Morgunblaðið - 01.05.1997, Page 14

Morgunblaðið - 01.05.1997, Page 14
Gi veeriAM rjjtjoaci 14 FIMMTUDAGUR 1. (rTMMN MAI 1997 TQT/ttTíQAM MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Forseti Islands Opinber heimsókn til Suður-Þingeyjarsýslu OPINBER heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Islands, og frú Guðrúnar Katrín- ar Þorbergsdóttur til Suður- Þingeyjarsýslu hefst á morgun. Fyrsti viðkomustaður verður Safnahúsið á Húsavík, en þaðan fara forsetahjónin í skóla í bæn- um og ræða við nemendur og kennara. Einnig verða heimsótt ýmis fyrirtæki, heimili aldraðra í Hvammi og Húsavíkurkirkja o g forsetinn mun setja KÞ-mótið í handknattleik. Um kvöldið verður móttaka fyrir Húsvíkinga í félagsheimilinu. Á laugardaginn verða fyrir- tæki og skólar í Reykjahreppi, Aðaldælahreppi og Skútustaða- hreppi heimsótt. Síðdegis verður héraðssamkoma í íþróttahúsinu á Laugum og um kvöldið heim- sækja forsetahjónin Stjóru- tjarnaskóla og Ljósavatnshrepp. Á sunnudaginn, síðasta dag heimsóknarinnar, verður farið frá Sótrutjömum í Hálsahrepp, komið við í skógræktinni á Vögl- um, Svartárkoti í Bárðdæla- hreppi, á Stómvöllum og við Goðafoss. Heimsókninni lýkur eftir hádegi á sunnudaginn. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Nefhjól gaf sig Hnappavöllum - Það óhapp varð á Flugfélaginu Jórvík gaf sig í lend- flugvellinum nálægt Skaftafelli ingu. Ekki urðu stórvægilegar nýlega að nefhjól flugvélar frá skemmdir á vélinni við óhappið. Vígslu- dagurinn nálgast Hvolsvelli - Hann Hörður Gunn- laugsson var í óða önn að vinna við að leggja gólf á nýtt íþrótta- hús Hvolsvellinga. Gólfið verður úr dúk sem lagður er ofan á plötur og trégrind. Sagði Hörð- ur að u.þ.b. 5.000 kubbar færu undir grindina til að rétta hana af. Gólfið er frá Ágústi Óskars- syni í Mosfellsbæ og er þetta 4. gólfið sem hann vinnur við að leggja. Vígsludagur íþróttahúss- ins nálgast nú óðfluga en stefnt er að því að hann verði 17. júní nk. Morgunblaðið/Silli BÖRNIN skemmtu sér vel á sunnudagaskólahátíðinni í Húsavíkurkirkju. Öflugt starf sunnudagaskóla Húsavík - Bamastarfið á vegum kirknanna í Þingeyjarprófasts- dæmi hefur í vetur verið mikið og gott í flestum sóknum prófasts- dæmisins. Það hefur skapast sú venja að ljúka vetrarstarfi kirkn- anna með sameiginlegri hátíð barnanna í einhverri kirkju próf- astsdæmisins. Þetta árið var hátíðin haldin á Húsavík og til hennar mættu á þriðja hundrað börn og foreldrar. Hátíðin hófst í Húsavíkurkirkju með helgistund og miklum söng hinna ungu og áhugasömu kirkju- gesta. Að kirkjuhátíðinni lokinni var haldið í íþróttahöllina og börn- in nutu þar fyrst góðra veitinga en síðan sáu félagar í Iþróttafélag- inu Völsungi bömunum fyrir fjöl- breyttum leikjum og skemmtiatrið- um. Fórnfóst starf leikmanna Með prestunum starfa að sunnu- dagaskólunum nokkrir leikmenn sem láta af hendi mikið og fórn- fúst starf. Samningarn- ir samþykktir KJARASAMNINGUR VMSÍ fyrir hönd Verkalýðsfélags Húsavíkur við vinnuveitendur var samþykktur í vikunni með 64,1% greiddra atkvæða. Verkalýðsfélag Húsavíkur felldi fyrri kjarasamning en hefur nú samþykkt hann með viðbótarsamkomulagi sem gert var við vinnuveitendur 22. apn'l sl. Á kjörskrá voru 383 og greiddu 128 atkvæði eða 33,4%. Já sögðu 82 eða 64,1%, nei sögðu 42 eða 32,8%. Auðir og ógildir seðlar voru 4 eða 3,1%. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason STARFSFÓLK Búnaðarbankans í Stykkishólmi bauð í opinn banka 26. apríl sl. Opið hús í Bún- aðarbankanum Stykkishólmi - Það er óvenjulegt að hægt sé að heimsækja banka á laugardegi. Það gerðist þó í Stykk- ishólmi laugardaginn 26. apríl sl. Þá var opið hús hjá starfsfólki Bún- aðarbankans í Stykkishólmi. Kl. 11 var bankinn opnaður og gestum boðið að skoða húsakynni bankans og kynna sér starfsemi hans. Kynntar voru ýmsar sparnað- ar- og ijárfestingaleiðir og eins fjöl- breytt þjónusta sem bankinn býður sínum viðskiptavinum. Nýlega var hraðbanki tekinn í noktun í húsa- kynnum Búnaðarbankans og var farið yfir hvaða möguleika hann býður upp á. Kór Stykkishómlskirkju kom í heimsókn og söng nokkur lög og boðið var upp á rjómapönnukökur. Margir Hólmarar litu við og kunnu því vel að geta farið inn fyrir af- greiðsluborðin og alla leið inn á skrifstofu bankastjóra án þess að banka. Svona tilbreyting sýnir að starfsfólk Búnaðarbankans vill stuðla að jákvæðum tengslum á milli bankans og bæjarbúa. Morgunblaðið/Albert Kemp FORSVARSKONUR slysavarnadeildarinnar Hafdísar og kvenfé- lagsins Keðjunnar færðu slökkviliðinu á Fáskrúðsfirði búning. gefinn búningrir Fáskrúðsfirði - Undanfarna daga hefur staðið yfir námskeið slökkvi- liðsmanna frá Fáskrúðsfirði, Stöðv- arfirði og Breiðdalsvík. Námskeiðið er á vegum Brunamálastofnunar og er það vel sótt. Við þetta tækifæri notuðu félag- ar í Slysavarnadeildinni Hafdísi og Kvenfélaginu Keðjunni tækifærið og afhentu slökkviliðinu á Fá- skrúðsfirði búning til notkunar þeg- ar slökkva þarf eld þar sem hætta er á eiturefnum. Fyrir átti slökkvi- liðið einn slíkan búning og er því betur í stakk búið nú til að mæta slíkum eldum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.