Morgunblaðið - 17.05.1997, Side 23

Morgunblaðið - 17.05.1997, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ VIKU m LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 23 HANN hefur keppt um það bil fimmtán landsleiki í handbolta fyr- ir íslands hönd og var búinn að skrá sig úr prófum í stjórnmálafræði við Háskóla Islands til að spila á heimsmeist- aramótinu í Japan. Landsliðshópurinn átti að leggja af stað með flugi áleiðis aðfara- nótt mánudags en á hádegi á fóstudegi var honum tilkynnt að hann yrði að sitja heima. Islenska landsliðið hefur leikinn í dag og Rúnar Sigtryggsson úr Haukum missir af ævintýrinu. Aðeins 16 leikmenn mega fara. Við sitjum á veitingahúsinu Ítalía, Laugavegi 11, í hádeginu fimmtudaginn 15. maí. Eg horfi í augu hans og spyr: Ertu spældur? „Já, við vorum fimm sem gátum átt von á þvi að detta út úr liðinu, en þar sem tveir línumenn í hægra horninu, Bjarki og Valdi- mar, eiga við meiðsli að stríða, reiknaði maður frekar með að komast út en að tveir meiddir færu,“ svarar Rúnar skytta og spá- ir í val á rauðvíni. Ertu hjátrúarfullur? „Hjátrú er heimska. Þetta er óheppni. Eg hef áður lagt allt undir til að komast á heimsmeistaramót. Arið 1993 var heims- meistaramót 21 árs og yngri og ég var fluttur til Reykjavíkur til að geta æft með landsliðshópnum. Eg var í hópnum en viku fyrir brottfór puttabrotnaði ég,“ segir hann, 25 ára gamall, og andartak staldrar hugurinn við HM 99. Ætla ehhi til Japans SBm fnráamaáur Þjónninn færir okkur forréttinn, snigla í hvítlaukssmjöri handa Rúnari og reyktan lax með hrærðu eggi handa mér. Rauðvín- ið heitir Villa Borghetti amarone 1990 og Rúnar reynist kunnáttumaður. „Ég og kærastan mín Heiða Erlingsdótt- ir fórum út með dönskum þjálfara vorið 1995 og bjuggum í Bjerringbro á Mið-Jót- landi til að upplifa eitthvað nýtt fram í febr- úar 1996,“ segir Rúnar, „þjálfarinn átti vín- kjallara.“ Rúnar snýr rauðvínsglasinu, kannar þykkt safans, ber glasið upp að ljós- inu, kannar litinn, ruggar glasinu, lyktar, sýpur og velkir vökvanum í munni. „Bragð- sterkt og gott,“ er niðurstaðan. „Danir eru mjög meðvituð þjóð,“ segir hann. „Þegar Frakkar voru að gera tilraun- ir með kjarnorkusprengjur í Kyrrahafi sniðgengu þeir franskar vörur. Ég var einu sinni með franska rauðvínsflösku í körfu í matvöruverslun og Dani gekk að mér og Shuggl Jmpmnm uflr mlnum mmnnl Landsliðsmaðurinn í handbolta, sem fór ekki til Japans, heitir Rúnar Sigtryggsson. Hann missir af framandi ____landi og góðri reynslu og í tilefni af því bauð_ ____Gunnar Hersveinn honum upp á hressingu og_ innti eftir lífsreglum og gildi þess að njóta lífsins, þrátt fyrir allt, í íslenskri maísól. Morgunblaðið/Þorkell RÚNAR Sigtryggsson ætlar að horfa á Japani og ísiendinga keppa ðy í handbolta í Sjónvarpinu klukkan hálf eilefu fyrir hádegi í dag og reiknar með að það verði undarleg tilfinning. spurði: „Veistu hvað þú ert að gera, ætlar þú að styrkja þessa vitleysinga?" Svo tók hann flöskuna úr körfunni og setti hana upp í hillu aftur.“ Ertu með útþrá? „Já, draumalandið er Spánn. Mig langar til að kynnast nýrri menningu og læra nýtt tungumál. Það væri fínt að lifa á boltanum í útlöndum." Hversu lengi hefur þú verið með boltann í höndunum? „Þriggja ára fór ég á æfingar með pabba, Sigtryggi Guðlaugssyni sem lék með Þór á Akureyri, og átta ára byrjaði ég að æfa sjálfur." Rúnar er Akureyringur í báðar ættir og þarf að leita til Frakklands til að finna ætt- ingja sem ekki er Norðlendingur. „Það er ekki mikið sniglabragð af sniglunum en þetta er mjög vel framreitt, hvítlauks- smjörið er afbragð." Þjóninn leggur Pizzaiola eða þunnsneitt nautakjöt í ólífuolíu fyrir framan Rúnar og pönnusteiktar kalkúnabringur í rjóma- sherrysósu með sveppum handa mér. Hvenær ætlar þú til Japans? „Ég reikna ekki með að fara til Japans sem túristi, og ég missti þvi að góðu tæki- færi, því íslenska landsliðið verður 3-4 vik- ur í Japan eftir því hversu vel gengur. Ég notaði liðna helgi í svekkelsið.“ Hver er lífsreglan þín? „Ég hef nýlega lært lært eina: ,Jvð gera ekki framtíðaráætlanir." Það er dæmt til að mistakast. Onnur er að nýta tækifærin sem bjóðast, stökkva í stað þess að hrökkva. Ég finn fyrir ævintýraþránni." Óbundinn steypu ng shuldum fram til fertugs Skipta handboltamenn um ham í hita og þunga leiksins? „Það er ekkert samband milli persónu- leikans á vellinum og í daglegu lífi. Ég hef rekið mig á það að ímynda mér andstæð- ing sem andstyggilegan en uppgötvað svo við aðrar aðstæður að þetta er hinn mesti ljúflingur. Maður gírar sig upp fyrir leik til að magna spennustigið. Ég tel að eftir að ákveðinni getu er náð standi leikmenn og falli með sinni andlegu getu. Það er jafnvel gott að vera hrokkafullur eins og Svíamir til að ná langt, þeir trúa að þeir séu best- ir.“ Ertu fylgjandi kynlífsbanni leikmanna fyrir landsleiki? „Ég blæs á svona reglur. Ég tel að leik- menn eigi að fá ákveðið frjálsræði til að undirbúa sig fyrir leiki og fylgja eigin lífs- reglum. Þetta er bara taugaveiklun í þjálf- urum.“ Hvemig bragðast maturinn? „Kjötið er mjög gott og vel matreitt. Hinsvegar finnst mér fráleitt af hafa franskar kartöflur með því,“ segir hann og pantar umsvifalaust bakaða kartöflu. Verður nokkuð varið í að horfa á leikina í sjónvarpinu? „Þetta verður örugglega undarleg til- finning, en ég ætla að vakna og horfa á þá klukkan sex á morgnana." Ertu að byggja? „Nei, mér finnst fólk eiga að ferðast um heiminn og kynnast framandi menningu að minnsta kosti til fertugs og huga ef til vill eftir það að húsbyggingum. Rúnar pantar sér tíramísú og kaffi í eft- irrétt. Hann vill ekki upplýsa hvað hann ætlar að gera í vetur sökum þess að hann er á móti framtíðaráætlunum. Á hinn bóg- inn er sumarið komið og sonur hans, Sig- tryggur Daði, verður eins árs í júní og Rún- ar og Heiða verða gefin saman í júlí og skuggi Japans lýsist og hverfur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.