Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Utanríkisráðherra um yfirlýsingar nýrrar stjórnar Noregs Tal um 250 mílur „þýð- ingarlaust og marklaust“ HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði í gær að hann teldi að það sem segði í stjórnar- sáttmála næstu stjórnar Noregs um að hún muni beita sér fyrir því að færa norsku land- helgina út í 250 sjómílur bæði „þýðingarlaust og marklaust". Halldór sagði að í stjórnarsáttmála norsku miðflokkanna, Kristilega þjóðarflokksins, Mið- flokksins og Venstre, flokks fijálslyndra, væri gefið i skyn að Noregur myndi vinna að þessu máli_ á alþjóðavettvangi. „Ég hef enga trú á að það verði niðurstaðan vegna þess að Noregur hefur staðfest hafréttar- sáttmálann, sem gerir ráð fyrir 200 mílum, og Noregur hefur lika staðfest úthafsveiðisáttmál- ann, sem jafnframt byggir á 200 mílum,“ sagði Halldór. „Þetta er orðin grundvallarregla í al- þjóðlegu samstarfi og Norðmenn verða að sætta sig við það að þeir þurfa eins og aðrir að skipta upp stofnum, sem eru utan 200 mílna lögsögu. Að því hafa þjóðirnar verið að vinna og það er enginn grundvöllur fyrir því að snúa þar við. Þar af leiðandi tel ég að það sem þarna segir sé í raun þýðingarlaust og marklaust." I stjórnarsáttmálanum segir einnig að stefnt sé að aukinni samvinnu við Rússa til að koma í veg fyrir „hina umfangsmiklu rányrkju" í Smugunni. Halldór kvaðst ekki átta sig á því hvað Norðmenn ættu við þegar þeir töluðu um rányrkju í Barentshafi. „Þeir veiða þar þjóða mest og hafa veitt; nokkrum þjóðum veiðiheimildir," sagði Halldór. „Ég leyfi mér að túlka þetta svo þar til annað kemur í ljós að þeir vilji semja við okkur um réttlátan hlut okkar á þessu svæði eins og þeir hafa samið við aðra. Það hefur verið okkar stefna að ganga frá samningum um þessi mál eins og um alla aðra stofna á alþjóðlegu haf- svæði.“ FÆRT UT I 250 SJÓMÍLUR ? Yfirlýsingin á sér ekki stoð í þióðarétti Andlát FRIÐJON SIGURÐS- SON FRIÐJÓN Sigurðsson, lögfræðing- ur og fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, lést á heimili sínu í fyrra- dag. Hann var 83ja ára að aldri. Friðjón Sigurðsson var fæddur að Skjaldbreið í Vestmannaeyjum 16. mars 1914. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Ingimundar- son, útgerðarmaður og skipstjóri þar, og Hólmfríður Jónsdóttir hús- móðir. Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið 1934 og lögfræðiprófí frá Háskóla íslands vorið 1941. Sama haust var hann settur sýslumaður í Strandasýslu í forföllum sýslu- manns og gegndi því til haustsins 1943. Starfaði hann þá í nokkra mánuði fyrir skömmtunarskrif- stofu ríkisins en 1. júlí 1944 varð hann fulltrúi á skrifstofu Alþingis og 1. júlí 1956 varð hann skrif- stofustjóri Alþingis. Gegndi hann því starfí til haustsins 1984. Hann var jafnframt ritari hjá íslands- deild Alþjóða þingmannasam- bandsins frá 19.56 og ritari hjá íslandsdeild Norðurlandaráðs frá 1957. Þá var hann einnig starfs- maður landskjörstjórnar um árabil frá 1959. Ólafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, minntist Friðjóns á þing- fundi í gær og sagði þá meðal annars: „Friðjón Sigurðsson starf- aði í skrifstofu Alþingis í rúma fjóra áratugi. Allan þann tíma rækti hann störf sín af alúð og festu, afkastamikill og ósérhlífinn. Alþingismönnum og ekki síst for- setum Alþingis var hann jafnan traustur og hollur ráðgjafí." Eftirlifandi kona hans er Áslaug Siggeirsdóttir og eignuðust þau fímm syni. Einn þeirra er látinn. | Staðgreiðsluverð: 9.800 kr. 1 húsgögn v-.—... Ármúla 44 • sími 553 2035 NORSKIR sérfræðingar, sem Morg- unblaðið ræddi við, telur að einhliða útfærsla fískveiðilögsögu Noregs í 250 sjómílur eigi sér ekki stoð í þjóðarétti. Breytingar á hafréttar- samningi Sameinuðu þjóðanna þyrftu að eiga sér stað til að hægt væri að réttlæta slíka útvíkkun. Alf Hákon Hoel, stjórnmálafræð- ingur og sérfræðingur í úthafs- stjórnmálum við Sjávarútvegshá- skólann í Tromso, segir að eina leið- in til að skilja yfirlýsingu Miðflokk- anna I stjórnarsáttmálanum sé að gera ráð fyrir að þeir hyggist beita sér fyrir því á réttum alþjóðlegum vettvangi að leyfilegt verði að færa efnahagslögsögu út í 250 sjómílur. „Þetta er ekki hægt að gera ein- hliða," segir Hoel. „Það er hreinlega INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri segir að svæði Knattspymu- félagsins Fram við Safamýri hafí verið úthlutað sem íþróttasvæði og að ekki komi til greina að ráðstafa því án samráðs við borgaryfirvöld. Sagðist hún fyrst hafa heyrt um hugsanlegar framkvæmdir Kringl- unnar á svæðinu í fréttum fjölmiðla. Formaður Fram hefur skýrt frá því í fjölmiðlum að félagið hafí átt viðræður við forráðamenn Kringl- unnar um afnot af svæðinu og mögu- ólöglegt. Noregur hefur fullgilt haf- réttarsamninginn og þar stendur skýrt og greinilega að efnahagslög- saga skuli vera allt að 200 mílur.“ Bæði þjóðréttarleg og pólitísk vandkvæði „Þetta er góð spuming," segir Geir Ulfstein, lagaprófessor við Óslóarhá- skóla og einn helzti þjóðréttarsérfræð- ingur Noregs, aðspurður hvaða þjóð- réttarlegi grundvöllur gæti verið fyrir útvíkkun lögsögu í 250 mílur. „Þetta virðist vandkvæðum háð, bæði þjóð- réttarlega og pólitískt." Ulfstein segir að hafréttarsamn- ingur SÞ kveði á um að efnahagslög- saga megi í mesta lagi ná 200 mílur frá ströndum ríkja og leyfi ekki meiri útvíkkun. „Þróunin hefur verið lega byggingu bílageymslu og fleiri mannvirkja. Telur hann verðmæti svæðisins miðað við lóðaverð um 1.000 milljónir. Hafa engan ráðstöfunarrétt „Þeir sögðu einhvertíma við mig hjá Fram að mér fannst meira í gamni en alvöru að til tals hefði komið hjá þeim að Kringlan gæti farið með bílastæði undir Fram- svæði. Þetta er það eina sem ég hef heyrt,“ segir borgarstjóri í samtali sú, eins og þið íslendingar þekkið, að strandríki hafa fært út lögsöguna úr 12 mílum í 50 og svo í 200. Það er hægt að spyija hvers vegna eigi að hætta þegar 200 mílum er náð, hvers vegna þjóðarétturinn gangi ekki lengra og strandríkin vinni ný svæði. En nú höfum við í fyrsta lagi hafréttarsamning, sem tilgreinir 200 mílurnar sem hámark, og í öðru lagi úthafsveiðisamninginn frá 1995, þar sem gengið er út frá því að utan 200 mílna sé alþjóðlegt hafsvæði," segir Ulfstein. Hann segist því þeirrar skoðunar að erfítt verði fyrir norsku stjórnina að vinna hugmyndum um frekari útfærslu lögsögunnar fylgi. Til þess að slík útfærsla sé lögleg verði að breyta hafréttarsamningnum. við Morgunblaðið. Borgarstjóri sagði að íþróttafélag gæti ekki tekið ákvarðanir um aðra uppbyggingu á íþróttasvæði. „Svæðinu er úthlutað sem íþróttasvæði fyrir hverfið og er sýnt sem slíkfy á skipulagi," sagði borgarstjóri. „Ég get ekki séð að það sé hægt að leggja það af nema borgaryfirvöld hafi eitthvað um það að segja. Þeir hafa engan ráðstöfun- arrétt yfir svæðinu. Þetta er mál sem varðar íbúana í hverfinu og borgar- yfírvöld." Sj ávar útvegsr áð - herra Ekkiísam- ræmiviðvið- urkenndar reglur „MÉR þykja þessar hugmyndir þeirra heldur barnalegar. Það er eig- inlega það eina sem hægt er að segja um þetta,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um þær hug- myndir, sem fram koma í stjórnar- sáttmála miðflokkanna í Noregi, að vilja færa landhelgi Noregs út í 250 sjómílur. „Það er alveg ljóst_að þær eru ekki í neinu samræmi við viður- kenndar þjóðréttarreglur. Virtustu þjóðréttarfræðingar Norðmanna hafa margsinnis sagt stjórnvöldum þar að það væri ekki grundvöllur fyrir útfærslu landhelginnar í 250 mílur,“ sagði sjávarútvegsráðherra ennfremur. „Ég held að þetta sé einhver orðaleikfimi sem ekki hafí mikinn efnislegan tilgang. Stjórnar- sáttmálar þurfa ekki að vera gæða- merki á það sem fram er sett. En þessar hugmyndir eiga enga þjóðr réttarlega stoð og hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna gerir ekki ráð fyrir þeim.“ ----»♦ ♦---- Utvíkkun lögsögu til aðstöðva t rányrkju EFTIRFARANDI er sá kafli stjórn- arsáttmála nýrrar ríkisstjórnar í Noregi sem fjallar um veiðar í Bar- , entshafi: „Ástæða er til að hafa áhyggjur af hinni útbreiddu rányrkju í Smug- unni. Samningur Sameinuðu þjóð- anna um stjórnun deilistofna og flökkustofna hefur ekki reynzt nógu gott verkfæri til að stöðva þessar veiðar. Miðjustjórn mun m.a. með þetta í huga hafa frumkvæði að nánara samstarfi við Rússland. Innan ramma alþjóðlegra samninga mun miðjustjórn vinna að því að efna- hagslögsögurnar verði útvíkkaðar í 250 sjómílur. Ástand fískistofna í Norðursjó, þar sem margir efna- hagslega mikilvægir stofnar eru undir þeim líffræðilegu mörkum, sem ráðleg eru talin, veldur áhyggj- um. Miðjustjórn mun í samskiptum við Evrópusambandið vinna að því að koma á sjálfbærri stjórnun auð- lindanna í Norðursjó, jafnframt því sem gera verður ljóst að auðlindirn- ar í Barentshafí séu ekki handa öðr- um en þeim sem hafa þar kvóta.“ Hugsanleg uppbygging á Framsvæðinu Uthlutað sem íþróttasvæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.