mars var 9,1% sé hækkun vísitöiu neysluverðs um- reiknuð til heils árs. Hækkaði hún um 0,7% frá marsbyijun til aprílbyij- unar. Undanfarna þijá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,7% sem jafn- gildir 2,9% verðbólgu á ári. Hækkun matvöru um 4,2% olli 0,6% hækkun. Af einstökum þáttum matvöruhækkunarinnar má nefna að ávextir hækkuðu um 27,5% sem þýddi 0,27% hækkun á vísitölunni. Grænmeti og kartöflur hækkuðu um 15,7% sem hækkaði vísitöluna um 0,2% og meðalverð á brauði og korn- vörum hækkaði um 3,2% sem hafði í för með sér 0,09% hækkun á vísi- tölunni. ■ Verðbólguhraðinn/15 Mest af þýfinu hefur náðst ÞRÍR menn eru í haldi grunaðir um aðild að ráni á tæplega sex milljón- um króna, þar af tveimur milljónum í reiðufé, af starfsmanni 10-11 verslananna í skrifstofu fyrirtækis- ins á Suðurlandsbraut 48 á mánu- “*“dag. Mest af þýfinu hefur náðst og er í vörslu RLR en eitthvað vantar á að allt reiðuféð sé fundið. 31 árs gamall Reykvíkingur var handtekinn skömmu eftir ránið og er hann skráður eigandi bílsins sem talinn er hafa verið notaður til þess að komast undan. í fyrrinótt var 28 ára gamall maður handtekinn í Grafarvogi. Þeir hafa verið úrskurð- aðir í gæsluvarðhald til 23. apríl. Síðdegis í gær handtók lögreglan í Breiðholti þriðja manninn, 32 ára gamlan Reykvíking. RLR mun gera kröfu um gæsluvarðhald yfir hon- um. Mennirnir hafa allir komið við sögu lögreglu. Atkvæði um nýgerða kjarasamninga við vmnuveitendur talin í félögunum 12 félög VMSÍ felldu, Hlíf og Dagsbrún samþykktu Samningar verslunarfólks samþykkt- # ir í 17 félögum en felldir í tveimur Oll aðildarfélög Samiðnar samþykktu NÝGERÐIR kjarasamningar Verka- mannasambands íslands (VMSÍ) og vinnuveitenda voru felldir í 12 verka- lýðsfélögum, en samþykktir í 28, þar á meðal í Dagsbrún, Hlíf og öðrum félögum á höfuðborgarsvæðinu. At- kvæði um samningana voru talin í gær. Sjö félaganna sem felldu samn- ingana höfðu boðað verkföll sem hefjast að óbreyttu 24. apríl nk. Nýir kjarasamningar iðnverka- fólks, sem gerðir voru fyrir rúmri viku, eftir að fyrri samningar voru felldir, voru samþykktir í 7 félögum en felldir í 6 félögum, þar á meðal í Iðju í Reykjavík. Þau félög hafa ekki boðað verkföll. Samningar verslunarfólks voru samþykktir í 17 félögum en felldir í tveimur og öll aðildarfélög Samiðnar samþykktu kj arasamningana. Þá samþykktu mjólkurfræðingar kjarasamning en flugvirkjar felldu hins vegar nýgerðan samning og hefst verkfall þeirra að óbreyttu 25. apríl. Að sögn Björns Grétars Sveins- sonar formanns VMSÍ verða for- menn þeirra verkalýðsfélaga sem felldu samningana kallaðir _ saman fljótlega til að ræða málin. Óvíst er hvort félögin munu leita samninga hvert fyrir sig eða hvort VMSÍ hefur áfram samningsmumboð fyrir þau. Að sögn Þórarins V. Þórarinsson- ar framkvæmdastjóra Vinnuveit- endasambands íslands hefur línan í kjarasamningunum verið lögð, þrátt fyrir að hluti félaganna hafi fellt þá. Hann sagði að svigrúmið til frekari samninga væri mjög lítið, og ljóst að ekki verði um meiri launahækk- anir að ræða til þeirra félaga sem felldu samningana. Óánægja í fiskvinnslu Fiskvinnsla er ríkjandi þáttur inn- an flestra þeirra félaga sem felldu samningana. Grétar Þorsteinsson forseti Alþýðusambands íslands seg- ir að það kynni að vera, að einhveij- ir fingurbijótar væru í samningnum sem snúi að fiskvinnslunni, og menn þurfi að skoða það. Þórarinn V. telur að óánægja fisk- vinnslufólks sé fyrst og fremst með að bónus hafi verið lækkaður til að hækka tímakaupið. Aðalsteinn Bald- ursson formaður fiskvinnsludeildar VMSÍ segir hinsvegar að um sé að ræða uppsafnaða óánægju fólks sem erfitt sé að taka á í kjarasamning- um, óánægju með að farin skyldi prósentuleið í stað krónutöluleiðar og óánægju með skattapakka ríkis- stjórnarinnar. Guðmundur Þ. Jónsson formaður Landssambands iðnverkafólks tiltók svipaðar ástæður og Aðalsteinn fyr- ir því að kjarasamningar iðnverka- fólks voru felldir. Að auki nefndi hann óánægju með svokallaðan flýti- tíma, eða sveigjanlegan vinnutíma. ■ Fjórðungur félaga VMSÍ/30-31 Nær 30 togarar sækja um leyfi til síldveiða ALLS hafa Fiskistofu borist 92 umsóknir um leyfi til veiða á norsk- íslensku síldinni, en frestur til að sækja um rann út 10. apríl sl. 64 nótaskip og 28 togarar sóttu um leyfi. 56 nótaskip og 5 togarar stunduðu þessar veiðar í fyrra en fleiri fengu úthlutað leyfí til veið- anna. Að sögn Höskuldar Steinarsson- ar hjá Fiskistofu eru þetta mun fleiri umsóknir en gert hafði verið ráð fyrir, sérstaklega hvað varðar umsóknir frá öllum þessum togur- um en þeim togurum sem fóru til þessara veiða í fyrra gekk afleit- lega. „En þeir sjá greinilega fyrir sér einhvern kvóta í þessu á næsta ári. Þeir þurfa hinsvegar að veiða til þess að fá kvóta þá ef úr verður. Það er ekki nóg að hafa leyfið." Höskuldur á ekki von á því að mönnum verði sett nein sérstök mörk um hvenær skuli hefja veiðar í síðasta lagi, eins og gert var í fyrra, þar sem nú séu veiðar fijáls- ar upp að 233 þúsund tonna marki. í fyrra hafi 185 þúsund tonna kvóta íslendinga verið úthlutað á skip. Veiðar á norsk-íslensku síldinni mega hefjast 3. maí nk. og má þá búast við miklu kapphlaupi á mið- unum um að ná sem mestu. Sam- kvæmt upplýsingum úr sjávarút- vegsráðuneytinu hefur engin ákvörðun verið tekin um það með hvaða hætti úthlutun norsk- íslensku síldarinnar verður á næsta ári. ■ 92 skip sækja/D2 VINKONURÁ VORDEGI Reynt að stela heita vatninu LÖGREGLA þurfti að hafa af- skipti af íbúa húss í Hlíðahverfi í gær. Hafði hann tengt heita- vatnslögn framhjá inntaki Hita- veitu Reykjavíkur í kjallara húss- ins. Þetta var í annað sinn sem maðurinn reyndi á þcnnan hátt að komast hjá því að greiða fyrir heita vatnið. Starfsmaður hita- veitunnar kom á staðinn og var inntakið innsiglað á ný. A lagamáli kallast verknaður sem þessi orkuþjófnaður og er heldur algengari, að sögn lög- reglu, hvað varðar raforku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.