Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 15 AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján GISLI Kristinn Lórenzson forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar við nýja laugarkerið en í baksýn sést í nýbygginguna. Framkvæmdir fyrir um hálfan milljarð við sundlaugina Ný laug, pottar og bygging Norðlenskir dagar NORÐLENSKIR dagar hefjast í matvöruverslunum Kaupfélags Ey- firðinga á Akureyri, Dalvík, Ólafs- firði, Siglufirði, Grímsey og Hrísey í dag, fímmtudaginn 16. október, og standa þeir yfir til loka mánaðar- ins, 31. október. Þetta er fimmta árið sem Norð- lenskir dagar eru haldnir og hefur góð þátttaka verið einkennandi fyr- ir þau fjögur skipti sem þeir hafa áður verið og er svo einnig nú. Tilgangurinn með Norðlenskum dögum er að koma á framfæri því sem er að gerast í norðlenskum matvæla- og iðnfyrirtækjum, stuðla að uppbyggingu þeirra og kynna sem flestum norðlenska vöru og þjónustu. Sérstakt blað verður gefið út og því dreift á Eyjafjarðarsvæð- ið. í matvöruverslunum verður fjöid kynninga og tilboða þann tíma sem átakið stendur. -----♦ ♦ ♦---- Tilboð ogaf- sláttur í miðbæ UM 40 verslanir og fyrirtæki í miðbæ Akureyrar bjóða fólki upp á hressingargöngu þeirra á milli á morgun, föstudag og laugardag, en ýmis tilboð verða í gangi og afslætt- ur boðinn af ákveðnum vörutegund- • um. Slíkt átak sem miðast að því að fá fleira fólk í bæjarrölt verður næstu fjórar vikurnar. í þessu skyni hefur Akureyrar- bær gengið til liðs við eigendur verslana og fellir niður gjaldskyldu á bílastæðum í miðbænum frá kl. 13 á umræddum föstudögum. Eru það vinsamleg tilmæli til starfsfólks á miðbæjarsvæðinu að taka ekki frá þessu helstu bílastæði í miðbænum á þessum tíma, heldur taka sér sjálft örlítið lengri hressingargöngu og leggjá á stæðum sem eru nokkru lenerra frá vinnustað sínum. UMFANGSMIKLUM framkvæmd- um við Sundlaug Akureyrar miðar vel og sagði Gísli Kristinn Lórenzson forstöðumaður að nú væri búið að steypa upp nýtt sundlaugarker, 25 X 16 metra að stærð og þá er einn- ig búið að steypa nýja nuddpotta. Gert er ráð fyrir að byggingu eins hæðar húss þar sem m.a. verða bún- ingsklefar kvenna ljúki eftir um hálfan mánuð. í síðustu viku var nýr hreinsibúnaður við laugina tekin í notkun. Samkvæmt fyrstu áætlunum átti að ljúka byggingu nýju sundlaugar- innar og taka hana í notkun síðasta sumar, en frosthörkur á liðnum vetri settu strik í reikninginn. Forgangs- röð framkvæmda var því breytt, hægt var á gerð sundlaugarkersins og þess í stað settur kraftur í að byggja upp nýtt hús. „Það stóð fyrst til að bjóða út byggingu hússins í desember en nú er svo gott sem búið að steypa það upp,“ sagði Gísli Kristinn, en hann átti von á að frá- gangur innanhúss yrði boðinn út um eða eftir áramót. Næsta vor verður nýja sundlaugin tekin í notkun sem og heitur pottur við hana, en lengra verður í að hús- ið verði tiibúið. I húsinu verður m.a. afgreiðsla, kaffítería og búningsklef- ar kvenna, en í kjallara verður æf- ingasalur, geymslur þvottahús og einnig er hreinsibúnaður lauganna þar. Karlaklefinn verður á sama stað og nú í eldra húsnæðinu en hann verður færður til nútímalegra horfs og stækkaður. Gera má ráð fyrir, að sögn forstöðumanns, að heildar- kostnður við framkvæmdirnar, það sem gert hefur verið á síðustu árum og þau verkefni sem eftir er, nemi allt að hálfum milljarði króna. Fjölskyldugarður stækkaður „Þegar þessu verður lokið höfum við möguleika á að taka á móti mun fleiri gestum en nú og gerum reynd- ar einnig ráð fyrir að aðsóknin muni aukast mikið,“ sagði Gísli Kristinn. Aðsókn var mjög góð í sumar sem leið, yfir 2.000 manns komu að jafn- aði í laugina þegar veðurblíðan var hvað mest. í tengslum við sundlaug- ina er rekin fjölskyldugarður með margvíslegum leiktækjum og fær hann til umráða aukið pláss næsta sumar. Neðra svæðið á tjaldstæði Akureyrar verður lagt af og þar komið fyrir leiktækjum. Spurninga- keppni Baldursbrár HIN vinsæla spurningakeppni kvenfélagsins Baldursbrár er nú að heijast. Fyrsta umferð verður í safnaðarsal Glerárkirkju annað kvöld, föstudagskvöldið 17. október og hefst hún kl. 20.30. Fyrirhugað er að keppa einu sinni í mánuði fram í mars að undanskild- um desembermánuði. Sex lið keppa á hverju kvöldi. Aðgöngumiði sem jafnframt er happdrættismiði kost- ar 300 krónur og í hléinu verður selt kaffi og óáfengur drykkur. All- ur ágóði rennur til æsku bæjarins. ----------♦ ♦ ♦--- Námskeið í EKG-túlkun NÁMSKEIÐ sem heitir EKG-túlkun verður haldið á Akureyri næstkom- andi laugardag, 18. október og stendur það frá kl. 9.30 til 18. Það er haldið í samstarfi Háskólans á Akureyri og Endurmenntunarstofn- unar Háskóla íslands. Námskeiðið er einkum ætlað hjúkrunarfræðingum en er öllum opið. Markmið þess er að þátttak- endur öðlist aukinn skilning á grund- vallaratriðum EKG-túlkunar, þeir geti túlkað hjartalínurit í bráðatilvik- um og þekki helstu lífshættulegar hjartsláttartruflanir og einnig að þeir geti tengt breytingar á hjarta- línuriti við daglegt líf sjúkiings. Fjallað verður um sögu hjartalínu- rits og kenningar sem liggja þar að baki, um hjartsláttartruflanir sem allir verða að þekkja og túlkun í bráðatilfellum svo eitthvað sé nefnt. Kennari á námskeiðinu er Christer Magnússon, hjúkrunarfræðingur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Skráning á námskeiðið_ er hjá Endurmenntunarstofnun HÍ. Staðalbúnaðurinn í Baleno langbak er ríkulegur - m.a. 2 öryggis- loítpúðar, rafmagn í rúðum og útispeglum, samlæsingar, vökva- og veltistýri, toppgrind, upphituð framsæti, útvarp og segulband með 4 hátölurum, vindkljúfur með hemlaljósi að aftan, bensínlok opnanlegt innanfrá, geymsluhólf undir farangursrými og draghlíf yfir farangursrými. Aflmikill, rúmgóður, öruggur og einstaklega hagkvœmur með notagildið ífyrirrúmi SUZUKI AFL OG _j SUZUKI BILAR HF SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrlsmýri 5, simi 482 37 00. Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. IBALENO WAGON 1998 4WD: 1.595.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.