Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 51
} MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 51 MINNINGAR KRISTIN M.J. BJÖRNSON + Kristín M.J. Björnson fædd- ist á Gauksmýri, V-Húnavatnssýslu, 16. apríl 1901. Hún lést á dvalarheimil- inu Grund 9. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Björn Jósa- fatsson, bóndi á Gauksmýri, og k.h. Ólöf Sigurðardótt- ir. Hún ólst upp í stórum systkina- hópi. Eldri voru hálfsystkinin; börn fyrri manns Ólafar, Sigurvalda Þorsteinssonar, María, gift Birni Lárussyni tollverði, Sig- urbjörg, gift Lárusi Björns- syni, kaupmanni, Sigurlaug Jakobína, gift Guðmundi Pét- urssyni, bónda, og Guðríður Guðmundsdóttir, en yngri voru alsystkinin Þorbjörg, gift Hall- dóri Þorlákssyni bílstjóra, Sig- urvaldi S. Björnsson, áður bóndi á Gauksmýri, nú vist- maður á Grund, kvæntur Þur- íði Guðjónsdóttur, Karl H. Björnsson, bóndi á Stóru-Borg, V-Húnavatnssýslu, kvæntur Margréti Tryggvadóttur, og Hallgrímur Th., yfirkennari, kvæntur Lóu Þorkelsdóttur. Öll eru þau nú dáin nema bræð- ur hennar tveir, Sigurvaldi og Karl, og mágkonur hennar, Margrét og Lóa. Kristín giftist Kristjóni Ág. Þorvarðssyni, f. 16.8. 1885, d. 13.7. 1962, syni Þorvarðar Bergþórssonar hreppstjóra og bónda á Leikskálum í Dala- sýslu og konu hans, Höllu Jó- hannesdóttur. Krisljón vann hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur. Þeirra sonur er Hákon Heimir Kristjónsson hdl. kvæntur Ólöfu Sigurjónsdótt- ur Jónssonar úrsmiðs og Guð- rúnar Jónsdóttur konu hans og eiga þau tvær dætur. Eldri dóttir þeirra er Sigrún Erla tónmenntakennari, maki Guð- mundur Pálsson mál- ari. Þeirra börn eru Páll Liljar, kvænt- ur Gígju Þórðar- dóttur og eiga þau soninn Sölva; Ólaf- ur Heimir í sambúð með Önnu Valgerði Jónsdóttur; og Erla Rún. Yngri dóttir þeirra er Hulda Hákon, myndlistar- kona, maki Jón Óskar, myndlist- armaður, sonur þeirra er Burkni, í sambúð með Birnu Gunnarsdóttur og eiga þau soninn Andrés Ugga. Seinni maður Kristínar var Einar Sveinsson f. I Flatey á Breiða- firði 5.4. 1908, d. 23.9. 1984, sonur Sveins Bergmann Ein- arssonar, bónda, lengst af á Laugalandi, og konu hans, Maríu A. Sveinsdóttur. Kristín og Einar hófu búskap á Gauk- smýri, ræktuðu og byggðu upp jörðina og voru þar í 13 ár uns aldur og heilsa fóru að segja til sín. Kristín fór til Bandaríkjanna í lok fyrri heimsstyijaldar til að læra hjúkrun og var þar fyrst í skjóli föðursystra sinna, Kristínar og Margrétar Bene- dictsson, sem var þekkt kven- réttindakona og gaf út tímarit- ið Freyju. Margréti var boðið á Alþingishátíðina 1930 af ís- lenskum almenningi í Vestur- heimi. Kristín var í Bandaríkj- unum sín mestu mótunarár og hreifst mjög af hugmyndum eftirstríðsáranna fyrri um bræðralag þjóða, mannrétt- indi, sér í lagi kvenréttindi og bindindi á áfengi og tóbak. Hún útskrifaðist frá Ripley Memorial Ilospital School of Nursing 1924. Utför Kristínar fer fram í dag frá Kapellunni í Fossvogi og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hún verður jarðsett í Grafarvogskirkjugarði. Amma var elst alsystkina sinna. Hrokkinhærð pabbastelpa sem fékk oft að fylgja föður sínum sem var mikill hesta- og selskapsmað- ur. Hún var snemma ljóðelsk og vel hagmælt. Amma hneigðist víst ekki til innistarfanna. Alla ævi hafði hún meira gaman af lestri bóka og skemmtilegum samræðum heldur en húsmóðurstörfunum. Hún nam við Kvennaskólann á Blönduósi og fór síðan 18 ára göm- ul til Bandaríkjanna að læra hjúkr- un. Þar bjó amma í skjóli tveggja föðursystra sinna. Er ekki að efa að sex ára dvöl í Bandaríkjunum hafi verið húnvetnskri sveitastúlku mjög lærdómsrík. Heim kom hún árið 1926 með amerískt diplom sem hjúkrunarkona. Það gilti ekki á íslandi og áætlanir hennar um að starfa að hjúkrun voru þar með úr sögunni. Eftir heimkomuna giftist amma Kristjóni Ágústi Þorvarðarsyni. Árið 1928 eignuðustþau einkason- inn Hákon Heimi. Kristjón afi var fyrrum kennari og bóndi að Leik- skálum í Dalasýslu. Hann vann hjá Rafveitu Reykjavíkur. Hann var mun eldri en amma og dó þegar við vorum litlar telpur. í minning- unni er hann virðulegi, kankvísi afinn sem gekk um í svörtum frakka með Homburger-hatt á höfði og bjó í Ljóninu á Laugaveg- inum. Amma og afi skildu. Seinni manni sínum, Einari Sveinssyni, ættuðum úr Breiða- firði, kynntist amma þegar hún var með kostgangara á heimili sínu á Hverfisgötu 16A. Einn daginn þeg- ar hann kom í hádegismat var ekkert á borðum. Amma veik og bjargarlaus. Afi gerði sér lítið fyr- ir og eldaði mat handa fólkinu sem tíndist inn. Þetta atvik er lýsandi fyrir hjálpsemi Einars afa. Þau giftust fljótlega eftir þetta. Um 1950 hófu þau búskap á æsku- heimili ömmu, Gauksmýri í Línakradal. Á sjötta áratugnum vorum við systurnar í sveit hjá afa og ömmu og eigum margar góðar minningar þaðan. Amma lagði mikla áherslu á að fræða okkur og hélt að okkur bókmenntum og ljóðum. Kvöld- lestrarnir voru ekki af verri endan- um fyrir ungu ömmustelpurnar, Sögur herlæknisins, Dæmisögur Esóps, Maður og kona, Heljarslóð- arorrusta. Einnig kenndi hún okk- ur mikið af ljóðum og söngvum, enda kunni hún ógrynnin öll. Afi var þar enginn eftirbátur, einkum var hann fróður í íslendingasögum og mannkynssögu og var oft gam- an að hlusta á þau ræða þessi sam- eiginlegu áhugamál. Samband þeirra var einstakt. Okkur er minn- isstætt þegar amma og afi sungu í tvísöng lagið Kvöldið er fagurt, sól er sest og sefur fugl á grein. Það var eins og þetta ástarljóð hefði verið ort sérstaklega fyrir þau. Jafnhliða rammíslenskri inn- rætingu kallaði hún okkur „honey pie“ og vitnaði í amerísku stjórnar- skrána. Þannig var amma, blanda af íslendingi aldamótakynslóðar- innar og heimsborgara. Þegar aldurinn færðist yfir brugðu amma og afi búi og fluttu í Kópavoginn. Þar sinnti amma hugðarefnum sínum, skáldskapn- um, og liggja eftir hana nokkrar bækur. Framan af ævinni notaði hún skáldanafnið Ómar ungi. Ein- ar afi sinnti reiðhestunum sem þau fluttu með sér suður og tók að sér smíði báta. Þegar við systurnar bytjuðum að búa og frumburðirnir fæddust sáu afi og amma til þess að litlar fjölskyldur skorti hvorki kartöflur né folaldakjöt. Kristín amma hafði stórbrotið skap og var ekki allra. Stundum var kappið meira en forsjáin. Ein- ar afi veiktist alvarlega í byijun níunda áratugarins. Eftir það var hann rúmliggjandi á sjúkrastofn- unum. Þá nýttist ömmu kappið og dugnaðurinn. Af einstakri umhyggju og krafti sinnti hún honum. Hún heimsótti hann alla daga og stundum tvisvar á dag og lét hvorki ófærð né háan aldur aftra sér. Síðustu árin dvaldi amma á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund og naut þar mjög góðs atlætis. Við viljum fyrir hönd fjölskyldu okkar þakka sérstaklega fyrir það. Hvíli hún í friði. Ilulda og Sigrún. t Faðir minn og bróðir okkar, ARNLJÓTUR BALDURSSON, varð bráðkvaddur á Gran Canary aðfaranótt þriðjudagsins 14. október. Björk Berglind Arnljótsdóttir, Edda Baldursdóttir, Jón Baldur Baldursson, Klara Baldursdóttir, Björk Baldursdóttir. t Elskuiegur eiginmaður minn, faðir okkar, teng- dafaðir og afi, ROY ÓLAFSSON hafnsögumaður, Brekkubyggð 5, Garðabæ, er lést sunnudaginn 12. október sl. verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstu- daginn 17. október kl. 13.30. Sigríður Jóhannsdóttir, Jóhanna G. Ólafsson, Bjarni Ásgeirsson, Ólafur Björn Ólafsson, Sigríður Ólafsson, Vilhelmina Roysdóttir, Hafdís S. Roysdóttir, Eyvör Halldórsdóttir, Guðmundur Albertsson, Hilmar Helgason, Jóhann Þorsteinsson og barnabörn. Elskuleg föðursystir mín er nú látin í hárri elli. Fyrstu minning- arnar um hana eru frá bernsku minni í húnvetnskri sveit, þegar hún og síðari maður hennar, Einar Sveinsson, komu í heimsókn úr höfuðborginni og dvöldust tíma og tíma hjá okkur, frændfólkinu fyrir norðan. Frænka mín skrifaði mér stundum á þessum árum bréf, sem mér þótti gaman að fá, ekki síst ljóðabréfin. Einu sinni gaf hún mér lítið hvítt tjald og í því átti ég margar ánægjustundir á sum- rum. Það besta sem hún gaf mér þó á þessum árum var ríkuleg hlutdeild í manninum sínum, hon- um Einari, meðan á dvöl þeirra stóð. Þegar hann dó langaði mig til að minnast hans á einhvern hátt, og vil ég nú gera það hér, þegar hún er einnig gengin. Einar var einstaklega ljúfur maður, barnelskur og góður, og margar voru stundirnar sem við gengum tvö saman úti í heimahögum mín- um. Gott var að hafa höndina í stórum, hlýjum lófa hans, tala við hann um lífið allt í kringum okk- ur, fræða hann um nöfn á húsdýr- unum, skaphöfn þeirra, lífshlaup og ýmsar merkilegar tiltektir. Ein- ar hlustaði ávallt fullur athygli og hvatti mig enn frekar með spurningum eins og þetta allt væri líka hans hjartans áhuga- mál. Löngu seinna, þegar ég hélt að í huga hans hefði fyrnst yfir okkar fyrri fundi, rifjuðum við þetta upp aftur, ekki löngu áður en hann dó. Kristín reyndist mér enn hin besta frænka, þegar ég sjálf löngu síðar var komin með börn og bú hér syðra. Þannig æxlaðist það t.d. vorið 1980, að Kristín, þá 79 ára gömul, hljóp um nokkurra mánaða skeið undir bagga og sinnti barna- gæslu fyrir mig, þegar önnur ráð höfðu brugðist. Eftir að því skeiði lauk kom hún oft næstu árin í heimsókn til okkar með strætis- vagni, ennþá ótrúlega létt í spori og anda þrátt fyrir hækkandi ald- ur. Svo kom að því að henni varð erfiðara um vik að fara sjálf ferða sinna en hafði þá gaman af að fá yngra fólkið í heimsókn til sín í staðinn. Kristín ferðaðist talsvert á sínum yngri árum og dvaldist m.a. um skeið vestanhafs við nám og störf. Lengst af bjó hún í Reykjavík, en um tíma ráku þau Einar bú á Gauksmýri í Línakra- dal, þar sem æskuheimili Kristín- ar, föður míns og þeirra systkina stóð. Síðar bjuggu þau um skeið í Kópavogi en fluttust svo aftur til Reykjavíkur. Kristín hafði alla tíð yndi af bók- um og bókmennt og las mikið, en einnig liggja eftir hana sjálfa nokkrar bækur, skáldsögur og ljóðabækur. Hún fylgdist ótrúlega lengi vel með gangi heimsmála, ræddi þau og tók afstöðu. Stundum þótti henni yngra fólkið þá ekki nógu afdráttarlaust í skoðunum sín- um. Hún setti ávallt fegurðina í fyrirrúm og vildi ekki vita af hinu illa. Fjölskylda föður míns og mín senda Heimi og Ólöfu, dætrum þeirra og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Guðrún Karlsdóttir frá Stóru-Borg. Þegar rúmlega hálfrar aldar samfylgd er að ljúka leita minning- arnar á. Sem barn og unglingur dvaldist ég oft hjá Kristínu og Ein- ari, móðurbróður mínum, á Hverfisgötunni þegar ég kom til Reykjavíkur. Margt var nýstárlegt að sjá í borginni og reyndu Kristín og Einar að gera ferðirnar eftir- minnilegar. Þau fóru með mig í Tívolíið í Vatnsmýrinni sem var mikið ævintýri og seinna í Þjóðleik- húsið að sjá Önnu Frank. Enn í dag man ég eftir því hvað ísinn hennar Kristínar var góður en þannig kræsingum átti ég ekki að venjast úr mínum heimahögum. Kristín reyndist Einari frænda mínum mjög vel, einkum í veikind- um hans. Þá var hún orðin fullorð- in en tók strætisvagn til hans á hverjum degi, hvernig sem viðraði og efa ég það ekki að það var honum mikil hjálp. Kristín var stórbrotin kona, stálminnug og ljóðelsk. Því vil ég ljúka þessum fábrotnu minningar- orðum með sálmi eftir afasystur Einars: Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Þökk fyrir samfylgdina. Valborg (Vallý). + Móðir okkar og systir mín, HELGA VELSCHOW-RASMUSSEN, fædd Einarson 23. mars 1912 í Reykjauík, lést í Kaupmannahöfn aðfaranótt þriðju- dagsins 14. október. Birgit Clemmesen, Torben Velschow-Rasmussen, Helle Velschow-Rasmussen, Guðrún M. Einarson. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, TORFHILDUR SIGURVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju laugar- daginn 18. október kl. 15.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeir, sem vildu minnast hennar, láti heima- hlynningu Krabbameinsfélagsins njóta þess. Páll S. Eyþórsson, Guðrún Anna Pálsdóttir, Óskar Pálsson, Hrönn Pétursdóttir, Haukur R. Pálsson, Ástrós Reginbaldsdóttir, Ingvar Pálsson, Anna Ó. Guðmarsdóttir, Vigdís H. Pálsdóttir, Þorkell G. Geirsson, Lovísa H. Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.