Morgunblaðið - 22.04.1997, Page 69

Morgunblaðið - 22.04.1997, Page 69
\ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 69 MYIMDBÖND/KVIKMYIMDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP l----------------------------------------------------- ■ Kvikmynda- verðlaun MTV „INDEPENDENCE Day“ og „Will- iam Shakespeares’s Romeo and Juli- et“ hlutu flestar útnefningar fyrir kvikmyndaverðlaun MTV sem verða veitt 7. júní í Santa Monica í Kalifor- Í* níu. Það eru áhorfendur sjónvarps- stöðvarinnar sem velja hveijir kom- ast í úrslit. Þetta er sjötta árið í röð sem MTV heldur slíka verðlaunahá- tíð. Mynd Baz Luhrmans hlaut sex útnefningar: besta mynd, besti karl- leikari (Leonardo DiCaprio), besti kvenleikari (Claire Danes), besti kvikmyndakoss, besti samleikur, og (J besta lagið (1 Crush með Garbage). gt ID4 var útnefnd til fímm verðlauna: besta mynd, besti karlleikari (Will 0 Smith), besti nýliði (Vivica A. Smith), besti koss, og besta hasaratriði. „Jerry Maguire", „Scream" og „The Rock“ hlutu einnig útnefningu í flokknum besta mynd. Tom Cruise yar einnig útnefndur fyrir leik sinn í „Jerry Maguire“ og Renee Zellweg- er var útnefnd sem besti nýliði. Sean Connery og Nicholas Cage fengu Jútnefningu fyrir bestan samleik, og „The Rock“ náði einnig í útnefningu fyrir hasaratriði. MTV-kvikmyndaverðlaunin hafa auk flokkanna besta mynd, besti karlleikari, besti kvenleikari, besti nýliði, besta lag, besti samleikur, besti koss og besta hasaratriði tvo flokka í viðbót sem bera yfirskriftina besta frammistaða í gamanmynd og CLAIRE Danes er útnefnd til MT V-kvikmyndaver ðlaun- anna fyrir leik sinn í „William Shakespeare’s Romeo and Juliet". besta bardagaatriði. í síðarnefnda flokknum er m.a. Jackie Chan út- nefndur fyrir frammistöðu sína gegn stiga í „First Strike", Jim Brown fyrir bardaga gegn geimveru í „Mars Attacks!" og Pamela Lee fyrir slags- mál í „Barb Wire.“ I ; 4 4 é 4 I Stór nöfn á Cannes wai er að ljúka klippingu á nýj- KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Cannes á fimmtugsafmæli í ár. Undirbún- ingur er á fullu fyrir hátíðina og beðið með mikilli eftirvæntingu hvaða myndir verði valdar til sýn- ingar. Kvikmy ndaleikstj órar eins °g Oliver Stone, Zhang Yimou, Ang Lee, Wong Kar-wai og Abbas Kiarostami eru allir með nýjar niyndir í farteskinu sem eru lík- legar til að vera frumsýndar á Cannes. Mynd Stones er spennumynd sem kallast „U-Turn“. Með aðal- hlutverkin í henni fara Nick Nolte, Jennifer Lopez og Sean Penn. „Keep CooI“ er titill myndar Zang Yimou, en óvíst er hvort hann fær leyfi kínverskra stjórnvalda til t>ess að sýna myndina. Mynd Ang Lee heitir „The Ice Storm“. Það eru Sigourney Weaver, Kevin KUne og Joan Allen sem fara með uðalhlutverkin í henni. Wong Kar- ustu mynd sinm sem nefnist „Happy Together" en hún fjallar um samband homma. Kiarostami er einnig að reyna að Ijúka mynd sinni „The Taste of Cherry“ í íran. Aðrir kvikmyndaleikstjórar sem eru taldir líklegir til að eiga verk í keppninni um gullpálmann eru Wim Wenders („The End of Violence"), Mathieu Kassovitz („Assassins"), Johnny Depp („The Brave“), Atom Egoyan („The Sweet Hereafter"), Michael Wint- erbottom („Welcome to Sarajevo"), Shohei Imsmura (,,Unagi“), Manoel de Oliveira („Voyage to the Beginning of the World“), Marco Bellocchio („The Prince of Homburg“), Francesco Rosi („The Truce“), Idrissa Oudra- ogo („Kini and Adams“), og Micha- el Haneke („Funny Games“). Safari sunnan Sahara í t i i i i J Ferðakynning í kvöld kl. 20.30 á Hótel Sögu Landnáma kynnir einstaka ævintýraferð til Tanzaníu og Zansibar undir stjórn Afríkufarans og líffræðingsins Tómasar Gíslasonar. Ferðast er um sléttur Tanzaníu í opnum jeppum til að virða fyrir sér Ijón, hlébarða, gasellur, flóðhesta, gíraffa, fíla og fleiri dýr. Boðið er upp á vikudvöl á kryddeyjunni Zansibar þar sem gefst kostur á að synda í heitum sjó með höfrungum en Zansibar er m.a. þekkt fyrir fagrar strendur og heillandi sögu. Ferðin verður kynnt í máli og myndum á Hótel Sögu í sal A, í kvöld, þriðjudaginn 22. apríl kl. 20.30. Þeir sem skrá sig í ferðina fyrir 1. maí fá frían aðgang að námskeiði í grunnatriðum Ijósmyndunar, sem Tómas Gíslason fararstjóri ferðarinnar heldur. LANDNÁMA Vesturgötu 5, Sími 511 3050. MYNPBONP Hrói höttur og gereyðandinn Einleikur (Solo) _____________________ Vísindatryllir ★ '/2 Framleiðandi: Triumph Films. Leiksljóri: Norberto Barba. Handritshöfundur: David Cor- ley. Kvikmyndataka: Chris Wall- ing. Tónlist: Christopher Franke. Aðalhlutverk: Mario Van Peebles, William Sadler, Adrien Brody og Barry Corbin. 91 mín. Bandarikin. Colombia Tristar Home Video. Útgáfu- dagur: 16. apríl. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. VÉLMENNIÐ Solo er mesta ógn- un sem þekkst hefur síðan kjamorku- sprengjan var fundin upp, ósigrandi, tæknibúin drápsvél sem lært hefur að hugsa sjálfstætt. Þegar saklausir borgarar bíða hörmulegan dauð- daga af hans völd- um, áttar Solo sig á því að hann er ekki í réttu liði og snýst ótrauður gegn yfir- boðurum sínum. Þessi saga er hvorki ný né frum- leg, og ætti að vera flestum vestræn- um bíómyndafara frekar fyrirsján- leg. Ameríska bíómyndaformúlan er þegar orðin innprentuð í heila hans, og hann getur enn haft gaman af sömu sögunni í milljónasta skiptið. En jæja, svona er þetta nú og það þýðir ekki að fást um það. Núna eru mennimir komnir svo langt í tækn- inni að þeir hafa skapað vélmenni sem ályktar, og hefur tilfinningar. En ekki húmor. Myndin hefði sjálf- sagt orðið skemmtilegri hefði það verið öfugt. Það er í lagi, en því miður er tæknin ekki meiri en svo að þetta vélmenni er mjög órökrétt. Það sér mun á egypskum fornleifum og mexíkönskum, og dregur álykt- anir út frá því varðandi sögu samfé- laga. Hins vegar veit það ekki mun- inn á orðinum plata og ljúga. Ég get ekki verið með ef þetta er ekki pott- þétt. Ég trúði aldrei á þetta vél- menni. Kannski er ég bara smá- munaseggur að hengja mig í smáatr- iðum, en þá það. Solo kennir íbúum lítils þorps að búast til varnar, og það er augljóst að vélmennið er svo mannlegt að það hefur skellt sér í bíó og séð Hróa hött með Kevin Costner, því hann stelur öllum brögðunum hans. Skap- arar hans hafa hins vegar séð Ger- eyðandann með Schwarzenegger, og orðið fyrir áhrifum af henni. Kæru myndbandaunnendur, nú getið þið sjálf dregið ályktanir af því hvert þetta myndabandagláp fer með menn og vélmenni nútímans. Allt hug- myndaflug fyrir bí. Ég verð nú samt að segja að myndin er ágætlega gerð að mörgu leyti, og er t.d. kvikmyndatakan bara fín. Hún er öll þannig í pottinn búin að aðdáendur hasarmynda sem ekki vilja láta koma sér á óvart, ættu að geta haft gaman af, og trúið mér, þeir eru ekki fáir. Hildur Loftsdóttir MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU íbúö Joe (Joe’s Apartment) ★'A Alaska (Alaska) k ★ Tryggingasvindl (Escape Clause) ★ ★ Vi Drápskrukkan (The KilIingJar)-k Vi Stóra blöffið (The Great White Hype)-k k Hin fullkomna dóttlr (The Perfect daughter)kVi Englabarn (Angel Baby)k k Vi Fatafellan (Striptease) k k Háskólakennari á ystu nöf (Twilight Man)k k k Jack Reed IV: Löggumorð (Jack Reed TV: OneofOurOwn) k k Dauðsmannseyjan (Dead Man ’s Island)k Fallegar stúlkur (Beautiful Girls) kkkVi Galdrafár (Rough Magic) k k Ást og slagsmál í Minne- sota (Feeling Minnesota) kk FLóttinn frá L.A. (John Carpenters: „Escape From L.A.“)kkV2 Skylmingalöggan (Gladiator Cop) k Staðgengillinn (The Substitute)k 'h Lækjargata (River Street)k k Vi Svarti sauðurinn (Black Sheep)k k Snert af hinu illa (Touch byEvil)k Vi Undur og stórmerki (Phenomenon)k k V2 HAGKAUP -ptrirflölsktfldma-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.