Morgunblaðið - 22.04.1997, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 22.04.1997, Qupperneq 69
\ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 69 MYIMDBÖND/KVIKMYIMDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP l----------------------------------------------------- ■ Kvikmynda- verðlaun MTV „INDEPENDENCE Day“ og „Will- iam Shakespeares’s Romeo and Juli- et“ hlutu flestar útnefningar fyrir kvikmyndaverðlaun MTV sem verða veitt 7. júní í Santa Monica í Kalifor- Í* níu. Það eru áhorfendur sjónvarps- stöðvarinnar sem velja hveijir kom- ast í úrslit. Þetta er sjötta árið í röð sem MTV heldur slíka verðlaunahá- tíð. Mynd Baz Luhrmans hlaut sex útnefningar: besta mynd, besti karl- leikari (Leonardo DiCaprio), besti kvenleikari (Claire Danes), besti kvikmyndakoss, besti samleikur, og (J besta lagið (1 Crush með Garbage). gt ID4 var útnefnd til fímm verðlauna: besta mynd, besti karlleikari (Will 0 Smith), besti nýliði (Vivica A. Smith), besti koss, og besta hasaratriði. „Jerry Maguire", „Scream" og „The Rock“ hlutu einnig útnefningu í flokknum besta mynd. Tom Cruise yar einnig útnefndur fyrir leik sinn í „Jerry Maguire“ og Renee Zellweg- er var útnefnd sem besti nýliði. Sean Connery og Nicholas Cage fengu Jútnefningu fyrir bestan samleik, og „The Rock“ náði einnig í útnefningu fyrir hasaratriði. MTV-kvikmyndaverðlaunin hafa auk flokkanna besta mynd, besti karlleikari, besti kvenleikari, besti nýliði, besta lag, besti samleikur, besti koss og besta hasaratriði tvo flokka í viðbót sem bera yfirskriftina besta frammistaða í gamanmynd og CLAIRE Danes er útnefnd til MT V-kvikmyndaver ðlaun- anna fyrir leik sinn í „William Shakespeare’s Romeo and Juliet". besta bardagaatriði. í síðarnefnda flokknum er m.a. Jackie Chan út- nefndur fyrir frammistöðu sína gegn stiga í „First Strike", Jim Brown fyrir bardaga gegn geimveru í „Mars Attacks!" og Pamela Lee fyrir slags- mál í „Barb Wire.“ I ; 4 4 é 4 I Stór nöfn á Cannes wai er að ljúka klippingu á nýj- KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Cannes á fimmtugsafmæli í ár. Undirbún- ingur er á fullu fyrir hátíðina og beðið með mikilli eftirvæntingu hvaða myndir verði valdar til sýn- ingar. Kvikmy ndaleikstj órar eins °g Oliver Stone, Zhang Yimou, Ang Lee, Wong Kar-wai og Abbas Kiarostami eru allir með nýjar niyndir í farteskinu sem eru lík- legar til að vera frumsýndar á Cannes. Mynd Stones er spennumynd sem kallast „U-Turn“. Með aðal- hlutverkin í henni fara Nick Nolte, Jennifer Lopez og Sean Penn. „Keep CooI“ er titill myndar Zang Yimou, en óvíst er hvort hann fær leyfi kínverskra stjórnvalda til t>ess að sýna myndina. Mynd Ang Lee heitir „The Ice Storm“. Það eru Sigourney Weaver, Kevin KUne og Joan Allen sem fara með uðalhlutverkin í henni. Wong Kar- ustu mynd sinm sem nefnist „Happy Together" en hún fjallar um samband homma. Kiarostami er einnig að reyna að Ijúka mynd sinni „The Taste of Cherry“ í íran. Aðrir kvikmyndaleikstjórar sem eru taldir líklegir til að eiga verk í keppninni um gullpálmann eru Wim Wenders („The End of Violence"), Mathieu Kassovitz („Assassins"), Johnny Depp („The Brave“), Atom Egoyan („The Sweet Hereafter"), Michael Wint- erbottom („Welcome to Sarajevo"), Shohei Imsmura (,,Unagi“), Manoel de Oliveira („Voyage to the Beginning of the World“), Marco Bellocchio („The Prince of Homburg“), Francesco Rosi („The Truce“), Idrissa Oudra- ogo („Kini and Adams“), og Micha- el Haneke („Funny Games“). Safari sunnan Sahara í t i i i i J Ferðakynning í kvöld kl. 20.30 á Hótel Sögu Landnáma kynnir einstaka ævintýraferð til Tanzaníu og Zansibar undir stjórn Afríkufarans og líffræðingsins Tómasar Gíslasonar. Ferðast er um sléttur Tanzaníu í opnum jeppum til að virða fyrir sér Ijón, hlébarða, gasellur, flóðhesta, gíraffa, fíla og fleiri dýr. Boðið er upp á vikudvöl á kryddeyjunni Zansibar þar sem gefst kostur á að synda í heitum sjó með höfrungum en Zansibar er m.a. þekkt fyrir fagrar strendur og heillandi sögu. Ferðin verður kynnt í máli og myndum á Hótel Sögu í sal A, í kvöld, þriðjudaginn 22. apríl kl. 20.30. Þeir sem skrá sig í ferðina fyrir 1. maí fá frían aðgang að námskeiði í grunnatriðum Ijósmyndunar, sem Tómas Gíslason fararstjóri ferðarinnar heldur. LANDNÁMA Vesturgötu 5, Sími 511 3050. MYNPBONP Hrói höttur og gereyðandinn Einleikur (Solo) _____________________ Vísindatryllir ★ '/2 Framleiðandi: Triumph Films. Leiksljóri: Norberto Barba. Handritshöfundur: David Cor- ley. Kvikmyndataka: Chris Wall- ing. Tónlist: Christopher Franke. Aðalhlutverk: Mario Van Peebles, William Sadler, Adrien Brody og Barry Corbin. 91 mín. Bandarikin. Colombia Tristar Home Video. Útgáfu- dagur: 16. apríl. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. VÉLMENNIÐ Solo er mesta ógn- un sem þekkst hefur síðan kjamorku- sprengjan var fundin upp, ósigrandi, tæknibúin drápsvél sem lært hefur að hugsa sjálfstætt. Þegar saklausir borgarar bíða hörmulegan dauð- daga af hans völd- um, áttar Solo sig á því að hann er ekki í réttu liði og snýst ótrauður gegn yfir- boðurum sínum. Þessi saga er hvorki ný né frum- leg, og ætti að vera flestum vestræn- um bíómyndafara frekar fyrirsján- leg. Ameríska bíómyndaformúlan er þegar orðin innprentuð í heila hans, og hann getur enn haft gaman af sömu sögunni í milljónasta skiptið. En jæja, svona er þetta nú og það þýðir ekki að fást um það. Núna eru mennimir komnir svo langt í tækn- inni að þeir hafa skapað vélmenni sem ályktar, og hefur tilfinningar. En ekki húmor. Myndin hefði sjálf- sagt orðið skemmtilegri hefði það verið öfugt. Það er í lagi, en því miður er tæknin ekki meiri en svo að þetta vélmenni er mjög órökrétt. Það sér mun á egypskum fornleifum og mexíkönskum, og dregur álykt- anir út frá því varðandi sögu samfé- laga. Hins vegar veit það ekki mun- inn á orðinum plata og ljúga. Ég get ekki verið með ef þetta er ekki pott- þétt. Ég trúði aldrei á þetta vél- menni. Kannski er ég bara smá- munaseggur að hengja mig í smáatr- iðum, en þá það. Solo kennir íbúum lítils þorps að búast til varnar, og það er augljóst að vélmennið er svo mannlegt að það hefur skellt sér í bíó og séð Hróa hött með Kevin Costner, því hann stelur öllum brögðunum hans. Skap- arar hans hafa hins vegar séð Ger- eyðandann með Schwarzenegger, og orðið fyrir áhrifum af henni. Kæru myndbandaunnendur, nú getið þið sjálf dregið ályktanir af því hvert þetta myndabandagláp fer með menn og vélmenni nútímans. Allt hug- myndaflug fyrir bí. Ég verð nú samt að segja að myndin er ágætlega gerð að mörgu leyti, og er t.d. kvikmyndatakan bara fín. Hún er öll þannig í pottinn búin að aðdáendur hasarmynda sem ekki vilja láta koma sér á óvart, ættu að geta haft gaman af, og trúið mér, þeir eru ekki fáir. Hildur Loftsdóttir MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU íbúö Joe (Joe’s Apartment) ★'A Alaska (Alaska) k ★ Tryggingasvindl (Escape Clause) ★ ★ Vi Drápskrukkan (The KilIingJar)-k Vi Stóra blöffið (The Great White Hype)-k k Hin fullkomna dóttlr (The Perfect daughter)kVi Englabarn (Angel Baby)k k Vi Fatafellan (Striptease) k k Háskólakennari á ystu nöf (Twilight Man)k k k Jack Reed IV: Löggumorð (Jack Reed TV: OneofOurOwn) k k Dauðsmannseyjan (Dead Man ’s Island)k Fallegar stúlkur (Beautiful Girls) kkkVi Galdrafár (Rough Magic) k k Ást og slagsmál í Minne- sota (Feeling Minnesota) kk FLóttinn frá L.A. (John Carpenters: „Escape From L.A.“)kkV2 Skylmingalöggan (Gladiator Cop) k Staðgengillinn (The Substitute)k 'h Lækjargata (River Street)k k Vi Svarti sauðurinn (Black Sheep)k k Snert af hinu illa (Touch byEvil)k Vi Undur og stórmerki (Phenomenon)k k V2 HAGKAUP -ptrirflölsktfldma-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.