Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Umhverfis fegnrðina“ EGGERT Pétursson. Nafnlaus (hluti), olía á striga, 1997. KRISTINN G. Harðarson, án titils 1993-97, olía á striga, 1997. MYNPLIST Listasafn Kópavogs MÁLVERK Eggert Pétursson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Kristínn G. Harðarson. Opið alla daga frá 12-18. Lokað mánudaga. Til 2. nóvember. Aðgang- ur 200 krónur. Sýningarskrá 500 krónur. GUÐBJÖRG Kristjánsdóttir listsögufræðingur og sýningarstjóri fram- kvæmdarinnar „Um- hverfis fegurðina“ segir í upphafí formála ákaflega vel hannaðr- ar o g handhægrar sýn- ingarskrár: „Ekki verður með sanni sagt að séríslenzk lista- stefna hafi orðið til enn sem komið er, enda þótt nútímalistin sé um margt sérstök." Hvernig hún skilgrein- ir nútímalist er svo ekki alveg á hreinu, hvort um er að ræða samtímalist, seinni tíma hræringar eða samanlagða þróun ís- lenskrar listar á öld- inni. En hvernig sem á málið er litið hefur hún mikið til síns máls. Við höfum ekki þróað með okkur ótvíræð úrsker- andi séríslenzk stílein- kenni í þá veru að hag- nýta okkur arf forfeðr- anna, sem kom vel fram á sýningunum „Sögn í sjón“ nú í sumar. Höfum tvímælalaust af mun meiru að taka úr fortíð- inni, en menn til skamms tíma gerðu sér grein fyrir, og þannig ekki lagað sjónlistafræðslu okkar nægilega að sögunni og landinu sjálfu. Hins vegar virðist nú fara fram umtalsverð vakning í þá veru að listamenn leiti síður langt yfír skammt að myndefni og hug- myndum. Myndlistarmenn voru lengstum of háðir erlendum straumum og stílhvörfum sem má vera eðlilegt sé litið til þess að enginn akademískur grunnur hef- ur verið byggður upp né jarðtengd sjónmenntafræðsla ræktuð í skóla- kerfínu. Menn því of háðir og ga- lopnir hvers konar nýstraumum að utan, vöknuðu svo við vondan draum er útlendir fóru að físka í þeim sjónrænu og hugmynda- fræðilegu auðlindum sem þeir upp- götvuðu innan landhelgi okkar. Tengdust lifandi og safaríkri list- sköpun, en við sjálfír höfðum síður komið auga á. Af því ber að hafa meiri áhyggjur en að heilu stefn- urnar og tímabilin í útlandinu fóru framhjá án þess að eftir þeim væri tekið. íslenzkir myndlistar- menn voru og eru einfaldlega ekki skyldir til að skrá þær allar á dúka sína, gerast endurritarar þess sem aðrir höfðu þegar lokið við. Sömuleiðis hugnast mér að fleira en ytri fegurð landsins hafí vakið fyrir brautryðjendunum, við áttum einfaldlega þetta óspillta land, hins vegar ekki megaborgir heimsins, fírringu þeirra né múg- hugsun stórþjóða. Það þarf fleira til en íslenzka náttúru, þjóðhætti og sögu til að skapa séríslenzk einkenni, en ætli þau séu ekki hægt og bftandi að sanna sig og verði helst til í landinu sjálfu. Hér er Eggert Pétursson, sem sækir föng sín í íslenzkt jurtaríki, íslenzka flóru, skýrt dæmi. Það telst svo viðbót hans sjálfs, sá hugblær sem streymir á vit skoð- andans, en ekki ofurnákvæmnin í eftirgerð plantnanna sem telja má aðal málverkanna, og vinnubrögð- in gengu sennilega síður upp í náttúrufræðistofnunum. Og þó er naumast hægt að slá því föstu að listamaðurinn stíliseri í almennri skilgreiningu hugtaksins, því við- bót hans er nokkuð annars eðlis og í ætt við það sem stundum má fínna í myndum brautryðjendanna, hefur með annað og háleitara að gera en einungis sjálft viðfangs- efnið. Einnhvern framstreymandi ferskleika, og skyldi hliðstæðuna ekki helst vera að finna í ofurnæm- um vatnslitamyndum Ásgríms Jónssonar á fyrstu áratugum ald- arinnar? Menn taki vel eftir hve ólík útkoman er, þrátt fyrir að skynja megi svipaða samsemd með undrum og tærleika náttúrunnar. Þetta á íslenzk náttúra til, er alveg sérstakt í öllum heiminum, töfrar jafnframt fram séríslenzkt hugsæi í gerendunum, íslenzk fingraför á dúka þeirra. Hvít og einslit verk listamanns- ins njóta sín naumast jafn vel í kjallarasölunum og dýpri og blakkari litaheildir í listhúsinu í Ingólfsstræti 8 eigi alls fyrir löngu, þá er lýmið sjálft fullhrátt og samlitt verkunum. Þau öðlast ekki sömu innilegu nálgun nema skoðandinn standi þétt upp við þær, rýni í þær, þefí af þeim... En hér er minnst við uppsetning- una að sakast en þar er fagmanna- lega að verki staðið í öllum tilvik- um. Það er langur vegur frá mál- verkum Helga Friðjónssonar í dag og þess sem hann gerði á níunda áratugnum, þegar hann var á kafi í nýja málverkinu svonefnda. Þá voru dúkar hans hráir og grófir og táknmálið með sterkum ást- þrungnum undirtón þar sem tungan og reðurtáknið voru iðu- lega leiðistefið. Og þótt sjálft myndefnið hafi ekki tekið ýkja miklum stakkaskiptum, að því leyti að hin sjálfhverfa ímynd er alltaf til staðar eru áherslurnar aðrar. Fágunin hefur smám saman orðið að meginatriði vinnsluferlis- ins og líkingarmálið margræðara, meður því að hann leitar í senn til táknsæis aldamótaáranna og nævra tákna í kirkjulist fyrri alda. Fram koma greinileg síðmódernísk áhrif með manninn og tilvistar- spurninguna sem útgangspunkt; hver er ég, hvert allífið? Á sýningu Helga í Sjónarhóli, þar sem hann sýndi frekar smáar myndir kom þessi fágunarviðleitni afar vel fram og hann hefur ótrauður haldið henni áfram, en nú á mun stærri dúkum. Málarinn setur markið hátt og víst verður grip hans um pentskúfínn stöðugt traustara og kemur fram í öllum málverkunum en þó sýnu skýrast í hinni undirfurðulegu mynd „Gyllt sólarlag", sem máluð er á þessu ári. Hér er hvergi veikur punktur í myndbyggingunni og áhrifin nálgast að vera súrrealistísk, eink- um fyrir hinn hættulega grunnlit sem hann meðhöndlar þó afburða vel. Þá er einfaldleikinn í mynd- inni sláandi, og gefur henni meiri dýpt og víddir öðrum sem meira er borið í, er að auki betur mál- uð.. . Næmi málara á umhverfí sitt kemur einna skýrast fram í mynd- um Kristins G. Harðarsonar, en í ljósi fyrri verka hefði maður búist við flestu öðru frá hans hendi en þessum máluðu skiliríum. Að vísu er hann sem fyrr upptekinn af því sem hendi er næst, að vinna úr þeim föngum sem hann hefur handa á millum, en nú finnur hann þau með aðstoð ljósmyndavélar- innar og skilar þeim frá sér á sí- gildastan allra myndmiðla, hið fyrrum úthrópaða raunsæismál- verk. Hann hefur verið búsettur vestan hafs á undanförnum árum sem skýrlega kemur fram í verk- um hans hvoru tveggja í tækni- brögðunum og vali á myndefnum. Þeir í Ameríku eiga afar sterka erfðavenju í raunsæismálverkinu og það öllum hliðum hennar, á seinni tímum frá mögnuðu veru- leikaraunsæi Edvards Hoppers til ljósmynda ofurraunsæis Chuck Close. í sjálfum málunarhættinum er Kristinn nær Hopper, þótt hann notist mun meira við optískt raun- sæi ljósopsins en Ameríkumaður- inn. Hins vegar er hann meira myndskáld í litum en Close. Og þótt ein myndanna með skrúfujárn á girðingarstöpli geti minnt á Hring Jóhannesson er allt annað rausæi á ferð og það af hversdags- legra taginu og í ætt við atferlisl- ist dagsins. Myndir hans af húsinu og útihúsunum við White Brook lækinn og rauðu kerrunni í skógin- um, standa einna skýrast í minn- inu fyrir óvenjulegt vinnsluferli, því hér er sýnu meira en sannverð- ugt myndefni á ferð, einhver raun- sæisskáldskapur. Hins vegar standa íslenzku myndefnin skoð- endunum sennilega næst og þá einkum myndin af hænunni á tröppuhandriðinu. Textarnir með myndunum afhjúpa svo skáldlega sýn listamannsins á tilveruna og kannski birtist hann næst sem rit- höfundur. Hér er allra veðra von... Bragi Ásgeirsson. HELGI Þorgils Friðjónsson, Gyllt sólar- lag, olía á striga, 1997. Sígauna- tónlist á Fógetanum TÓNLEIKAR heimsmeistara í harmóníkuleik, Lelo Nika, og hljómsveitar hans, verða á veit- ingahúsinu Fógetanum í kvöld, fimmtudag kl. 22. Lelo Nika hóf ungur nám í harmóníkuleik. Hann fæddist í Serbíu árið 1969 en hefur búið í Danmörku frá unga aldri. Arið 1979 fór Lelo aftur til Serbíu til frekara náms og lærði þá alla stílana í Balkneskri tónlistar- hefð. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna hvort sem er fyrir klassískan leik, ræla eða balk- neska tónlist. LELO Nika ásamt hljómsveit sinni, sem skipuð er þeim Djordje Bikic, Jon Konstantin og George Mihalache. Hingað kemur Lelo í boði Fé- lags harmóníkuunnenda sem halda upp á 20 ára afmæli sitt um þessar mundir. Með Lelo Nika leika Djordje Bikic á gítar, Jon Konstantin á bassa og George Mihalache á balkneska hljóðfærið cimbalom eða Tambla. Nýjar bækur • í LEIT að konungi e reftir Ármann Jakobsson. Á fyrri hluta 13. aldarhöfðu flestallar evrópsk- ar þjóðir konung en Islendingar ekki. Á þessum tíma sendi hin konunglausa þjóð frá sér konunga- sögur sem eru ein merkustu skrif um konunga í Evrópu á miðöldum. í bókinni er sjónum beirít að íslenskum konungasögum 13. aldar og hugmyndum íslenskra konungasagnaritara um kon- ungsvald. Reynt er að svara því hversu vel þeir voru að sér um fyrirbærið konungasögu og stað hennar í íslenskri miðaldabók- menntasögu. Því er einnig velt upp hvort konungasagnaritun ís- lendinga tengist því að íslending- ar gengu Noregskonungi á hönd árið 1292. í leit að konungi er meistara- prófsntgerð Ar- mann Jakobsson- ar frá Háskóla íslands. Hann er fæddur í Reykja- vík 1970, stúdent frá Menntaskól- anum við Sund 1990. Hann lauk | BA-prófi í ís- lensku árið 1993 og MA-prófi í ís- lenskum bók- menntum árið 1996. Ármann hef- ur sett saman greinar um fræðileg efni í innlend og erlend blöð og tímarit. Hann er nú dálkahöfundui Ármann Jakobsson hjá Dy og í doktorsnámi við Há- skóla íslands. Háskólaútgáfan getur út og sér um dreifingu. Ritið er 377 bls. og kostar 2.490 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.