Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný hvíldartímaákvæði þrengja að sjúkraflugi ÁKVÆÐI um hvíldartíma sem fylgja nýjum kjarasamningum flugumferðarstjóra gerðu það að verkum að flugradíómaður á vakt á ísafjarðarflugvelli gat ekki tekið á móti sjúkraflugvél þar í fyrrinótt þegar hún sneri til baka eftir sjúkraflug til Reykjavíkur. Vélin náði engu að síður til ísafjarðar á ný því annar starfsmaður kveikti brautarljós og gaf flugmanni vélar- innar nauðsynlegar upplýsingar um veður og loftþrýsting. Flugradíómenn á ísafírði eru á dagvöktum frá kl. 7 til 18 og á bakvakt til miðnættis en sjúkraflug- vélin í fyrrakvöld lagði upp um miðnætti. Komi til sjúkraflugs utan þess tíma er áskilið að flugradíó- menn komi ekki til vinnu á ný fyrr en eftir 8 tíma hvfld. Hefði starfs- maðurinn lengt viðveru sína í tum- inum þar til vélin var komin til baka þannig að hann næði ekki til- skilinni 8 tíma hvíld hefði orðið að greiða honum næturvinnutaxta fyr- ir vinnuna daginn eftir. Þannig hefur málum verið háttað en nýlega var tekið fyrir þessa leið af hálfu flugmálayfírvalda og vísað til skýrra ákvæða EES-samnings um hvíldartíma og starftnönnum gert að taka slíka yfírvinnu út í orlofi. Unnið að lausn Guðbjöm Charlesson, umdæm- isstjóri Flugmálastjórnar á Vest- fjörðum, sagði að ekki væri hægt að leysa slík mál nema með ein- hvers konar bakvakt þannig að kalla mætti út flugradíómann á frívakt. Samningar hefðu hins veg- ar ekki náðst um greiðslur fyrir slíkar vaktir. Ásgeir Pálsson, fram- kvæmdastjóri flugumferðarþjón- ustunnar, tjáði Morgunblaðinu að fínna yrði lausn á þessum vanda á ísafírði, ein leið væri sú að meta hversu mikið umfang slíks sjúkra- flugs hefði verið og reikna inn í kjörin einhveija umbun fyrir út- köll. Yrði að ganga frá skilgrein- ingum og taka tillit til sérstakra aðstæðna sem væm fyrir hendi á ísafirði. Ásgeir sagði að ekki væri erfitt að öðru leyti að manna vakt- ir vegna nýju hvíldartímaákvæð- anna. Auk brautarljósa á flugvellinum á ísafirði eru ljós í Skutulsfírðinum og á Arnarnesi þannig að flug- mönnum er heimilað brottflug í myrkri. Áskilið er að flugradíó- maður sé alltaf til staðar til að kveikja og gefa flugmönnum upp- lýsingar um veður. Skoðun flug- málayfirvalda er sú að sjúkraflugi sé lokið um leið og sjúklingur hef- ur komist á leiðarenda syðra en heimamenn telja nauðsynlegt að vél fái að ljúka ferðinni og vera tiltæk á ísafirði á ný. í tilvikinu í fyrrinótt fóru líka tveir læknar með vélinni vegna alvarlegra veik- inda sjúklings og töldu heimamenn nauðsynlegt að hleypa vélinni heim aftur. Til að svo mætti verða þurfti flugradíómaðurinn að vera í turn- inum þegar vélin var væntanleg aftur um klukkan þijú. Það hefði jafnframt þýtt að hann hefði í fyrsta lagi getað mætt til vinnu klukkan 10.30 til 11 næsta morgun sem hefði tafið áætlunarflug ís- landsflugs og Flugfélags íslands um tvo til þijá tíma. Málið var því leyst þannig að starfsmaður, sem er öllum hnútum kunnugur, var í turninum, veitti flugmanni upplýsingar um veður og loftþrýsting og kveikti brautar- ljós og lauk þannig sjúkrafiuginu. Lífeyrís- nefnd gefur sér vikufrest TIL stóð að lokafundur lífeyris- nefndar yrði í gær en nefndin ákvað að gefa sér viku til viðbótar til þess að ná samkomulagi um líf- eyrisfrumvarpið. Lokafundur hefur verið ákveðinn á þriðjudag í næstu viku og stefnt að verklokum í enda þeirrar viku, að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins. „Við fórum á fundinum yfir nokkur atriði í frumvarpinu sjálfu en eftir standa samt sem áður ókláruð tvö meginmál, þ.e. hvernig aðildin að lífeyrissjóðunum er skil- greind og hvernig á að skilgreina lágmark lögboðinnar trygginga- verndar. Þarna eru mismunandi áherslur og mismunandi sjónarmið og við viljum láta á það reyna hvort hægt sé að ná samkomu- lagi,“ segir Þórarinn. Stefnt fyrír ummæli um málverkaviðskipti Krafist 2,3 milljóna í miska- o g skaðabætur PÉTUR Þór Gunnarsson hefur höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hönd Gallerís Borgar - Uppboðshúss Reykjavíkur ehf. og sjálfs sín gegn Páli Skúla- syni héraðsdómslögmanni vegna ummæla Páls sem birtust í Morgun- blaðinu 29. júní síðastliðinn. Er þess krafíst að ummælin verði dæmd dauð og ómerk, og að stefndi verði dæmdur til að greiða Pétri Þór 800 þúsund krónur í miskabætur og Gallerí Borg 1,5 milljónir króna í skaðabætur vegna fjártjóns. Þá verði stefndi dæmdur til þyngstu refsingar sem lög leyfa og til að greiða stefnendum sam- eiginlega 300 þúsund krónur til að kosta birtingu á forsendum og niðurstöðum dóms í málinu í að minnsta kosti þremur fjölmiðlum, auk greiðslu málskostnaðar. í stefnunni kemur fram að Pétur Þór, sem er stjórnarformaður Gall- erís Borgar - Uppboðshúss Reykjavíkur ehf., keypti árið 1992 Kjarvalsmálverk í Danmörku af Dag Möller fyrir 35 þúsund dansk- ar krónur, en málverkið seldist síð- an á 1.250 þúsund krónur á upp- boði hjá Gallerí Borg hf., sem Pét- í ■* í REEESS8 Snakiöt á dínskii i 998'* BLAÐINU í dag fylgir fjög- urra síðna auglýsingablað frá Nóatúni. ur Þór starfaði þá hjá. Áður hafði málverkið árangurslaust verið boð- ið til sölu hjá Gallerí Borg á 500 þúsund krónur. Páll Skúlason kærði þessi við- skipti til Rannsóknarlögreglu ríkis- ins fjórum árum síðar, en RLR hætti rannsókn málsins eftir skoð- un málsgagna. í viðtali við Pál sem birtist í Morgunblaðinu 29. júní síðastliðinn fjallar hann um áður- nefnd viðskipti og þar kemur fram að hann hafí í nafni eiginkonu Dags Möller stefnt málinu til Hér- aðsdóms Reykjaness. A KAFFIHUSI Morgunblaðið/Golli Norðurlandamót VISA Jóhann í efsta sæti JÓHANN Hjartarson og Jonny Hector frá Svíþjóð eru efstir og jafnir að loknum 7 umferðum á Norðurlandamóti VISA í skák, sem fram fer á Grand Hótel Reykjavík. Jóhann og Hector mættust í gærkvöldi og lauk viðureign- inni með jafntefli. Þröstur Þórhallssop vann Westerinen en Helgi Áss Grétarsson tap- aði fyrir Djurhus. Öðrum skákum lauk með jafntefli. Jóhann og Hector hafa fimm og hálfan vinning en næstir koma Hannes Hlífar Stefánsson, Curt Hansen og Jonathan Tisdall með 4 vinn- inga. ■ Norðurlandamótið/53 Skoðanakönnun Gallups fyrir Yerslunarráð um lífeyrissjóði NÆSTUM tveir af hveijum þrem- ur landsmönnum, eða 65,2%, eru andvígir skylduaðild að ákveðnum sjóðum en 30,7% eru fylgjandi skylduaðild. Hlutlausir eru 4,1%. Þetta kemur fram í nýrri skoðana- könnun ÍM Gallup sem gerð var 9.-14. október fyrir Verslunarráð íslands. Könnunin náði til 1.112 ein- staklinga á aldrinum 18-75 ára. Af þeim svöruðu 746, ekki náðist í 169 og 165 neituðu að svara. Rúm 65% andvíg skylduaðild Breytingar á afstöðu frá könnun- fylgjendum og andstæðingum um um sama efni í apríl á þessu skylduaðildar fjölgað. Fylgjendum ári og júní 1994 eru þær að hlut- skylduaðildar fjölgar þó heldur lausum hefur fækkað og bæði minna. í frétt frá Verslunarráði íslands segir að niðurstöður þessar séu einkum athyglisverðar í ljósi aug- lýsingaherferðar „sem forráða- menn lífeyrissjóðanna hafa staðið fyrir að undanförnu á kostnað sjóðfélaga. Jafnframt sýnir könnunin fram á skýran vilja almennings til að hafa áhrif á lífeyrissparnað sinn í stað þess að fáir einstaklingar hafí vit fyrir fjöldanum," segir í frétt Verslunarráðs. Rjúpnaveiðitímabilið hafið Fáar skyttur og treg veiði RJÚPNAVEIÐITÍMABILIÐ hófst í gær, 15. október, en vegna norðaustan hvassviðris um land allt voru færri skyttur á ferðinni en oft áður við upp- haf veiðitímans og veiðin að sama skapi almennt frekar treg. Að sögn Sigmars B. Hauks- sonar, formanns Skotveiðifé- lags íslands, var helst að veiði- mönnum yrði eitthvað ágengt sunnanlands, en engar fregnir höfðu þó borist af neinni stór- veiði þar frekar en annars stað- ar á landinu. Morgunblaðið/Anna Dröfn Sigmar sagði að mjög erfitt hefði verið að stunda veiðarnar í gær vegna veðursins sem færðist í aukana þegar leið á daginn, en vegna þess hve si\jó- létt væri á landinu þyrftu menn að fara hátt til fjalla til að leita ijúpna. Sagði hann að margir hefðu gefist upp vegna hvass- viðrisins í gær. Frá Silla, fréttaritara blaðs- ins á Húsavík, bárust þær frétt- ir að veiðin hefði farið hægt af stað enda veður leiðinlegt. Sá sem flestar rjúpur fékk skaut 15 stykki. Rjúpan á mynd- inni var óhult fyrir ijúpnaskytt- um í gær, þar sem hún var á vappi við Leifsstöð. I 1 « 4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.