Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ámi Sæberg RÁÐSTEFNAN var haldin á Hótel Loftleiðum. Fremst frá vinstri eru Þór Sigfússon, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, Ásdís Halla Bragadóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra og formaður SUS, Tryggvi Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Há- skóla íslands, Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra og Jónas Haralz, ráðstefnusljóri. Friðrik Sophusson á ráðstefnu um framtíðarsýn og sátt milli kynslóða Umræða í vaxandi mæli um breytta aldurssamsetningu FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra sagði í gær á ráðstefnu um framtíðarsýn og sátt milli kynslóða að pólitísk umræða í veiferðarríkjum myndi í vaxandi mæli snúast um viðbrögð við breyttri aldurssamsetningu þjóðanna. Hann sagði að þarna tækjust á andstæð sjónar- mið hinna yngri sem hafi áhyggjur af sívaxandi skatt- og skyldabyrði vegna opinberra útgjalda og hinna eldri sem telji opinber framlög til öldrun- armála eðlilega umbun og afrakstur erfiðis á starfsævinni. Víða hafi ekki verið brugðist nógu skynsamlega við fyrirsjáanlegum auknum út- gjaldakröfum vegna fjölgunar aldraðra. 60 ára og eldri 40% kosninga- bærra árið 2030 Ráðherra sagði að vegna breyttrar aldurssam- setningar þjóðarinnar yrðu 40% kosningabærra manna 60 ára og eldri árið 2030. „Miðað við þátttöku eldri borgara í kosningum má gera ráð fyrir því að þessi aldurshópur verði tæplega helm- ingur kjósenda eftir rúm 30 ár,“ sagði Friðrik. „Þessi breyting á aldurssamsetningu þjóðarinnar mun hafa áhrif á ríkisfjármál og reyndar alla pólitíska umræðu í þjóðfélögum ogjafnvel flokka- kerfið." Friðrik sagði að nú væru 6-7 manns á vinnu- aldri á bak við hvern íslending 67 ára eða eldri. „Árið 2030 verða helmingi færri á vinnualdri að baki hveijum öldruðum,“ sagði hann. „Sífellt færri greiða þess vegna að óbreyttu með tekju- sköttum sínum fyrir framfærslu þeirra sem lokið hafa starfsævinni." „Á næstu árum ber okkur að skoða hvernig koma má í veg fyrir vaxandi spennu milli kyn- slóða. Ef ungt fólk telur að ekki verði hægt að gera jafn vel við það og gert er við aldraða í dag hlýtur það að spyija sig hvort rétt sé að ívilna eldri kynslóðum, oft með lánsfé, sem unga fólkið í dag greiðir síðar á starfsævinni.“ Fólk greiðir nú skuldir sínar til baka Ráðherra sagði að á síðustu fimmtán árum hefðu orðið miklar breytingar á fjármálakerfinu. Fólk greiði nú skuldir sínar til baka sem áður hafi eyðst í verðbólgu. „Vegna þessa má hugsan- lega álykta að hérlendis ríki meiri óánægja ungs fólks með fjárhagsstöðu sína en í ýmsum ná- grannaríkjum okkar. Ungt fólk ber sig eðlilega saman við eldri kynslóðir. Margt ungt fólk í dag átti foreldra sem byggðu sér hús fyrir þrítugt og húsnæðislánin fuðruðu síðan upp á verðbólgubál- inu. Mjög fyrirferðarmiklir útgjaldaliðir ungra heimila í dag eru húsnæðisskuldir og námsskuld- ir. Það er því von að þetta fólk velti fyrir sér högum sínum og beri saman við aðra. Hins vegar urðu kynslóðirnar þar á undan fyrir tekjumissi þegar sparifé þeirra, sem notað var til að lána ungum húsbyggjendum í þá daga, brann á sama verðbólgubáli." Ráðherra sagði að besta leiðin til að treysta velferðarþjóðfélagið á nýrri öld væri að örva lang- tímasparnað fólks. Hann sagði að ekki mætti ofmeta þau auknu útgjöld sem breytt aldurssam- setning leiddi til eða grípa til örþrifaráða. Hann sagðist telja að sátt kynslóðanna gæti byggst á fjórum atriðum. í fyrsta lagi verði ríkis- sjóður að skila afgangi. Vegna hallareksturs frá 1985 séu vaxtagreiðslur ríkisins nú hærri en út- gjöld til menntamála. í öðru lagi sé rétt að heim- ila eldra fólki að starfa lengur en nú. „Við eigum að gefa eldra fólkinu kost á að starfa áfram og líta fremur á hvaða gagn einstaklingar geta gert í atvinnulífinu en að spyija um aldur þeirra.“ Frjáls sparnaður I þriðja lagi sagði hann mikilvægt að hvetja til fijáls sparnaðar. „Auðvelda verður þeirri kyn- sióð sem nú er á avinnumarkaði að spara og leggja til hliðar til þess að hún geti sjálf staðið undir stærri hluta velferðarútgjalda framtíðarinnar. Þetta er enn mikilvægara í ljósi þess að gera verður ráð fyrir minnkandi ríkisframlögum til ellilífeyrisbóta í framtíðinni,“ sagði hann. Loks sagði Friðrik brýnt að styrkja lífeyris- sjóðakerfið. „Öflugir lífeyrissjóðir stuðla að lang- tímasparnaði og opna möguleika á breyttum áherslum í almannatryggingakerfinu. Lífeyris- tryggingar hins opinbera eiga fyrst og fremst að vera eins konar öryggisnet fyrir þá sem búa við skerta starfsorku eða hafa af einhveijum ástæð- um misst fótanna og fá ekki úrlausn annars stað- ar,“ sagði Friðrik. Aðstoðarfor- stjóri hjá OECD Reyna mun á innviði þróuðu ríkjanna DR. BARRIE Stevens, aðstoðarfor- stjóri hjá Efnahags- og framfara- stofnun Evrópu, var gestur ráðstefn- unnar og greindi frá spám um efna- hagsþróun í aðild- arríkjum OECD næsta aldaríjórð- ung í ljósi breyttr- ar aldurssamsetn- ingar. Hann segir að hagvöxtur í þróuðum ríkjum verði um 3% að meðaltali en um 7% að meðaltali á helstu vaxtarsvæðum í öðrum heim- sálfum. Á tímabilinu þrefaldist al- þjóðaviðskipti og markaðsvæðing al- þjóðaviðskipta haldi áfram en yfir- burðir þróaðra þjóða í efnahagslífi heimsins muni heyra sögunni til. Samhliða auknum tækifærum til út- flutnings og fjárfestinga á vaxtar- svæðunum, t.d. í Asíu, aukist þrýst- ingur á vestræn þjóðfélög að laga markaði sína og þjóðfélög að þessum breytta samkeppnisveruleika. Þess vegna stefni í óróa á alþjóð- legum efnahagsmarkaði og það muni reyna á aðlögunarhæfni efnahag- skerfa OECD-ríkja. Samfara um- brotatímum verði rými til umsvifa takmarkað. Næstu áratugir muni reyna á innviði þróuðu þjóðfélag- anna. Þessu til viðbótar komi það að þjóðir heims hafa smátt og smátt verið að eldast. Um 2015 verða áhrif þess greinilegri en nokkru sinni að kynslóðirnar, sem fæddust frá 1940- 1960 og kallaðar eru „baby-boo- mers“ á ensku, komast á eftirlaun. Vegna breyttrar aldurssamsetn- ingar hættir vinnufærum mönnum að fjölga í OECD ríkjuum á árunum frá 2010-2020, gagnstætt því sem gerist í öðrum heimshlutum. Að meðaltali verða 37% manna á eftirlaunaaldri 2030, 32,1% íslend- inga, en t.d. 49% Þjóðveija og 48% ítala. Fjölmörg ríki eigi því erfíða tíma framundan að óbreyttu. í sam- anburði við þær virðist horfur á ís- landi þokkalegar, og jafnvel enn batnandi sé tekið tillit til góðrar stöðu lífeyriskerfis hér miðað við það sem gerist annars staðar. Ástæða sé til að búast við vax- andi ósætti kynslóða þegar hinar fjöl- mennu kynslóðir fara að setjast í helgan stein. Dr. Barrie Stevens. 700 600 500 400 300 200 100 0 Eignarskattur 10 20 30 40 50 60 70 80 90 Aldurárið 1995 Aidurárið 1995 Aldur árið 1995 KORTIÐ sýnir annars vegar meðalskattbyrði hverrar kynslóðar árið 1995 varðandi tekjuskatt og eignarskatt og hins vegar meðalendurgreiðslur til hverrar kynslóðar í gegnum fræðslu- kerfi og heilbrigðiskerfi sama ár. Skattbyrði eykst um 161% að óbreyttu KYNSLOÐAREIKNINGUM er ætlað að sýna hvaða skattbyrði og hvaða ríkisútgjöld bíða komandi kynslóða miðað við óbreyttar áherslur og stefnu í ríkisfjármál- um. Reiknað er út hve mikið tiltek- inn einstaklingur mun greiða í skatta og hvað hann fær til baka frá ríkinu frá vöggu til grafar að gefnum forsendum um hagvöxt, ævilíkur og fleira. Einnig sýna slík- ir reikningar áhrif breytinga á skatta- og útgjaldastefnu á af- komu kynslóðanna. Tryggvi Herbertsson, forstöðu- maður Hagfræðistofnunar Háskól- ans gerði grein fyrir fyrstu kyn- slóðarreikningum sem unnir hafa verið fyrir ísland. Reikningarnir eru þannig unnir að aflað er upp- lýsinga um hvernig mismunandi skattar á grunnári, sem í þessum reikningum er árið 1995, lögðust á skattgreiðendur eftir kyni og aldri. Ekki er tekið tillit til þeirra fjárhæða sem einstaklingar hafa þegar greitt eða fengið greiddar, fyrir grunnárið. Aflað er upplýsinga um hvernig opinber gæði nýtast einstaklingum með tilliti til aldurs og kyns. Töl- urnar eru núvirtar og fæst þá mat á hreina skattbyrði kynslóðanna. Hún telst vera munurinn á heildar- skattgreiðslum meðaleinstaklings af hverri kynslóð og heildarútgjöld- um til hans yfir ævina. Niðurstöðurnar eru þær að mið- að við núvirði er lífstíðarskattbyrði einstaklings sem fæddist árið 1995 að meðaltali 713 þúsund krónur en hjá einstaklingi af komandi kynslóðum, þ.e þeim sem fæðast fram til 2020, verður hrein skatt- byrði að óbreyttu 1.862 þúsund krónur að meðaltali. Munurinn er 161%. Skuldasöfnun í fortíðinni „Það ójafnvægi sem er á skatt- byrði núverandi og komandi kyn- slóða má [...] að stórum hluta skrifa á reikning skuldasöfnunar hins opinbera í fortíðinni," segir í niðurstöðum Hagfræðistofnunar. Ef ekki kæmi til skuldasöfnun rík- isins væri munurinn hagstæður komandi kynslóðum um 398 þús- und krónur. Ríkið hefur verið rek- ið með halla, sem fjármagnaður hefur verið með lántökum frá árinu 1985. Ef áhrifa skuldasöfnunar- innar gætti ekki mætti lækka skatta nú um 4 milljarða króna án þess að jafnvægi milli kynslóða raskaðist.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.