Morgunblaðið - 17.05.1997, Qupperneq 1
88 SÍÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
109. TBL. 85. ÁRG.
LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Mobutu Sese Seko lætur af landsstjórninni eftir 32 ára valdatíma í Zaire
Uppreisnarmenn segja
valdaframsalið markleysu
Kinshasa, Lubumbashi, Washington.
SAMTÖK uppreisnarmanna í Zaire
sögðust í gær líta á valdaskiptin í
höfuðborginni Kinshasa sem mark-
leysu og hvöttu stjómarhermenn að
Mobutu Sese Seko forseta burtflún-
um til að leggja niður vopn. Upplýs-
ingaráðherra stjórnar Mobutu,
Bizima Karaha, sagði forsetann hafa
framselt völd sín í hendur stjómar
Likulia Bolongos forsætisráðherra
og þings og farið til kastala í fæðing-
arbæ sínum, Gbadolite. Vestrænir
stjómarerindrekar sögðu Mobutu
hins vegar á leið úr landi, ýmist til
Evrópu eða Marokkó.
Með brotthvarfi Mobutu lýkur 32
ára valdatíma hans í Zaire. Hermt er
að hemaðarráðgjafar forsetans hafi
skýrt honum frá því í fýrradag að
útilokað væri að verja höfuðborgina
og ráðlagt honum að flýja. í gær-
morgun flýði svo yfírmaður lífvarða-
sveita forsetans, Nzimbi Nzale, með
fjölskyldu sína á hraðbát til Brazza-
ville í Kongó. Háttsettir embættis-
menn, nánir samverkamenn forset-
ans og skyldmenni flýðu til allra átta
með áætlunarflugvélum frá Zaire og
Brazzaville.
Karaha sagði völdin í Zaire nú í
höndum stjómar Bolongos og þings-
ins, samkvæmt stjórnarskrá, sem
uppreisnarmenn segja að sé ekki tO.
Kin-Kiey Mulumba, talsmaður
stjómarinnar, sagði að Laurent
Mulumba erkibiskup í Kisangangi
hefði fengið það hlutverk að semja
um myndun bráðabirgðastjómar og
nýjar þingkosningar við Laurent
Kabila leiðtoga uppreisnarmanna.
Ekkert heyrðist frá Kabila í gær.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
sagði brottför Mobutu auka vonir
um að sjö mánaða borgarastyrjöld
ljúki með friðsamlegum hætti.
Hvatti hann þjóðir heims til að
styðja við tilraunir Nelsons Mand-
elas, forseta Suður-Afríku, til að
stöðva stríðið í Zaire. Mandela kom
yfirlýsingin um valdaframsal
Mobutus á óvart.
Joe Modise, varnarmálaráðherra
Suður-AMku, sagði mikla hættu á
því að borgarastríð héldi áfram í
Zaire freistaði Kabila þess að ná öll-
um völdum í hendur samtaka sinna.
■ Mobutu talinn fara/20
Reuter
STUÐNINGSMENN uppreisnarmanna mála borða með stuðningsyflr-
lýsingum við baráttu hersveita Laurent Kabila í leynilegri
áróðursmiðstöð í Kinshasa í gær.
Kasparov
vill nýtt
einvígi
New York. Reuter.
GAKRÍ Kasparov skákmeist-
ari skoraði í gær á skáktölvuna
Dimmblá til nýs einvígis í
haust. Vill hann að það fari
fram á öðmm forsendum en
nýafstaðið sex skáka einvígi
þar sem hann laut í lægra haldi
íyrir tölvunni. Lagði hann til
að sigurvegari í nýju einvígi
fengi allt verðlaunaféð.
Kasparov vill að nýtt einvígi
verði lengra, eða 10 skákir og
fleiri hvfldardagar verði milli
þeirra. Pá vill hann fá að kynna
sér gagnagrunn tölvunnar,
skákirnar sem hún æfði sig á í
tilraunastofu.
Jafnframt vill hann að tölvan
tefli samtímis við annan stór-
meistara í viðurvist fulltrúa
síns og að óháður aðili fylgist
með skjá Dimblárrar í nýju
einvígi og skipuleggjendur
þess verði sömuleiðis óháðir
framleiðendum tölvunnar.
Talsmenn IBM sögðust
myndu taka sér umhugsunar-
frest til að svara áskomn Ka-
sparovs. Þeir sögðu ýmsa aðra
stórmeistara hafa leitað eftir að
fá að glíma við Dimmblá, m.a.
Anatoly Karpov og kvenna-
meistarinn Susan Polgar.
Reuter
Heimila viðræð-
ur við Sinn Fein
Belfast. Reuter.
TONY Blair, forsætisráðherra
Bretlands, bauð Sinn Fein, stjóm-
málaarmi Irska lýðveldishersins
(IRA), til viðræðna um framtíð
Norður-írlands án þess að krefjast
þess að IRA lýsi áður yfir vopnahléi
í hryðjuverkahernaði sínum gegn
bi'esku stjórninni.
Blair skýrði frá þessari ákvörðun
sinni í heimsókn til Norður-írlands
í gær, en það er fyrsta ferð hans út
fyrir London sem forsætisráðherra.
Með þessu vill Blair freista þess
að koma umleitunum um frið í
Norður-írlandi af stað á ný. „Ég er
reiðubúinn að leyfa embættismönn-
um að funda með fulltrúum Sinn
Fein svo fremi að atburðir, bæði
hér og annars staðar, geri það ekki
ómögulegt," sagði Blair í ræðu á
landbúnaðarsýningu í Belfast.
Með ákvörðuninni rýfur hann ein-
angrun Sinn Fein, sem bresku og
írsku stjómirnar settu samtökin í
eftir að IRA rauf 17 mánaða vopna-
hlé sitt í hernaðinum gegn bresku
stjórninni í febrúar 1996.
Hann ítrekaði þó að Sinn Fein
fengi ekki aðild að samningaviðræð-
um um framtíð Norður-írlands,
sem hefjast 3. júní, nema IRA lýsti
áður yfir nýju allsherjar vopnahléi.
Einungis væri um það að ræða að
útskýra afstöðu stjórnar Blair fyrir
stjórnmálaarmi IRA og kanna hvort
norður-írskir lýðveldissinnar væru
raunverulega reiðubúnir að snúa
baki við ofbeldi og láta pólitík ráða
ferðinni.
Fyrstu viðbrögð Sinn Fein ein-
kenndust af fálæti en búist er við að
Gerry Adams, leiðtogi samtakanna,
lýsi afstöðu sinni á morgun, sunnu-
dag.
Borís Jeltsín herðir baráttu gegn spillingu í embættismannakerfinu
Kannar auðævi
embættismanna
Mótmæla
á Maracai-
bovatni
SJÓMENN, sem stunda fiskveið-
ar á Maracaibovatni í Venezu-
ela, mótmæltu í gær auknum
óhöppum vegna vaxandi skipa-
umferðar um vatnið. Fjögur ol-
íuskip hafa strandað þar á síð-
ustu fjórum mánuðum og olíu-
mengun hlotist af. Telja sjó-
mennirnir ástandið ógna tilveru
sinni.
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti
herti baráttu sína gegn pólitískri
spillingu er hann undirritaði til-
skipun í gær sem skyldar hátt-
setta embættismenn til þess að
telja árlega fram tekjur sínar og
eignir.
„Tilgangurinn er að uppræta þá
þróun að menn noti stöðu sína í
auðgunarskyni. Heiðarleiki er ekki
bara siðferðismælikvarði, hann
hefur fengið á sig pólitískt mikil-
vægi. Fólk hefur fengið sig fullsatt
af slagorðum og loforðum," sagði
Jeltsín í útvarpsávarpi í tilefni til-
skipunarinnar.
Fyrri tilraunir Jeltsíns til að
koma böndum á spillingu hafa lít-
inn árangur borið. I gær lagði sak-
sóknari fram spillingarákæru á
hendur Konstantín Kobets, fyrr-
verandi aðstoðarvamarmálaráð-
herra, sem á sínum tíma var náinn
samverkamaður Jeltsíns. Hann er
sakaður um að hafa misnotað að-
stöðu sína til að maka eigin krók.
Sömuleiðis sagði saksóknarinn,
Júrí Dýomín, í viðtali við dagblaðið
Ízvestíá að 20 hershöfðingjar og að-
mírálar ásamt 100 ofurstum úr her-
aflanum sættu nú rannsókn vegna
meintrar spillingar.
Þykja meint auðgunarbrot
þeirra sýnu hneykslanlegri sakir
þess að á sama tíma og þau eru
framin aukast hörmungar
óbreyttra hermanna sem ýmist
líða hungur, hlaupast brott eða
svipta sig lífi í meira mæli en
nokkru sinni áður.