Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 31 AÐSENDAR GREINAR Þroskaþjálfar, starfs- kraftar í þágu fatlaðra ENN Á ný eru launamál þeirra hópa sem sinna velferðar- og menntamálum í uppnámi. Kennarar hafa boðað til verk- falls, ef ekki verður komið til móts við réttl- átar launakröfur þeirra. Þroskaþjálfar fara nú í fyrsta sinn með sjálfstæðan samnings- rétt, enda er það von stéttarinnar að sér- staða hennar verði þar með ljósari viðsemj- endum hennar. Ekkert hefur gengið né rekið og nú er ljóst að verkfall skellur á, ef ekki verður viðhorfsbreyting í samningaviðræðum við stéttina. Með starfi sínu leggja þroskaþjálfar þung lóð á vogarskálina til þess að börn og fullorðnir með fötlun megi þroska hæfileika sína og færni sem mest þeir mega.Við fæðingu fatlaðs barns gerum við foreldrarnir okkur fljótt grein fyrir því að ein og óstudd getum við ekki lyft því Grettistaki sem þörf er á. Sem móðir fatlaðrar stúlku hef ég hjá þroskaþjálfum kynnst lífsskoðunum sem urðu styrkur í viðleitni fjölskyldunnar til þess að búa dóttur okkar sem eðli- legast líf. Þroskaþjálfar geta með störfum sínum verið örlagavaldar í lífi barna með fötlun og foreldra þeirra. Það verður hlutverk þeirra að hlúa að þeim vonarneista og trú sem for- eldrar hafa á börnum sínum, líka þeim sem greinast með fötlun. Við- horf þeirra, lífssýn og þekking geta skipt sköpum í lífi fólks, sem er að ganga sín fyrstu skref inn í heim fötlunar. Sem móðir og hjúkrunar- fræðingur geri ég mér glögga grein fyrir sérstöðu starfa þroskaþjálfa. Samanborið við önnur umönnunar- störf leyfi ég mér að fullyrða að störf þroskaþjálfans eru um margt flóknari og krefjast af þeim sem þau stunda mikillar þekkingar, þroska, siðferðisvitundar og sjálf- stæðrar hugsunar. Störf þroska- þjálfans eru flóknari en störf margra annarra umönnunarstétta, ekki síst fyrir þær sakir að þeir hafa tekið sér stöðu við hlið þeirra sem hvað erfiðast eiga í þjóðfélag- inu, þeirra sem vegna þroskahöml- unar eða alvarlegra fatlana eiga óhægt um vik með að gæta réttinda sinna sjálfir. Margir þeirra lifa lífmu á jaðri mannlegs samfélags og ættu þeir sér ekki öfluga talsmenn, myndu þeir auðveldlega gleymast í firringu og hraða nútímasamfélags- ins. Margbreytileiki starfa þroskaþjálfa Enginn einn þjóðfélagshópur hef- ur lotið jafnbreytilegum viðhorfum samfélagsins og fatlaðir. Frá því að lúta meðferðarsjónarmiðum með tilheyrandi vistun á altækum stofn- unum, þar sem fötluðum var komið fyrir og þeir lifðu og dóu án mikilla afskipta samferðamanna, til nútíma mannréttindasjónarmiða, hefur þjónusta við þá tekið stórfelldum breyting- um. Á sama hátt hafa menntun og störf þroskaþjálfans tekið breytingum. Og enn er að verða breyting á, því fyrir dyrum stendur að færa menntun þroskaþjálfa yfir á há- skólastig. Starfsvettvangur þroskaþjálfa er marg- víslegur og má segja að þeir starfi með fólki frá vöggu til grafar, en þeir sinna m.a: Ungbörnum með fötl- un. Öll börn, án tillits til fötlunar, eiga rétt á að alast upp hjá fjöl- skyldum. Þegar barn greinist með fötlun er mikilvægt að þjálfun hefj- ist eins fljótt og auðið er. Margvís- leg stuðningsþjónusta þarf að vera í boði sem og sérhæfð þjónusta í nálægð við fjölskylduna. Þar er þroskaþjálfinn lykilmaður. Leikskólabarninu. Mikilvægt er fötluðum börnum Þroskaþjálfar geta með störfum sínum, segir Ásta B. Þorsteinsdótt- ir, verið örlagavaldar í lífi barna með fötlun og foreldra þeirra. að fá þjálfun og kennslu við hlið ófatlaðra jafnaldra sinna, þar sem þeim gefst kostur á að auka félags- legan þroska, jafnhliða því að þeim sé veitt sérhæfð þjálfun. Þarna gegna þroskaþjálfar áfram mikil- vægu hlutverki. Grunn-og framhaldsskólanemend- um. Réttur fatlaðra barna til kennslu og þjálfunar við hæfi í heimaskóla er ótvíræður. Til þess að þeir fái notið skólagöngu til fullnustu og möguleikar þeirra til alhliða þroska séu virkjaðir, verður aðgangur að sérmenntuðum aðilum, eins og þroskaþjálfum, að vera tryggður. Þegar framhaldsskólaganga hefst, þarf oft að tryggja sértæka þjón- ustu og stuðning áfram. Þar er sérþekking þroskaþjálfa eitt af lyk- ilatriðum þess að vel takist til. Fötluðum á fullorðinsaldri. Forsenda þess að geta séð sér farborða er að eiga rétt á starfi og virkri þátttöku í atvinnulífínu. Leita þarf allra leiða til þess að finna og skapa ný störf eða starfshætti sem henta fötluðum, veita þeim liðveislu í starfi, og að tryggja bæði þeim og vinnustaðnum árangur af starf- inu. Mikilvægi þroskaþjálfans við undirbúning, stuðning, þjálfun og eftirfylgd er ótvírætt. Allir eiga rétt á eigin heimili. Þar reynir ef til vill mest á þekkingu og hæfni sérmenntaðrar stéttar eins og þroskaþjálfa. Þar gegna þeir hlutverki fræðara og þess sem styð- ur, bæði hinn fatlaða, aðstandendur og aðstoðarfólk, til að heimilið verði öruggt og gott skjól þar sem virðing fyrir einstaklingum er í fyrirrúmi og sjálfsákvörðunarréttur heimilis- manna virtur. Verðmætustu störfin! Á hátíðarstundum slá ráðamenn sér á brjóst og tala um jafnrétti fatlaðra og ófatlaðra. Jafnframt viðurkenna menn að málefni fatl- aðra séu málefni samfélagsins alls og það beri að tryggja þeim sam- bærileg lífskjör og aðrir njóta á hveijum tíma. Til þess að þessi markmið náist, er ljóst að markviss þjálfun, stuðningur og umönnun frá frumbernsku til fullorðinsáranna er mörgum fötluðum nauðsynleg. Ein- ungis þroskaþjálfar fá í námi sínu undirbúning til að meta á heildræn- an hátt þarfir fatlaðra á öllum skeiðum ævinnar. í dag eru hund- ruð íslendinga sem fá ekki nauðsyn- legan stuðning og sérhæfða þjálfun. Fatlaðir og ljölskyldur þeirra geta ekki unað því að starfskraftur þeirra, sem best þekkja til þessara mála, verði ekki nýttur að fullu, svo að áðurnefnd markmið um jafnrétti og þátttöku þeirra í samfélaginu náist. Það er því óþolandi að það skuli enn líðast, að þeir sem axla mestu ábyrgðina á umönnun, kennslu og þjálfun þeirra, sem standa höllum fæti í þjóðfélaginu, séu í hópi hinna lægst launuðu. Slíkt ber vott um virðingarleysi stjórnvalda í garð barna, fullorðinna og aldraðra fatl- aðra. Það er ekki seinna vænna að stjórnvöld geri sér grein fyrir því að við blasir atgervisflótti úr röðum þeirra, sem eru að vinna þessi verð- mætu störf, verði ekkert að gert, og snúið frá láglaunastefnunni, sem ríkir í garð þessara stétta. Þeirri þróun má því aðeins snúa við ef stjórnvöld bera gæfu til þess að virða þessi mikilvægu störf, á þann veg að það endurspeglist í þeim kjörum, sem samið verður um í kjarasamningunum, sem vonandi eru skammt framundan. Höfundur erfyrrv. formaður Landssamtakanna Proskahjálpar. Ásta B. Þorsteinsdóttir ÍJOCKEY Jockey THERMAL nærfötin eru úr tvöföldu efni. Innri hluti efnisins er til helminga úr polyester og viscose en ytri hlutinn er úr hreinni bómull. Þetta tryggir THERMAL nærfötunum einstaka einangrun og öndun. Athugið, fást einnig langerma. SÖLUSTAÐIR: Andrés, Skólavörðustíg • Ellingsen, Ánanaustum Hagkaup, Kringlunni • Hagkaup, Skeifunni Max húsið, Skeifunni • Fjarðarkaup, Hafnarfirði Samkaup, Hafnarfirði • Samkaup, Keflavík Perla verslun, Akranesi • Apótekið Ólafsvík Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi Heimahornið, Stykkishólmi • Dalakjör, Búðardal Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Hólavík Kaupfélag Vestur Húnvetninga, Hvammstanga | Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi Haraldur Júlíusson, Sauðárkróki | Hagkaup, Akureyri • Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík | Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum KASK, Höfn Hornafirði • Kaupfélag Árnesinga, Hvolsvelli Kaupfélag Árnesinga,Hellu, • Kaupfélag Árnesinga, Selfossi Kaupfélag Árnesinga, Vestmannaeyjum Grund, Flúðum • Palóma, Grindavík • Hagkaup, Njarðvík Heildsölubirgðir: Davíð S. Jónsson & Co. ehf., Skútuvogi 13a, pósthólf 4221,124 Reykjavík, sími 533 4333, fax 533 2635. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 24. og 25. október 1997 Júlíus Vífíl í 4. sætið Kosningaskrifstofan er að Suðurgötu 7. Opið virka daga kl. 15-22, laugardaga og sunnudaga kl. 13-18. Símar: 561-7640 og 561-7641 • Símbréf 561 7643 . Stuðningsmenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.