Morgunblaðið - 01.05.1997, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.05.1997, Qupperneq 14
Gi veeriAM rjjtjoaci 14 FIMMTUDAGUR 1. (rTMMN MAI 1997 TQT/ttTíQAM MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Forseti Islands Opinber heimsókn til Suður-Þingeyjarsýslu OPINBER heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Islands, og frú Guðrúnar Katrín- ar Þorbergsdóttur til Suður- Þingeyjarsýslu hefst á morgun. Fyrsti viðkomustaður verður Safnahúsið á Húsavík, en þaðan fara forsetahjónin í skóla í bæn- um og ræða við nemendur og kennara. Einnig verða heimsótt ýmis fyrirtæki, heimili aldraðra í Hvammi og Húsavíkurkirkja o g forsetinn mun setja KÞ-mótið í handknattleik. Um kvöldið verður móttaka fyrir Húsvíkinga í félagsheimilinu. Á laugardaginn verða fyrir- tæki og skólar í Reykjahreppi, Aðaldælahreppi og Skútustaða- hreppi heimsótt. Síðdegis verður héraðssamkoma í íþróttahúsinu á Laugum og um kvöldið heim- sækja forsetahjónin Stjóru- tjarnaskóla og Ljósavatnshrepp. Á sunnudaginn, síðasta dag heimsóknarinnar, verður farið frá Sótrutjömum í Hálsahrepp, komið við í skógræktinni á Vögl- um, Svartárkoti í Bárðdæla- hreppi, á Stómvöllum og við Goðafoss. Heimsókninni lýkur eftir hádegi á sunnudaginn. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Nefhjól gaf sig Hnappavöllum - Það óhapp varð á Flugfélaginu Jórvík gaf sig í lend- flugvellinum nálægt Skaftafelli ingu. Ekki urðu stórvægilegar nýlega að nefhjól flugvélar frá skemmdir á vélinni við óhappið. Vígslu- dagurinn nálgast Hvolsvelli - Hann Hörður Gunn- laugsson var í óða önn að vinna við að leggja gólf á nýtt íþrótta- hús Hvolsvellinga. Gólfið verður úr dúk sem lagður er ofan á plötur og trégrind. Sagði Hörð- ur að u.þ.b. 5.000 kubbar færu undir grindina til að rétta hana af. Gólfið er frá Ágústi Óskars- syni í Mosfellsbæ og er þetta 4. gólfið sem hann vinnur við að leggja. Vígsludagur íþróttahúss- ins nálgast nú óðfluga en stefnt er að því að hann verði 17. júní nk. Morgunblaðið/Silli BÖRNIN skemmtu sér vel á sunnudagaskólahátíðinni í Húsavíkurkirkju. Öflugt starf sunnudagaskóla Húsavík - Bamastarfið á vegum kirknanna í Þingeyjarprófasts- dæmi hefur í vetur verið mikið og gott í flestum sóknum prófasts- dæmisins. Það hefur skapast sú venja að ljúka vetrarstarfi kirkn- anna með sameiginlegri hátíð barnanna í einhverri kirkju próf- astsdæmisins. Þetta árið var hátíðin haldin á Húsavík og til hennar mættu á þriðja hundrað börn og foreldrar. Hátíðin hófst í Húsavíkurkirkju með helgistund og miklum söng hinna ungu og áhugasömu kirkju- gesta. Að kirkjuhátíðinni lokinni var haldið í íþróttahöllina og börn- in nutu þar fyrst góðra veitinga en síðan sáu félagar í Iþróttafélag- inu Völsungi bömunum fyrir fjöl- breyttum leikjum og skemmtiatrið- um. Fórnfóst starf leikmanna Með prestunum starfa að sunnu- dagaskólunum nokkrir leikmenn sem láta af hendi mikið og fórn- fúst starf. Samningarn- ir samþykktir KJARASAMNINGUR VMSÍ fyrir hönd Verkalýðsfélags Húsavíkur við vinnuveitendur var samþykktur í vikunni með 64,1% greiddra atkvæða. Verkalýðsfélag Húsavíkur felldi fyrri kjarasamning en hefur nú samþykkt hann með viðbótarsamkomulagi sem gert var við vinnuveitendur 22. apn'l sl. Á kjörskrá voru 383 og greiddu 128 atkvæði eða 33,4%. Já sögðu 82 eða 64,1%, nei sögðu 42 eða 32,8%. Auðir og ógildir seðlar voru 4 eða 3,1%. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason STARFSFÓLK Búnaðarbankans í Stykkishólmi bauð í opinn banka 26. apríl sl. Opið hús í Bún- aðarbankanum Stykkishólmi - Það er óvenjulegt að hægt sé að heimsækja banka á laugardegi. Það gerðist þó í Stykk- ishólmi laugardaginn 26. apríl sl. Þá var opið hús hjá starfsfólki Bún- aðarbankans í Stykkishólmi. Kl. 11 var bankinn opnaður og gestum boðið að skoða húsakynni bankans og kynna sér starfsemi hans. Kynntar voru ýmsar sparnað- ar- og ijárfestingaleiðir og eins fjöl- breytt þjónusta sem bankinn býður sínum viðskiptavinum. Nýlega var hraðbanki tekinn í noktun í húsa- kynnum Búnaðarbankans og var farið yfir hvaða möguleika hann býður upp á. Kór Stykkishómlskirkju kom í heimsókn og söng nokkur lög og boðið var upp á rjómapönnukökur. Margir Hólmarar litu við og kunnu því vel að geta farið inn fyrir af- greiðsluborðin og alla leið inn á skrifstofu bankastjóra án þess að banka. Svona tilbreyting sýnir að starfsfólk Búnaðarbankans vill stuðla að jákvæðum tengslum á milli bankans og bæjarbúa. Morgunblaðið/Albert Kemp FORSVARSKONUR slysavarnadeildarinnar Hafdísar og kvenfé- lagsins Keðjunnar færðu slökkviliðinu á Fáskrúðsfirði búning. gefinn búningrir Fáskrúðsfirði - Undanfarna daga hefur staðið yfir námskeið slökkvi- liðsmanna frá Fáskrúðsfirði, Stöðv- arfirði og Breiðdalsvík. Námskeiðið er á vegum Brunamálastofnunar og er það vel sótt. Við þetta tækifæri notuðu félag- ar í Slysavarnadeildinni Hafdísi og Kvenfélaginu Keðjunni tækifærið og afhentu slökkviliðinu á Fá- skrúðsfirði búning til notkunar þeg- ar slökkva þarf eld þar sem hætta er á eiturefnum. Fyrir átti slökkvi- liðið einn slíkan búning og er því betur í stakk búið nú til að mæta slíkum eldum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.