Morgunblaðið - 17.05.1997, Page 2
o
2 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997_______________________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ .
FRÉTTIR
FÁRVIÐRI skall á búðum þrjú
á Everest í gær þar sem ís-
lensku Everestfararnir hafa
dvalið siðustu daga. Þeir náðu
að koma í veg fyrir tjón á bún-
aði sínum, en tjöld og búnaður
frá ððrum leiðöngrum fauk og
skemmdist. Talið er að tjónið
skipti milljónum króna. Is-
lensku fjallgöngumennirnir
hafa neyðst til að fresta ferð á
tind fjallsins vegna slæms veð-
urs.
„Það gerði fárviðri í þriðju
búðum í nótt og okkar menn
stóðu í ströngu við að bjarga
tjöldum og búnaði frá þvi að
fjúka. Okkar leiðangur er sá
eini sem er með eitthvað af
fólki þarna uppi þannig að hann
stóð í því að reyna að bjarga
tjöldum frá öðrum leiðöngrum.
Þeir voru að giska á að þarna
hefðu fokið eða eyðilagst á
milli 20-30 tjöld. Um er að
ræða tjón sem skiptir milljón-
um króna. Það var það hvasst
að það var varla stætt í verstu
hryðjunum," sagði Hörður
Magnússon, aðstoðarmaður ís-
lensku Everestfaranna, sem er
I grunnbúðum.
Það var ekki síður mikið að
gera þjá Herði en Everestför-
Tjöld fuku í
f* / • X • *
farviðn 1
þriðju búðum
unum
Birni
Einari K. Stef-
ánssyni og Hall-
grími Magnús-
syni. Þegar
fréttist í grunn-
búðum af því
sem var að gerast í þriðju búð-
um fylltist tjaldið hjá Herði af
áhyggjufullum fjallgöngu-
mönnum úr öðrum leiðöngrum
sem vildu koma skilaboðum til
leiðangursmanna um að þeir
huguðu einnig að sínum tjöld-
um og búnaði.
Hörður sagði að aðrir leið-
angrar hefðu orðið fyrir miklu
tjóni. Til dæmis hefði malasíska
matartjaldið eyðilagst og allt
það sem í þvi
var. Það væri
stórmál að koma
matarbirgðum
og búnaði upp í
fjallið á ný.
Hann sagði að
ekki hefði mátt
miklu muna að stóra matartjald
Tinkerleiðangursins, sem ís-
lendingamir taka þátt í, hefði
fokið. 7-8 átta menn hefðu
barist við að bjarga því.
Ferð á tindinn frestað
Hörður sagði að engar
skemmdir hefðu orðið á búnaði
íslensku fjallgöngumannanna
og þeir gætu þess vegna haldið
áfram ferð sinni upp fjallið.
Hins vegar hamlaði veðrið för
eins og áður og það væri ljóst
að þeir myndu ekki leggja af
stað upp í fjórðu búðir í dag
eins og þeir hefðu ráðgert.
„Nýjasta veðurspáin gerir ráð
fyrir meiri vindi en áður var
reiknað með. Nú er talað um
40-50 hnúta vind á mánudag.
Það er of mikill vindur til að
það sé hægt að ganga á fjallið.
Það er þvi ekki um annað að
ræða en fresta uppgöngu."
Reiknað er með að veður í
þriðju búðum, sem eru í 6.400
metra hæð, verði einnig vont í
dag. Hörður sagði óvist með
framhaldið. Sá möguleiki væri
fyrir hendi að leiðangursmenn
færu aftur niður í grunnbúðir.
Sumir í leiðangri Tinkers væru
þeirrar skoðunar að best væri
að snúa tíl baka.
Hörður sagði að veðrið hefði
ekki verið nærri eins slæmt
uppi í fjórðu búðum í 7.400
metra hæð. Þar væru tveir
Rússar og hann sagði að þeir
hefðu ekki látið illa af sér. Öll
tjöld þar væru meira grafin
niður og ekkert tjón hefði orð-
ið á búnaði eða tjölduin.
■ Everestsíða Morgunblaðs-
ins: http://www.mbl.is/everest/
Fáskrúðsfjörður
Trygging
sett fyrir
bryggju-
skemmdum
DANSKA flutningaskipið Dan Star
fór frá Fáskrúðsfirði í gær fulllestað
mjöli, eftir að tryggingafélag skips-
ins hafði sett tiyggingu fyrir
skemmdum, sem skipið olli á bryggj-
unni á Fáskrúðsfirði.
Skipið sigldi á bryggjuna um há-
degisbil á miðvikudag og við sjópróf
á fímmtudag kom fram að skipveij-
ar hefðu ekki ráðið við skipið vegna
vinds. Samkvæmt frummati starfs-
manns Siglingastofnunar gæti tjónið
á bryggjunni numið 18 miHjónum
króna og fór Búðarhreppur fram á
að skipið yrði kyrrsett þar til trygg-
ing hefði verið sett fyrir tjóninu.
Skemmdir á bryggjunni verða
kannaðar endanlega næst þegar
verður stórstreymt, en það verður
eftir tæpar 2 vikur.
35 óleyst
mál hjá ríkis-
sáttasemjara
MIKILL §öldi stéttarfélaga á enn
ósamið við viðsemjendur sína og
voru á skrá 35 óleyst mál í gær
sem eru til meðferðar hjá ríkis-
sáttasemjara.
Póstatkvæðagreiðsla stendur nú
yfír meðal félagsmanna í Starfs-
mannafélagi ríkisstofnana um
BLAÐAUKINN Brúðkaup -
í blíðu og strfðu - fylgir
Morgunblaðinu um hvíta-
sunnuhelgina. Blaðaukinn er
32 bls. og er borinn út til
áskrifenda með blaðinu f
dag, laugardag.
Meðal efnis eru viðtöl við
brúðþjón fyrr og nú, rætt er
við prest og leitað álits barna
á því hvað sé gott hjóna-
band. Þá er fylgst með undir-
búningi og birtar eru fjöl-
breyttar uppskriftir að
veisluréttum. Sagt er frá
tísku, hárgreiðslu, brúðar-
vöndum og ýmsum siðum,
gömlum og nýjum, sem
tengjast brúðkaupi og fjallað
um brúðkaup i ýmsum lönd-
um.
kjarasamning við ríkið sem gerður
var í síðasta mánuði, en félags-
menn SFR eru talsvert á fimmta
þúsund talsins. Á talning í at-
kvæðagreiðslunni að fara fram 20.
maí.
Hægt miðar í flugfreyjudeilu
Sáttatilraunir í kjaradeilu Flug-
freyjufélagsins og Flugleiða héldu
áfram hjá sáttasemjara í fyrradag,
en viðræðum milli þessara aðila
hefur miðað mjög hægt á undan-
fömum vikum. Haldnir hafa verið
19 fundir að sögn Erlu Hatlemark
formanns Flugfreyjuféiagsins og
er næst ráðgert að hittast eftir
helgina.
Einnig var haldinn fyrir helgi
sáttafundur í kjaradeilu Félags
flugmálastarfsmanna og ríkisins
og í gærkvöld sátu fulltrúar ríkis-
ins og Framtíðarinnar í Hafnarfirði
enn á fundi.
Þá eru kjaraviðræður hafnar á
milli Félags hjúkrunarfræðinga og
viðsemjenda, en þeirri deilu hefur
ekki verið vísað til sáttasemjara.
-----♦ > ♦
Framboð Guðrún-
ar Pétursdóttur
Útgjöld
námu 12,7
milljónum
ÚTGJÖLD vegna forsetaframboðs
Guðrúnar Pétursdóttur námu 12,7
milljónum króna samkvæmt fulln-
aðaruppgjöri sem birt var í gær.
Samkvæmt ársreikningi fram-
boðsins skuldaði framboðið 258
þúsund krónur um síðustu áramót
en í tilkynningu frá stuðningsmönn-
um Guðrúnar segir að þessi skuld
sé að fullu greidd.
Þar kemur einnig fram að út-
gjöld vegna framboðsins hafi verið
greidd með framlögum frá fjöl-
mörgum einstaklingum og fyrir-
tækjum og að auki hafi fjöldi manns
lagt fram sjálfboðavinnu eða styrkt
framboðið.
Morgunblaðið/Þorkell
Á ANNAÐ hundrað hundaeigendur í Reykjavík söfnuðust saman fyrir utan hús Kristínar Olsen
í gærkvöldi til að votta mæðgunum stuðning og samúð.
Læsti sig inni
og drap hund
nágrannans
LÖGREGLAN í Reykjavík hand-
tók í gær sjötugan mann eftir að
hann hafði drepið hund í eigu
konu sem býr í sama flölbýlishúsi
og hann. Maðurinn hafði ráðist á
fertuga dóttur konunnar þar sem
hún var að koma með hundinn inn
í húsið, læst sig með dýrið inni í
íbúð sinni og drap það þar.
í rúm tvö ár hafa staðið deilur
í húsinu um hundinn, sem var 7
ára gömul terrier-tík og var mað-
urinn, sem talinn er hafa drepið
dýrið í gær, fremstur í flokki
þeirra sem vildu hundinn út.
Kristín Olsen er eigandi hunds-
ins og móðir Dagbjartar Ingu
Olsen sem var að koma með hann
inn í húsið þegar á hana var ráð-
ist um klukkan 11 í gærmorgun.
Kristín sagði við Morgunblaðið í
gær að þótt búið hafí verið að
banna henni að halda dýrið í hús-
inu hafí hún haft leyfí Heilbrigðis-
eftirlits Reykjavíkur til þess að fá
hundinn í heimsókn til sín eina
viku í senn enda segir Kristín að
bannið hafi ekki byggst á því að
um væri að ræða asma eða önnur
óþægindi sem hundahaldið ylli
fólki.
Að því er fram kemur í skýrslu
lögreglu um atburðinn var Dag-
björt Inga að koma með hundinn
inn í húsið þegar maðurinn réðst
að henni á sameigninni og er
sagður hafa slegið hana í kviðinn
og tekið af henni hundinn. Konan
reyndi að fylgja manninum eftir
og ná af honum hundinum en
árangurslaust því hann læsti að
sér og í skýrslu lögreglu segir að
konan hafi heyrt í gegnum dymar
hvemig hljóðin í hundinum dóu
smám saman út inni í íbúðinni.
Þegar lögregla kom að var hund-
urinn dauður en blóðblettir og hár
úr feldi dýrsins á gólfi og veggjum
íbúðar mannsins.
Dagþjört Inga var fiutt á slysa-
TERRIER-tíkín Lady Queen
sem var drepin í gær.
deild og segir Kristín Olsen s
hún sé marin um allan líkaman
eftir barsmíðar og spörk mannsir
og vafin umbúðum á báðum han<
leggjum.
Lögregla handtók manninn sei
drap hundinn og færði hann
fangaklefa og síðan til yfi
heyrðslu. Maðurinn á yfir höf
sér kærur fyrir líkamsárás o
brot á dýravemdarlögum.