Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ný hvíldartímaákvæði
þrengja að sjúkraflugi
ÁKVÆÐI um hvíldartíma sem
fylgja nýjum kjarasamningum
flugumferðarstjóra gerðu það að
verkum að flugradíómaður á vakt
á ísafjarðarflugvelli gat ekki tekið
á móti sjúkraflugvél þar í fyrrinótt
þegar hún sneri til baka eftir
sjúkraflug til Reykjavíkur. Vélin
náði engu að síður til ísafjarðar á
ný því annar starfsmaður kveikti
brautarljós og gaf flugmanni vélar-
innar nauðsynlegar upplýsingar
um veður og loftþrýsting.
Flugradíómenn á ísafírði eru á
dagvöktum frá kl. 7 til 18 og á
bakvakt til miðnættis en sjúkraflug-
vélin í fyrrakvöld lagði upp um
miðnætti. Komi til sjúkraflugs utan
þess tíma er áskilið að flugradíó-
menn komi ekki til vinnu á ný fyrr
en eftir 8 tíma hvfld. Hefði starfs-
maðurinn lengt viðveru sína í tum-
inum þar til vélin var komin til
baka þannig að hann næði ekki til-
skilinni 8 tíma hvíld hefði orðið að
greiða honum næturvinnutaxta fyr-
ir vinnuna daginn eftir. Þannig
hefur málum verið háttað en nýlega
var tekið fyrir þessa leið af hálfu
flugmálayfírvalda og vísað til
skýrra ákvæða EES-samnings um
hvíldartíma og starftnönnum gert
að taka slíka yfírvinnu út í orlofi.
Unnið að lausn
Guðbjöm Charlesson, umdæm-
isstjóri Flugmálastjórnar á Vest-
fjörðum, sagði að ekki væri hægt
að leysa slík mál nema með ein-
hvers konar bakvakt þannig að
kalla mætti út flugradíómann á
frívakt. Samningar hefðu hins veg-
ar ekki náðst um greiðslur fyrir
slíkar vaktir. Ásgeir Pálsson, fram-
kvæmdastjóri flugumferðarþjón-
ustunnar, tjáði Morgunblaðinu að
fínna yrði lausn á þessum vanda
á ísafírði, ein leið væri sú að meta
hversu mikið umfang slíks sjúkra-
flugs hefði verið og reikna inn í
kjörin einhveija umbun fyrir út-
köll. Yrði að ganga frá skilgrein-
ingum og taka tillit til sérstakra
aðstæðna sem væm fyrir hendi á
ísafirði. Ásgeir sagði að ekki væri
erfitt að öðru leyti að manna vakt-
ir vegna nýju hvíldartímaákvæð-
anna.
Auk brautarljósa á flugvellinum
á ísafirði eru ljós í Skutulsfírðinum
og á Arnarnesi þannig að flug-
mönnum er heimilað brottflug í
myrkri. Áskilið er að flugradíó-
maður sé alltaf til staðar til að
kveikja og gefa flugmönnum upp-
lýsingar um veður. Skoðun flug-
málayfirvalda er sú að sjúkraflugi
sé lokið um leið og sjúklingur hef-
ur komist á leiðarenda syðra en
heimamenn telja nauðsynlegt að
vél fái að ljúka ferðinni og vera
tiltæk á ísafirði á ný. í tilvikinu í
fyrrinótt fóru líka tveir læknar
með vélinni vegna alvarlegra veik-
inda sjúklings og töldu heimamenn
nauðsynlegt að hleypa vélinni heim
aftur. Til að svo mætti verða þurfti
flugradíómaðurinn að vera í turn-
inum þegar vélin var væntanleg
aftur um klukkan þijú. Það hefði
jafnframt þýtt að hann hefði í
fyrsta lagi getað mætt til vinnu
klukkan 10.30 til 11 næsta morgun
sem hefði tafið áætlunarflug ís-
landsflugs og Flugfélags íslands
um tvo til þijá tíma.
Málið var því leyst þannig að
starfsmaður, sem er öllum hnútum
kunnugur, var í turninum, veitti
flugmanni upplýsingar um veður
og loftþrýsting og kveikti brautar-
ljós og lauk þannig sjúkrafiuginu.
Lífeyrís-
nefnd
gefur sér
vikufrest
TIL stóð að lokafundur lífeyris-
nefndar yrði í gær en nefndin
ákvað að gefa sér viku til viðbótar
til þess að ná samkomulagi um líf-
eyrisfrumvarpið. Lokafundur hefur
verið ákveðinn á þriðjudag í næstu
viku og stefnt að verklokum í enda
þeirrar viku, að sögn Þórarins V.
Þórarinssonar, framkvæmdastjóra
Vinnuveitendasambandsins.
„Við fórum á fundinum yfir
nokkur atriði í frumvarpinu sjálfu
en eftir standa samt sem áður
ókláruð tvö meginmál, þ.e. hvernig
aðildin að lífeyrissjóðunum er skil-
greind og hvernig á að skilgreina
lágmark lögboðinnar trygginga-
verndar. Þarna eru mismunandi
áherslur og mismunandi sjónarmið
og við viljum láta á það reyna
hvort hægt sé að ná samkomu-
lagi,“ segir Þórarinn.
Stefnt fyrír ummæli um málverkaviðskipti
Krafist 2,3
milljóna í miska-
o g skaðabætur
PÉTUR Þór Gunnarsson hefur
höfðað mál fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur fyrir hönd Gallerís
Borgar - Uppboðshúss Reykjavíkur
ehf. og sjálfs sín gegn Páli Skúla-
syni héraðsdómslögmanni vegna
ummæla Páls sem birtust í Morgun-
blaðinu 29. júní síðastliðinn.
Er þess krafíst að ummælin
verði dæmd dauð og ómerk, og að
stefndi verði dæmdur til að greiða
Pétri Þór 800 þúsund krónur í
miskabætur og Gallerí Borg 1,5
milljónir króna í skaðabætur vegna
fjártjóns. Þá verði stefndi dæmdur
til þyngstu refsingar sem lög leyfa
og til að greiða stefnendum sam-
eiginlega 300 þúsund krónur til
að kosta birtingu á forsendum og
niðurstöðum dóms í málinu í að
minnsta kosti þremur fjölmiðlum,
auk greiðslu málskostnaðar.
í stefnunni kemur fram að Pétur
Þór, sem er stjórnarformaður Gall-
erís Borgar - Uppboðshúss
Reykjavíkur ehf., keypti árið 1992
Kjarvalsmálverk í Danmörku af
Dag Möller fyrir 35 þúsund dansk-
ar krónur, en málverkið seldist síð-
an á 1.250 þúsund krónur á upp-
boði hjá Gallerí Borg hf., sem Pét-
í ■* í
REEESS8
Snakiöt á dínskii i
998'*
BLAÐINU í dag fylgir fjög-
urra síðna auglýsingablað frá
Nóatúni.
ur Þór starfaði þá hjá. Áður hafði
málverkið árangurslaust verið boð-
ið til sölu hjá Gallerí Borg á 500
þúsund krónur.
Páll Skúlason kærði þessi við-
skipti til Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins fjórum árum síðar, en RLR
hætti rannsókn málsins eftir skoð-
un málsgagna. í viðtali við Pál sem
birtist í Morgunblaðinu 29. júní
síðastliðinn fjallar hann um áður-
nefnd viðskipti og þar kemur fram
að hann hafí í nafni eiginkonu
Dags Möller stefnt málinu til Hér-
aðsdóms Reykjaness.
A KAFFIHUSI
Morgunblaðið/Golli
Norðurlandamót
VISA
Jóhann í
efsta sæti
JÓHANN Hjartarson og
Jonny Hector frá Svíþjóð eru
efstir og jafnir að loknum 7
umferðum á Norðurlandamóti
VISA í skák, sem fram fer á
Grand Hótel Reykjavík.
Jóhann og Hector mættust
í gærkvöldi og lauk viðureign-
inni með jafntefli. Þröstur
Þórhallssop vann Westerinen
en Helgi Áss Grétarsson tap-
aði fyrir Djurhus. Öðrum
skákum lauk með jafntefli.
Jóhann og Hector hafa
fimm og hálfan vinning en
næstir koma Hannes Hlífar
Stefánsson, Curt Hansen og
Jonathan Tisdall með 4 vinn-
inga.
■ Norðurlandamótið/53
Skoðanakönnun Gallups fyrir Yerslunarráð um lífeyrissjóði
NÆSTUM tveir af hveijum þrem-
ur landsmönnum, eða 65,2%, eru
andvígir skylduaðild að ákveðnum
sjóðum en 30,7% eru fylgjandi
skylduaðild. Hlutlausir eru 4,1%.
Þetta kemur fram í nýrri skoðana-
könnun ÍM Gallup sem gerð var
9.-14. október fyrir Verslunarráð
íslands.
Könnunin náði til 1.112 ein-
staklinga á aldrinum 18-75 ára.
Af þeim svöruðu 746, ekki náðist
í 169 og 165 neituðu að svara.
Rúm 65% andvíg
skylduaðild
Breytingar á afstöðu frá könnun- fylgjendum og andstæðingum
um um sama efni í apríl á þessu skylduaðildar fjölgað. Fylgjendum
ári og júní 1994 eru þær að hlut- skylduaðildar fjölgar þó heldur
lausum hefur fækkað og bæði minna.
í frétt frá Verslunarráði íslands
segir að niðurstöður þessar séu
einkum athyglisverðar í ljósi aug-
lýsingaherferðar „sem forráða-
menn lífeyrissjóðanna hafa staðið
fyrir að undanförnu á kostnað
sjóðfélaga.
Jafnframt sýnir könnunin fram
á skýran vilja almennings til að
hafa áhrif á lífeyrissparnað sinn í
stað þess að fáir einstaklingar
hafí vit fyrir fjöldanum," segir í
frétt Verslunarráðs.
Rjúpnaveiðitímabilið hafið
Fáar skyttur
og treg veiði
RJÚPNAVEIÐITÍMABILIÐ
hófst í gær, 15. október, en
vegna norðaustan hvassviðris
um land allt voru færri skyttur
á ferðinni en oft áður við upp-
haf veiðitímans og veiðin að
sama skapi almennt frekar
treg.
Að sögn Sigmars B. Hauks-
sonar, formanns Skotveiðifé-
lags íslands, var helst að veiði-
mönnum yrði eitthvað ágengt
sunnanlands, en engar fregnir
höfðu þó borist af neinni stór-
veiði þar frekar en annars stað-
ar á landinu.
Morgunblaðið/Anna Dröfn
Sigmar sagði að mjög erfitt
hefði verið að stunda veiðarnar
í gær vegna veðursins sem
færðist í aukana þegar leið á
daginn, en vegna þess hve si\jó-
létt væri á landinu þyrftu menn
að fara hátt til fjalla til að leita
ijúpna. Sagði hann að margir
hefðu gefist upp vegna hvass-
viðrisins í gær.
Frá Silla, fréttaritara blaðs-
ins á Húsavík, bárust þær frétt-
ir að veiðin hefði farið hægt
af stað enda veður leiðinlegt.
Sá sem flestar rjúpur fékk
skaut 15 stykki. Rjúpan á mynd-
inni var óhult fyrir ijúpnaskytt-
um í gær, þar sem hún var á
vappi við Leifsstöð.
I
1
«
4.