Morgunblaðið - 17.05.1997, Qupperneq 52
»2 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AFMÆLI
EINAR
JÓNSSON
! k
EINAR Jónsson fædd-
ist 17. maí 1927 á
Frema-Hálsi í Kjós.
Faðir hans Jón Sig-
urðsson og móðir Ingi-
björg Eyvindsdóttir
fluttu að Fremra-Hálsi
það vor frá Stíflisdal í
Þingvallasveit. Jón var
sonur Sigurðar Torfa-
sonar og Kristínar á
Harðbala í Kjós. Ingi-
» björg Eyvindsdóttir
Var frá Torfastöðum í
Fljótshlíð. Einar var
‘ijórði elstur í hópi 8
systkina, tveggja
,‘bræðra og sex systra.
í æsku hafði Einar mesta unun
af því að snúast í kringum kindurn-
ar og hrossin. Á Fremra-Hálsi voru
6-8 hross og um 100 kindur. Smala-
mennskan gat verið erfið á Fremra-
Hálsi, þá voru engar girðingar til
að halda fénu, sem var til baga t.d.
um sauðburðinn. Hamingjudagar
bernskunnar voru þegar verið var
að snúast í kringum lambærnar. Féð
var einlitt hvítt með gult andlit og
gula fætur og þótti gott fjárkyn. Það
var mjög ólíkt hinu strokugjarna
■-'Þingvallafé. Það var alveg mjalla-
hvítt á lit og með afbrigðum styggt.
: Það var fé sem gekk meira sjálfala
, úti en annað fé. Þetta voru kindurn-
. ar frá Kárastöðum, Brúsastöðum og
\ Svartagili og var það versta fé sem
hægt var að hugsa sér að kæmi í
■ rekstur hjá mönnum þegar verið var
, að smala. Það boraði sér út úr rekstr-
inum og tók mikið af safni með sér.
i í æsku Einars var fé haldið til beit-
j ar hvern dag ársins og hýst yfir
nóttina á vetrum. Þá var hætt að
'^itja yfir fé á vetrum í Kjós og moka
j snjó ofanaf eða bjóta upp klaka með
' járnkarli svo kindurnar hefðu eitt-
í hvað að kroppa. Það var hinn versti
; þrældómur sem beitarhúsamenn eða
smalarnir þurftu að sinna. Því kynnt-
ist faðir Einars þegar hann var smali
á Möðruvöllum í Kjós í byijun aldar.
; Þá bjuggu hátt á þriðja hundrað
> manna í Kjósinni á um 30-40 býlum.
I Á Fremra-Hálsi var alltaf til nóg
í hey en þá voru bæir í Kjósinni sem
alltaf voru mjög heytæpir og fyrir
| kom að fé var mjög illa fram geng-
í ið á vorin. Einar var glöggur á fé
sem strákur og þekkti fé sem hann
sá tilsýndar og frá hvaða bæjum það
var.
Einar hefur alla ævi unnið langan
Vinnudag. Ósérhlífnari menn til
vinnu eru vandfundnir. Aldrei hefur
honum fallið verk úr hendi frá því
að hann sleit barnsskónum í Kjós-
inni fram á þennan dag.
Einar átti heima á Fremra-Hálsi
til 16 ára aldurs. Þá fór hann í vinnu-
mennsku á vetrum og starfaði við
vegavinnu á sumrum. Einar var eft-
irsóttur vinnumaður, harðduglegur
og ósérhlífínn. Mikill búhnykkur var
það hveijum þeim sem hafði slíkan
mann í vinnu. Hann var einn vetur
á Möðruvöllum hjá Guðmundi Sig-
urðssyni, einn vetur hjá Gunnari
Hólm á Hurðarbaki, í þijá vetur á
Eyri í Kjós hjá Hirti Þorsteinssyni,
starfaði á Víðinesi á Kjalarnesi, í
^Lykkju, á Vallá og á Móum. Einar
vann síðan í byggingarvinnu, fór
þaðan í störf hjá Mjólkurfélagi
Reykjavíkur og hefur starfað um
árabil í þvottahúsi ríkisspítalanna.
Einar byijaði í vegavinnu hjá Björg-
vini Guðbrandssyni á Fossá 1942. í
vegavinnuhópnum voru 8-10 menn.
Þá var öll gryfjuvinna unnin með
haka og skóflu. Unnið var með fjóra
hestvagna og borið ofaní veginn frá
Hálsenda og inn í Hvalfjarðarbotn,
að sýslumörkunum við Botnsá.
Tæknibylting varð þegar bandaríski
iierinn kom með sín tæki í stríðinu.
Bandaríkjamenn kenndu íslending-
um nýja verktækni, þeir unnu ekki
með handafli stór verkefni eins og
Bretarnir, heldur létu vélamar tala.
Jarðýtur voru notaðar til þess að
ryðja vegarstæði. Sú fyrsta sem sást
var notuð milli Hvítaness og Fossár
og mokstursvélar komu árin 1945
eða 1946. Þá var farið að bera ofaní
a bílum. Um árabil vann Einar í
vegavinnu með Jónasi
Magnússyni vegaverk-
stjóra í Stardal. Um-
dæmið var frá Fossá í
Hvalfírði að Elliðaár-
brekku austur að Litlu
kaffistofu og að landa-
merkjum Grímsness og
Þingvallasveitar.
Síðari heimsstyijöld-
in gjörbreytti öllu og
Hvalfjörður var ein að-
alflotahöfn banda-
manna á _Norður-Atl-
antshafi. Á firðinum
mátti sjá stærstu bryn-
dreka heims, Húdd og
önnur herskip af öllum stærðum og
gerðum út af Hvítanesi og þar útaf
sem nú er hvaiveiðistöðin.
Á stríðsárunum, árin 1942 til
194,. var það að amerískir hermenn
urðu fyrstir til að fara á bílum í
gegnum Kjósarskarð. Þeir lögðu net
sem þeir hæluðu niður yfir verstu
keldurnar, fúamýrar sem jafnvel
búfé lá í. Fystu traktorarnir sem
komu og leystu vagnhestana af
hólmi í Kjósinni voru af gerðinni
Farmall A og komu að Reynivöllum
og Hurðarbaki árin 1945 og 1946.
Einar vann við einn slíkan sem
keyptur hafði verið að Vallá að Kjal-
arnesi. Þegar herinn fór vann Einar
við að rífa herbraggana m.a. á Út-
skálahamri og víðar og við að nýta
úr þeim efnivið til húsagerðar.
Þegar löngum vinnudegi lauk og
frístundir gáfust vann hann við
smíðar í tré eða járn og við skepnu-
hirðingu og heyskap. Um langt ára-
bil, þegar Einar vann hjá Mjólkurfé-
laginu og síðar, fór hann um kvöld
og helgar um langan veg og heyjaði
fyrir vini sína uppi á Kjalarnesi og
í Kjós. Einar hefur verið á Kiðafelli
í Kjós í öllum sínum frístundum í
rúman áratug. Þar hefur hann m.a.
smíðað stálgrindur undir heyvagna,
smíðað öflugar hestagirðingar úr
hitveiturörum og endurbætt hús, svo
eitthvað sé nefnt.
Ég kynntist Einari þegar hann
af fítonskrafti tók sig til að endur-
bæta sumarbústað foreldra minna
og sneið og smíðaði í tré og járn
eins og þar væru tíu menn að störf-
um. Þá endurreisti hann gamlan
bústað sem byggður var úr kassa-
flölum og að hruni kominn vegna
fúa. Einar reif allan kofann en lét
þakið halda sér og tylti því með stíf-
um meðan hann smíðaði hús undir
þakið. Þetta þótti sérkennileg aðferð
og gerðu menn sér ferð til þess að
sjá þessi undur og efast um ágæti
aðferðarinnar. En Einar lauk þessu
verki með sóma eins og öðrum.
Einar varð vitni að og tók þátt í
mestu tæknibyltingu sem orðið hefur
í vegagerð og landbúnaði á íslandi
allt frá landnámi. Þegar hann ólst
upp voru enn í fullu gildi nær sömu
búskaparhættir og tækni við hey-
skap og verið höfðu þegar fyrstu
landnámsmennirnir hófu búskap á
íslandi. Þessi mikla tæknibylting
hefur mótað starfsævi Einars. Stór-
styijaldir, stríðsgróði og hermang
hefur þó ekki spillt huga Einars
Jónssonar. Hann hefur ávallt gengið
óskiptur og ósérhlífinn til hvers
verks og tekist glaður á við hvert
verkefni. Réttlætiskennd og sú göfg-
un sem hlýst af því að gera öðrum
gott gefur kraftinn. Það má kannski
segja um suma samferðamenn Ein-
ars að margur verður af aurum api,
en Einar hefur aldrei safnað auði.
Ekki veraldlegum auði, en gengið
fram af kærleika við menn og skepn-
ur og gefið af sjálfum sér á báða
bóga. Hann hefur ekki einasta gefið
vinnu sínu heldur oftar en ekki laun
sín og í rausn sinni sver hann sig í
ætt við þá konunga sem íslendingar
leituðu uppi til forna og þáðu gjafir
af. Hann minnir um margt á helga
menn miðalda sem kusu sjálfum sér
meinlæti en unnu allt öðrum. Þar
sem engum tíma er eytt í mælgi en
störfin látin tala. Hans líf og starf
slær hreinan tón í þeirri gorþró sín-
hyggju og græðgi sem einkennir
okkar samfélag í dag.
Þorvaldur Friðriksson.
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegitil föstudags
ÞETTA er einn af fjórum bekkjum sem útskrifuð-
ust úr Gagnfræðaskóla Austurbæjar ’67.
Útskrift úr
Gaggó Aust
Útskriftamemendur úr
Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar árið 1967 og lands-
grófsnemendur árið 1966.
Ákveðið hefur verið að hóa
saman þessum árgöngum
úr Gaggó Aust þar sem
30 ár eru liðin frá því að
nemendur útskrifuðust.
Þessi hópur hittist á 20 ára
afmælinu í Hollywood sál-
uga með frábærri mæt-
ingu. Nú er ákveðið að
hittast _ laugardaginn 24.
maí í Ásbyrgi á Hótel Is-
landi. Þeir sem hafa áhuga
á að hittast hafi samband
við:
Helgu Torfad., 588-7453,
Huldu Júlíusd., 555-3504,
Margréti B„ 551-1924,
Sigríði H„ 561-3959,
Ingunni B„ 557-1256
Svanhildi Sig„ 581-3071.
Bótamál hjá
Tryggingastofn-
un ríkisins
ÉG VIL benda ráðamönn-
um á að löggiltir aumingj-
ar eru líka kjósendur og
þeir hjá Tryggingastofnun
eru sífellt að klípa af hjá
okkur sem erum háð þess-
um bótum. Mér finnst tími
til kominn að bótaþegar
standi saman og sýni ráða-
mönnum fram á að öryrkj-
ar eru líka kjósendur. Það
virðist ekki falla í góðan
jarðveg hjá ráðamönnum
að við höfum í okkur og á
og fyrir lyfjum út mánuð-
inn. Við gerð síðustu kjara-
samninga var ekki hægt
að semja við láglaunafólkið
vegna þess að örorkuþegar
ættu að fá samsvarandi
hækkun en við höfum ekki
orðið vör við þá hækkun.
Og svo ábending til ráða-
manna - við erum líka
kjósendur og vil ég hvetja
alla öryrkja til að standa
betur saman og gera eitt-
hvað í sínum málum og
láta ekki troða á sér leng-
ur. Við erum ekki svo fá
og við þurfum að láta
heyra í okkur.
Erla Jensdóttir.
Dómskerfið
í ólestri?
MÉr finnst dómsmálin hér
á íslandi ekki nógu góð.
Þá er ég að tala um árásar-
málið þar sem þrír menn
réðust á sjómanninn á
skemmtistaðnum Vegas
og drápu hann. Þetta eru
síbrotamenn sem hafa ver-
ið látnir ganga lausir en
ættu auðvitað að sitja inni.
Er enginn geymslustaður
til á íslandi þar sem hægt
er að geyma svona síbrota-
menn. Þeir sem sjá um
þessi mál í dómskerfinu
eru ekkert betri en af-
brotamennirnir því að það
eru þeir sem láta þá lausa.
Gömul kona.
Höfum við morð
á samviskunni?
ÞANN 14. maí sl. var til-
kynnt að maðurinn sem
varð fyrir (tilefnislausri)
árás 12. maí væri látinn.
Loksins (eða var þetta ekki
takmarkið) erum við kom-
in í hóp stórborga eins og
New York. Um götumar
vafra hungraðir glæpa-
menn, leitandi að auðfeng-
inni bráð, hinum trúgjarna
íslendingi sem trúir á
Guð(?) eða að minnsta
kosti stjómmálamennina
þegar þeir sveipa fögrum
orðum nætursvall o lög-
leysi miðborgar Reykjavík-
ur (íslands). En þeir hafa
sagt það að þetta sé ekki
eins alvarlegt og það sýn-
ist! Ekki rétt? Þeir hafa
nefnilega alltaf haft á orði
að það sem við hin (hálfvit-
amir) sjáum sé alls ekki
þannig, eins og við sjáum
það. Þetta er nefnilega ein-
hvern veginn allt öðra vísi
og þar sem ég sit hérna
við tölvuna mína og skrifa
þessa grein þá á ég alveg
eftir að fá upplýsingar frá
stjórnmálamönnum um
það hvernig þetta var allt
saman. Þá get ég verið
rólegur eftir að þeir hafa
sagt mér hvernig ég á að
hugsa þetta. Þá verða þeir
búnir að láta lögguna tala
við strákana svo að þeir
geri þetta ekki aftur. Ekki
rétt?
P.S. getum við ekki bara
stofnað búð sem gefur
þeim dóp og svoleiðis til
að þeir verði ekki svona
reiðir alltaf, strákamir?
Þorvaldur Geirsson,
Melási 9, Garðabæ.
Tapað/fundið
Giftingarhringur
tapaðist
DEMANTSSKORINN
giftingarhringur tapaðist
sl. laugardagskvöld. Lík-
legir staðir eru Hótel ís-
land og Kaffi Reykjavík.
Eigandinn tók leigubíl á
milli þessara tveggja
staða. Skilvís finnandi vin-
samlega hringi í síma
587-3640 eða 587-3634.
Dýrahald
Páfagaukur týndur
GULGRÆNN páfagaukur
týndist miðvikudaginn 14.
maí í grennd við Kringl-
una. Uppl. í síma
568-0641.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI fjallaði síðastliðinn
laugardag um þá nýbreytni
hjá ÁTVR að leyfa viðskiptavinum
að kaupa sér eina bjórdós í einu í
stað fjögurra eða sex og að jafnvel
skyldi vera hægt að fá bjórinn kald-
an. Jafnframt þótti Víkveija óvenju-
legt að Áfengisvarnaráð hefði ekki
látið í sér heyra um þessar framfar-
ir í þjónustu fyrirtækisins. Ekki
stóð þó á viðbrögðum, því að Vík-
veiji hefur nú fengið hlýlegt bréf
frá Jóni K. Guðbergssyni, fulltrúa
hjá Áfengisvarnaráði.
xxx
IBRÉFINU segir Jón meðal ann-
ars: „Alltaf gleður það mig jafn-
mikið þegar snillingar og mannvits-
brekkur kveða sér hljóðs. í Morgun-
blaðinu á laugardaginn var (9.
maí) ritar einhver snillingur undir
nafninu Víkveiji og sá hefur þann
höfuðkost rithöfundar til að bera
að kunna að velja sér viðmið sem
hæfir skilningi hans á því málefni
sem hann fjallar um.“
Og Jón segir líka: „Gleðilegt er
að þama fer höfundur sem sjálfur
í eigin persónu er það viðmið sem
öllu máli skiptir þegar rætt er um
dreifingu þessa efnis. Ástæðulaust
er fyrir slíka menn að leita út fyrir
sinn eigin kropp í leit að rökum -
og aldrei skyldi spurt um eða hlust-
að á hvað Heilbrigðisstofnun Sam-
einuðu þjóðanna hefur um málið
að segja, enda tekur hún mið af
rannsóknum sem framkvæmdar eru
á stöðum sem okkur koma ekkert
við, svo sem ýmsum „af aftur-
haldssamari ríkjum Bandaríkj-
anna.“ Engin ástæða er til slíks
enda gervöll Bandaríkin sjálfsagt í
hópi þeirra „afturhaldssömu“ þar
sem lögaldur til áfengiskaupa er
ári hærri þar en hér.“
xxx
SVO skrifar Jón: „Það sem gladdi
mig þó mest var að þarna fær
Nonni frændi minn pottþétta
ástæðu til að fara fram á að aftur
verði tekin upp sú ágæta regla að
selja sígarettur í stykkjatali. Hann
Nonna langar nefnilega í smók,
bæði á leiðinni í vinnu og úr, en
hann er oft svo blankur að hann á
ekki fyrir heilum pakka. „Olíkt
væri nú huggulegra" fyrir hann að
geta keypt sér tvær eða þijár sígar-
ettur á leiðinni í stað þess að kvelj-
ast reyklaus tímunum saman.
Ekki er að efa að mannvits-
brekka sú sem gegndi nafni Vík-
veija á laugardaginn styður ein-
dregið kröfu Nonna - og það því
fremur að fíkniefnið nikótín hefur
ekki þau áhrif á fólk að það missi
stjórn á sér með ýmsum hætti, fari
til dæmis að klappa náunganum
með hleðslugijóti. Hins vegar er
vímuefnið alkóhól oft og tíðum ekki
með fjarvistarsönnun þegar til
slíkra kasta kemur.
Og langanir Nonna og líkami
hans eru nákvæmlega jafngott
viðmið og skrokkurinn á þeim snill-
ingi sem beitir stílvopninu undir
nafni Víkveija."
xxx
ÍKVERJI þakkar Jóni hlý orð
í sinn garð og skemmtilegt
bréf - að svo miklu leyti sem hann
skildi það. Honum finnst hins vegar
hæpið að nokkur tapi sér og fari
að beija fólk með gijóti þótt hann
fái að kaupa sér einn kaldan bjór.
Það er þannig með áfengi eins og
svo margar aðrar vörur að það er
hættulegt ef því er misbeitt, en
getur verið hættulaust og haft já-
kvæð áhrif á mannlíf og menningu.
Stundum aka menn bílunum sínum
hratt eða illa og valda þannig slys-
um og dauðsföllum. Heyrast raddir
um að það eigi að banna bíla eða
gera þá svo dýra að sem fæstir
geti keypt þá? Reynum við ekki
frekar að höfða til fólks með áróðri
og upplýsingum og vekja það til
umhugsunar um ábyrgð sína? Ríkis-
rekin apparöt á borð við Áfengis-
varnaráð eiga að einbeita sér að
miðlun upplýsinga, ekki að hvetja
til þess að sett verði sem flest bönn.
Réttast væri af Jóni, sem án efa
lætur áfengi og tóbak í friði, að
láta hinn stóra meirihluta, sem ekki
á í neinum vandræðum vegna notk-
unar þessara vara, í friði líka.